Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2018, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2018, Síða 8
10 6. apríl 2018fréttir Magni braust inn uM Miðja nótt: barði ólétta konu Með öskubakka og reyndi að binda hana V albjörn Magni Björnsson, eða Magni Líndal, játaði að hafa brotist inn til ófrískrar konu um miðja nótt, ráðist á hana og reynt að binda hana með snæri sem hann hafði meðferð- is. Þá gekk hann einnig í skrokk á konunni og barði hana með ösku- bakka. Fyrir þetta fékk Magni tveggja mánaða skilorðsbund- in dóm. Hann sat sem sagt ekki einn dag í fangelsi fyrir árás sem skipulögð var í þaula. Samkvæmt heimildum DV hafði hann verið með konuna á heilanum. Maður konunnar var á næturvakt þegar árásin átti sér stað. Þetta var í febr- úar árið 1978 í Neskaupstað. Elti- hrellirinn Magni gengur nú laus á Akureyri og herjar þar á fyrrver- andi sambýlis konu sína til skamms tíma, Svanhildi Sigurgeirsdóttur, sem ekki fær nálgunarbann. Magni hefur í 40 ár fengið að eyði- leggja líf kvenna. Magni hefur herj- að á Svanhildi frá því að hún flúði eigið heimili. Fyrir utan að sitja um Svanhildi, elta hana í búðum, hringja látlaust í hana hefur hann tekið blóm af leiði föður hennar og komið fyrir á bíl í hennar eigu. Eftir umfjöllun DV segir hann að stríðið sé rétt að byrja. Íþróttastjarna og gluggagægir DV hefur heimildir fyrir því að Magni hafi strax sem ungur mað- ur byrjað að hrella konur og hef- ur hann komist upp með slíkt í um 40 ár. Á flestum þeim stöðum sem hann hefur stungið niður fæti er að finna sögur af þessum eltihrelli sem eins og áður segir gengur laus. Sögurnar eru endalausar og hefur Magni nánast undantekn- ingarlaust komist upp með að eyðileggja líf kvenna. DV hefur undir höndum dóm frá árinu 1979. Um afar alvarlegt og hrottalegt brot er að ræða og rétt að vara við lýsingum sem hér fara á eftir. Magni var íþróttastjarna í bænum og tvítugur þegar þetta gerðist. Margar konur höfðu greint frá því að Magni væri að gægjast á glugga hjá þeim en engin þeirra þorði að leggja fram kæru. Ofbeldi Magna í garð kvenna hófst því strax á unga aldri. Um einbeittan brotavilja var að ræða þegar Magni gekk lengra en áður og ótrúlegt að hann hafi ekki þurft að sitja í fang- elsi fyrir að rústa lífi óléttrar konu. Magni átti eftir að játa brot sín. Með band í vasanum Magni læddist að húsinu að nóttu til með skrúfjárn og band í vas- anum. Bandið ætlaði hann sér að nota til að binda konuna. Áður hafði hann skrúfað lausa peru í útiljóskeri fyrir utan dyrnar. Klukkan var um tvö um nóttina þegar Magni braust inn í húsið. Konan vaknaði við hljóð en vissi ekki að Magni biði hennar í myrkr- inu. Hún var ein heima. Maður- inn hennar var á næturvakt. Þau áttu von á barni. Hún fór fram úr á náttkjólnum og varð þá þess vör að hurð á milli innri og ytri gangs hristist. Fór hún niður til þess að loka dyrunum. Þegar hún opnaði dyrnar til að loka þeim betur stökk Magni á hana. Konan hrópaði upp yfir sig skelfingu lostin. Magni greip harkalega fyrir munn henn- ar og fékk konan þá blóðnasir sem hún taldi stafa vegna hræðslu. Hann hafði lengi haft augastað á henni og hann var kominn til að binda þessa konu. Hún átti að vera hans! Hann skyldi fá hana. Magni ýtti óléttri konunni inn ganginn, hrinti henni á gólfið og settist klof- vega ofan á hana þar sem hún lá á bakinu. Konan greip öskubakka úr gleri til að reyna að verja sig en Magni hrifsaði hann af henni og barði hana þrisvar í hausinn. Konan fékk mar og stóra kúlu við hægra eyra. n Fékk tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm n Elt konur í 40 ár n Braust inn um miðja nótt Magni hefur elt konur í 40 ár. Samfélagið bregst hvað eftir annað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.