Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2018, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2018, Side 19
fólk - viðtal 2106. april 2018 Ég vil þakka fyrir allt og alla hlýjuna,“ segir Róbert, „maður er bara hissa og bit, en fyrst og fremst þakklátur.“ Nærsamfélagið kemur til að- stoðar – Heimilið sett í stand Róbert og Inga keyptu í fyrra gamlan sveitabæ, rétt fyrir utan Stokkseyri sem þau ætluðu að gera upp og var Róbert búinn að vinna í honum og bærinn orðinn fokheldur þegar hann veikt- ist. Róbert var búinn að fara til útlanda og kaupa allt fyrir hús- ið í Póllandi, tveir gámar komu síðan til landsins tíu dögum eft- ir að hann veiktist. Ljóst var að fjölskyldan þurfti aðstoð við að tæma gámana og gera húsið að heimili. „Þannig að það var sent út neyðarkall og fjöldi fólks kom og aðstoðaði við að setja upp inn- réttingar, gólfefni og fleira, til að gera heimilið vistlegt fyrir þau,“ segir Hugrún. Hópurinn SOS á Lækjarbakka á Facebook sam- anstendur af fólkinu sem kom fjölskyldunni til aðstoðar. „Það er heldur betur búið að gerast mikið,“ segir Hugrún. „Þetta er lygilegt. Maður er bara orðlaus. Þvílíka baklandið sem maður á,“ segir Róbert, sem fékk að skjótast heim til að kíkja. „Það var gott að komast heim og sjá nýja heimilið.“ Söfnun hrundið af stað – Vinur gaf verðlaunafé Róbert og Inga eru mikið hesta- fólk og hjá heimili þeirra er er fjárhús sem stóð til að breyta í hesthús. Vinur þeirra, Sigurður Vignir Matthíasson afreksknapi, gaf þeim verðlaunafé sem hann fékk fyrir sigur í 150 metra skeiði í meistaradeild Cintamani-hestaí- þrótta sem fram fór um páskana á Selfossi. Hvatti hann aðra hesta- menn sem tök hafa á að styrkja fjölskylduna. Stóðhestaveisla sem fram fer í Samskipahöllinni á morgun, laugardaginn 7. apríl klukkan 20, mun einnig nýtt til söfnunar fyr- ir fjölskylduna, en 500 krónur af hverjum seldum miða renna til hennar. Jafnframt verða happ- drættismiðar boðnir til sölu. Dagmar Helga Traustadóttir, frænka Róberts, setti upp söfn- unarreikning, sem skráður er á hennar nafn. „Staðan hjá þessari elskulegu fjölskyldu er því mikil áskorun og langar okkur stórfjöl- skylduna að setja af stað söfnun þar sem við vonum innilega að margt smátt geri eitt stórt. Okk- ar von er að geta létt aðeins und- ir fjárhagsáhyggjum þeirra þar sem þau hafa nóg á sinni könnu með að sigrast á veikindunum og þeim áföllum sem dunið hafa á fjölskyldunni undanfarið.“ Við hvetjum þá sem geta lagt fjölskyldunni lið að gera það. Reikningur:1106-05-400364 Kennitala:100270-4209 Börnin fjögur: Marikó Árný, 3 ára, Kamilla Hafdís, 10 ára, Andreas Har- aldur, 12 ára, og Dalía Lórey, 1 árs. Lækjarbakki, heimili fjölskyldunnar. Róbert ásamt dótturinni Kamillu Hafdísi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.