Morgunblaðið - 21.09.2017, Side 55
MINNINGAR 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2017
✝ Emma LífÓlafsdóttir
fæddist 17. sept-
ember 2012 á
Landspítalanum
við Hringbraut.
Hún lést á Barna-
spítalanum 11.
september 2017.
Foreldrar Emmu
Lífar eru Ólafur
Tage Bjarnason,
f. 15. apríl 1982,
og Svanhildur Jónsdóttir, f.
28. ágúst 1985. Systur Emmu
Lífar eru Hanna Elísa, f. 12.
febrúar 2009, og Bjarney
Rún, f. 9. janúar 2017. For-
eldrar Ólafs Tage
eru Bjarni Ole-
sen, f. 7. júní
1955, og Jóhanna
Guðjónsdóttir, f.
19. ágúst 1951.
Foreldrar Svan-
hildar eru Jón
Rúnar Bjarnason,
f. 9. ágúst 1955,
og Jóhanna
Björnsdóttir, f.
11. ágúst 1955.
Emma Líf bjó ásamt fjöl-
skyldu á Selfossi.
Útför Emmu Lífar fer fram
frá Selfosskirkju í dag, 21.
september 2017, klukkan 14.
Elsku Emma Líf, þú ákvaðst að
baráttunni væri lokið, veikindin
voru orðin þér of þungbær. Frá
fyrstu kynnum var ljóst að saman
biði okkar barátta vegna fötlunar
þinnar. Í ljós kom að fötlun þín var
CP auk annarra veikinda.
Það rann upp fyrir okkur að þú
yrðir okkar skilgreining á hvað líf-
ið getur boðið upp á. Lífið er ekki
svart og hvítt, það er sambland af
mörgu. Flestir upplifa gleði og
erfiðleika. Við vildum skíra þig
með millinafnið Líf, var það okkur
táknrænt þar sem við vissum að líf
þitt yrði erfitt en það yrði einnig
gleðiríkt eins og hjá öðrum.
Það var gefandi að fá að vera
foreldrar þínir og systir, vegna þín
kynntumst við mörgu góðu fólki
sem snerti líf okkar með góðvild
og hlýju. Bæði stofnanir og félaga-
samtök eiga hrós skilið og verðum
við ávallt þakklát fyrir þá þjón-
ustu sem þér og okkur var veitt.
Við erum heppin að eiga góða
fjölskyldu og vini, öllum þótti svo
vænt um þig. Stóra systir veitti
þér ást, vináttu og félagsskap.
Stóra systir var sterk og greiðvik-
in. Hún þekkti þig vel og vissi bet-
ur en flestir hvernig þér leið.
Stóra systir á eftir að sakna þín
mikið en hún veit að þú ert á góð-
um stað. Litla systir var okkur öll-
um mikil blessun og þótti þér
barnahjal hennar mjög skemmti-
legt.
Þegar við rifjum upp líf þitt þá
er ótrúlega margt sem hlýjar okk-
ur um hjartarætur. Við minnumst
þess hvað þér þótti gaman að tón-
list, hvað hljóð frá börnum í leik
gladdi þig, hvað það var gott að
knúsa þig í lazyboy-stólnum, hvað
krakkarnir á leikskólanum tóku
vel á móti þér. Ein af okkar uppá-
haldsminningum er þegar þú
féllst fyrir laginu Jólahjól, það lá
svo vel á þér og tilfinningin að sjá
þig brosa og dilla þér yfir laginu
aftur og aftur í klukkutíma er
ólýsanleg.
Það hefur oft verið sagt við okk-
ur foreldrana að þú hafir verið
send til okkar til að kenna okkur
eitthvað; hvort sem þú varst send
til okkar eða ekki varstu sem bet-
ur fer okkar og er það alveg ljóst
að þú hefur kennt okkur mikið.
Líklega erum við ekki alveg búin
að átta okkur á öllu en æðruleysi
er eitt af því sem við höfum þurft
að bæta okkur í. Æðruleysi er í
okkar huga skilgreining á því
hvernig maður tekst á við daglegt
líf og stærri verkefni í sem bestu
jafnvægi til að ná sem mestum ár-
angri. Læra að sætta sig við það
sem maður getur ekki breytt og
vinna í því sem maður getur haft
áhrif á.
Elsku Emma Líf, þín vegferð
var erfið og var það okkur ljóst að
hún yrði líka styttri en það sem
maður vonar fyrir börnin sín. Það
var þó ekki fyrr en fyrir nokkrum
mánuðum að við fórum að óttast
að líf þitt yrði mun styttra en það
sem við áttum von á. Litlu lungun
þín voru orðin svo veik. Við erum
svo sorgmædd að við getum ekki
knúsað þig á hverjum degi, við er-
um svo leið að þú getir ekki leikið
við systur þínar, en við erum svo
ánægð að þú finnir ekki lengur til.
Þú ert fullkomin en líkami þinn
var veikburða.
Við trúum að hugur þinn og sál
hafi fengið frið frá veikindum á
öðrum stað. Við munum alltaf
elska þig og heiðra minningu þína,
elsku Emma Líf okkar.
Pabbi, mamma, Hanna Elísa
og Bjarney Rún.
Elsku barnabarnið okkar, hún
Emma Líf, er látin.
Hvíl í friði.
Emma Líf er flogin burt
til æðri og betri heima
allar stundir mun góður Guð
í faðmi sínum geyma.
Elsku Óli Tage, Svanhildur,
Hanna Elísa og Bjarney Rún,
Guð gefi ykkur styrk í þessari
miklu sorg.
Amma og afi í Lambhaganum,
Jóhanna Guðjónsdóttir,
Bjarni Olesen.
Það var bjartur og fagur dagur,
haustsólin skein og umhverfið
baðað af litadýrð haustsins, eitt og
eitt lauf féll af trjánum. Það var
þennan dag sem elsku litla frænka
mín Emma Líf Ólafsdóttir var
kölluð á vit æðri máttarvalda á
fimmta aldursári, hún átti aðeins
sex daga í að verða fimm ára.
Maður spyr sig margra spurninga
en engin svör fást, það fæðast ekki
allir eins í þennan heim. Það eru
svo ótal mörg verkefni sem eru
lögð fyrir okkur í lífinu.
Við hjónin rifjuðum upp ferð
okkar með fjölskyldu Hönnu og
Jóns til Manchester á fótboltaleik,
í ljós kom að laumufarþegi var
meðferðis. Mánuðirnir liðu, svo
fæddist laumufarþeginn okkar,
lítil stúlka leit dagsins ljós. Þetta
voru fyrstu kynni okkar af Emmu
Líf. Frá fæðingu Emmu Lífar
hafa stoltir foreldrar, Svanhildur
og Óli Tage, setið með dóttur sína
í fanginu og umvafið hana ást og
kærleika. Hún þurfti mikla
umönnun vegna fötlunar og veik-
inda sinna. Það var stór en góð
ákvörðun þegar fjölskyldan ákvað
að flytja austur á Selfoss og settist
að í Dranghólum 45. Á nýja fallega
heimilinu leið Emmu Líf vel, hún
fékk fallegt herbergi og elskaði að
fara í heita pottinn, þar áttu hjónin
góðar samverustundir með dætr-
um sínum. Stóru fallegu augun
hennar sögðu svo margt, það var
yndislegt að sjá viðbrögð hennar
þegar einhver kom í heimsókn.
Hún hafði gaman af tónlist og
naut þess að hlusta á iPad-inn sinn
og stundum sungu ömmur hennar
fyrir hana. Gott þótti henni að
koma til Hönnu ömmu og afa Jóns
og naut þess að vera í pössun hjá
þeim. Einnig heimsótti hún þau í
sumarbústaðinn í Úthlíð, nú síðast
um verslunarmannahelgina kom
hún þangað í stutta stund.
Hún var svo lánsöm að hafa
margt gott fagfólk í kringum sig,
hvort heldur var á Lyngási, Jöt-
unheimum, Rjóðrinu eða Barna-
spítala Hringsins. Allir elskuðu
hana og gerðu allt sem í þeirra
valdi stóð til að létta henni lífið.
Við erum þakklát fyrir að hafa
fengið að taka þátt í lífi hennar,
þökkum allar góðu stundirnar,
hlýja handtakið og yndisleg knús.
Ó Jesú, bróðir besti
og barnavinur mesti,
æ, breið þú blessun þína
á barnæskuna mína.
(Páll Jónsson)
Við fjölskyldan frá Skálholti
biðjum góðan Guð að láta birtuna
af minningum hennar lýsa í hjörtu
sorgmæddrar fjölskyldu.
Elsku Svanhildur, Ólafur Tage,
Hanna Elísa, Bjarney Rún, Jó-
hanna, Jón Rúnar, Jóhanna,
Bjarni og fjölskyldur, langamma
Maja og langafi Bjarni, við vottum
ykkur innilega samúð og kveðjum
Emmu Líf Ólafsdóttur með virð-
ingu og þökk.
Minningin lifir um litlu hetjuna
okkar allra, langafi Bjössi tekur á
móti henni með útbreiddan faðm-
inn.
Hvíl í friði.
Kristín Björnsdóttir,
Ólafur Sigurðsson.
Elsku hjartans Emma Líf, það
eru engin orð sem lýsa því hversu
erfitt það er að kveðja þig. Svo
gullfalleg og sterk stelpa sem við
eigum öll eftir að sakna svo óend-
anlega mikið. Gleðigjafinn okkar
sem söng og dansaði um þegar
tónlist heyrðist. Þú kenndir okkur
að lífið er ekki sjálfgefið og að við
eigum að njóta hverrar stundar.
Minningarnar um þig varðveitum
í hjörtum okkar þangað til við hitt-
umst næst.
Dvel ég í draumahöll
og dagana lofa
litlar mýs um löndin öll
liggja nú og sofa
Sígur ró á djúp og dal
dýr til hvílu ganga
einnig sofna skolli skal
með skottið undir vanga.
(Kristján frá Djúpalæk)
Elsku Svanhildur, Óli, Hanna
Elísa og Bjarney Rún, munið að
það er ekki tími í himnaríki og
þess vegna þarf Emma Líf ekki að
bíða eftir ykkur.
Elsa frænka.
Er haustar að og sumri fer að halla,
á himni lækkar flugið sólin bjarta.
Í hugum okkar fölnuð laufin falla,
við finnum öll svo þunga sorg í hjarta.
Nú farin ert til fjarlægari heima,
flogin upp til heillastjarna þinna.
Þar fagrar sálir vaka, sofa og dreyma,
og hugsa gjarnan heim til vina sinna.
Þú gafst á báðar hendur ást og hlýju,
hér dveljum við með minningunum
björtum.
Við óskum þess að fólk þitt finni
að nýju,
hamingju og frið í sínum hjörtum.
(GHK)
Elsku Óli Tage, Svanhildur,
Hanna Elísa, Bjarney Rún og aðr-
ir aðstandendur. Megi allar góðar
vættir styrkja ykkur á þessum
erfiðu tímum og um alla framtíð.
Guðrún Hrafnhildur,
Róbert,
Aldís Elva,
Hugrún Tinna,
Ragna Fanney.
Nú ertu horfinn í himnanna borg
og hlýðir á englanna tal.
Burtu er kvíði, sjúkdómur, sorg
í sólbjörtum himnanna sal.
(Ingibjörg Jónsdóttir)
Elsku Emma Líf, við viljum
þakka fyrir að hafa verið þess
heiðurs aðnjótandi að fá að vera
stuðningsfjölskyldan þín og fá að
annast þig eina helgi í mánuði. Við
nutum þess að vera saman, hafa
þig í fanginu, hlusta á tónlist, gít-
arspil og söng, það fannst þér
skemmtilegast. Við kveðjum þig
með sárum söknuði, þakklæti fyr-
ir allar góðu stundirnar og þá ást
sem þú gafst okkur. Hvíl í friði,
elsku Emma Líf.
Kristjana, Guðjón og börn.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta,
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margt að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti ekki um hríð,
þá minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig)
Í dag kveðjum við okkar ynd-
islegu vinkonu, hana Emmu Líf. Á
þessum árum sem hún var hjá
okkur í leikskólanum Jötunheim-
um sáum við hversu fallegt ljós
hún var. Hún snart okkur öll á
einn eða annan hátt og við munum
að eilífu minnast hennar með hlý-
hug í hjarta.
Ef hún var ekki í leikskólanum
var gjarnan spurt um hana og allir
urðu ofsalega glaðir að sjá hana
þegar hún kom í leikskólann og
fögnuðu henni ákaft. Börnin
kepptust við að fá að leika við hana
eða spjalla og tóku henni sem jafn-
ingja. Hún fékk ófár teikningarn-
ar frá börnunum sem skreyttu
veggi leikskólans. Margar minn-
ingar streyma sem eru okkur sér-
staklega kærar. Emma Líf hafði
meðal annars mikla unun af því að
heyra þegar önnur börn grétu í
aðlögun og kættist hún ákaft yfir
þessum hljóðum.
Það er einnig vert að minnast á
hversu fallegt og einlægt sam-
bandið var milli Emmu Lífar, Ey-
rúnar og Árnýjar. Það var einhver
sérstök tenging sem engin orð fá
lýst.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug
þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Kæru Ólafur, Svanhildur,
Hanna Elísa og Bjarney Rún.
Allir í Jötunheimum senda ykk-
ur innilegar samúðarkveðjur.
Júlíana Tyrfingsdóttir.
Við vorum svo heppnar að fá að
kynnast henni Emmu Líf okkar
haustið 2013 þegar hún hóf leik-
skólagöngu sína í Jötunheimum.
Það voru forréttindi að fá að fylgja
Emmu Líf þessi þrjú ár sem hún
var hjá okkur í leikskólanum. Ótal
minningar koma fram í hugann
þegar við rifjum upp tímann okkar
saman. Fyrst kemur upp í hugann
hvað Emma Líf skemmti sér oft
vel þegar hin börnin á deildinni
áttu erfiðan dag og grétu, þá
brosti hún og hló að hljóðunum.
Eins þegar við vorum að syngja og
hafa gaman, þá tók hún oft undir.
Það voru ófáir dagarnir sem við
fengum að knúsa Emmu Líf í
stólnum okkar, syngja fyrir hana,
spjalla og lesa sögur. Þessar dýr-
mætu minningar geymum við í
hjörtum okkar. Við söknum elsku
Emmu Lífar ólýsanlega mikið,
hún átti hug okkar og hjarta síð-
astliðin þrjú ár og mun alltaf eiga
stað í hjarta okkar.
Kveðja til Emmu Lífar:
Litla ljúfan
leiðir skilja
lítil hönd í lófa mér
loka augum
læt mig dreyma
um litla stúlku í örmum mér
(EBE)
Elsku Svanhildur, Óli, Hanna
Elísa og Bjarney Rún, hugur okk-
ar er hjá ykkur á þessum erfiðu
tímum.
Árný Ilse og Eyrún Björk.
Emma Líf
Ólafsdóttir Okkar elskandi og trygga móðir, amma,
langamma og langalangamma,
VALGERÐUR EIÐSDÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Eiri í Grafarvogi
mánudaginn 11. september.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju
föstudaginn 22. september klukkan 13.
Davíð Kristjánsson Sóley Sigdórsdóttir
Hulda Ósk Ólafsdóttir Kristinn Ragnarsson
Þorgrímur Ólafsson Sólveig Ólafsdóttir
Birgir Ólafsson Ása Margrét Arnþórsdóttir
Líney Björk Ívarsdóttir
Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir,
stjúpfaðir og afi,
ERLENDUR GUÐMUNDSSON,
fv. flugstjóri hjá Icelandair,
Úthlíð 8,
105 Reykjavík,
lést á heimili sínu fimmtudaginn 14. september eftir skammvinn
veikindi.
Jarðarförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn
22. september klukkan 13.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð
líknardeildar og heimahlynningar Landspítalans.
Ingunn Erna Stefánsdóttir
Kristín Vala Erlendsdóttir Karl Thoroddsen
Gunnlaugur P. Erlendsson Carsten Duvander
Guðmundur Kr. Erlendsson Þóra H. Þorgeirsdóttir
Stefán Árni Þorgeirsson Tristan E. Gribbin
Halla Sólveig Þorgeirsdóttir Björn Gunnarsson
Auður Rán Þorgeirsdóttir Hermann Karlsson
barnabörn
Okkar ástkæri
SIGURÐUR JÓNAS MARINÓSSON
lést á heimili sínu 13. september.
Útför hans fer fram frá Kollafjarðarneskirkju
laugardaginn 23. september klukkan 15.
Blóm og kransar afþakkað en þeim sem
vilja minnast Sigurðar er bent á Krabbameinsfélagið Sigurvon.
Gróa Bjarnadóttir
Jón Álfgeir Sigurðarson
Víðir Álfgeir Sigurðarson
Marinó Álfgeir Sigurðarson
Sigurður Álfgeir Sigurðarson
Fjóla Karen Sigurðardóttir
og fjölskyldur
Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
EINAR KRISTMUNDSSON,
Grænuhlíð,
lést á heimili sínu sunnudaginn
3. september.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug.
Dagný Ósk Guðmundsdóttir
Ásmundur Óskar Einarsson
Helgi Svanur Einarsson Gígja Hrund Símonardóttir
Kristmundur S. Einarsson Íris Dröfn Árnadóttir
Þórdís Eva Einarsdóttir
og barnabörn
Okkar ástkæri
ÖRN GÍSLASON,
Sólheimum,
Bíldudal,
lést föstudaginn 15. september.
Útförin fer fram frá Bíldudalskirkju laugar-
daginn 23. september klukkan 14.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á björgunarsveitina
Kóp á Bíldudal, rnr. 0153-26-7844, kt. 581083-0259.
Valgerður Jónasdóttir
Gunnar Þórðarson
Bríet Arnardóttir Smári Gestsson
Sigríður Arnardóttir Guðm. Örvar Hallgrímsson
Arna Margrét Arnardóttir Siggeir Guðnason
barnabörn og barnabarnabarn