Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2018, Qupperneq 46
46 2. mars 2018
5. apríl árið 2011 voru Artyom Alexandrovich Anoufriev og Nikita Vakhtangovich Lytkin frá Irkutsk handteknir í tengslum við sex morð í Akademgorodok. Við morðin, sem framin voru frá desember 2010
til apríl 2011, beittu þeir kylfu og hnífum, en fórnarlömbin virtust valin af handa
hófi. Á meðal fórnalambanna voru 12 ára drengur og tveir heimilislausir einstak
lingar. Kumpánarnir, báðir rúmlega tvítugir, fengu lífstíðardóm í apríl 2013.
L
engir lifir í gömlum glæðum,
segir máltækið, og sú var
raunin hjá Leslie Stone, 24
ára Breta, þegar hann hitti
fyrrverandi kærustu sína, Ruby
Keen, 23 ára, á Golden Bell-hótel-
inu í Bedfordshire 11. apríl 1937.
Leslie og Ruby höfðu hist sex
árum fyrr og verið saman um
nokkurra mánaða skeið. Hann
gekk síðan í herinn og þegar hann
var sendur til Hong Kong, árið
1932, skildi leiðir.
Tíminn leið, eins og gengur og
gerist, og í desember fékk hann
lausn úr hernum vegna heilsufars
og fékk starf sem byggingaverka-
maður.
Spjallað yfir drykk
Eftir að Leslie hafði kneyfað þrjá
stóra bjóra og Ruby sötrað eitt
portvínsglas röltu þau á Cross
Keys-hótelið í Bedford og síðan
þaðan á Stag-hótelið.
Það vakti athygli nærstaddra að
Leslie nauðaði í Ruby að segja skil-
ið við lögregluþjóninn sem hún
var í tygjum við. Vildi Leslie að þau
tækju upp þráðinn þar sem frá var
horfið fimm árum fyrr.
Gengu niður göngustíg
Segir ekki af viðbrögðum Ruby,
en Leslie slokaði þar í sig þremur
bjórum og Ruby bætti á sig tveim-
ur portvínsglösum og um tíu leytið
þetta kvöld yfirgáfu þau Stag-
hótelið.
Leið þeirra lá framhjá heim-
ili hennar við Plantation-veg, þar
sem hún deildi heimili með móður
sinni, eldri systur og bróður.
Það síðasta sem sást til Leslie
og Ruby þetta kvöld var þegar þau
hurfu niður Firs-stíginn sem var
vinsæll göngustígur meðal ungra
elskenda á þessum slóðum.
Lygar Leslie
Klukkan sjö næsta morgun varð
ljóst að farir þeirra höfðu ekki verið
sléttar. Járnbrauta starfsmaður
fann líkið af Ruby og í ljós kom
að henni hafði verið nauðgað og
hún kyrkt með eigin hálsklút. Kjóll
hennar var rifinn frá hálsmáli og
niður úr.
Eftir örlitla eftirgrennslan
komst lögreglan á snoðir um fund
Ruby og Leslie kvöldið áður. Að-
spurður sagði Leslie að hann hefði
skilið við Ruby fyrir utan Stag-
hótelið klukkan stundarfjórðung
yfir tíu kvöldið áður.
Þegar lögreglan fann á skóm
Leslie og fatnaði leifar af jarð-
vegi sem var að finna á vettvangi
morðsins vísaði hún frásögn hans
til föðurhúsanna.
Nýjar lygar
Réttarhöld yfir Leslie Stone
hófust 28. júní, 1937, í Old Bailey
í London. Dómari var Gordon
Hewart greifi, en þess má geta
að hann settist í helgan stein árið
1940.
Í vitnastúkunni kom nýtt hljóð
í strokkinn hjá Leslie. Hann sagði
að hann og Ruby hefðu rifist, hún
hefði fallið um koll og þá hefði
kjóllinn rifnað.
Hann sór og sárt við lagði að
hann hefði ekki nauðgað henni;
hann hefði talið að hún væri
meðvitundarlaus og mundi
koma til sjálfrar sín innan
skamms.
Föstudagurinn þrettándi
Kviðdómarar í málinu voru ögn
ráðvilltir varðandi eitt atriði og
leituðu ráða hjá Hewart dómara;
ef karlmaður verður konu að bana
á meðan nauðgun á sér stað, jafn-
vel þegar maðurinn ætlar sér ekki
að verða konunni bana, er hann
þá sekur um morð?
Í huga Hewarts lék enginn
vafi á réttu svari við þessari fyrir-
spurn og svaraði hann henni ját-
andi. Kviðdómarar settust á rök-
stóla og sneru til baka 25 mínútum
síðar með sektardóm í farteskinu.
Hewart skellti svörtu dulunni á
kollinn og dæmdi Leslie til dauða.
Það var dugnaðarforkurinn
Thomas Pierrepoint sem sendi
Leslie Stone yfir í eilífðina, föstu-
daginn 13. í ágúst 1937. n
Þ
að var deginum ljósara að sækjand-
anum Sir Edward Carson leist ekki
á George Chapman. „Ég hef aldrei
augum litið slíkt illmenni. Hann leit
út eins og einhver ill skepna. Ég átti allt eins
von á að hann stykki yfir sakamannabekk-
inn og réðist á mig,“ sagði Sir Edward.
Umræddur George hét reyndar Seweryn
Antonowicz Klosowski og hafði komið til
Englands frá Póllandi árið 1888.
Hann gerðist aðstoðarmaður bartskera
í East End í London, en kvæntist síðar og
flutti búferlum til Bandaríkjanna.
Gerist veitingamaður
Árið 1895 hafði hann skilið við eiginkonu
sína og sneri aftur til Englands. Þang-
að kominn flutti hann inn til Mary Spink.
Mary var gift á þeim tíma, en eiginmað-
ur hennar hafði fengið nóg af taumlausri
drykkju hennar og látið sig hverfa.
Eitthvert fé átti Mary í handraðanum
og gerðist George ástmaður hennar. Gekk
hann síðan gegndarlaust í fjárhirslur Mary
og nýtti féð til að gerast veitingamaður og
húsráðandi á Prince of Wales-kránni við
City Road í London.
Heilsutæpar ástkonur
Fór þá heldur að síga á ógæfuhliðina hjá
Mary. Einhver magakrankleiki hrjáði hana
og hún kvartaði tíðum yfir verkjum. Við
þetta bættust uppsölur og henni elnaði
sóttin og gaf upp öndina í desember 1897.
Harmurinn herjaði ekki lengi á George
og áður en langt um leið hafði hann stofn-
að til sambúðar með nýjustu bardömunni
sinni, Bessie Taylor. Fljótlega varð Bessie
heilsulítil og George skeytti gjarna skapi
sínu á henni. Þau færðu sig um set og komu
sér fyrir á Monument Tavern við Union
Street. Heilsu Bessie hrakaði stöðugt, hún
kastaði sífellt upp og læknar voru ráðalaus-
ir. Hún skildi við, 36 ára aldri, árið 1901.
Gálgamaturinn George
Lítil heilsubót reyndist fólgin í nánum kynnum við George
George Chapman Hét í raun Seweryn Antono
wicz Klosowski og var frá Congress í Póllandi.
Gamlar
Glæður
n Leslie vildi horfa til fortíðar n Ruby
beindi sjónum sínum fram á veginn
Sakamál
Ruby Keen
Hitti gamlan
kærasta með
hörmulegum
afleiðingum.„Járnbrautastarfsmaður fann
líkið af Ruby og í ljós kom að
henni hafði verið nauðgað og hún
kyrkt með eigin hálsklút