Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2018, Side 34
Flutningar 06. april 2018KYNNINGARBLAÐ
SendibílaStöðin ehf. fagnar 70 afmæli á næSta ári:
„Trúin flytur fjöll en við flytjum
allt annað“
Sendibílastöðin hf. var stofnuð 29. júní árið 1949. hún var upphaf-lega staðsett að ingólfsstræti
11 en flutti svo í borgartún 21 árið
1956. í dag er stöðin að Klettagörðum
1 og hefur verið síðan 1999. Sólveig
Þóra Jónsdóttir, framkvæmdastjóri
Sendibílastöðvarinnar hf., segir að á
staðnum sé einkarekið mötuneyti fyrir
bílstjórana og einnig er í boði kaffi og
meðlæti allan daginn. „andrúmsloftið
er gott og menn hittast hér og rabba,
spila bridds og tefla þegar tími gefst til.
Það er reyndar ekki oft því yfirleitt er
mikið að gera.“
Allt annar rekstrargrundvöllur í dag
„rekstur sendibílastöðva er með allt
annan grundvöll í dag en áður var.
árið 2002 komu ný lög/reglugerðir
varðandi það að ekki var lengur skylda
fyrir sendibílstjóra að vera á viður-
kenndri sendibílastöð – eins og alltaf
hafði verið. auk þess var sendibíla-
stöðvum bannað að gefa út hámarks-
gjaldskrá. Við fengum undanþágu frá
Samkeppniseftirlitinu. Því hámarks-
gjaldskrá er til verndar viðskiptavinin-
um,“ segir hún.
bílar hafa stækkað í gegnum tíðina
og hafa þeir meiri burðargetu enda
kallar markaðurinn á það. ný tæki hafa
komið til sögunnar sem létta bílstjóran-
um vinnuna, t.d. rafmagnsbrettatjakkar
og rafmagnströpputrillur.
að sögn Sólveigar flytur Sendibíla-
stöðin allt frá umslögum upp í stór-
flutninga.
„Við erum með bíla allt frá fimm
rúmmetrum upp í tæplega 50
rúmmetra burðargetu, allt að 17 tonn-
um. Sumir eru með vagna aukalega
sem eru um 50 rúmmetrar þar sem
burður er allt að 13 tonnum. einnig höf-
um við aðgang að krana og búslóða-
lyftum sem ná allt að 50 metrum og
bera 350 kíló í hverri ferð.“
Þjóna bæði fyrirtækjum og einstak-
lingum
„trúin flytur fjöll við flytjum allt annað,“
segir Sólveig brosandi. „Þjónusta okkar
er víðtæk. Við þjónum bæði einstak-
lingum og fyrirtækjum. á Sendibíla-
stöðinni starfa tveir starfsmenn en á
stöðinni eru alls 70 bílstjórar.
Sendibílstjórarnir eru allir sjálfstæðir
verktakar með sameiginlega símaþjón-
ustu varðandi úthlutun túra og inn-
heimtu reikninga þeirra fyrirtækja sem
eru í reikningi á Sendibílastöðinni.“
Ísbjarnarflutningur
aðspurð segir Sólveig að það skrýtn-
asta sem fyrirtækið hefur flutt til þessa
sé líklega ísbjörn. „hann var uppstopp-
aður, sem betur fer,“ segir hún hlæj-
andi.
„annars er ekkert sem við neitum að
flytja svo framarlega sem farmurinn
kemst í bílana og allt sé löglegt. Við
höfum hingað til ekki lent í því að þurfa
að neita viðskiptavini um flutning.“
Sendibílastöðin hf.
Klettagörðum 1,
104 Reykjavík.
Símar: 553-5050
og 533-1000.
www.sendibilastodin.is.