Morgunblaðið - 21.09.2017, Síða 70
70 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2017
Gorenje – gæðatæki – gott verð
Allir velkomnir
Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi
Sími 540 3550 | progastro.is
Opið alla virka daga kl. 9–18. Allt fyrir eldhúsið
Hildur Loftsdóttir
hilo@mbl.is
Stórsveit Reykjavíkur fagnar aldar-
afmæli djassdrottningarinnar Ellu
Fitzgerald með stórtónleikum í Eld-
borgarsal Hörpu annað kvöld og
hefjast þeir kl. 20.
Ein mesta djasssöngkona fyrr og
síðar, Ella Jane Fitzgerald, fæddist
25. apríl 1917 í Newport News í
Virginíu og hefði því orðið 100 ára á
þessu ári. Ella lést 1996 og þá hafði
söngferill hennar náð yfir meira en
60 ár.
Ella varð fræg fyrir sinn hreina
tón, fullkomna ryþma, mikla radd-
svið og sinn einstaka spunastíl.
Hundruð hljómplatna voru gefin út
með söng hennar og tíu sinnum voru
henni veitt Grammy-verðlaunin.
Efnisskrá stórsveitarinnar spann-
ar allan feril hennar í tímaröð og
verða upprunalegar útsetningar
fluttar. Stjórnandi er Sigurður
Flosason en hann mun einnig segja
tónleikagestum frá lífi og ferli söng-
konunnar.
Gestasöngvarar verða tíu talsins
og ekki af verri endanum: Andrea
Gylfadóttir, Anna Mjöll Ólafsdóttir,
Ágústa Eva Erlendsdóttir, Ellen
Kristjánsdóttir, Kristjana Stef-
ánsdóttir, Ragnheiður Gröndal,
Ragnhildur Gísladóttir, Salka Sól
Eyfeld, Sigríður Thorlacius og KK.
Söngur Ellu sneri öllu við
Ella Fitzgerald kom inn í líf Krist-
jönu Stefánsdóttur þegar hún byrj-
aði að læra að syngja um tvítugt.
„Þá voru oft djassuppákomur á
Sólon Íslandus og ég var stundum að
syngja þar þegar ég var í söngskól-
anum. Eftir lokapróf ætlaði ég í
klassískt framhaldsnám til Ítalíu eða
Englands, en ég losnaði ekki við
djassbakteríuna. Svo var ég einu
sinni stödd heima hjá ömmu og afa
og þá heyrði ég Berlínarupptökuna
hennar Ellu af laginu How High the
Moon þar sem hún skattar í fimm
mínútur. Það var algjör uppljómun;
þetta var það sem sneri öllu við og
ég ákvað að láta á það reyna hvort
ég ætti heima í djassinum, og það
var eins og að koma heim.“
Á tónleikunum syngur Kristjana
Lady be Good og Lullaby of Broad-
way, „sem er bara ein flottasta stór-
sveitarútsetning sem ég hef heyrt.
Svo ætlum við Ragnheiður Gröndal
að syngja saman Mister Paganini,
og ég nánast hlakka mest til þess.
Það er svo gam-
an að syngja með
Röggu og þetta
er svo skemmti-
legt lag.“
- Hefur Ella
mótað þig og
þinn söngstíl?
„Alveg pott-
þétt. Hún er og
hefur alltaf verið
mín upphálds-
djasssöngkona, ásamt Sarah Vaug-
han. Mér finnst Ella skilja alla aðra
eftir í duftinu, hún er svo stórkostleg
söngkona með svo fallega rödd og
raddbeitingu. Hún er fyrst og
fremst virtúós á sitt hljóðfæri. Það
er með ólíkindum hljómarnir sem
hún er með í höfðinu. Hún á engan
sinn líka.“
Kristjönu finnst mjög gaman að
vitna í Ellu í söng sínum og segir að
hún muni áreiðanlega gera það á
tónleikunum annað kvöld.
„Þá tek ég það sem mér finnst
sjarmerandi og skemmtilegt hjá
henni. En það er óðs manns æði að
ætla að fara alveg í skóna hennar,
því ég mun aldrei komast þangað.“
- Hvert er uppáhaldalagið þitt
með Ellu?
„Lullaby of Broadway hefur mjög
lengi verið uppáhaldslagið mitt, en
ég held að Ŕound Midnight sé eitt
það fallegasta sem ég hef heyrt með
henni. Það er dásamlegt, alveg óað-
finnanlegt,“ segir Kristjana og lofar
að tónleikarnir annað kvöld verði
„alveg hrikalega skemmtilegir“.
Heiður að syngja
með stórsveitinni
Salka Sól Eyfeld segist vera að
syngja Ellu í fyrsta sinn.
„Eða þannig. Ég hef oft sungið
Summertime en ekki opinberlega.
Ég held að flestar söngkonur syngi
það einhverntíma heima hjá sér eða
opinberlega,“ segir Salka Sól.
- Hvernig leist þér fyrst á að
syngja á þessum tónleikum?
„Ég þurfti ekki að hugsa mig
tvisvar um. Stór-
sveitin er í miklu
uppáhaldi hjá
mér. Ég hef sung-
ið einu sinni með
þeim áður, og
fannst mjög mik-
ill heiður að hafa
verið beðin aft-
ur.“
- Þekktirðu
tónlistina hennar
Ellu?
„Bæði Ella og Louis Armstrong
voru mikið spiluð á mínu heimili þeg-
ar ég var lítil. En svo þegar ég var
beðin um þetta byrjaði ég að hlusta á
Ellu á Spotify, og hef mest hlustað á
plötu með tónleikaupptökum af Ellu í
Berlín. Það er rosa flott.“
Salka Sól syngur tvö lög á tónleik-
unum.
„Af því að ég er yngsta söngkonan
syng ég lag sem er eitt af þeim fyrstu
sem Ella tók upp og heitir Love and
Kisses. Maður heyrir að röddin
hennar er rosalega lítil, held hún sé
ekki nema 16 ára. Svo syng ég stand-
ardinn Sunny Side of the Street. Mér
finnst þetta æðisleg lög. Ég er vön að
syngja með alls konar fólki, en það er
alveg magnað að mæta á hljómsveit-
aræfingu með heilli stórsveit. Út-
setningarnar eru mjög flottar.“
- Finnst þér þú sem söngkona hafa
lært eitthvað af Ellu?
„Þegar maður fær handrit í hend-
urnar þá ákveður maður hvernig
maður ætlar að segja orðin og sú
ákvörðun sem maður tekur gerir
mann að góðum leikara. Undanfarið
hef ég verið ótrúlega hrifin af
ákvörðunum sem hún tekur í nálgun
sinni á lögunum, af því að það eru
margir búnir að syngja þessa stand-
arda. Það er einhverjir töfrar í henni,
þess vegna er hún svona mikil stór-
stjarna. Það eru galdrar hvernig hún
tekst á við lögin, og það tekur maður
sér auðvitað til fyrirmyndar,“ segir
Salka Sól tilbúin að syngja djass fyr-
ir okkur á stórsveitartónleikum ann-
að kvöld.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Íslandsvinkona Ella á Hótel Sögu þegar hún hélt tónleika á landinu árið 1966.
„Fyrst og fremst virtúós á sitt hljóðfæri“
Ella á engan sinn líka Galdrar
hvernig hún tekst á við lögin
Kristjana
Stefánsdóttir
Salka Sól Eyfeld
Ella kom til landsins og hélt „fimm
söngskemmtanir“ í Háskólabíói við
undirleik tríós Jimmy Jones. Að-
standendur tónleikanna höfðu
miðaverðið alltof hátt og mun færri
komu á tónleikana en búist var við.
Þá fauk víst í djassdívuna miklu.
Mattías Johannessen tók viðtal
við Ellu sem var nýkomin úr Evr-
ópuferð með Duke Ellington sem
hún hafði miklar mætur á. „Ég er
viss um að hann mundi vilja koma
hingað,“ sagði Ella við Matthías
sem reyndar átti mjög erfitt með að
ná einhverju upp úr henni til að
byrja með.
„Ég er afskaplega þurr á mann-
inn fyrst þegar ég hitti blaðamenn.
Það er sagt að ég tali lítið, það er
ekki rétt. En ég tala aðeins þegar
mig langar til,“ útskýrði hún þegar
þau voru komin á gott ról og hún
trúði honum fyrir því að: „Mig lang-
ar að gera fólk hamingjusamt með
söng mínum. Og ég vil að það geti
notið þess að vera hamingjusamt;
slappað af, komizt í þægilegt hug-
arástand.“
Vildi gera fólk hamingjusamt
ELLA FITZGERALD KOM TIL ÍSLANDS ÁRIÐ 1966
Frönsk veisla er yfirskrift tónleika
Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eld-
borg Hörpu í kvöld kl. 19.30 undir
stjórn Yans Pascals Torteliers, aðal-
stjórnanda SÍ.
„Flutt verða létt og aðgengileg
tónverk frá heimalandi hans. Leikn-
ir verða nokkrir vinsælir þættir úr
verkum Offenbachs, m.a. forleik-
urinn að Parísarlífi og hinn víðfrægi
can-can-dans úr óperettunni Orfeus
í undirheimum. Einnig hljóma tvö
gjörólík verk eftir Maurice Ravel,
fjörug valsasyrpa og hið ljúfsára
Pavane fyrir látna prinsessu. Læri-
sveinn galdrameistarans er eitt
frægasta tónaljóð franskrar tónlist-
ar og margir þekkja það úr teikni-
myndinni sívinsælu Fantasíu,“ segir
í tilkynningu frá hljómsveitinni.
Einleikarar tónleikanna eru hol-
lensku bræðurnir Lucas og Arthur
Jussen, en þeir þykja meðal skær-
ustu ungstirna píanóheimsins. „Þeir
bræður vöktu mikla athygli fyrir
tónleika sína í Hörpu fyrir fáeinum
árum og snúa nú aftur til Íslands
með einn frægasta tvíkonsert allra
tíma í farteskinu; Konsert Poulencs
fyrir tvö píanó. Konsertinn er sann-
kallað meistaraverk sem spannar
vítt róf hvað stíl snertir, allt frá
Mozart til djasstónlistar. Bræðurnir
hafa unnið til fjölda verðlauna og
hljóðritað fjóra diska fyrir Deutsche
Grammophon sem allir hafa hlotið
frábæra dóma í heimspressunni.“
Að vanda verða tónleikarnir
sendir út í beinni útsendingu á Rás
1.
Morgunblaðið/Eggert
Aðal Yan Pascal Tortelier, aðalstjórnandi SÍ, stjórnar tónleikum kvöldsins.
Frönsk veisla í Eldborg