Morgunblaðið - 21.09.2017, Side 52
52
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2017
Á L E I Ð T I L Ú T L A N D A
OPTICAL STUDIO
FRÍHÖFN LEIFSSTÖÐ
Verslaðu á hagstæðara verði
í okkar fullbúnu gleraugnaverslun
á fríhafnarsvæðinu í Leifsstöð
Ábyrgðar- og þjónustuaðilar:
Optical Studio Smáralind, s. 528 8500
Optical Studio Keflavík, s. 4213811
Með öllum margskiptum glerjum fylgir
annað par FRÍTT með í sama styrkleika
Guðdómleg gúllassúpa
1,2 kíló smáttskorið nautagúllas
2 msk smjör
5-6 laukar, skornir í tvennt og svo í
sneiðar
1½ rautt chilialdin saxað (ath. því
minna sem aldinið er, því sterkara er
það),
3 tsk paprikuduft
3 tsk timían
4 tsk kummín
3 krukkur tómat-passata
6 msk tómatpúrra
3 msk hunang
2½ l vatn
5-6 teningar nautakraftur
3 vænar bökunarkartöflur, skornar í
teninga
1½ sæt kartafla, skorin í teninga
4 dl rjómi
salt og pipar eftir smekk
jafnvel ögn af chilipipar (þurrkuðum)
Til að toppa með:
Fersk steinselja
sýrður rjómi
Aðferð: Byrjið á að skera gúllasið í
litla bita. Þerrið kjötið vel og
kryddið með salti og pipar. Hitið
stóran pott (steypujárn er snilld)
við fremur háan hita og bræðið
smjörið. Brúnið kjötið án þess að
gegnsteikja það og setjið svo til
hliðar.
Lækkið hitann og steikið laukinn
í 10-15 mínútur, þannig að hann
mýkist og breyti um lit. Bætið kjöt-
inu aftur út í ásamt chili og kryddi
og steikið aðeins áfram.
Setjið tómatpúrruna saman við
ásamt krafti, tómötum, hunangi og
vatni og hleypið suðunni upp. Flysj-
ið kartöflurnar á meðan suðan er að
koma upp og bætið þeim svo út í.
Látið súpuna sjóða í 30 mínútur.
Lækkið þá hitann, bætið rjómanum
út í og smakkið til með salti og pip-
ar.
Það er best að stappa kartöflurn-
ar í súpunni með kartöflustappara,
þannig að hún þykki súpuna þótt
einhverjir bitar verði eftir.
Látið súpuna malla við vægan
hita undir loki í 2-4 tíma. Því lengur
því betra. Berið fram með sýrðum
rjóma og steinselju. tobba@mbl.is
Upphaflega er þessi súpa frá Dröfn Vilhjálmsdóttur matarbloggara á
Eldhúsperlum en móðir mín hefur breytt henni nokkuð og stækkað
uppskriftina enda er súpan bara betri daginn eftir en því miður er
sjaldnast afgangur þegar stórfjölskyldan mætir í mat.
Morgunblaðið/Tobba Marinós
Guðdómleg gúllassúpa sem
enginn gleymir nokkurn tíma!
Lítið fyrir augað
Súpan er
kannski ekki
sérstaklega fal-
leg en ekki láta
blekkjast. Hún
er mögnuð!
1 pakki Mexíkósúpa frá Toro
200 g rjómaostur
700 ml vatn
1 heill eldaður kjúklingur rifinn niður
1 dós hakkaðir tómatar
1 dl góðar maísbaunir (helst frosnar)
kóríander
sýrður rjómi
nachos
Setjið vatn í pott og látið
suðuna koma upp. Lækkið undir
vatninu og hrærið innihald pakk-
ans saman við. Látið suðuna
koma aftur upp og lækkið undir
og setjið tómata og rjómaost
saman við. Látið malla í fimm
mínútur. Þá fara maís og kjúk-
lingur út í og látið malla í aðrar
10-15 mínútur. Það má vel setja
chilikrydd ef fólk vill hafa súp-
una sterkari.
Berið fram með fersku kórían-
der, nachos og sýrðum rjóma og
segið engum að þetta sé pakka-
matur! Aldrei. tobba@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Svindlað í eldhúsinu Þorbjörg Marinósdóttir og Þóra Sigurðardóttir stýra
Svindlað í saumaklúbb.
Mexíkósúpa á mettíma
Þessi ákaflega góða súpa er úr nýjasta vefþætti
Svindlað í saumaklúbb sem finna má á matarvef
mbl.is en nýr þáttur er frumsýndur á fimmtudög-
um. Þættirnir ganga út á lekkerar leiðir til að töfra
fram magnaða rétti með aðkeyptri aðstoð.