Morgunblaðið - 21.09.2017, Side 24
24 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2017
VIÐTAL
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Hún var afrekskona í knattspyrnu.
Markamaskína og óstöðvandi
markadrottning, svo notuð séu þau
orð sem íþróttafréttamenn lýstu
henni með. Hún spilaði með öllum
stórliðunum hér heima, var í lands-
liðinu, fór í atvinnumennsku í Nor-
egi og fékk fótboltastyrk í háskóla í
Bandaríkjunum. Var í góðu starfi í
banka fyrir hrun og þjálfaði með-
fram því ungar og upprennandi
knattspyrnustjörnur sem dreymdi
um að feta í fótspor þjálfarans síns
einn góðan veðurdag.
En svo veiktist hún af geðsjúk-
dómi og lífið tók óvænta beygju.
„Sumir halda að þetta sé eitt-
hvert ægilegt leyndarmál. En þetta
er það ekki,“ segir Hrefna Huld
Jóhannesdóttir, fyrrverandi lands-
liðskona og atvinnumaður í knatt-
spyrnu. „Ég er með sjúkdóm sem
heitir geðklofi og ég vona að ég
geti hjálpað einhverjum með því að
tala opinskátt um það og hvaða
áhrif það hefur haft á líf mitt.“
Veiktist árið 2008
Hrefna varð fyrst vör við sjúk-
dóminn síðla árs 2008. Hún hafði
starfað hjá Landsbankanum og
missti starfið í bankahruninu. „Í
kjölfarið einangraði ég mig, ég
skammaðist mín hálfpartinn fyrir
að hafa verið sagt upp. Ég fór ekki
út og talaði ekki við neinn. Kannski
urðu aðstæðurnar til þess að ýta
undir sjúkdóminn, það er ómögu-
legt að segja til um það.“
Geðklofinn birtist þannig hjá
Hrefnu að hún fór að heyra raddir.
Stundum töluðu þær neikvætt um
hana, stundum töluðu þær nei-
kvætt um annað fólk eða ein-
hverja atburði.
„Þetta var mjög niðurbrjót-
andi. Fyrst vissi ég ekkert
hvað var að gerast, en áttaði
mig síðan fljótlega á að það
var eitthvað mikið að mér.
Bróðir minn og frænka höfðu
áhyggjur og fóru með mér á
geðdeild. Satt best að segja
fannst mér ég alls ekki eiga
heima þar í byrjun. Ég held að
það eigi við um marga, það eru
vissir fordómar gagnvart geð-
sjúkdómum, líka hjá þeim sem eru
með þá.“
Geðsjúkdómar í fjölskyldunni
Næstu mánuði leitaði Hrefna
margoft á geðdeild og var nokkrum
sinnum lögð þar inn. Hún var síðan
greind með geðklofa árið 2009. „Ég
fékk greiningu nokkuð fljótt, það
hefur líklega hjálpað til að það eru
geðsjúkdómar í fjölskyldunni
minni. Amma var með geðklofa og
ég vissi af því alla tíð eins og flestir
– það var aldrei neitt feimnismál.“
Hrefna fékk geðlyf, þeim fylgdu
ýmsar aukaverkanir og nokkurn
tíma tók að finna út hvaða lyfja-
samsetning hentaði henni. Hún
segir að þegar hún horfi til baka
finnist sér hún að öllu jöfnu hafa
fengið bestu mögulegu aðstoð. „Ég
er ekki sammála þeirri gagnrýni
sem geðdeildin fær. Mín upplifun
var næstum alltaf sú að allir væru
að gera sitt allra besta. Eina skipt-
ið sem mér fannst að heilbrigðis-
þjónustan við mig hefði mátt vera
öðruvísi var þegar ég leitaði á geð-
deild eftir að hafa ekki getað sofið í
margar nætur. Ég sagðist verða að
fá að leggjast inn og fá aðstoð við
að sofna. Þá var mér sagt að þetta
væri ekki staður til að hvíla sig og
var send heim. Ég reyndi að mót-
mæla, en fólk sem er veikt er oft
ekki í aðstöðu til að standa á sínu.“
Þetta var fyrir átta eða níu ár-
um. Frá þeim tíma hefur Hrefna
lítið verið á vinnumarkaði, hún er
öryrki í dag, en segir að heilsan
hafi sjaldan eða aldrei verið betri
en undanfarna mánuði, Hún er
núna einkennalaus að mestu og
þakkar það lyfjagjöf, góðri geðheil-
brigðisþjónustu og eftirfylgd. Hún
hefur verið búsett í Danmörku
undanfarin fjögur ár, en hefur að-
gang að fagfólki á geðdeild Land-
spítalans þegar hún þarf á að
halda.
Auk þess nýtur hún góðrar heil-
brigðisþjónustu þar sem hún býr
og geðhjúkrunarfræðingur kemur
reglulega til hennar.
Stundum skammaðist ég mín
Hrefna var 28 ára þegar hún
veiktist. Spurð hvernig hún hafi
Hrefna er fyrrverandi landsliðskona í knattspyrnu og
veiktist af geðklofa 28 ára gömul Læknandi að hlæja
Ljósmynd/ Aðsend
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Í sókn Hrefna, sem spilaði sem framherji fyrir lið KR, sótti fast að vörn
Breiðabliks í leik liðanna í Landsbankadeildinni sumarið 2008.
Geðklofi (Schizophrenia)
» Samkvæmt upplýsingum á
vefsíðu Geðhjálpar eru ein-
kennin margvísleg og ein-
staklingsbundin.
» Meðal einkenna eru rang-
hugmyndir, ósamhæfni hreyf-
inga, kvíði og þunglyndi.
» Geðklofi er líklega sú geð-
röskun sem helst vekur nei-
kvæð viðbrögð í samfélaginu.
» Sjúkdómsins gætir fyrst að
meðaltali og rétt fyrir þrítugt
hjá konum og rétt eftir tvítugt
hjá körlum.
» Verulegur árangur hefur
náðst á undanförnum árum í
meðferð við geðklofa.
» Um 1% Íslendinga er með
geðklofa.
Sumir halda að þetta
sé ægilegt leyndarmál
Bjartsýn Það sem mig langaði til að gera varð ekki að veruleika. Það er fyrst
núna, níu árum eftir að ég veiktist fyrst, sem ég sé fram á að fara að fást við
það sem mig langaði til að gera þá segir Hrefna Huld Jóhannesdóttir.
VILTU KAUPA FASTEIGN Á SPÁNI?
Kynning í REYKJAVÍK
23. og 24. september á CENTERHOTEL PLAZA
Komdu og spjallaðu við okkur á
Centerhotel Plaza
Aðalstræti 4 – 101 Reykjavík
23. og 24. september
Frá kl. 10:00 til 17:00
www.medlandspann.is