Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2018, Page 39

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2018, Page 39
Flutningar 06. april 2018 KYNNINGARBLAÐ Kassaleigan: Kassavandamálið leyst í eitt skipti fyrir öll Starfsemin hófst hjá okkur fyrir um ári. Við erum fjórir sem rek-um þetta saman og hugmyndin kviknaði hjá einum okkar þegar hann var sjálfur að flytja og stóð í þessu veseni sem fylgir flutningum, leita að pappakössum úti um allt, svo safnast þetta upp, það er losað um nokkra kassa og aðrir geymdir, síðan taka við ferðir í sorpu. Hann velti fyrir sér hvernig hægt væri að leysa þetta vandamál og svarið var auðfinnanlegt enda eru svona fyrirtæki til erlendis. Þessi lausn, að leigja út kassa, var ekkert nýtt af nálinni.“ Þetta segir gunnar auðunn Jó- hannsson, einn eigenda Kassaleigunn- ar, en fyrirtækið leigir út afskaplega hentuga og handhæga kassa undir flutninga. Kassarnir eru úr plasti en eru engu að síður afar umhverfisvænir því þeir eru fjölnota. Kassaleigan kemur með kassana á staðinn og sækir þá aftur að flutning- um loknum. „Við lögðum mikla vinnu í að velja kassa og skoðuðum mikinn fjölda af kössum áður en við ákváðum hvern- ig kassa við ætluðum að nota. Við erum mjög ánægðir með þá sem urðu fyrir valinu. Þeir eru svo sterkir að þú getur staðið ofan á þeim, það staflast vel í þá og þeir staflast vel upp, það er þægilegt að halda á þeim,“ segir gunnar. Kassaleigan selur einnig ýmsar gagnlegar vörur til flutninga: plast fyrir dýnur, bóluplast, dýnupoka og fleira. Vörurnar eru til sölu í vefversl- un á kassaleigan.is og þar er leigan á kössunum pöntuð en ítarlegar og gagnorðar upplýsingar eru þar um fyrirkomulag og verð. Kassaleigan er einnig með sendibíla og býður upp á heildstæða flutninga- þjónustu en upplýsingar um hana eru veittar í síma 571-4866. sérstök fyrirtækjaþjónusta er starfrækt á sviði Kassaleigunnar og sem dæmi má nefna að um daginn nýtti fyrir- tæki með 45 starfsmenn sér þjónustu Kassaleigunnar og leigði einn kassa á hvern starfsmann. Viðskiptavinir Kassaleigunnar hljóta að vera með þeim ánægðustu á landinu. að sögn gunnars eru við- skiptavinir undantekningarlaust yfir sig ánægðir og á Facebook-síðu fyr- irtækisins má lesa langan lista af lofi viðskiptavina, við látum nokkur dæmi fljóta hér með: Þetta er engin spurning fyrir þá sem eru að flytja – það borgar sig margfalt að leigja kassa. sterkir, meðfærilegir og passlega stórir kass- ar. Bílstjórinn á flutningabílnum var líka gríðarlega sáttur með kassana sem spara pláss og tíma. Flutningarn- ir gengu lygilega hratt fyrir sig. Takk fyrir frábæra kassa og þjónustu! algjör snilld!!! einfaldar flutninga til muna. geggjaði kassar, frábær þjónusta. Hvatning um að pakka upp úr kössunum sem fyrst, sparar tíma og fyrirhöfn. Brilljant þægindi í alla staði!!! Takk fyrir okkur! Þetta er mesta snilld í heimi. auðveldar flutninga, minnkar burð og svo er plús að þurfa ekki að keyra à milli búða og sníkja kassa. Takk fyrir geggjaða hugmynd. Þvílík snilld að hafa svona kassa. engar ferðir í versl- anir til að safna kössum og enginn ferð á sorpu til að skila. Frábærir kassar. „Við vitum að við erum á réttri leið þegar viðbrögðin eru svona,“ seg- ir gunnar að lokum. Sjá nánar á kassaleigan.is.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.