Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2018, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2018, Síða 18
20 fólk 06. april 2018 Þ etta er stór spurning,“ segir Róbert aðspurður hvernig tilfinning það sé að vera kippt út úr dag- legu lífi. „Það er búið að taka þessar vikur að átta sig á þessari spurningu og ég er ekki enn- þá búinn að því. Ég er bara hér á fleygiferð og veit ekki hvert ég fer. Það er líka hrikalegt að vita af konu og börnum heima og geta ekkert gert. Það er það erfiðasta í þessu.“ Róbert verður 38 ára þann 20. apríl næstkomandi og eiga hann og kona hans, Inga Dröfn Sváfnisdóttir, fjögur börn; 12 ára son og þrjár dætur, sem eru 1, 3 og 11 ára. Inga er öryrki eftir skelfilegt slys í Bláfjöllum árið 2012. Hún fór mjög illa í því slysi, er með taugaskaða niður í hægri fót, en hún háls-, hrygg- og bringubeinsbrotnaði við slysið. Inga hafði lokið námi við Bænda- skólann á Hólum og var að vinna á fullu við tamningar þá. Lagður inn á spítala sama dag og faðir hans varð bráðkvaddur „Róbert byrjaði að vera slapp- ur í byrjun desember, þreyttur og móður,“ segir Hugrún, yngri systir hans. „Í febrúar var flensa búin að ganga hér yfir okkur öll og hann varð mjög slappur, ég heimsótti hann og dreif hann með mér á sjúkrahús á Selfossi, þá var hann kominn með flensu, lungnabólgu og þeir fundu út að hann væri kominn með RS-vírus, kominn með sýkingu í gallblöðr- una og þeir sáu stækkun í hjart- anu. Hann varð mjög veikur og eftir því sem hann var skoðaður meira sáu þau hvað hjartað var illa farið. Læknar telja líklegast að hann hafi fengið vírus í hjartað, en hall- ast líka að því að þetta gæti verið erfðagalli. Þannig að ég og eldri bróðir okkar erum að fara í alls- herjarrannsókn núna í apríl hjá hjartalækni Róberts. Faðir okkar hafði fengið kransæðastíflur og því er ráðlegt að skoða okkur. Eldri bróðir okkar, það var eitthvað með hjartað hjá hon- um fyrir nokkrum árum,“ segir Hugrún. „Síðan var hann í heim- sókn hjá Róberti og fékk aðsvif, þannig að hann var bara drifinn strax í þræðingu. Það verður síð- an skoðað nánar þegar við förum í rannsóknina.“ Walter Ketel, faðir þeirra, var hálfjapanskur og hálfþýskur og fór útför hans fram 12. mars síð- astliðinn, „duftkeri hans verð- ur síðan komið fyrir síðar í duft- garðinum við Garðakirkju á Álftanesi. Mamma er líka öryrki, hún er með lupus, þannig að pabbi var fyrirvinnan hennar, þetta er nýr kafli hjá okkur öllum,“ segir Hug- rún og bætir við: „Róbert fær að fara heim um helgar og mamma „passar“ hann. Hann er ósköp duglegur og ber sig vel. En það er erfitt að kyngja því að vera orðinn sjúklingur.“ Plan A er í gangi og unnið í bata „Lyfjameðferð verður haldið áfram um óákveðinn tíma,“ segir Róbert. „Það eru hvíldartímar inni á milli sem eru hluti af dagskránni, ég er ekki að frá morgni til kvölds. Á eins og hálfs tíma fresti á ég að leggja mig,“ segir Róbert og hlær. „Maður er bara meðhöndlaður eins og lítill sparigrís. Læknirinn minn segir mér bara að halda áfram og vera ekk- ert að spá í plan B. Við erum bara að vinna í plani A og að vinna á fullu að bata. Það er einhver virkni kominn til baka, ég var í 13%, en er kominn í 17 eða 18%. Það er mjög mikill munur á þess- um örfáu prósentum.“ Læknar vona að Róbert styrk- ist með lyfjagjöfum, en ef það gerist ekki þá þarf hann að fara í hjartaskipti til Gautaborgar og er hann nú þegar kominn á líffæra- gjafalista eftir hjarta. „Það er búið að halda vel utan um mig hér, tala mig í gegnum þetta allt saman og hjálpa mér. Það er svo auðvelt að missa höf- uðið undir koddann. Það koma slæmir tímar, en maður vinnur sig áfram, hugsar um börnin og konuna og þakklátur fyrir að fá einn séns í viðbót. Ég fer næst í ómskoðun á miðvikudag í næstu viku og þá fáum við að sjá hvort hjartað hef- ur minnkað eða stækkað. Róbert Veigar Ketel veiktist alvarlega fyrir rúmum mánuði og var lagður inn á sjúkrahús, sama dag og faðir hans, Walter, varð bráðkvaddur. Eftir miklar rannsóknir var Róbert greindur með hjartabilun og starfar hjartavöðvinn aðeins um 15–20%. Róbert dvelur nú á Reykjalundi í endurhæfingu og bata- meðferð. Söfnun er hafin til að styðja Róbert og fjölskyldu hans, en hann og kona hans, sem er öryrki eftir skelfilegt slys, eiga fjögur ung börn. Róbert var lagður inn með hjartabilun sama dag og faðir hans lést: „Maður vinnur sig áfram og er þakklátur fyrir að fá einn séns í viðbót“ Róbert og Inga, ásamt eldri börnunum þremur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.