Morgunblaðið - 21.09.2017, Side 46
46
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2017
Leitar þú að traustu
BÍLAVERKSTÆÐI
Smiðjuvegur 30 (GUL GATA) | 200 Kópavogi
Sími 587 1400 |www. motorstilling.is
SMURÞJÓNUSTA < HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA
TÍMAPANTANIR
587 1400
Við erum sérhæfðir í viðgerðum
á amerískum bílum.
Mótorstilling býður almennar
bílaviðgerðir fyrir allar tegundir bíla.
Útfærsla efnahagslögsögunnar í
200 mílur hafi skipt sköpum fyrir
vöxt atvinnugreinarinnar.
„Við tókum forystu í þeim málum
um leið og við fengum sjálfstæði frá
Dönum, árið 1944, og færðum land-
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
„Ég hef alltaf haft áhuga á sjávar-
útvegi og skrifað mikið um hann.
Ég skrifaði bók fyrir háskólastigið
sem kom út í fyrra, en þessi bók er
meira ætluð framhaldsskólum og
almenningi, hún er einfaldari í
framsetningu en gefur gott yfirlit
um íslenskan sjávarútveg,“ segir
Ágúst í samtali við Morgunblaðið.
„Það er margt sérkennilegt við
sjávarútveg. Í fyrsta lagi er fiskur
eina villta dýrið sem enn er veitt í
einhverju umtalsverðu magni í
heiminum. Önnur dýr eru yfirleitt
aðeins alin á afmörkuðum svæðum.
Í öðru lagi verður sjávarútvegur
ekki alvöru atvinnugrein hjá okkur
Íslendingum fyrr en seint á
nítjándu öld, sem er merkilegt þeg-
ar við hugsum til þess að útlend-
ingar voru að veiða hér í stórum stíl
frá fjórtándu öld og fram á þá tutt-
ugustu. Það er ekki fyrr en þá sem
þessar gífurlegu breytingar verða í
búsetu og atvinnuháttum hér á
landi. Þá byggjast bæirnir upp, allt
samfélagið umturnast og lífskjörin
fara að batna. Aflvélin í þessu öllu
saman er sjávarútvegurinn.“
Ein mesta fiskveiðiþjóð heims
Ágúst segir að sjávarútvegur
sem slíkur sé nú breiðara hugtak
en áður.
„Sjávarútvegur er miklu meira
en bara veiðar og vinnsla. Núorðið
er fjölmargt annað sem fellur þar
undir, alls konar vélaframleiðsla,
gerð veiðarfæra, markaðsstarfsemi
og aðrir stórir þættir. Þannig er at-
vinnugreinin mun stærri en fólk al-
mennt gerir sér grein fyrir,“ segir
Ágúst og bætir við að framlag sjáv-
arútvegs og tengdra greina til
landsframleiðslunnar sé rúmlega
20%.
„Þetta gerir sjávarútveg að
mikilvægustu atvinnugrein okkar
Íslendinga, enn þann dag í dag. Ís-
lendingar eru smáþjóð, aðeins rúm-
lega þrjú hundruð þúsund talsins,
en eru samt sem áður á meðal
mestu fiskveiðiþjóða heims. Þetta
er sennilega einn af fáum mæli-
kvörðum þar sem ekki þarf að miða
við höfðatölu til að sýna okkur í
góðu ljósi.“
Kerfið verið vandratað einstigi
Afköstin hafi enn fremur aukist
mjög síðustu áratugi.
„Ef við tökum síðustu þrjátíu ár-
in, þá hefur fólki í hefðbundnum
veiðum og vinnslu fækkað á sama
tíma og verðmætin hafa tvöfaldast.
Það eru auðvitað engin smá afköst
sem þessi grein hefur verið að
sýna. Fiskveiðistjórnunarkerfið hef-
ur einnig hjálpað til og skapað mjög
mikil verðmæti síðan því var komið
á fót á níunda áratugnum. Mörgum
finnst það þó ekki réttlátt og þetta
hefur verið vandratað einstigi, þó
minni deilur séu um kerfið en var á
árum áður,“ segir Ágúst.
„Sjávarútvegur er eiginlega eina
atvinnugreinin þar sem afköst mæl-
ast vel í samanburði við útlönd. Það
er nú því miður þannig að íslenskt
atvinnulíf einkennist ekki af mikilli
framleiðni, en rannsóknir hafa sýnt
að sjávarútvegur hér á landi kemur
vel út í samanburði erlendis.“
helgina út. Það endaði í 200 mílum
og gekk nú ekki án átaka, en þá
fyrst hurfu útlendingar af miðunum
við Ísland, þar sem þeir höfðu fisk-
að í fimm hundruð ár,“ segir Ágúst.
„Það er margt fleira sem við hug-
uðum ekki almennilega að fyrr en
líða fór á 20. öldina, til dæmis slysa-
varnir. Óhemju miklar fórnir voru
færðar í sjóslysum fortíðarinnar en
nú orðið heyrir til undantekninga ef
það ferst maður á sjó. Slysavarna-
félagið Landsbjörg hefur lyft grett-
istaki í þessum málaflokki síðustu
áratugina.“
Sjávarklasinn vel heppnaður
Ágúst telur upp fleira sem breyst
hefur í atvinnugreininni, þar á með-
al fjölbreytileiki afurða.
„Nú eru afurðirnar notaðar í
lyfjaframleiðslu, roð af fiski er not-
að til að græða sár og svo fram-
vegis. Þá eru konur orðnar mjög
öflugar í íslenskum sjávarútvegi og
mikill sköpunarkraftur ríkjandi,
eins og sést til dæmis á Sjávarklas-
anum sem er mjög vel heppnað
framtak. Það er engin ástæða til að
ætla annað en að sjávarútvegurinn
eigi eftir að gegna lykilhlutverki á
21. öldinni. Nú eru komnar aðrar
atvinnugreinar, og það er vel, en
enn skiptir sjávarútvegurinn máli.
Ef hann hyrfi einn góðan veðurdag
þá yrðu lífskjörin slök á Íslandi.
Þess vegna vildi ég skrifa þessa
bók, fræðsla er lykillinn að framtíð-
inni.“
Kennir við HÍ á vormisseri
Ágúst snýr aftur til kennslu við
Háskóla Íslands eftir áramót. Þar
mun hann kenna í námskeiði sem
nefnist „Rekstur í sjávarútvegi“ og
er í umsjón Ástu Dísar Óladóttur,
lektors við viðskiptafræðideild skól-
ans. Er það byggt á grunni nám-
skeiðs sem hann kenndi sjálfur á tí-
unda áratugnum við miklar
vinsældir.
„Ásta er ein af okkar efnilegustu
yngri háskólakennurum og ég mun
koma að kennslunni ásamt fleirum,
en þar á meðal er Ólafur Ragnar
Grímsson, prófessor og fyrrverandi
forseti, sem mun kenna um norð-
urslóðir og hagsmuni okkar þar, en
hann er nú sá Íslendingur sem
mest veit um það efni. Þarna kenn-
ir líka Ragnar Árnason, sem mun
fara yfir fiskveiðistjórnina, en hann
er einn þekktasti fiskihagfræðingur
heims, og áfram mætti lengi telja.
Þetta verður sannkallað einvalalið
kennara.“
Sjávarútvegur
mikilvægasta
atvinnugreinin
Ágúst Einarsson, fyrrverandi rektor Háskólans á
Bifröst og prófessor, hefur gefið út bókina „Fagur
fiskur í sjó Íslenskur sjávarútvegur handa skólum
og almenningi Ágúst hefur kennslu við HÍ í vor
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Prófessor Ágúst hefur kennslu að nýju við Háskóla Íslands eftir áramót, þar sem fyrirhuguð er endurvakning nám-
skeiðs sem hann kenndi við miklar vinsældir á tíunda áratugnum. Segir hann einvalalið kennara vera með sér í för.
Morgunblaðið/Golli
Á sjó Skip að loðnuveiðum úti fyrir Þorlákshöfn. Ágúst segir almenning
stundum ekki átta sig á mikilvægi sjávarútvegs fyrir búskap Íslendinga.