Morgunblaðið - 21.09.2017, Qupperneq 32
32 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2017
„Vissulega er ekki jafn algengt að hitta íslenskumæl-
andi fólk á slóðum okkar í Íslendingabyggðum í Norður-
Ameríku nú og var þegar ég kom þangað fyrst fyrir
bráðum fjörutíu árum. Það gerist samt ótrúlega oft,“
segir Jónas Þór sagnfræðingur.
Í leiðangri á vegum Bændaferða um Íslendingaslóðir í
Norður-Dakota í Bandaríkjunum og Manitoba-ríki í Kan-
dada í ágúst var Jónas fararstjóri en hann hefur á síð-
ustu tuttugu árum farið fyrir tugum ferða Íslendinga
um þessar slóðir.
„Samanlagt eru þetta um 5.000 manns sem ég hef farið með til Kan-
ada á síðustu tveimur áratugum. Þetta eru allskonar hópar, til dæmis
kennarahópar, rótarýklúbbar og ófáir kórarnir. Í hefðbundnum, opnum
ferðum Bændaferða er áberandi að fólk af Norður- og Austurlandi, hvað-
an flestir íslensku vesturfaranna voru, sækir í slíkar ferðir. Fólk vill þá
vita hvað varð um ættmenni sem vestur fóru, fjölskylduhagi og fleira,“
segir Jónas Þór.
Ættmennin sem vestur fóru
FARARSTJÓRI Á ÍSLENDINGASLÓÐUM Í TUTTUGU ÁR
Jónas Þór
SVIÐSLJÓS
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Nokkru fyrir norðan Winnipeg sem
er höfuðborgin í Manitoba-ríki Kan-
ada djarfaði fyrir nýju landi. Við
vorum á víðfeðmri sléttu óendan-
leikans og gróskuríkra akra og það
vakti eftirtekt í hópnum að sjá ís-
lensk bæjarnöfnin, eitt af öðru. Þótt
140 ár séu síðan fyrstu Íslending-
arnir námu land á þessum slóðum
halda afkomendur þess fólks, marg-
ir gjarnan í sjötta og sjöunda lið, vel
í ræturnar og hefðir að heiman.
Nýja Ísland heitir staðurinn, þangað
sem á bilinu 15 til 20 þúsund Íslend-
ingar fluttu frá 1874 til 1914. Eðli-
legri viðkomu samkvæmt eru því
margir tugir þúsunda Kanada-
manna af íslensku bergi brotnir – en
hve margir veit enginn.
Möðruvellir,
Drangey og Framnes
Landnámssvæðið í Nýja Íslandi
skiptist í fjórar byggðir sem kennd-
ar voru við Víðirnes, Árnes, Fljót og
Mikley. Síðastnefnda byggðin er
svolítið sér á parti, eins og segir síð-
ar í þessari grein, en hinar ná yfir
hinar rennisléttu breiður sem eru
hundruð ferkílómetra að flatarmáli.
Af því svæði má tiltaka staðarheiti á
borð við Húsavík, Sigluvík, Möðru-
velli, Miklavík, Drangey og Fram-
nes. Mörg eiga þessi nöfn sér til-
svörun á Norður- og Austurlandi en
þaðan voru flestir vesturfaranna á
sínum tíma.
Á þessum slóðum er líka til
Hnausabyggð, Geysir og Árborg.
Síðarnefndi staðurinn er þorp hvar
er lítið byggðarsafn, hvar komið hef-
ur verið fyrir nokkrum húsum sem
eru lík þeim sem íslenskir landnem-
ar á þessum slóðum reistu sér. Kona
af íslenskum ættum, Patt Eyjolfs-
son, stofnaði þetta safn í kringum
árið 2000 og hefur unnið að upp-
byggingu þess síðan.
Má þar auk hefðbundinna íbúðar-
húsa sjá til dæmis kirkju sem Úkra-
ínumenn sem voru landnemar á
þessum slóðum um líkt leyti og Ís-
lendingar reistu. Er bygging sú í stíl
arkitektúrs rétttrúnaðarkirkjunnar,
sem allsráðandi er í austurvegi.
Í gegnum Árborgarþorp fellur
læna sem svo liðast þvert um slétt-
una og er nokkuð voldugt vatnsfall
við útfallið í Winnipeg-vatni nærri
bænum Riverton. Fjölmargir íbúa
þar hafa tengingar við Ísland og
frumbyggjarnir kölluðu ána einfald-
lega Íslendingafljót og hefur sú
nafngift haldist fram á þennan dag.
Gimli er höfuðstaður
Nokkru sunnan við Riverton er
Gimli, 6.000 manna bær, sem er um
80 kílómetra fyrir norðan Winnipeg-
borg. Segja má að Gimli sé eins-
konar höfuðstaður Nýja-Íslands. Og
helsta hátíð fólks á þessum slóðum
er Íslendingadagurinn sem er jafn-
an fyrsta mánudaginn í ágúst. Um
30-40 þúsund manns sækja hátíðina
að jafnaði og sú var einmitt raunin í
ár. Margir íbúar í Gimli eru ís-
lenskumælandi að nokkru, bæði
slæðingur af fólki sem flutt hefur
vestur á síðari árum og svo afkom-
endur íslenskra frumbyggja á svæð-
inu.
„Vesturfararnir lögðu kapp á að
segja börunum sínum frá Íslandi,
þetta var þeirra eina leið til að
tengja þau við land og þjóð. Þannig
fengu þau að kynnast landinu þar
sem rætur þeirra lágu. Frásagn-
irnar lifðu síðan með hverri kynslóð-
inni eftir annarri og þannig hefur
grundvöllur fyrir Íslendingadeg-
inum haldist,“ segir Jónas Þór, far-
arstjóri og sagnfræðingur. Hann
vekur jafnframt athygli á því að
svæðið norðan við Winnipeg, þar
sem fjölmargir íslenskir veturfarar
settu sig niður, sé enn í dag í dag-
legu tali fólks vítt og breitt um
Norður-Ameríku tengt Íslandi. Það
sé eftirtektarvert því Úkraínumenn,
Norðmenn og Þjóðverjar og fleiri
hafi sett sig þar niður.
Fjárlög og útilegumenn
Í Drangey í Árdalsbyggð búa þau
Einar Vigfússon og Rósalind kona
hans. Þeir sem fara fyrir íslenskum
hópum um þessar slóðir ganga að
gestrisni þeirra vísri og á síðast-
liðnum tuttugu árum hafa þau hjón
tekið á móti þúsundum Íslendinga á
heimili sínu. Drangeyjarhjónin, sem
eru um áttrætt, hafa eftirlátið syni
sínum búskapinn en huga þess í stað
að eigin hugðarefnum. Einar býður
fólki í smiðju sína hvar hann tálgar
út fugla og fleira fínirí og í stofunni
spilar Rósalind á píanóið eftir Fjár-
Gengið að gestrisni vísri
Nýja Ísland á sléttum Kanada
Frásagnir lifa Íslendingadagur og
ættjarðarlög Tugir þúsunda Kan-
adamanna af íslensku bergi brotnir
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Gestgjafi Rósalind Vigfúsdóttir hefur tekið á móti þúsundum Íslendinga á undanförnum árum. Við þau tilefni sest
hún gjarnan við hljóðfæri og spilar íslenskt fínirí eftir hinum frægu Fjárlögum sem Eymundsson gaf út forðum tíð.
Íslandsbyggð Mikley var eitt landnámsvæða Íslendinga við Winnipegvatn.
Þakkað er fyrir komuna á svæði, sem nú er fólkvangurinn Hecla park .
Þjóðhagi Einar Vigfússon Drangeyingur í Árdalsbyggð sker út fugla í
smiðju sinni og sýnir hér góðum gestum að heiman kúnstverk sitt.