Morgunblaðið - 21.09.2017, Side 76
FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 264. DAGUR ÁRSINS 2017
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 581 KR. ÁSKRIFT 6.307 KR. HELGARÁSKRIFT 3.938 KR. PDF Á MBL.IS 5.594 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.594 KR.
1. Bátsverjar vistaðir í fangaklefa
2. Augun eins og krækiber
3. Ýtti Melaniu Trump út af sviðinu
4. „Ég vona að hún sé látin“
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Kvikmyndaleikstjórinn Ágúst Guð-
mundsson heldur erindi um kvik-
mynd sína Land og syni í dag kl. 12 í
Veröld, stofu 108, í Háskóla Íslands.
Mun hann fjalla um gerð og viðtökur
kvikmyndarinnar og er fyrirlesturinn
hluti af nýrri fyrirlestraröð kvik-
myndafræðideildar HÍ sem nefnist Ís-
lensk kvikmyndaklassík. Í henni verð-
ur mikilvægum brautryðjendum
íslenskrar kvikmyndagerðar og at-
hyglisverðum samtímaleikstjórum
boðið í heimsókn til að ræða um til-
urð, framleiðslu og viðtökur tiltek-
innar kvikmyndar eftir sig. Hádegis-
fyrirlestrar verða haldnir einu sinni í
mánuði og eru þeir öllum opnir. Hvert
erindi verður um 30 mínútur að lengd
og að því loknu verður boðið upp á
umræður. Í Landi og sonum er fjallað
um umskiptin sem áttu sér stað þeg-
ar búferlaflutningar úr sveit í borg
breyttu ásýnd þjóðarinnar og lifn-
aðarháttum.
Ágúst heldur erindi
um Land og syni
Anna Sigríður Helgadóttir sópran
og Lilja Eggertsdóttir píanóleikari
halda tónleika í dag kl. 12 í Fríkirkjunni
í Reykjavík. Þær munu
flytja þekkta stand-
arda eftir Cole Porter,
Jeremy Kern og Kurt
Weil. Má af einstökum
lögum nefna „Sept-
ember song“,
„The way you
look tonight“
og „Night
and day“.
Flytja lög Porters,
Kerns og Weils
Á föstudag Suðlæg átt, 5-10 m/s. Víða bjartviðri norðan- og norð-
austanlands, annars væta á köflum. Hiti 7-13 stig. Á laugardag Út-
lit fyrir austanhvassviðri eða storm með rigningu víða um land,
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austlæg átt, 5-10 m/s, með vætu á
köflum um landið sunnanvert, en víða bjartviðri norðantil. Hiti
6 til 13 stig.
VEÐUR
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
úr Golfklúbbi Reykjavíkur
verður á ferð og flugi á
næstunni eins og hún hefur
verið megnið af árinu.
Ólafía er nú í þrjátíu tíma
ferðalagi frá Þýskalandi til
Nýja-Sjálands og mun vera
með í móti þar í landi í
næstu viku. Í framhaldinu
er staðfest að Ólafía verður
alla vega með í tveimur
mótum í Asíu og þau gætu
raunar orðið þrjú. »1
Ólafía á leið til
Nýja-Sjálands
„Við hófum fyrsta tímabilið 15 sam-
an, auk tveggja útlendinga, sem er
rosalega þunnskipaður hópur, og
fengum æfingatíma frá hálf-
ellefu til hálftólf á kvöldin,
þann lélegasta sem völ var
á,“ segir fráfarandi formaður
UMFK Esju, Íslands-
meistara í íshokkíi.
Morgunblaðið
fjallar ítarlega
um þetta
þriggja ára
félag í dag.
»2
Næstum því hættir en
urðu meistarar í staðinn
„Hjá stærstu körfuboltaþjóðunum er
svo mikil saga og hefð fyrir íþrótt-
inni. Þekkinguna sem þar er fyrir
hendi er ekki að finna á Íslandi. Ein-
hvers staðar þarf þróunin að byrja og
nú er eitthvað að gerast hjá okkur,“
sagði Jón Arnór Stefánsson m.a. þeg-
ar Morgunblaðið ræddi við hann um
hvernig Ísland gæti komist nær bestu
liðum Evrópu að getu. »4
Sambærileg þekking
ekki til staðar á Íslandi
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Erna Ýr Öldudóttir
ernayr@mbl.is
„Við hittumst fyrir tilviljun á Slipper
Room í New York í sumar, en það er
kabarettstaður sem blandar saman
m.a. dragi, burlesque og sirkus-
atriðum. Við vorum bókaðar til að
vera með atriði sama kvöldið,“ segir
Margrét Erla Maack burlesque-
dansari í samtali við Morgunblaðið
um það þegar hún rakst óvænt á
dragdrottninguna Gógó Starr við að
skemmta.
„Við komumst að því að atriðin
okkar spila mjög vel saman, þegar við
erum tvær að sýna þá er skemmtileg
fjölbreytni. Gógó Starr getur bæði
verið dragdrottning og gert svokallað
„boy-lesque“, sem er þá karlmaður
með brjóstadúska o.þ.h. Við sögðum
því í hálfkæringi, „ættum við ekki að
fara saman í Evrópuferðalag næsta
sumar?““
Dragdrottning Íslands
Sigurður Heimir Guðjónsson er
dragdrottningin Gógó Starr og ber
titilinn „dragdrottning Íslands“. „Ég
stunda drag af því að að mér finnst
það innilega töfrandi leið til að koma
fram, tjá sig og skemmta áhorf-
endum,“ segir Sigurður Heimir.
Hann kveðst vera sá eini sem stundar
boy-lesque eða jafnvel „drag-lesque“
á Íslandi.
Margréti Erlu og Sigurði Heimi
leist svo vel á Evrópuferð-
arhugmyndina að þau ákváðu að
safna fyrir henni á söfnunarsíð-
unni Karolina Fund, en í gær-
morgun var verkefnið 88% fjár-
magnað í gegnum síðuna.
„Flestir sem styrkja ferðalagið
eru að kaupa miða á farvel-
sýningu í vor, þar sem við ætlum að
sýna það sem við verðum að
ferðast með,“ segir Margrét.
Hún segir þau nú þegar
vera komin með tvær bókanir
fyrir næsta sumar.
„Við erum með atriði sem
koma eins og púsl inn í aðrar sýn-
ingar, sem eru fastir liðir fyrir fasta-
kúnna. Því þarf ekki að auglýsa okk-
ur sérstaklega. Markmiðin með
ferðinni eru m.a. að sýna fólki erlend-
is á hvaða stað þessi jaðarmenning er
hérlendis. Við viljum sýna fram á að
það sé til burlesque- og dragsena á
Íslandi. Eins að búa til tengslanet og
fá erlenda listamenn til að koma til
Íslands. Við erum að sækja okkur
þekkingu og hugmyndir fyrir nám-
skeið sem við höldum á Íslandi, t.d.
um það hvernig á að halda svona sýn-
ingar,“ segir Margrét Erla.
Í kvöld verða þau með skemmtun á
Gauknum til að ljúka söfnuninni en
vinkonur þeirra, dragdrottningarnar
Bibi Bioux, Ginger Biscuit, Lolla
Matt, Deff Starr, Jenny Purr og
Wonda Starr, verða þeim þar einnig
til halds og trausts við að skemmta.
Drottningar saman í víking
Flytja út ís-
lenska burlesque-
og dragmenningu
Ljósmynd/Leifur Wilberg
Burlesque Margrét Erla Maack er dansari og skemmtir fáklædd fullorðnum áhorfendum.
„Burlesque eru lítil, stutt grínatriði fyrir fullorðið fólk, þar sem
oft er farið úr fötunum,“ segir Margrét Erla, en um drag seg-
ir hún að það sé leikur með kyngervi og ýkjur tengdar því.
Hún segir að RuPaul, bandarísk dragdrottning, hafi lýst
dragi þannig: „Við fæðumst nakin og allt annað er
drag“.
„Þetta er mjög skemmtilegt, maður er að leika sér með
sína kynvitund og sína útgeislun. Það er svo gaman að
gera þetta og vera öruggur í eigin líkama, sama hvernig
líkama maður er með. T.d. í boy-lesque, að nota bara
þann líkama sem maður er með jafnvel þó að
brjóstin og mjaðmirnar vanti,“ segir Sigurður
Heimir, sem finnst gaman að brjóta upp list-
formið og hlakkar til að skemmta fólki.
Að vera öruggur í eigin skinni
HVAÐ ER DRAG OG BURLESQUE?
Gógó Starr,
dragdrottning
Íslands.