Morgunblaðið - 21.09.2017, Side 66
66 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2017
Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is
GÓÐ HEYRN
GLÆÐIR SAMSKIPTI!
Með þeim heyrist talmál sérstaklega vel
vegna þess að þau þekkja tal betur
en önnur tæki.
Tæknin sem
þekkir tal
Nýju ReSound LiNX 3D
eru framúrskarandi heyrnartæki
ReSound LiNX3
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Það var síðdegis eina helgi í mars.
Dewi Ayu reis úr gröf sinni tutt-
ugu og einu ári eftir andlátið.
Smaladrengur sem var að fá sér
lúr við möndlutré vaknaði við læt-
in, meig í stuttbuxurnar og æpti
hástöfum, en kindur hans fjórar
hlupu sitt á hvað milli steina og
merktra grafa, líkt og tígrisdýri
hefði verið sleppt á meðal þeirra.
Fyrst heyrðist hljóð úr gamalli
gröf, þar sem ómerktur legsteinn
stóð hulinn í hnéháu grasi, en allir
vissu að þar hvíldi Dewi Ayu. Hún
lést fimmtíu og tveggja ára að
aldri, en reis aftur upp þegar hún
var búin að vera dáin í tuttugu og
eitt ár, og þaðan í frá reyndist
mönnum erfitt að reikna út aldur
hennar.
Svo hefst skáldsagan Fegurð er
sár eftir indónesíska rithöfundinn
Eka Kurniawan sem Forlagið gaf út
nýverið í íslenskri þýðingu Ólafar
Pétursdóttur. Í bókinni segir frá
vændiskonunni Dewi Ayu og dætr-
um hennar á umbrotatímum í sögu
Indónesíu, en hún rís úr gröfinni til
að hefna fyrir það sem dunið hefur
yfir hana og afkomendur hennar,
sifjaspell, morð, ofbeldi, nauðgun,
geðveiki. Eka Kurniawan var gestur
á bókmenntahátíð í Reykjavík.
Eka Kurniawan fæddist í smá-
þorpi á Java og ólst upp í öðrum bæ,
Pangandaran. „Pangandaran er
strandbær og lífið var mjög háð
sjónum, örugglega áþekkt lífinu í ís-
lenskum sjávarþorpum. Ég fór svo í
háskóla í Yogyakarta og lærði heim-
speki. Að því námi loknu flutti ég svo
til Jakarta og hef búið þar síðan.
Ég byrjaði að skrifa ellefu eða tólf
ára gamall. Ég var ósköp venjulegur
nemandi, miðlungsnemandi að öllu
leyti og ekkert sérstaklega góður í
íþróttum. Einn daginn las ég ljóð
eftir skólakrakka í tímariti sem faðir
minn hafði komið með heim og þar
voru og ég sá það sem leið til þess að
skara kannski aðeins fram úr og
byrjaði að skrifa ljóð,“ segir hann og
hlær. „Í framhaldi af því fór ég að
skrifa sögur en ég ætlaði mér þó
aldrei að verða rithöfundur. Það var
ekki fyrr en ég var kominn í háskóla
að ég fór að skrifa af alvöru.“
– Það er einmanaleg vinna og erf-
ið að vera rithöfundur og svo er hún
illa borguð.
„Já, það er einmanalegt að vera
rithöfundur, en í Indónesíu búa 250
milljónir. Það er því þröng á þingi og
ég kann því vel að vera einn. Vissu-
lega er líka illa borgað að vera rit-
höfundur en það góða við það er að
ég þarf ekki að treysta á aðra en
sjálfan mig, get hagað tíma mínum
eins og mér þykir best. Ef ég er
svangur þarf ég að skrifa eitthvað
sem hægt er að selja,“ segir hann og
hlær við.
Eins og sjá má í upphafi hefst
Fegurð er sár með því að vændis-
konan Dewi Ayu rís úr gröf sinni til
að ljúka við ýmislegt. Hún er hol-
lensk-indónesísk og saga hennar er
saga Indónesíu undir hollenskri ný-
lendustjórn, sem var eins grimmileg
og allar nýlendustjórnir, síðar jap-
anskri herstjórn og loks heima-
gerðri harðstjórn. Sagan er snúin og
fjölskrúðug, en Kurniawan segist
ekki hafa lagst í miklar sögulegar
rannsóknir til að byggja upp sögu-
sviðið. „Ég var alæta á bækur þegar
ég var í háskólanum og hafði mikinn
áhuga á sagnfræði. Ég las líka mikið
af þjóðsögum og sótti leikhús og fór
á fyrirlestra. Það var þó fyrst og
fremst mér til skemmtunar, ég sá
það ekki fyrir að ég myndi nýta
þessa þekkingu, en hún kom að góð-
um notum.“
– Upphaf bókarinnar er óneit-
anlega sláandi, eins og klippt út úr
hryllingsmynd.
„Þegar ég var táningur hafði ég
mikið dálæti á hryllingssögum. Ég
ætlaði líka að skrifa slíka sögu en
með sögu Indónesíu í huga og mig
langaði einnig að flétta inn í hana
samfélagsgagnrýni. Hryllingssagan
var svo sterk að hún átti fyrstu máls-
greinina, en svo fór sagan af stað í
aðrar áttir. Ég skipulagði skrifin
ekkert, byrjaði bara að skrifa og svo
leiddi hvað af öðru. Þegar ég var bú-
inn með handritið skrifaði ég söguna
aftur og svo aftur og aftur og smám
saman varð hún að þeirri bók sem
svo var gefin út.“
– Konur eru helstu fórnarlömb í
bókinni, þeim er nauðgað, þær eru
pyntaðar og þær eru drepnar.
„Það vakti tvennt fyrir mér þegar
ég byrjaði á bókinni. Í þeim grúa af
sagnfræðiritum sem ég hef lesið er
næstum alltaf verið að segja sögu
karla, segja frá því við hvaða karla
þeir börðust, hvað þeir gerðu eða
hvað kom fyrir þá. Saga Indónesíu
er saga indónesískra karla. Ég
spurði sjálfan mig: Hvar eru kon-
urnar? og fór að leita að þeim. Sög-
urnar sem ég fann voru af konum
sem voru í vonlausum aðstæðum,
konum sem var nauðgað og konum
sem þvingaðar voru í vændi af her-
námsliði. Þær sögur eru sjaldan
sagðar upphátt og mig langaði til að
segja sögu um konur sem eru fórn-
arlömb stríðs og ofbeldis.
Hin ástæðan er að mig langaði að
nota sögu Dewi Ayu til að segja sögu
ljótu dótturinnar sem byggist á sögu
móður minnar af nágranna hennar
sem var ófrísk og langaði til að eign-
ast fallegt barn. Eins og mamma
rakti söguna bað þessi ófríska kona
til guðanna um að barn hennar, sem
hún var viss um að yrði drengur,
yrði eins fallegt og Arjuna í Ma-
habharata. Þegar barnið svo fæddist
sagði fólk að vissulega væri það eins
fallegt og Arjuna, en ekki Arjuna
söguljóðsins, heldur Arjuna brúðu-
leikhússins.
Þessi saga var mér mjög eftir-
minnileg og mig langaði því að nota
hana en snúa henni svo að í stað þess
að móðirin óski þess að barnið verði
fallegt kjósi hún að það verði ljótt.
Þar sem sagan snýst um móður þá
hlaut aðalpersóna bókarinnar að
verða kona.“
– Hvernig var bókinni tekið í
Indónesíu?
„Hún kom út þar 2002 á vegum lít-
illar útgáfu og vakti enga sérstaka
athygli. Eftir að hún kom út á ensku
fór fólk að taka eftir henni og hún
fór að seljast mun betur. Það er mik-
il gróska í indónesískum bók-
menntum, en þá aðallega meðal
þeirra sem hafa áhuga á bók-
menntum. Almenningur sýnir bók-
um lítinn áhuga og lestur almennt er
ekki útbreiddur. Það er helst að fólk
lesi spennu- og ástarsögur, en hinn
dæmigerði indónesíski lesandi er
táningur sem les hryllingssögur.“
Dewi Ayu rís úr gröfinni
Verðlaunahöfundurinn Eka Kurniawan var gestur á Bókmenntahátíð í Reykjavík Skáldsaga
hans, Fegurð er sár, kom út á íslensku í tilefni af heimsókninni Langaði að segja sögu um konur
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hryllingur Í Fegurð er sár langaði Eka Kurniawan að segja sögu af konum sem eru fórnarlömb stríðs og ofbeldis.
Fyrsta sýning Myrkra, nýstofnaðs
kvikmyndaklúbbs gallerísins Kling
& Bang í Marshall-húsinu, verður
haldin í kvöld kl. 21.15 á annarri
hæð hússins en boðið verður upp á
reglulegar kvikmyndasýningar á
vegum klúbbsins í vetur á völdum
heimildarmyndum og tilrauna-
kenndum kvikmyndum eftir
nokkra af áhugaverðustu kvik-
myndagerðarmönnum samtímans
og verða sýningarnar opnar al-
menningi. Í kvöld verður sýnd kvik-
myndin Two years at sea eftir Ben
Rivers og stuttmyndin A subse-
quent fulfillment of a pre-historic
wish eftir Johannes Gierlinger. Að-
gangur er ókeypis en tekið verður
á móti frjálsum framlögum sem
munu renna beint til leikstjóranna.
Að kvöldinu standa Yrsa Roca
Fannberg, Ragnheiður Gestsdóttir
og Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir.
Á sjó Úr kvikmyndinni Two years at sea.
Kvikmyndaklúbbur
í Kling & Bang
Hollenska prog-rock-hljómsveitin
Focus er komin til landsins í annað
sinn og heldur tónleika í kvöld á
Hard Rock Café í Lækjargötu, ann-
að kvöld á Græna hattinum á Akur-
eyri og í Egilsbúð í Neskaupstað á
laugardaginn. Hljómsveitin kom
hingað til lands fyrir tveimur árum
og lék þá á Græna hattinum. Focus
er ein þekktasta hljómsveit Hol-
lands, hefur gefið út 10 hljómplötur
og vinnur nú að þeirri elleftu.
Hressir Félagarnir í hollensku progg-rokksveitinni Focus.
Focus heldur þrenna tónleika á Íslandi