Morgunblaðið - 21.09.2017, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 2 1. S E P T E M B E R 2 0 1 7
Stofnað 1913 222. tölublað 105. árgangur
ÁST OG ÖRLÖG
RÓMANTÍSKS
RÆÐISMANNS
NORÐUR OG
NIÐUR MEÐ
SIGUR RÓS
FÓTBOLTA-
BLAÐRAN
SPRINGUR
FJÖLBREYTT LISTAHÁTÍÐ 64 VIÐSKIPTAMOGGINNANDRÉ COURMONT 30
MJÚKA DEILDIN ÍSLENSK HÖNNUN SJÚKRAÞJÁLFARI AÐSTOÐAR
SÆNGUR-
FATNAÐUR
SÆNGUROG
KODDAR
HEILSURÚM
ALLARSTÆRÐIR
FUSSENEGGER
Kristín Gísladóttir
sjúkraþjálfari aðstoðar
við val á rúmdýnum.
Í DAG 16-18 Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504
Baldur Guðmundsson
Stefán E. Stefánsson
Þýski bankinn Deutsche Bank féllst
hinn 7. október í fyrra á að greiða
Kaupþingi 400 milljónir evra í sátt
sem gerði út um áralangar deilur
milli aðilanna og laut að uppgjöri á
kröfu sem Kaupþing taldi sig eiga á
hendur bankanum. Þetta staðfesta
gögn sem Morgunblaðið hefur nú
undir höndum.
Með þeim er staðfest að sam-
komulagið, sem hafði verulega já-
kvæð áhrif á fjárhagsstöðu Kaup-
þings, var gert löngu áður en
Seðlabanki Íslands seldi 6% hlut
sinn í Kaupþingi. Seðlabankinn hafði
hins vegar ekki vitneskju um sáttina
en þegar ljóst var að hún væri orðin
að veruleika hækkaði virði bréfa í
Kaupþingi um tugi prósenta. Er talið
að Seðlabankinn hafi orðið af 4 til 5
milljörðum vegna þessa.
Heimildir Morgunblaðsins sýna
einnig að Deutsche Bank hafi lagt
mikla áherslu á að trúnaður yrði
haldinn um samkomulagið við
Kaupþing þar sem bankinn væri
skráður á markað og „nýlega upp-
lýst vandamál hans væru talin (m.a.
af ESB og þýska ríkinu) leiða af sér
kerfislæga áhættu gagnvart hag-
kerfi Þýskalands, Evrópusam-
bandsins og í raun heimsins alls“,
líkt og það er orðað. Þá sé einnig
viðurkennt að upphæðin sem um
ræðir í samkomulaginu við Kaup-
þing sé af slíkri stærðargráðu að
mikilvægt sé að bankinn hafi fullt
forræði á því á hvaða tíma samkomu-
lagið yrði gert opinbert. Í sömu
gögnum kemur fram að Deutsche
Bank hafi m.a. gengið að sáttinni til
að forðast neikvæða umræðu um
bankann og stöðu hans.
Seðlabankinn í myrkri
Gögn staðfesta að 7. október 2016 gerði Kaupþing sátt við Deutsche Bank
Virði Kaupþings jókst SÍ seldi 6% hlut í Kaupþingi án vitneskju um sáttina
MViðskiptaMogginn
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar,
gaf fjölmiðlamönnum langt nef þegar hann átti
leið fram hjá hópi þeirra í gær.
Spurður út í uppátækið sagði Logi að hann
ætti erfitt með að skilja atganginn á stundum.
„Ég hef fyrir nokkru gert mér grein fyrir að ég
eldist hratt en ég skil þó ekki þörfina fyrir að
mynda mig í bak og fyrir á 20 mínútna fresti. Ég
breytist nú ekki það hratt.“
Atgangur fjölmiðla reynir stundum á
Morgunblaðið/Eggert
Logi Einarsson sló á létta strengi og gaf fjölmiðlamönnum langt nef á Alþingi
Náðst hefur
samkomulag
ASÍ, ríkisins og
Reykjavíkur-
borgar sem
tryggir að þús-
undir fé-
lagsmanna ASÍ
sem starfa hjá
ríki og borg
verði jafnsettir öðrum opinberum
starfsmönnum hvað lífeyrisrétt-
indin varðar. Önnur sveitarfélög
tóku ekki þátt í samkomulaginu.
Óvissa vegna ágreinings um til-
greinda séreign hjá almennu lífeyr-
issjóðunum hefur hins vegar stór-
aukist eftir að ljóst varð að ekki
kæmi fram frumvarp í haust vegna
stjórnarslitanna. »6 & 10
Víðtækt samkomu-
lag um lífeyrismál
„Sumir halda
að þetta sé eitt-
hvert ægilegt
leyndarmál. En
þetta er það
ekki,“ segir
Hrefna Huld Jó-
hannesdóttir,
fyrrverandi
landsliðskona og
atvinnumaður í
knattspyrnu.
Hún greindist með geðklofa árið
2008 þegar hún var 28 ára. Hún
hefur þurft að læra að lifa með
sjúkdóminum og með réttri lyfja-
gjöf og góðri hjálp geðheilbrigð-
iskerfisins er hún núna einkenna-
laus að mestu.
Í viðtali við Morgunblaðið segir
Hrefna að hún hafi margoft farið í
afneitun. „En það er best að horfast
í augu við þetta.“ »24-25
„Best að horfast
í augu við þetta“
Hrefna Huld
Jóhannesdóttir
Allt að 95% þeirra 600 sem hófu
meðferð gegn lifrarbólgu C á sl.
ára hafi læknast. Opinbert átak
gegn þessum sjúkdómi hófst í fyrra
og talið er að nú þegar hafi náðst til
allt að 80% þeirra sem smitast hafa.
Átak í skimun fyrir sjúkdómnum
stendur nú yfir og er fólk í áhættu-
flokki hvatt til þess að fara í próf, á
heilsugæslustöðvum, Landspítala
eða annars staðar eftir atvikum.
Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir
á Vogi, er ánægð með átakið og ár-
angurinn en þeir sem hafa sprautað
sig með fíkniefnum eru í mestri
áhættu fyrir lifrarbólgu C. »40
Hvatt til skimunar
og árangur góður