Morgunblaðið - 21.09.2017, Blaðsíða 35
FRÉTTIR 35Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2017
Faxaflóahafnir sf. hafa fyrstar
hafna á Íslandi fengið vottun fyrir
umhverfisstjórnunarkerfi sitt í
samræmi við alþjóðaumhverf-
isstaðalinn ISO 14001. Þetta kemur
fram í frétt á heimasíðu fyrirtæk-
isins.
Kjarni staðalsins er að vinna að
stöðugum umbótum til að reyna að
draga úr umhverfislegum áhrifum.
Erna Kristjánsdóttir, markaðs- og
gæðastjóri Faxaflóahafna, segir að
vottunin sé mikil viðurkenning á
heildstæðri umhverfisstefnu Faxa-
flóahafna sf. og veiti fyrirtækinu
ákveðinn gæðastimpil.
Erna segir að starfsmenn fyrir-
tæksins séu afar stoltir af því að
vera fyrst íslenskra hafna til að fá
þessa alþjóðlegu vottun. Sé það í
samræmi við þá stefnu fyrirtæk-
isins að vera í fararbroddi í þessum
málaflokki. Með vottuninni sýni
fyrirtækið ábyrgð á því að minnka
umhverfisáhrif starfseminnar með
því til dæmis að nýta auðlindir
skynsamlega, stuðla að minnkun á
útblæstri og minnka umfang sorps
en farga því á ábyrgan hátt.
„Þannig má með öguðum og mark-
vissum vinnubrögðum lágmarka
áhrif á umhverfið að því leyti sem
því verður við komið,“ segir Erna.
sisi@mbl.is
Fengu vott-
un fyrstar
hafna hér
Morgunblaðið/Hanna
Höfnin Mikil áhersla er lögð á að
lágmarka áhrif á umhverfið.
Borgarráð hefur samþykkt að aug-
lýsa til leigu húsnæði á Langholts-
vegi 70, Sunnutorgi.
Fram kemur í greinargerð skrif-
stofu eigna og atvinnuþróunar að
Reykjavíkurborg eigi umrætt hús-
næði en þar hefur verið rekin
sjoppa í nær 60 ár. Húsnæðið sé
hannað líkt og stórt strætisvagna-
skýli enda verið staðsett við biðstöð
strætisvagna. Núverandi leigutaki
sagði upp leigusamningi og stendur
húsið nú ónotað. Sem kunnugt er
hafa sjoppur átt undir högg að
sækja að undanförnu. Óskað var
eftir heimild borgarráðs til að aug-
lýsa eftir hugmyndum að starfsemi.
Síðan verði skipuð dómnefnd til að
fara yfir þær hugmyndir sem ber-
ast.
„Sunnutorg er eitt furðulegasta
hús í borginni og er staðsett á
Langholtsvegi 70,“ segir Dagur B.
Eggertsson borgarstjóri í vikuleg-
um pósti sínum síðasta föstudag.
„Borgin á húsið en það er teiknað
af Sigvalda Thordarson en þar hef-
ur verið hálfgerð vegasjoppa í
mörg ár. Húsið er umdeilt og ekki
allir hrifnir af því. Þess vegna var
ákveðið að auglýsa eftir góðum
hugmyndum fyrir starfsemi i húsið
og útlit þess, þarna gæti verið kaffi-
hús, veitingastaður eða eitthvað
annað sem getur búið til góðan
anda í þessu góða hverfi og þessari
fallegu en löngu götu,“ segir borg-
arstjóri.
Húsið verður sýnt áhugasömum
þriðjudaginn 26. sept. kl. 15-16.
Nánari upplýsingar má finna á
reykjavik.is/leiga. sisi@mbl.is
Borgin vill leigja Sunnutorg
Ljósmynd/Reykjavíkurborg
Sunnutorg Sjoppan sem var í húsinu hætti starfsemi fyrir fáeinum vikum.
Sjoppan er hætt Óskað var eftir góðum hugmyndum
Embætti sókn-
arprests í Pat-
reksfjarðar-
prestakalli,
Vestfjarða-
prófastsdæmi,
var auglýst
laust til um-
sóknar hinn 17.
ágúst sl. Tveir
umsækjendur
voru um embættið, sr. Elín Salóme
Guðmundsdóttir og Kristján Arason
guðfræðingur.
Umsóknarfrestur um embættið
rann út 15. september sl. Biskup Ís-
lands skipar í það frá 1. nóvember
nk. til fimm ára. Umsóknir fara til
umfjöllunar matsnefndar um hæfni
til prestsembættis og að fenginni
niðurstöðu hennar fjallar kjörnefnd
prestakallsins um umsóknirnar.
Kjörnefnd kýs að því búnu milli um-
sækjendanna og skipar biskup þann
umsækjanda sem hlýtur löglega
kosningu. sisi@mbl.is
Tveir sækja um
Patreksfjörð
Patreksfjarðarkirkja
Settumarkþitt á
Reykjavík framtíðarinnar
Skráðu þig í rýnihóp fyrir
Vogabyggð 1, Gelgjutanga
Fasteignaþróunarfélagið Festir ehf. býður áhugafólki um borgarskipulag
til rýnifundar um Vogabyggð 1 í Reykjavík.
Tilgangur fundarins er að stofna til samtals sem getur haft áhrif
á uppbyggingu Vogabyggðar 1.
Hollenska arkitektastofan Jvantspijker og danska stofan Rakel Karls ApS.
munu kynna forhönnun að tveimur byggingum í upphafi fundar og í kjölfarið
verður kallað eftir sjónarmiðum fundargesta. Fjöldi þátttakenda takmarkast af fjölda
útgefinna gjafabréfa
Skráning fer fram á vefsíðu MMR á slóðinni survey.mmr.is/festir
Við hvetjum alla áhugasama til að skrá sig
Rýnihópavinnan fer fram á íslensku
þann 26. september kl. 17:15 til 20:00
Léttar veitingar verða í boði
og gjafabréf að upphæð 10.000 kr.
fyrir hvern þátttakanda