Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2018, Qupperneq 47
sakamál 472. mars 2018
E
inu sinni var maður að nafni
Damian Oldfield. Damian
var á meðal áhorfenda sjón-
varpsþáttar sem bar heitið
God's Gift, Guðs gjöf, árið 1996.
Á meðal þeirra sem komu fram
í þættinum var Anthony nokkur
Morley, en kynnir var Davina
McCall.
Þremur árum fyrr hafði téð-
ur Anthony unnið keppnina
Herra Samkynhneigður – Bret-
land á næturklúbbinum Flamingo
í Blackpool. Sigurinn tryggði
Anthony 1.000 sterlingspunda
vinningsupphæð, ferð eitthvert út
í heim og klæðnað. Það allt saman
er þó önnur saga.
Upphaf vinskapar
Sem sagt, árið 1996 var Damian
í hópi áhorfenda God's Gift.
Damian vann fyrir tímaritið Bent,
sem fjallaði um lífsstíl samkyn-
hneigðra og síðar meir kom
hann einnig fram í áðurnefndum
sjónvarpsþætti. Með honum og
Anthony tókust ágætis kynni.
Nú vindur sögunni fram
til ársins 2008, 23. apríl nánar
tiltekið. Daginn þann heimsótti
Damian vin sinn Anthony. Þegar
þar var komið sögu bjó Anthony í
Harehills í Leeds og starfaði sem
aðstoðaryfirkokkur á ónefndum
veitingastað.
Alblóðugur á inniskóm
Klukkan hálf þrjú um nóttina
staulaðist dauðadrukkinn karl-
maður, íklæddur engu öðru en
náttslopp og inniskóm, þakinn
blóði frá hvirfli til ilja, inn á kebab-
veitingastað í Leeds.
Var þar mættur Anthony
Morley og bað hann um að sam-
band yrði haft við lögregluna;
hann hefði banað manni sem
reyndi að nauðga honum.
Í svefnherbergi á heimili
Anthonys fann lögreglan klæða-
laust lík Damians. Flest benti
til að Damian hefði verið undir
sænginni þegar átök brutust út.
Hann hafði verið stunginn 20
sinnum, einu sinni af miklu afli í
bringuna og nítján sinnum í bakið.
Leifar í ruslafötu
Lögreglumönnum brá þó
heldur meira í brún þegar þeir
uppgötvuðu að búið var að skera
vænar flísar af fótleggjum Dami-
ans. Sex bitar fundust sem búið
var að krydda og matreiða og einn
biti að auki í ruslafötunni og voru
bitför í honum.
Nú, Anthony var ákærður fyrir
morð og við réttarhöldin sagði
hann að hann hefði beðið Dami-
an að koma inn í svefnherbergi
til að horfa á DVD-myndir og
eitt hefði leitt af öðru. Hann full-
yrti einnig að atburðarásin væri
frekar þokukennd og eftir sumu
sem gerðist myndi hann einfald-
lega ekki.
Kemur af fjöllum
„Ég man að ég fann fyrir honum
ofan á mér, hann gerði það sem
hann gerði. Mér fannst ég vera
dofinn og sem ég hefði enga stjórn.
Mér leið illa og fannst ég vera svik-
inn. Við höfðum rætt þessi mál.
Mér hugnaðist ekki að við ættum
í kynferðislegu sambandi enda
nýlega búnir að virkilega læra að
þekkja hvor annan.
Ég veit ekki af hverju ég drap
hann, í sannleika sagt; ég hef ekki
hugmynd,“ sagði Anthony og virt-
ist koma af fjöllum.
Frásagnir fyrrverandi kærasta
Sem fyrr segir fullyrti Anthony
að hann myndi ekki eftir því of-
beldi sem hann beitti Damian, en
kviðdómur lagði ekki trúnað á orð
hans í þeim efnum.
Í mati kviðdóms vóg þungt
framburður fyrrverandi kærasta
Anthonys sem sagði að Anthony
hefði ógnað honum með kjötöxi í
deilu um peninga. Annar fyrrver-
andi kærasti Anthonys sagði að
Anthony hefði ráðist á hann úti á
götu, en útskýrði það ekkert nánar.
Í október árið 2008 var Anthony
Morley sakfelldur og fékk lífstíðar-
dóm. n
Grunur vaknar
Maud Marsh, 19 ára, tók við stöðu Bessie,
hvort tveggja á barnum og í beði Georgs.
Fljótlega varð ljóst að ekki var mikil heilsu-
bót fólgin í nánum félagsskap við George.
Maud sýndi brátt sömu sjúkdómseinkenni
og fyrirrennarar hennar og dó árið 1902.
Þá bar svo við að læknir hennar neitaði
að gefa út dánarvottorð. Hann hafði einnig
séð um Bessie síðustu daga hennar og
fannst sem maðkur væri í mysunni.
Að auki hafði móðir Maud haft á orði við
lækninn að hana grunaði að dóttur sinni
hefði verið byrluð ólyfjan. Læknir móður-
innar var sama sinnis.
Sannanir finnast
Líkið af Maud var krufið og, mikið rétt,
fundust leifar af antímoni, sem hefur álíka
virkni og arsenik. Lík Mary og Bessie voru
þá grafin upp og þar var sömu sögu að
segja. Einnig lá ljóst fyrir að George hafði
endrum og sinnum keypt þetta efni.
Í Old Bailey í London var kveðinn
dauðadómur yfir George og þann 7. apríl,
1903, átti hann stefnumót við gálgann.
Það sem síðan hefur vakið upp spurn-
ingar er hví George myrti konurnar. Ekki
var hann kvæntur þeim og því var fjárhags-
legur ávinningur, í formi arfs, enginn og
honum hefði verið í lófa lagið að snúa við
þeim baki hvenær sem hann vildi. n
„Ég átti allt
eins von á
að hann stykki yfir
sakamannabekk-
inn og réðist á mig
Með Bessie Taylor Bessie tók
stöðu Mary Spink að henni genginni.
Kræsingar kokksins
n Heimsókn að kvöldi til endaði með ósköpum og matseld n Nítján hnífstungur í bakið
„Við höfðum
rætt þessi
mál. Mér hugn-
aðist ekki að við
ættum í kynferð-
islegu sambandi.
Kokkurinn Anthony
Morley sagðist lítið muna
eftir atburðum kvöldsins.
Kræsingin Bitar af Damian Oldfield voru
kryddaðir og matreiddir.