Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2018, Síða 10
12 06. april 2018fréttir
Þ
ann 8. mars síðastliðinn
úrskurðaði Persónuvernd í
máli Önnu Guðrúnar Þór-
hallsdóttur, fyrrverandi
starfsmanns Landbúnaðarhá-
skólans, gegn skólanum vegna
birtingar viðkvæmra upplýsinga
sem Sæmundur Sveinsson rektor
birti á heimasíðu skólans. Þar var
kveðið á um að birtingin hafi ekki
samrýmst lögum um persónu-
vernd. Eins og DV hefur áður
greint frá hefur verið djúpstæð-
ur ágreiningur í skólanum lengi
og mörg mál komið upp sem hafa
reynst starfsfólki erfið.
Birti upplýsingar um veik-
indaleyfi á vefnum
Málið snýst um hlekk við grein
sem Sæmundur Sveinsson rekt-
or setti inn á fréttavef Landbún-
aðarháskólans varðandi umfjöll-
un Stundarinnar 27. október um
málefni skólans. Í fréttinni kom
fram að Önnu Guðrúnu prófess-
or, sem starfað hefur við skól-
ann 25 ár, hefði verið hótað upp-
sögn í kjölfar kæru gegn henni til
siðanefndar. Hlekkurinn vísaði
á álit siðanefndar skólans frá 9.
október.
Deilur innan skólans hafa
langan aðdraganda og DV hef-
ur áður greint frá misheppnaðri
sameiningu árið 2005 og um-
deildri skipun Sæmundar sem
margir vilja meina að hafi verið
pólitísk. Í grófum dráttum snú-
ast þær um nýtingu lands og upp-
græðslu en nýskipaður rektor er
sonur Sveins Runólfssonar, fyrr-
verandi landgræðslustjóra. Full-
trúi Kristjáns Þórs Júlíussonar,
þáverandi landbúnaðarráðherra,
stakk upp á skipun Sæmundar
eftir að hætt hafi verið við ráðn-
ingu samkvæmt auglýsingu þar
sem þrír umsækjendur hafi verið
metnir hæfir.
Ólafur Arnalds, prófessor við
skólann, kærði Önnu Guðrúnu
til siðanefndar vegna tölvubréfa
sem hún sendi til samstarfsfólks
síns í tengslum við ráðstefnu
Landbúnaðarháskólans 18. maí
2017, „Hvað getur Ísland gert?“.
Þar taldi hún vera fram hjá sér
gengið og að hópur innan skól-
ans beindi spjótum sínum gegn
bændum en siðanefnd úrskurð-
aði að hún hefði brotið gegn siða-
reglum með ummælum í bréfun-
um.
Í álitinu komu fram persónu-
upplýsingar um Önnu Guðrúnu,
meðal annars að hún hafi verið í
veikindaleyfi á tilteknum tíma, og
kærði hún birtinguna til Persónu-
verndar sem komst að þeirri
niðurstöðu að birtingin hefði
varðað við lög.
„Svona gerir fólk ekki“
Í samtali við DV segist Anna ekki
ætla að höfða skaðabótamál
vegna birtingarinnar. Hún segir:
„Ég er búin að fá þetta á hreint
og þetta var líka gert fyrir aðra.
Ef enginn gerir ekki neitt skapar
það vont fordæmi. Maður verður
að fá það svart á hvítu að svona
gerir fólk ekki. Fólk í þessari
stöðu verður að sjá að persónu-
verndarlög eru gild og það hefur
afleiðingar að brjóta þau.“
Anna hefur ekki verið inn-
an skólans um nokkurra mánaða
skeið. Eftir að henni barst hótun
um uppsögn neyddist hún til að
sækja um að starfstöð hennar yrði
flutt á Háskólann á Hólum. Hún
hafi ekki átt annarra kosta völ en
getað komist hjá uppsögn vegna
stöðu sinnar sem prófessor.
„Það virðast vera mjög sterk
öfl sem telja sig hafa hagsmuni af
því að losna við mig af því að ég er
ekki með „réttar“ skoðanir. Bæði
rannsóknir mínar og annarra sem
ég hef kynnt sýna niðurstöður
sem ekki þykja æskilegar. Þetta er
opinber háskóli og mikilvægt að
þar inni þrífist gagnrýnin hugsun
og sjálfstæði í rannsóknum.“
Finnst skrýtið að upplýs-
ingarnar séu taldar viðkvæmar
Samkvæmt úrskurði Persónu-
verndar átti Landbúnaðarhá-
skólinn að senda skriflega
staðfestingu á því að persónu-
greinanlegar upplýsingar hafi
verið afmáðar úr niðurstöðu
siðanefndarinnar sem birtist á
síðunni eigi síðar en
5. apríl næstkom-
andi. Álitið hefur nú
verið fjarlægt alfarið
af vefnum.
Í samtali við DV
segir Sæmundur að
honum hafi fundist
það rétt að birta álitið
eftir að málið komst í
fréttirnar. Hann segir:
„Starfsfólkið mitt
vissi ekki alla söguna
og hafði ekkert
heildaryfirlit. Þau sáu
þessi hræðilegu um-
mæli sem Anna Guð-
rún sendi á starfsfólk
og vissi hver niður-
staðan var. En mér
fannst þetta vera þannig mál að
það væru hagsmunir fyrir starfs-
fólk að fá heildarmyndina. Það
kom þarna fram að Anna Guðrún
var í veikindaleyfi á tilteknum
tíma og ég verð að segja að mér
finnst skrýtið að upplýsingar um
hvenær fólk er frá vegna veikinda
séu viðkvæmar persónuupplýs-
ingar. Ég hafði ekki áttað mig á
því að Persónuvernd liti svo á.“
Þannig að það var van-
kunnátta sem olli þessu broti?
„Kannski vankunnátta. En eftir
að hafa lesið lögin sé ég ekki að
upplýsingar um veikindaleyfi séu
viðkvæmar persónuupplýsingar.
Ég sé hins vegar að upplýsingar
um heilsuhagi séu það.“
Samkomulag um flutning
starfsstöðvar Önnu Guðrúnar í
beitarvistfræði til Hóla fól í sér að
fjárveiting flyst einnig yfir milli
skólanna. Um er að ræða 11 millj-
ónir króna árlega til 10 ára, sam-
anlagt 110 milljónir. Sæmundur
segir að það verði ekki vandamál.
„Við leysum það. Við þurfum
ekki að ráða inn nýja manneskju.
Menntamálaráðherra er búinn
að vera mjög yfirlýsingaglaður í
fjölmiðlum um að fullfjármagna
háskólana. Með auknum fjár-
veitingum gerum við ráð fyrir að
bæta við starfsfólki.“
Eiginmaður Önnu enn starfs-
maður
Að sögn nokkurra starfsmanna
innan skólans, sem DV hefur rætt
við en þora ekki að koma fram
undir nafni, er ástandið mjög
erfitt og andrúmsloftið þrúgandi.
Í skólanum vinnur margt sérhæft
fólk sem hleypur ekki glatt inn í
önnur störf hérlendis nema á allt
öðrum vettvangi. Á starfsmanna-
fundum þorir fólk því ekki að
segja meiningu sína. Sæmundur
segir:
„Mér finnst leiðinlegt að heyra
að fólk upplifi það. Það er búið að
vera mjög erfitt ástand í skólan-
um í langan tíma. Hér var ákveðin
stjórnunarkrísa sem endaði með
því að fyrrverandi rektor sagði
starfi sínu lausu. Þar á und-
an voru búin að vera mörg mál
í gangi, en mörg af þeim tengd-
ust Önnu Guðrúnu. Það er engin
launung með það.“
Viðmælendur DV vilja hins
vegar meina að ástandið hafi ekki
batnað í skólanum eftir skipun
Sæmundar nema síður sé. Fyrr-
verandi rektor er Björn Þorsteins-
son, eiginmaður Önnu Guðrúnar,
sem er enn þá starfandi prófessor
við skólann og heimili þeirra er á
Hvanneyri. Björn sagði í samtali
við Stundina í október að hann
hefði fengið símtal frá Haraldi
Benediktssyni, þingmanni Sjálf-
stæðisflokksins. Í símtalinu kom
fram að það myndi koma Birni
persónulega mjög illa ef hann
legðist gegn skipun Sæmundar
sem rektors það haust. Haraldur
neitaði því þá að hafa hótað Birni.
Sæmundur vill hins vegar ekki
meina að staða Björns sé erfið í
ljósi undangenginna atburða.n
Sími 555 3100 www.donna.is
Ný vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf
Skjót fyrstahjálp, hjartahnoð
og hjartastuðtæki björguðu lífi mínu
Ég lifði af
Rektor braut persónuverndarlög:
Birti upplýsingar um
veikindaleyfi á vef skólans
Kristinn Haukur Guðnason
kristinn@dv.is