Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2018, Qupperneq 64

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2018, Qupperneq 64
66 6. apríl 2018 E ftir að vélin í hvítu súkkunni minni bræddi úr sér eftir mjög dygga þjónustu í rúm­ lega fimm ár ákvað ég að prófa aðrar leiðir til að koma mér á milli staða. Ég vil ekki tala um bíl­ lausan lífsstíl, því ég nota stóran gulan bíl næstum alla daga, – en þess á milli reiðhjól, tvo jafnfljóta eða aðra bíla. Merkilegt nokk hafa margir Ís­ lendingar (ég segi margir því ég vil ekki alhæfa) mjög skrítið viðhorf til þeirra sem kjósa að eiga ekki bíl. Það liggur við að það sé ein­ hver svona aumingjastimpill á þeim sem kjósa að nota strætó: „Æ greyið. Varstu að keyra full? Misstirðu prófið? Áttu lítinn pen­ ing?“ er gjarna viðkvæði þeirra for­ dómafullu. Þessi viðhorf til þeirra sem velja almenningssamgöngur fram yfir það að eiga og reka einkabíl tíðk­ ast ekki í öðrum borgum Evrópu, að mér vitandi. Í Kaupmanna­ höfn er það til dæmis undantekn­ ing fremur en regla að pör eða einstaklingar reki eigin bíl. Það er bæði dýrt og fyrirhafnarmikið og svo er líka afar einfalt að láta sig rúlla milli staða á reiðhjóli eða stökkva upp í næsta strætó. Ég bjó þar sjálf í rúm fjögur ár og keypti ekki bíl fyrr en ég flutti aftur til Reykjavíkur. Slepp við útgjöld og Streitu en fórna Sirka korteri En aftur að reynslusögunni. Eftir að hafa brunað um á einkabílum í mörg ár þótti mér kominn tími á nýjar aðferðir. Það er strætóskýli í einnar mínútu fjarlægð frá heimili mínu og þaðan tekur 14 mínútur að komast á Hlemm sem er, eins og allir vita, orðinn frábær við­ komustaður. Svo má líka fara með hjólið í strætó. Hví skyldi ég ekki láta á þetta reyna? Fyrsta skrefið var að kaupa mánaðarkort í gegnum appið í snjallsímanum en slíkt kostar 12.300 krónur fyrir stakan mánuð (ein ferð kostar 460 kr.). Á meðan ég borða hafragrautinn og bíð eft­ ir vagninum get ég samtímis fylgst með því hvar strætóinn minn er staddur í borginni og stokkið svo út þegar ég sé hann nálgast bið­ skýlið mitt. Nútíma tækni! Þvílík undur! Að komast til og frá vinnu­ staðnum á Suðurlandsbraut tekur svo um það bil hálftíma og á með­ an mála ég mig, les fréttir, sendi tölvupóst … nú eða spila Tetris. Það kom mér mjög ánægjulega á óvart hvað mér þótti afslappandi að sitja bara og stússast eitthvað í símanum mínum eða horfa út um gluggann á leiðinni. Kannski má líkja tilfinningunni við að losna allt í einu við ósýnilegan, þungan bakpoka sem maður er búinn að bera í nokkur ár, án þess hafa tek­ ið eftir honum? Það er nefnilega lúmskt stressandi að setjast inn í kaldan bíl, berjast í gegnum um­ ferðina, fram og til baka á hverjum degi, leita að bílastæði, borga fyrir það, taka bensín, kaupa rúðupiss, þrífa bílinn, láta smyrja, skipta um dekk, finna geymslupláss fyrir sumardekkin og svo framvegis og svo framvegis. Og þegar allt kem­ ur til alls þá er þetta stúss ekki bara stressandi og kostnaðarsamt, – heldur líka tímafrek viðbót í anna­ sama tilveru nútímakonunnar. vegir liggja til allra átta – frá Smáralind Til að fá úr því skorið hversu hag­ kvæmt það er að eiga og reka eigin bíl í Reykjavík fórum við Ari Brynj­ ólfsson blaðamaður, á stúfana. Við bárum meðal annars saman hvað það tekur langan tíma að koma sér á milli staða með strætó, bíl og/eða reiðhjóli og líka hvað það kostar. Við byrjuðum á að gefa okkur þær forsendur að Smáralindin væri miðja höfuðborgarsvæðis­ ins. Svo drógum við beina línu frá Smáralind í fjórar áttir. Áfanga­ staðirnir sem við völdum voru Eg­ ilshöll (10,8 km.), Lækjartorg (10,1 km.), Kórinn í Kópavogi (4,5 km.) og Fjarðarkaup í Hafnarfirði (4,7.). Óhætt er að segja að niðurstöð­ urnar hafi komið mjög á óvart. Ef umferðarþunginn er venjulegur þá ertu bara korteri fyrr á stað­ inn með bíl meðan hjólaferðin og strætóferðin taka álíka langan tíma. Það er að segja; ef ferðin tekur 15 mínútur með fólksbíl þá máttu reikna með að sama ferð taki um það bil 30 mínútur með strætó eða reiðhjóli! Og kostn­ aðurinn? Jú … ef tekið er mið af upplýsingum á vef FÍB, Félags ís­ lenskra bifreiðaeigenda, þá kostar það um 1,5 milljónir að eiga og reka miðlungs stóran fólksbíl (1.250 kg.) á ári meðan dýrasta árskortið hjá Strætó kostar 72.000. Beðið eftir Strætó Flestar strætisvagnaleiðir ganga oftar þegar flestir halda til skóla eða vinnu, eða milli klukkan 7.00 og 9.00 á morgnana og svo aftur milli 15.00 og 17.00. Þá fara vagn­ ar á 15 mínútna fresti og svo á 30 mínútna fresti þess á milli. Leið 1 (Hafnarfjörður – Hlemmur) og leið 6 (Spöng í Grafarvogi – Hlemmur) ganga aftur á móti á 10 mínútna fresti á háannatímum og síðan á 15 mínútna fresti á öðrum tímum. Að meðaltali eru 122 strætis­ vagnar á ferðinni um höfuð­ borgarsvæðið yfir daginn en þeir fara eftir ýmsum leiðum sem stöð­ ugt er unnið að því að bæta. Flest­ ir nota vagnana til að komast til og frá vinnu og skóla en erlendum ferðamönnum sem nota strætó fjölgar líka jafnt og þétt. Á síðasta ári voru 16 prósent notenda er­ lendir ferðamenn. Hvað með að Hætta að Sækja og Skutla? Guðmundur Heiðar Helga­ son, upplýsingafulltrúi hjá Strætó, bendir á að strætó sé líka frá­ bær valkostur fyrir upptekið fjöl­ skyldufólk. „Krakkakortin kosta til dæmis ekki nema 8.600 fyrir heilt ár og ungmennakortin eru á 21.700 krónur. Ef strætóleiðirnar milli skóla og tómstunda eru þægilegar ættu foreldrar hiklaust að kynna sér hvort strætó gæti ekki komið í staðinn fyrir að sækja og skutla enda oft mikill tími sem fer í það,“ segir hann og bendir á vef Strætó. is eða appið vilji fólk kynna sér frekari verð og valkosti. „Einn þeirra er til dæmis sam­ göngustyrkurinn svokallaði sem fyrirtæki geta boðið þeim starfsmönnum sem nota strætó í staðinn fyrir einkabíl. Sam­ göngustyrkurinn, sem er há­ mark 7.500 skattfrjálsar krónur á mánuði, er mögulegur þegar fyrir­ tæki og launamenn gera skriflegt samkomulag um nýtingu vist­ vænna samganga til og frá vinnu. Fyrirtæki geta einnig gert samn­ ing við Strætó um Samgöngu­ kort sem veitir starfsfólki árskort í Strætó á verði níu mánaða korts, 63.900 krónur. Ef starfsmað­ ur kaupir Samgöngukort og fær einnig samgöngustyrk frá sínum Ferðatími Fólksbíll Hjól Strætó Frá - Smáralind       Fjarðarkaup 8 mín. 15 mín. 30 mín. Lækjartorg 14 mín. 33 mín. 29 mín. Kórinn 8 mín. 16 mín. 12 mín. Egilshöll 14 mín. 33 mín. 33 mín.„Ef strætó- leiðirnar milli skóla og tómstunda eru þægilegar ættu foreldrar hiklaust að kynna sér hvort strætó gæti ekki komið í stað- inn fyrir að sækja og skutla enda oft mikill tími sem fer í það. ferðamátar, tími og peningar: Hvað kostar eitt korter? margrét H. gústavsdóttir ari Brynjólfsson margret@dv.is / ari@dv.is Í eftirfarandi grein er gerður samanburður á því hversu langan tíma það tekur að koma sér á milli staða í höfuðborginni og hvað það kostar: „æ greyið. varstu að keyra full? misstirðu prófið? áttu lítinn pening?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.