Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2018, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2018, Blaðsíða 53
tímavélin 556. apríl 2018 Á Sólheimum í Mýrdal fæddist barn augna­ laust eður með húð yfir augun gróinni.“ – Espihólsannáll, 1797 Samtal við hressan Breiðfirðing Í júlímánuði árið 1967 leit Jónas Jóhannsson bóndi við á ritstjórnarskrifstofu Tímans og sagði fréttir úr heimahögum sínum í Öxney á Breiðafirði. „Það hefur verið kalt tíðarfar undanfarið. Vor­ ið var kalt og mikil norðanátt, og gróðri fór seint fram,“ sagði Jónas. „Það var kalt um sauð­ burðinn og yfirleitt kuldi út júní.“ Hann hafði þungar áhyggj­ ur af fuglavarpinu í eyjunum sem var ógnað af minknum sem væri orðinn yfirgnæfandi. „Minkurinn hefur verið mesti vágestur, sem hefur komið og kemur í varplönd, og hann hef­ ur eytt mestöllu fuglalífi úr eyj­ unum. Hann étur líka hrogn­ kelsin úr netunum, flettir kviðnum af þeim öðru megin og étur síðan fiskinn. Mink­ urinn hefur verið með meira móti í vor.“ Til að vinna á minknum notaði Jónas hunda. En mink­ urinn dvaldi í holum og mik­ ill klaki hafði verið í eynni sem gerði leitina erfiða. Fáar eyjar í byggð og deyfð yfir félagslífi Jónas sagði fleiri hressandi fréttir af Breiðafirði. „Það eru fáar eyjar í byggð á Breiðafirði núna. Í minni sveit eru tvær og að nokkru leyti sú þriðja í byggð, þegar ég man eftir fyrst voru þær sjö, og fámennt orðið yfirleitt. Í heimilum þar sem ég man eftir tuttugu manns eru nú tveir til þrír.“ Útlitið með byggðina í eyj­ unum væri ekki glæsilegt. Brátt væri hægt að fljúga út í eyjarn­ ar og þá þyrfti fólk ekki að búa þar heldur gæti háttað í Reykja­ vík. „Þá þurfa engir að vera sjó­ veikir, sjóveiki og píkuskræk­ ir hverfa.“ Hann sagði að brátt yrðu allir landsmenn fluttir til Reykjavíkur og þyrfti þá ekki stærra svæði undir byggð. „Yfirleitt er deyfð yfir fé­ lagslífi í sveitunum, einkum að vetrinum, en þá er líka hver maður upptekinn af starfi. Þó kemur fyrir að fólk slær sér saman og spilar, því að ef góð er færð er það fljótt að skreppa á milli á nútímafarartækjun­ um, bílunum.“ Blaðamenn Tímans þökk­ uðu Jónasi fyrir upplífgandi spjall og óskuðu honum góðrar heimferðar út í Öxney. Margrét var besta flugfreyja Norðurálfu L augardaginn 15. júlí árið 1950 var haldin hæfileika­ keppni flugfreyja í London og tóku fimm­ tán stærstu flugfélög Norður­ álfu þátt. Keppninni lauk með sigri íslenska keppandans, Margrétar Guðmundsdóttur, 22 ára gamallar flugfreyju hjá Loftleiðum. Keppt var í öllum þeim kostum sem úrvalsflug­ freyja verður að hafa, svo sem lipri og alúðlegri framkomu, snyrtimennsku, þokka og still­ ingu ef eitthvað ber út af. Í Morgunblaðinu segir: „Ekki var um fegurðarsamkeppni ein­ göngu að ræða. Málakunnátta var t.d. einnig tekin til greina.“ Keppninni var sjónvarpað í Bretlandi og töluvert fjallað um hana í erlendum blöðum. Úr annálum: Forseti Finnlands datt í Laxá Í ágúst árið 1977 kom Urho Kekkonen Finnlandsfor­ seti í heimsókn til Íslands en hann var nokkuð þekktur á alþjóðavísu fyrir þýð samskipti heimalands síns við Sovétrík­ in. Var Finnland gjarnan kall­ að Kekkóslóvakía á þeim árum. Kekkonen renndi fyrir lax í Laxá í Kjós með fylgdarliði sínu. En forsetinn hrasaði og fékk kalt bað eins og kom fram á forsíðu Dagblaðsins. Greint var frá því að forsetinn hefði tekið þessu eins og sannur íþróttamaður og gert lítið úr atvikinu. Veiðinni var haldið áfram með allgóð­ um árangri og að minnsta kosti einn lax var dreginn á land eft­ ir fallið. Fjölnir og Pete Við Hegningarhúsið Fjölmiðlafár við Hegningarhúsið Mánudaginn 4. júlí fór Fjölnir því að Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg til þess að taka út sína refsingu fyrir líkfundinn. En áður en hann fór hringdi hann í Hundaræktarfélag Íslands og lét þá vita hvað væri að gerast og hvort þeir gætu litið eftir hund­ inum á meðan hann sæti inni. Þegar hann kom að fangelsinu sá hann að þar hafði safnast saman fólk, blaðamenn og formaður Hundaræktarfélagsins sem var mjög reiður og í miklu rifrildi við fangavörð. „Fangavörðurinn spurði mig hvort ég væri með kvaðningu og ég sagðist hafa týnt henni. „Þá kemur þú ekki hér inn“ sagði vörðurinn en áttaði sig síðan á því hversu vitlaust það var og hleypti mér inn. Síðan fann ég hana í rassvasanum.“ Varstu ekkert smeykur við að fara inn? „Nei, nei. Pabbi stappaði í mig stálinu og var stoltur af mér fyrir framtakið.“ Áður en Fjölnir fór inn hafði DV birt frétt um hvað til stæði. Þegar hún birtist bauðst Guð­ mundur Óskarsson, fisksali í Sæ­ björgu, til þess að greiða sektina. Hann sagði að fangelsið gæti tek­ ið hana af 30 þúsund króna skuld fangelsisins við hann. Þá stofnaði Hundaræktarfélagið styrktarsjóð fyrir Fjölni til að koma til móts við vinnutap hans vegna fangels­ unarinnar. „Þjóðfélagið fór á hliðina því fólki fannst það hneisa að fang­ elsa 18 ára strák fyrir að hjálpa löggunni. Á þessum tíma átti Davíð Oddsson borgarstjóri hundinn Tanna og Albert Guð­ mundsson fjármálaráðherra tík­ ina Lucy. Í blöðunum birtust oft myndir af þeim með hundum sínum. Það komu blaðamenn frá Þýskalandi og Frakklandi til að taka viðtal við mig.“ Þá birtist einnig umfjöllun um málið í norrænum blöðum. Hér á Íslandi fjallaði DV mest um mál­ ið og Loki henti grín að því. „Voff Voff“ og „Hvað ætli hundurinn sé upp á marga fiska“. Vandræðalegt fyrir lögregluna Eftir einn dag inni var Fjölni sleppt og honum sagt að ónefnd­ ur maður hefði gert upp skuldina um hádegisbil 5. júlí. Fjölnir seg­ ist enn í dag ekki vita hver það var eða hvort það sé yfir höfuð satt. „Einhver huldumaður á að hafa komið og leyst mig út og ég kann honum bestu þakkir ef svo er. En mig grunar að mér hafi verið sleppt vegna þess að þetta var vandræðalegt mál fyrir yfir­ völd og þau vildu losa sig undan þessu sem fyrst.“ Fjölnir segist hafa fundið fyrir miklum stuðningi í þjóðfélaginu í mörg ár eftir þennan atburð. Ókunnugt fólk stöðvaði hann út á götu til að þakka honum fyr­ ir að standa á sínu. Úr styrkt­ arsjóðnum fékk hann greiddar tvö þúsund krónur og til stóð að halda sjóðnum gangandi ef fleiri sambærileg mál kæmu upp. Hafði áhrif „Fjöldi fólks var búinn að berj­ ast fyrir að fá að halda hunda í Reykjavík í mörg ár. Þetta varð til þess að borgin fór að gefa út undanþágur til hundaeigenda.“ Árið 1984, ári eftir fangelsun Fjölnis, lét borgarstjórn undan þrýstingi almennings og sam­ þykkti að veita undanþágur frá banninu. Undanþágurnar áttu að gilda til ársins 1988 þegar at­ kvæðagreiðsla var haldin um málið. Samþykkt var að halda óbreyttum reglum en atkvæða­ greiðslan olli hins vegar miklum deilum vegna orðalags spurn­ ingarinnar sem borin var upp. Hundahald var alfarið leyft í Reykjavík árið 2012 en enn þá þarf að sækja um leyfi. Leiðir Fjölnis og Pete skildi hins vegar skömmu eftir sumar­ ið 1983. Fjölnir fór á verbúð um haustið og móðir hans gaf þá Pete frá sér. Fjölnir fagnaði því þó að hann komst á gott heim­ ili. n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.