Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2018, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2018, Blaðsíða 47
sport 4906. april 2018 M eiðslin eru bara að verða góð, þau eru í raun horf- in og það er verið að vinna í að ná forminu aft- ur í gamla, góða horfið. Ég hefði í raun alveg getað spilað síðasta leik en það var ákveðið að fara varlega. Ég var ekki búinn að æfa af neinni alvöru og því hefði ekki verið gáfu- legt að fara allt í einu að spila 90 mínútna leik. Það hefði bara auk- ið hættuna á að þetta tæki sig upp aftur,“ sagði Jón Daði Böðvarsson, framherji íslenska landsliðsins og Reading á Englandi. Framherjinn öflugi er lykilmað- ur í íslenska landsliðinu en hann hefur ekki spilað síðan 13. mars vegna meiðsla í kálfa. „Þetta gerðist í leik gegn Wolv- es fyrir tæpum mánuði, þá stífnaði kálfinn upp og ég hélt að þetta væri bara smá krampi. Ég spilaði því áfram en það kom í ljós daginn eft- ir að þetta var aðeins meira en ég hélt. Ég fór í myndatöku og þá kom í ljós að um var að ræða létta togn- un í kálfanum. Þetta hefur tekið aðeins meiri tíma en ég bjóst við og ég verð vonsvikinn ef ég spila ekki um helgina, ég reyni að nýta allar æfingar vel núna til að koma mér í gott form aftur,“ sagði Jón Daði en Reading situr í 19. sæti næstefstu deildar Englands, fimm stigum frá fallsæti þegar sex leikir eru eftir. Kom ekki á óvart að þjálfarinn væri rekinn Fyrir um tveimur vikum var Jaap Stam rekinn úr starfi sem knattspyrnustjóri liðsins. Von- ir Reading stóðu til að berjast við topp deildarinnar en liðið hefur sogast í fallbaráttu. „Það kom mér í raun ekkert á óvart, þetta var eitt- hvað sem maður var að búast við í talsverðan tíma. Það var mjög mik- il pressa á honum í lengri tíma og tapið gegn Norwich var kornið sem fyllti mælinn hjá þeim sem ráða hér. Hann fékk mikinn tíma, svona miðað við hvernig hlutirn- ir virka í fótboltanum núna, þetta kom ekki á óvart. Paul Clement, sem var áður með Swansea, tók við okkur og hann virkar sem mjög fínn maður, hann er mjög yfirveg- uð týpa.“ Margir þjálfarar á stuttum tíma Jón Daði kom til Englands sum- arið 2016 þegar hann gekk í rað- ir Wolves þar sem hann var í eitt ár og með tvo þjálfara. Nú, á sínu fyrsta tímabili hjá Reading, er Jón Daði á sínum öðrum þjálfara, þetta er þekkt stærð í fótboltan- um í dag. Starfsöryggi þjálfara er lítið sem ekkert. „Ég viðurkenni að á fyrstu tímabilum mínum hérna í Englandi hefur verið lít- ill stöðugleiki, tímabilin hafa bæði verið þannig að lið mitt er að berjast við botninn. Sem leikmaður vill maður ekki vera í þessari stöðu, það er samt ekkert hægt að liggja og væla yfir því. Maður þarf að einbeita sér að sjálfum sér, spila eins vel og maður getur og vona að það hjálpi liðinu á leikdegi.“ Sjálfur að spila mjög vel Jón Daði hefur feng- ið talsvert lof fyr- ir frammistöðu sína á þessu tímabili, hann er markahæsti leikmað- ur Reading og hefur stað- ið sig vel. „Ég var einmitt að ræða þetta við fjölskylduna mína um daginn, þetta er líklega mitt besta tímabil í atvinnumennsku. Mér finnst ég vera hægt og rólega að verða betri í mínum leik. Ég hef verið að ná að skora fleiri mörk og það hefur verið ánægju- legt. Það er erfiðara að spila vel þegar liðið er í erfiðri stöðu en það gefur manni líka sjálfstraust að sjá að maður er að spila vel þrátt fyrir erfiða tíma hjá liðinu.“ Komið meira kitl í magann Jón Daði ferðaðist með íslenska landsliðinu til Bandaríkjanna á dögunum í verkefni þar. Hann gat hins vegar ekkert tekið þátt vegna meiðslanna en fann að meiri spenna er að byggjast upp fyrir heimsmeistara- mótið í Rússlandi. „Mað- ur fór í þessa ferð og mað- ur fann aðeins meira kitl í maganum en venjulega. Þetta var síðasti undirbún- ingur okkar áður en HM- hópurinn verður valinn. Þetta voru skemmtileg- ir leikir þrátt fyrir að ég hafi ekki verið með, það var stemming í kringum þá. Mað- ur kom aðeins spenntari úr þessu verkefni og svo var líka ljúft að komast aðeins úr rigningunni hérna í Reading.“n Eitt af óskabörnum þjóðarinnar að eiga sitt besta tímabil nGríðarleg spenna fyrir HM nHefur náð fullri heilsu eftir meiðsli Hörður Snævar Jónsson hoddi@433.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.