Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2018, Page 31

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2018, Page 31
Betri borgarar 2. mars 2018 KYNNINGARBLAÐ Góður skyndibiti á sanngjörnu verði Við leggjum mikla áherslu á góðan skyndibita á góðu verði, úr besta mögulega hráefni. Allt kjötið okkar kemur frá SS, fyrsta flokks nautakjöt og beikon. Síðan erum við með McCain-kartöflur,“ segir Pétur Smárason, eigandi Snælands. Þetta gróna fjölskyldufyrirtæki var stofnað árið 1985 en Pétur hefur fylgt því frá upphafi og er hvergi nærri hættur. Í upphafi var mikil áhersla á vídeó en núna er það úr sögunni og staðir Snælands eru í dag vinsælir skyndibitastaðir með áherslu á grillrétti og góðan ís frá Kjörís. Í hamborgurum kappkostar Snæland að tefla saman gæðum og mjög hagstæðu verði. Það eru því margir sem koma í hádegismat og kvöldmat á Snæland, jafnt vinnandi fólk sem skólakrakkar. „Mér finnst ég sjá nýtt fólk á stöðunum daglega og þetta er ansi breiður hópur sem sækir í góða máltíð á góðu verði, fyrir svo utan það að við kappkostum að veita góða þjónustu,“ segir Pétur brosandi. Á mynd hér má sjá Viggó, son Péturs, og eru þeir feðgar með mikla ástríðu fyrir góðum borgara. Vinsælustu hamborgararnir á Snælandi eru ost- borgari, beikonborgari og lúxusborgari en á þeim síðastnefnda er hvort tveggja egg og beikon. Sem dæmi um hagstætt verð hjá Snælandi er ostborgaramáltíð á aðeins 1.190 krónur en innifalið í henni er ostborgari, franskar og gos að eigin vali, en allt gos kemur frá Ölgerðinni. Snælandsstaðirnir eru tveir, annar er að Núpalind 1 í Kópavogi og hinn er að Laugavegi 164 í Reykjavík. Stað- irnir eru báðir opnir frá 10 til 23 alla daga vikunnar. SnælAnd

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.