Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2018, Blaðsíða 28
30 6. apríl 2018fréttir
Ó
hætt er að fullyrða að Ís-
lendingar séu orðn-
ir spenntir fyrir því að sjá
íslenska landsliðið í fót-
bolta mæta Argentínumönn-
um í Moskvu þann 16. júní næst-
komandi. Það gildir þó um fleiri
en Íslendinga. Hin chileska Er-
ika Wood, gift tveggja barna móð-
ir sem búsett er í Englandi, getur
ekki beðið eftir leiknum og keppn-
inni enda er íslenski landsliðs-
maðurinn Birkir Bjarnason henn-
ar eftirlætis knattspyrnumaður.
Ástæðan er einföld, Birkir ber af
öðrum mönnum í útliti og þokka.
Í dag skartar Erika forláta húð-
flúri sem er gert eftir eiginhandar-
áritun kappans og hyggst dvelja á
Íslandi þegar liðið hefur leik á HM.
Fékk gæsahúð yfir víkinga-
klappinu
Erika er kannski ekki líklegasti að-
dáandi Birkis og íslenska lands-
liðsins. Eins og áður segir er hún
upphaflega frá Chile en hún hef-
ur verið búsett í Englandi í ell-
efu ár og er breskur ríkisborgari.
Eins og áður segir er hún gift, Jim
nokkrum Wood, og eiga þau tvo
drengi saman. Hún starfar sem
grunnskólakennari og hefur bara
hóflegan áhuga á fótbolta. Allt þar
til hún sá íslenska landsliðið og
Birki Bjarnason spila.
„Ég hafði aldrei séð til íslenska
liðsins þar til að þeir spiluðu gegn
Englandi á EM. Leikurinn var að
kvöldi til og Jim, eiginmaður minn,
var að fylgjast með leiknum í sjón-
varpinu. Ég hef aldrei stutt enska
liðið og var því bara lögst upp í
rúm,“ segir Erika. Skyndilega hefði
hún heyrt tilkomumikinn hávaða
berast frá sjónvarpinu. „Ég gekk
þá fram og spurði Jim hvað þetta
eiginlega væri. Hann svaraði því til
að þetta væru íslensku áhorfend-
urnir að taka víkingaklappið. Ég
fékk gæsahúð við að fylgjast með
íslensku áhorfendunum og hélt
með liðinu frá þessari stundu,“
segir Erika.
Skömmu síðar snerti bláklædd-
ur síðhærður Íslendingur boltann
og Erika varð þegar uppnuminn.
„Ég spurði Jim strax hver þetta
væri og hann hafði ekki hugmynd
og þekkti engan íslensku leik-
mannanna. Ég komst stuttu síðar
að því að þetta væri Birkir Bjarna-
son og frá þessari stundu var hann
orðinn uppáhaldsleikmaðurinn
minn,“ segir Erika.
Birkir skoraði í fyrsta leiknum
Hún segist hafa fagnað ákaft þegar
Íslendingum tókst hið ómögulega
og sendu Englendinga heim og
síðan þá hafi hún fylgst með liðinu
og Birki. Á þessum tíma spilaði
Birkir með svissneska liðinu Basel
og því gat Erika ekki séð neina leiki
með goðinu. Það breyttist í janú-
ar 2017 þegar Birkir skrifaði und-
ir samning við enska liðið Aston
Villa frá Birmingham, sem er í
rúmlega klukkutíma fjarlægð frá
bænum þar sem Erika býr.
„Ég fylgdist mjög lítið með
enska boltanum. Ég var ánægð
þegar Birkir gekk til liðs við Aston
Villa, því þá vissi ég að ég gæti séð
fleiri leiki með honum,“ segir Er-
ika. Til marks um hversu lítið hún
vissi um enska boltann þá hafði
hún ekki hugmynd um að Aston
Villa er í Birmhingham-borg sem
er stutt frá heimili hennar. „Það
var vinur minn sem benti mér á
það skömmu eftir að hann gekk til
liðs við liðið og þá varð ég náttúr-
lega enn ánægðari,“ segir Erika.
Eins og alþjóð veit þá átti Birk-
ir erfitt uppdráttar hjá Aston Villa
til að byrja með og var Erika upp-
tekinn við að verja sinn mann á
spjallborðum og samfélagsmiðl-
um. „Hann fékk mjög ósanngjarna
meðferð og stuðningsmenn Aston
Villa gáfu honum engin grið,“ seg-
ir Erika.
Vegna anna í starfi og barna-
uppeldi þá hefur hún átt erfitt með
að komast á leiki með Aston Villa.
Það tókst ekki fyrr en í ágúst í fyrra
þegar Erika fór einsömul á leik
Aston Villa gegn Wigan Athletic í
Carabao-bikarnum, að sjálfsögðu
íklædd íslensku landsliðstreyj-
unni. Birkir var aldrei þessu vant
í byrjunarliði Aston Villa og hann
brást ekki væntingum Eriku. Hann
rak smiðshöggið á 4-1 sigur Aston
Villa með því að skora síðasta mark
leiksins. Ekki minnkaði kæti Eriku
eftir að hún fékk að hitta íslensku
hetjuna sína eftir leikinn: „Ég var
eiginlega alveg í losti og kom varla
upp einu orði,“ segir Erika og gef-
ur í skyn að það sé venjulega ekki
vandamál hjá sér. Síðan skellihlær
hún. Hún segir að Birkir hafi verið
afar almennilegur á þessum stutta
fundi þeirra og það hafi ekki dreg-
ið úr aðdáun hennar á honum og
íslenska landsliðinu.
Erika hefur alla tíð verið hrifin
af norðurljósunum og langað að
berja þau augum. Hún hafi því
ákveðið að skella sér ein í stutta
ferð til Íslands í október í fyrra.
„Maðurinn minn skildi ekkert í
mér. Hann er ekki eins hvatvís og
hrifnæmur og ég,“ segir Erika og
hlær. Hún hafi skemmt sér afar
vel í ferðinni og orðið enn hrifnari
af landi og þjóð. Meðal annars
brá hún sér á húðflúrstofu og lét
listamanninn teikna eiginhand-
aráritun Birkis á handlegg sinn.
„Hann áritaði landsliðstreyjuna
mína og mér fannst þetta alveg
kjörið,“ segir Erika.
Verður í Reykjavík þegar HM-
ferðalagið hefst
Önnur ferð hefur þegar verið
skipulögð og nú verður eiginmað-
urinn með í för. „Við erum búin að
bóka ferð til Íslands í júní og ætl-
um að vera í Reykjavík þegar Ís-
land spilar gegn Argentínu. Ég get
ekki beðið en Jim er enn hálf undr-
andi yfir þessu öllu saman,“ seg-
ir Erika og hlær dátt. Eins og áður
segir er hún sjálf frá Chile og hún
óskar frændum sínum frá Suð-
ur-Ameríku alls ills á fótboltavell-
inum. „Það er ekki hægt að halda
með Argentínu í fótbolta, þeir eru
svo góðir með sig,“ segir Erika.
Að hennar sögn búist Argentínu-
menn við öruggum sigri og það
væri þeim líkt að vanmeta íslenska
liðið. „Ísland mun koma þeim
verulega á óvart,“ segir Erika.
Það er ekki nóg með að Erika
sé einlægur aðdáandi íslenska
landsliðsins og Birkis Bjarnason-
ar. Hún er líka á fullu í því að afla
Íslendingum stuðnings í Suð-
ur-Ameríku. „Ég og vinur minn
erum með reikning á Twitter og
Instagram þar sem við fjöllum um
íslenska liðið og leikmenn þess.
Á Twitter heitum við Adopta Is-
landia og tilgangurinn er að hvetja
fótboltaáhugamenn sem eiga ekki
lið á HM að styðja Ísland,“ segir Er-
ika. Þau eru nýlega farin af stað og
ætla að setja enn meiri kraft í ver-
kefnið þegar nær dregur HM. „Ég
reyni að fylgjast með fréttum af
íslensku landsliðsmönnunum í
Championship-deildinni, Herði,
Jóni Daða og Aroni Einari. Svo
fylgist ég líka með Jóhanni Berg
og Gylfa í úrvalsdeildinni eins
og hægt er. Vinur minn sér síð-
an um fréttir af öðrum leikmönn-
um liðsins,“ segir Erika. Gjörvileiki
Birkis dugar þó ekki einn til og til
þess að vekja áhuga suðuram-
erískra kvenna á liðinu þá er Erika
með leynivopn uppi í erminni. „Ég
sýndi vinkonum mínum frá Chile
myndir af Rúrik Gíslasyni. Hann
er ekki mín týpa, þótt glæsilegur
sé, en þær kolféllu fyrir honum og
ætla að styðja Ísland á HM. Það er
eins gott að hann verði í hópnum,“
segir Erika og hlær. n
Erika dýrkar Birki
Björn Þorfinnsson
bjornth@dv.is
Erika lét flúra eiginhandaráritun Birkis á hand-
legg sinn í heimsókn sinni til landsins í október.