Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2018, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2018, Blaðsíða 26
26 umræða Sandkorn 2. mars 2018 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. Aðalnúmer: 512 7000 Auglýsingar: 512 7050 Ritstjórn: 512 7010 Heimilisfang Kringlan 4-12, 4. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 7070 abending@dv.is Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Aðalritstjóri og ábyrgðarmaður: Kristjón Kormákur Guðjónsson Aðstoðarritstjóri: Einar Þór Sigurðsson Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur 1,6 milljóna maðurinn Jónas Þór Guðmundsson, hæsta- réttarlögmaður og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í kjararáði og stjórn Landsvirkjunar, er að gera allt vitlaust á vinnu- markaði. Ákvarðanir kjara- ráðs, þar sem Jónas Þór gegnir formennsku, hafa hleypt illu blóði í vinnandi fólk sem sér ekki fram á að fá launahækkan- ir upp á hundruð þúsunda né milljónir króna í afturvirk laun. Fimm manna stjórn ríkisfyrir- tækisins Landsvirkjunar, þar sem Jónas Þór gegnir einnig formennsku, hefur einnig feng- ið ríflega launahækkun, fóru samanlögð laun hans úr 12,7 milljónum í 19 milljónir á einu ári. Samkvæmt síðasta tekju- blaði DV var Jónas Þór með 1,6 milljónir króna á mánuði. Það verður forvitnilegt að sjá hver talan verður í næsta tekjublaði og bera hækkunina saman við hækkanir á almenna vinnu- markaðnum sem Jónas Þór er búinn að koma í uppnám. Framtíðarhækkanirnar DV var með reiknivélina á lofti þegar farið var yfir laun þing- manna eins og sjá má í blað- inu. Launin hækkuðu um 45% í október 2016, fóru grunnlaun- in þá úr 766 þúsund krón- um í 1,1 millj- ón króna. Ef launin hækka aftur um 45% fara þau upp í 1,5 milljónir. Þrjár aðrar eins hækkanir upp á 45% þarf þá til að þingfarar- kaupið fari upp í heilar 4,8 milljónir á mánuði. Ef kjararáð heldur aftur af sér eins var gert á milli mars 2015 til júní 2016 þegar þing- fararkaupið hækkaði um 7,5% myndu launin fara upp í 1,2 milljónir, eftir þrjár aðrar eins hækkanir til viðbótar væru launin búin að hækka um rúm- lega 370 þúsund krónur. Svona getur prósentureikning- ur verið skemmtilegur. Spurning vikunnar Með hvaða lagi heldur þú í Söngvakeppninni? „Heim með Ara. Mér finnst lagið svo fallegt og hann svo dásamlegur“ Aðalbjörg Baldursdóttir „Nú er ég bara ekkert búinn að fylgjast með henni“ Sigurjón Hrafn Hallbjörnsson „Ég er ekki búin að horfa neitt á þetta, en ég held að Dagur sé vinsælastur“ Marta Pálsdóttir „Degi. Mér finnst hann frábær söngvari“ Aðalheiður Einarsdóttir „Ég er búinn að deyja þrisvar sinnum“ Þ að var ekkert sem stoppaði mig, ekki einu sinni þessi fimm ára drengur sem ég á í dag. Ég þurfti að horfa á þau fara frá mér. Ég er búinn að deyja þrisvar sinnum úr of stór- um skammti og ég vaknaði alltaf í öndunarvél, með fullt af leiðslum í mér og ég reif þær allar úr mér og fór út og fékk mér aftur.“ Þetta segir Birgir Rúnar Bene- diktsson í viðtali við DV í dag. Í blaðinu deila Birgir og Elva frá- sögn sinni af fíkn. Þá opnar Karl Bjarni Guðmundsson, fyrrverandi Idol-stjarna, sig um baráttu sína við Bakkus og ólögleg efni. Allar þessar sögur eru í raun hetjusögur, sögur af kraftaverkum. En það enda ekki allar sögur vel. Í dag er fjallað um merkan mann sem hefði getað sagt okkur sögur sem við hefðum getað lært af. Sú frétt er frásögn af andláti ungs manns sem fallinn er frá að- eins 35 ára að aldri. Hann hét Stef- án Kristjánsson og var stórmeist- ari í skák. Þá var hann afar fær pókerspilari. Stefán nýtti hæfileika sína vel, útreikninga, þolinmæði og stáltaugar. Í frétt DV segir: „Á stuttum tíma hagnaðist Stefán vel á spilamennskunni og varð eins konar goðsögn meðal íslenskra pókeráhugamanna. Sé leitað eftir notendanöfnum hans á netinu á Google má sjá umfjöll- un um viðureignir hans við heims- þekkta pókerspilara þar sem háar fjárhæðir voru undir í hvert skipti.“ Póker hefur lengi verið litinn hornauga og litið á hann sem fjár- hættuspil. Á sama tíma er spila- kassa, sem hafa fengið það kurteis- lega nafn söfnunarkassar, en eru gróðamaskínur, að finna víða um borg. Síðan má nefna að bridds er spilað víða og þar eru stund- um peningar í verðlaun. Aðstæð- ur til pókeriðkunar voru lengi í felum í undirheimunum. Og það var í þeim heimi sem hinn ungi og hæfileikaríki stórmeistari komst í kynni við fíkniefni. Stefáni tókst aldrei að komast upp úr þeim kjallara og þar féll frá hæfileika- maður sem skaraði fram úr í öllu því sem hann hafði áhuga á. Það er löngu kominn tími til að vopnin séu slegin úr höndum fíkniefnasala. Þá er galið að banna mönnum að hittast með spilastokk og leggja undir pening af fúsum og frjálsum vilja. Á flestum stöðum úti í hinum stóra heimi er að finna spilavíti þar sem fullorðið fólk getur sest niður í öruggu umhverfi og gripið í spil. Þar er einnig að finna spilakassa sambærilega við þá sem dreift er um borg og bý hér á landi. En hvernig björgum við mannslífum? Það gerum við með lögleiðingu. Hvort sem það eru fjárhættuspil eða fíkniefni. Ágóð- ann notum við til að efla fræðslu og forvarnir. Þá á nákvæmlega sama hátt og ÁTVR, Landsbjörg, Rauði krossinn og SÁÁ gera í dag við þá peninga sem þeir hafa af fólki á hverjum einasta degi í spila- kössunum. Fræðslu og meðferð. n Leiðari Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@dv.is Þ etta eru alvarlega ásakanir sem hafa verið bornar á hann og það hefur ekki verið skorið úr um hvort þær séu réttar eða ekki. Börnin eiga að fá að njóta vafans þarna og það á ekki að útnefna einhvern í slíka nefnd sem grunur leikur á, vel rökstuddur grunur þegar litið er til umfangs kvartananna, að hafi viðhaft óeðlileg vinnubrögð í starfi. Það er mjög óeðlilegt. Þetta er eins og ef dómari er sakaður um mútur, það er ekki víst hvort það sé rétt að hann hafi verið þiggja mútur en ef það er enn verið að rannsaka það eða skoða þær ásak- anir þá er ekki rétt að sá dómari sé settur í nefnd sem er að skoða spillingu innan dómskerfisins eða eitthvað slíkt. É g hef fylgst með störfum hans á erlendri grundu, hann hefur verið í barnanefnd Eystrasaltsráðsins og leitt starf nefndarinnar um fimmtán ára skeið. Sama gildir um Lanzarote- nefnd Evrópuráðsins í Strasbourg. Barnastofur að íslenskri fyrirmynd hafa sprottið upp eins og gorkúlur í allri Norður-Evrópu. Ég þekki ekki þessi tilteknu mál sem tekist er á um, enda eru þau vafalaust bund- in trúnaði, mér sýnist þetta allt bera þess merki að þarna sé ver- ið að togast á innan stjórnsýslunnar en ekki um mál sem skipta öllu, sem er velferð barnanna. Hin stóra mynd blasir við í mínum huga. Þetta er frumkvöðull og vandaður og góður embættismaður. Guðmundur Árni Stefánsson, fyrrverandi félagsmálaráðherra Gyða Dröfn Hjaltadóttir, formaður Ungra Vinstri – grænna með á móti MEð og á Móti Er rÉttlætanlEgt að Bragi guðBrandsson fái sæti í BarnarÉttarnEfnd sÞ? Svar við spurningu á síðu 6: Silja Dögg gunnarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.