Morgunblaðið - 21.09.2017, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 21.09.2017, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2017 SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Fyrir liggur eftir stjórnarslitin að ekki verður leyst með lagasetningu á næstunni úr djúpstæðum ágreiningi ASÍ og Samtaka atvinnulífsins við Fjármálaeftirlitið um hvort flytja má tilgreinda séreign sjóðfélaga lífeyris- sjóða frá þeim sjóði sem tekur við ið- gjaldi til skyldutryggingar. ASÍ og SA höfðu reiknað með því að leyst yrði úr þessari deilu með frumvarpi fjármálaráðherra á haustþinginu en það var tilbúið sl. vor. Þorbjörn Guðmundsson, formaður stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða, segir mjög slæmt að þetta skuli drag- ast svona og nú sé orðið líklegt að ástandið verði óbreytt næstu mánuði. Rætt í miðstjórn í gær „Við höfðum fyrirheit fráfarandi ríkisstjórnar og fjármálaráðherrans um að þetta yrði eitt af fyrstu málum á þingi. Nú er þetta orðin fullkomin óvissa vegna þess að ríkisstjórnin er fallin,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, for- seti ASÍ, um þá stöðu sem upp er komin. Ræða átti þetta mál í mið- stjórn ASÍ í gær. Eins og fram hefur komið tilkynnti FME í sumar að sjóðfélagar hefðu fullan rétt á að ráðstafa iðgjaldinu til annarra en þess lífeyrissjóðs sem tekur við iðgjaldi þeirra vegna sam- tryggingar. Því mótmæltu ASÍ og SA. Sjö lífeyrissjóðir starfa á samn- ingssviði ASÍ og SA. ,,Það er alveg ljóst að samkvæmt kjarasamningi ASÍ og SA var það áskilið að þörf væri á því að setja um þetta lög. Nú hefur Fjármálaeftirlitið tekið upp mjög harða túlkun á þessu og í reynd túlkað þetta með þeim hætti að það sé búið að taka úr hönd- um Alþýðusambandsins samnings- rétt um lífeyrismál,“ segir Gylfi. Hann gagnrýnir túlkun FME og segir hana ekki ganga upp vegna þess að lögin um skyldutryggingu líf- eyrisréttinda og starfsemi lífeyris- sjóða kveði á um lágmarkstrygginga- verndina. ASÍ og SA hafi frelsi til að semja um lífeyrisréttindi sem eru umfram þau lágmarksréttindi sem lögin fjalla um. ,,Þetta er í sjálfu sér ekki deila um vörslu fjár. Við höfum áhyggjur af því hvernig halda á utan um inn- heimtuna. Lífeyrissjóður þarf t.d. að vita hvort hann á að innheimta hjá fyrirtækjum sem ekki greiða á gjald- daga 12% eða 15,5%. Það má ekki vera einhver vafi um þetta.“ Gylfi segir að sér sé nokkuð sama um með hvaða hætti frjálsir sjóðir eða aðrir lífeyrissjóðir haga þessum málum. ,,En við teljum okkur ennþá hafa forræði um að semja um með hvaða hætti lífeyrissjóðir á samnings- sviði Alþýðusambandsins vinna að því sem snýr að réttindum umfram lágmarkið.“ Afleiðingar þess geta orðið miklar að lagasetning er ekki í sjónmáli og ágreiningurinn er óleystur. ,,Nú er ríkisstjórnin fallin og þessi lög verða ekki sett og það er ljóst að það er mjög mikil lagaleg óvissa um málið. Í samningi Alþýðusambandsins um þetta segir að ef ekki næst samkomu- lag um setningu laga til þess að gera þetta kleift, þá muni iðgjaldið einfald- lega renna til samtryggingar,“ segir Gylfi. ,,Það er því búið að setja þetta mál í algjört uppnám,“ bætir hann við. Margir gætu staðið frammi fyrir því að missa þessi réttindi Gylfi segist ekki geta svarað því hér og nú hver niðurstaðan verði. ,,Reyndar gerir túlkun FME það að verkum að mér finnst mjög erfitt fyr- ir okkur að vera í forsvari fyrir að hún verði við lýði, sem leiðir til þess að fjöldi manns gæti staðið frammi fyrir því að missa þessi réttindi frá sér ein- faldlega vegna þess að enginn muni geta fylgst með því hvort [framlagið] er innheimt eða ekki. Það er verið að setja þessi réttindi í algjört uppnám því við megum ekki beita þeim eft- irfylgniaðferðum sem kjarasamning- ur okkar hefur tryggt með mjög góð- um árangri.“ Annast innheimtu fyrir aðra Þorbjörn tekur í sama streng að ágreiningurinn á milli ASÍ og SA annars vegar og FME hins vegar sé með öllu óleystur. Hann snúist í grundvallaratriðum um hvort sam- tökin á vinnumarkaði geti bundið þessa tilgreindu séreign við sam- tryggingarsjóð með kjarasamningi. ,,Það eru auðvitað minni líkur á því núna að frumvarp komi fram í haust til afgreiðslu,“ segir hann. Eins og staðan er í dag séu sam- tryggingarsjóðirnir að verða hálf- gerðir innheimtuaðilar fyrir ein- hverja aðra vörsluaðila. Segir réttindi í algeru uppnámi  Ljóst er orðið að ekki verður leyst með lagasetningu í haust úr ágreiningi ASÍ og SA við FME um tilgreindu séreignina  „Fullkomin óvissa vegna þess að ríkisstjórnin er fallin,“ segir forseti ASÍ Morgunblaðið/Eggert Á vinnumarkaði Þúsundir launamanna hafa frá því í sumar óskað eftir að viðbótariðgjald launagreiðenda, sem hækkar í 3 skrefum, fari í séreign. Mega flytja séreign » Einstaklingum á almenna markaðinum er heimilt að ráð- stafa að hluta eða fullu auknu framlagi launagreiðenda í líf- eyrissjóði í tilgreinda séreign. » Fjármálaeftirlitið segir að sjóðfélagar ráði sjálfir í hvaða séreignarsjóð þeir vilja ráð- stafa þessu viðbótariðgjaldi. » SA og ASÍ eru ósátt við þessa túlkun og hafa gengið út frá að greitt verði úr deilunni með stjórnarfrumvarpi í haust, sem samkomulag hafi náðst um við stjórnvöld. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Bjarki Þór Sigurðarson er ungur maður stórra drauma sem er ný- byrjaður í flugnámi. Það kostar skildinginn sinn en blaðburðurinn hefur bjargað málum. Bjarki og Ragna Kristbjörg Rúnarsdóttir móðir hans hafa frá 2014 saman borið Morgunblaðið í hús við Bolla-, Leiru- og Skeljatanga í Mosfellsbæ og safnast þegar saman kemur. Hækkaði um hver mánaðamót „Við mæðginin settumst niður og hringdum í Moggann og fengum uppgefið hver mánaðarlaunin yrðu um það bil í einu hverfi sem var laust. Okkur reiknaðist til að það tæki okkur um þrjú ár að vinna fyr- ir einkaflugmannsnáminu, sem þá var rétt rúm 1,3 milljónir króna. Við ákváðum að slá til og taka starfið,“ sagði Rúna í samtali við Morg- unblaðið. Bjarki segir það hafa verið ánægjulegt að sjá upphæðina inni bankabókinni hækka um hver mán- aðamót og það hafi í raun eflt sig. „Nú í sumar voru komin þrjú ár í starfinu og við komin með upphæð- ina. Þá hafði upphæðin sem námið kostar reyndar hækkað um 200 þús- und krónur frá því ég kannað málið fyrst. Því var ekkert annað í boði en að halda blaðburðinum áfram og ná inn þessum tvö hundruð þúsund krónum sem þurfti í viðbót, segir Bjarki. Hann er á náttúrufræði- braut Framhaldsskólans í Mos- fellsbæ og nú í vikulokin byrjar hann á bóklegu flugnámskeiði. Verklegi hlutinn, það er 45 flug- tímar í loftunum bláu, byrjar svo í vor og að honum loknum fær Bjarki einkaflugmannsprófið gangi allt að óskum. Samanlagt kostar þetta allt um 1,5 milljónir króna – og í það fara blaðburðarpeningarnir. Skarpari sýn og ábyrgðartilfinning „Ég sem móðir er ekki í vafa um að krakkar hafa gott af því að setja sér markmið og vinna að þeim, ann- aðhvort sjálf eða í samvinnu við for- eldra sína. Hjá okkur Bjarka er skiptingin sú að við berum blaðið út sinn daginn hvort – og förum saman þegar blaðinu er dreift í hvert hús. Þetta er hressandi göngutúr í morg- unsárið; lagt af stað klukkan sex, komið heim um klukkan sjö og svo er það vinna eða skóli klukkustund síðar, segir Ragna – sem finnst þetta starf hafa gefið syni sínum skarpari sýn á markmið sín í leik og starfi – auk þess sem ábyrgðar- tilfinning hans hafi alveg klárlega eflst. „Þetta hefur mikið uppeldislegt gildi svo ég tali nú ekki um ánægj- una sem skapast þegar barn og for- eldri vinna saman að markmiðinu. Þetta eru í raun og veru algjörar gæðastundir. Ein og hálf milljón króna eru sannarlega peningur sem maður hirðir ekki upp úr götunni en er hægt að eignast með því að fara klukkustund fyrr en ella á fætur á morgnana. Blaðburðurinn er heldur ekki mikil fyrirhöfn þegar allt kem- ur til alls, fyrir svo utan að útiveran og göngutúrinn eru eiginlega bónus. Vinir Bjarka Þórs fóru að bera út blöð þegar þeir fréttu af okkur – það er að launin væru ágæt og fyr- irhöfnin í starfinu væri lítil. Þetta er í raun alveg tilvalið starf fyrir krakka og foreldra þeirra – og alltaf vantar blaðbera til starfa hefur mér skilist,“ segir Ragna um þetta skemmtilega samstarf þeirra Bjarka Þórs. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Samvinna Ragna Kristbjörg Rúnarsdóttir og Bjarki Þór Sigurðarson bera út Morgunblaðið í nokkrum götum í Tangahverfinu í Mosfellsbænum. Ætlar að borga flugnám með blaðburðarlaunum  Mæðgin í Mosfellsbænum hjálpast að með Morgunblaðið Nýjar vörur í hverri viku Holtasmári 1 201 Kópavogur sími 571 5464 Str. 38-52 Úrval af vinnufatnaði fyrir eldhús og veitingastaði Bómullarbolir, svuntur og mikið af fatnaði sem þolir 95° þvott og þarf ekki að strauja Vinnufatnaður og skór 25090 Str. 36-42 920070 - Leður -42 920080 - Leður Str. 40-46 ...Þegar þú vilt þægindi Str. 36 Bonito ehf. • Friendtex • Praxis Faxafen 10 • 108 Reykjavík • sími 568 2870 • www.friendtex.is •www.praxis.is Opið mánudaga og miðvikudaga kl. 11-17 og fimmtudaga kl. 16-18
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.