Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2018, Page 33

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2018, Page 33
FLUTNINGAR 06. april 2018 KYNNINGARBLAÐ Ábyrgðarmaður: Steinn Kári Ragnarsson / steinn@dv.is Umsjón: Ágúst Borgþór Sverrisson / agustb@dv.is Kranaleigan ÁB lyfting: Stærsti krani landsins og sex félagar hans Kranaleigan ÁB lyfting er klár-lega fyrsti kostur þegar þörf er á kranaþjónustu við stærri verkefni enda hefur fyrirtækið meðal annars yfir að ráða stærsta krana landsins. „ÁB lyfting hefur verið starf- andi síðan árið 1999 en ég hef starfað í þessu fagi í tæplega 40 ár,“ segir framkvæmdastjórinn Ástþór Björns- son. „Við erum með sjö glussakrana sem taka frá 35 tonnum upp í 300 tonn en þessi 300 tonna er stærsti krani landsins. Hann vegur einn og sér án nokkurrar hleðslu heil 72 tonn. Þessir kranar eru allir meira og minna stöð- ugt í útleigu. Við þurfum sjálf að sjá al- farið um alla vinnu á krönunum, þetta eru það sérhæfð verkefni. Stór hluti af verkefnunum er annars vegar hífingar og lyftingar við byggingarvinnu og hins vegar skipavinna, þ.e. uppskip- un. en einnig eru þetta margs konar önnur verkefni þar sem lyfta þarf mjög þungum hlutum,“ segir Ástþór. Meðal þekktra verkefna hjá ÁB lyftingu eru hífingar á öllum vindmyll- um sem reistar hafa verið á landinu. enn fremur sér fyrirtækið um að lyfta upp gömlum sögufrægum húsum fyrir Minjavernd. „Við hífðum líka rafala og túrbínur í Hellisheiðarvirkjun. auk þess höfum við skipað upp gröfum fyrir eimskip í Helguvík og Húsavík, svo fátt eitt sé nefnt,“ segir Ástþór. Þýska stálið blífur allir sjö glussakranarnir í eigu Krana- leigunnar ÁB lyfting koma frá einum og sama framleiðandanum, grove í Þýskalandi. Þjóðverjar eru annálaðir fyrir framleiðslu á framúrskarandi þungavinnuvélum og ÁB lyfting vill bara notast við það besta á markaðn- um. Myndir af grove-krönunum prýða þessa grein. Þeir sem vilja fá nánari upplýsingar eða þurfa á fyrsta flokks kranaþjón- ustu að halda geta hringt í síma 896- 2301 fyrir frekari upplýsingar. Einnig má senda fyrirspurn í tölvupósti á netfangið ablyfting@simnet.is.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.