Morgunblaðið - 05.10.2017, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 05.10.2017, Qupperneq 18
Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2017 Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is Componibili hirslur 3ja hæða Verð frá 17.900,- Til í fleiri litum Battery borðlampi Verð frá 19.900,- Til í fleiri litum BOURGIE borðlampi Verð frá 34.900,- Til í fleiri litum Take borðlampi Verð 10.900,- Til í fleiri litum Cindy borðlampi Verð 32.900,- Til í fleiri litum Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is Capoeira bardagalistin ernánast óþekkt á Íslandi enhún er mjög vinsæl víðasthvar í heiminum. Hún er stunduð í meira en 160 löndum,“ segir María Beatriz García Mart- ínez, lögfræðingur og capoeira- kennari. Beatriz er kúbversk, fæddist árið 1982 í Havana á Kúbu. Níu ára gömul flutti hún til Ekvador með föður sínum. „Ég fór síðar í háskóla í Evrópu og kláraði nám í lögfræði í Hollandi og Bretlandi og vann um tíma hjá Alþjóðaglæpadómstólnum í Haag, bjó síðan nokkur ár í Kína áður en ég flutti til Íslands. Í Kína var ég m.a. að vinna fyrir góðgerðarsamtökin Shanghai Sunrise, sem hjálpa snauð- um börnum að komast í skóla, ásamt því að kenna bardagalistina capo- eira. Ég flutti frá Shanghai til Pek- ing 2011 og stofnaði capoeira-skóla þar sem ég rak í fjögur ár áður en ég flutti til Íslands með manninum mín- um sem er íslenskur. Ég er núna í námi í íslensku sem annað tungumál í Háskóla Ís- lands. Það er eðlilegt fyrir mig að byrja að læra tungumálið þegar ég flyt á milli landa. Ég hef því lagt á mig að læra tungumálin allsstaðar þar sem ég hef búið,“ segir Beatriz, en hún talar kínversku, frönsku, portúgölsku, spænsku, hollensku og íslensku, finnst íslenska vera erfið- ust af þeim öllum en talar hana þó vandræðalaust. Beatriz segir börnin hafa kennt sér mjög mikið í tungumálinu. „Það er svo auðvelt að læra af börnunum, þau kenna manni svo mikið. Börnin dæma mann ekki þó maður segi eitt- hvað vitlaust. Það var því mjög gott fyrir mig að byrja að vinna með börnum þegar ég flutti til Íslands,“ segir Beatriz. Capoeira-bardagalistin er frá Brasilíu, það voru upphaflega þræl- ar sem þróuðu hana, það byrjaði í Baia í Norður-Brasilíu. Afrískir þrælar frá ýmsum svæðum þar þróuðu hana sem sjálfsvörn og til að styrkja sig, en líka sem list og af- þreyingu. Þrælahaldararnir máttu nefnilega ekki vita að þrælarnir væru í laumi að æfa bardagalist, þess vegna reyndu þeir að fela hana sem dans. Í Afríku voru dansar oft stríðsdansar og af þessum ástæðum er capoeira blanda af bardagatækni og dansi. Menningararfur mannkyns Árið 2014 var capoeira lýst brasilísk menningararfleifð. Síðan þá hafa brasilísk capoeira-samfélög skipulagt og komið saman til að kynna capoeira utan Brasilíu, það sé mikilvægt fyrir mannkynið í heild. Sameinuðu þjóðirnar(UNESCO) hafa lýst capoeira óefnislegan menn- ingararf mannkyns og viðurkenndu þannig sögulega og félagslega þýð- ingu þess. „Í Hollandi kynntist ég capoeira fyrst. Þegar við fluttum hingað þá var enginn að kenna capoeira. Það hafði verið capoeira-hópur hérlendis þegar ég heimsótti Ísland áður en hann var hættur þegar ég flutti hingað. Ég byrjaði svo í september 2014 að kenna capoeira á Íslandi, en ég fór að kenna í Hjallastefnunni og kenndi börnum capoeira þar og á frístundaheimilunum í Vesturbæj- arskóla og Melaskóla. Í skólanum sem ég stofnaði var fyrst bara full- orðinskennsla, en síðan byrjaði ég að kenna börnum þar,“ segir Beatriz. „Capoeira er brasilísk bardaga- list sem lítur út eins og dans. Þar blandast fimleikaæfingar og dans, þetta er eins konar flæði á milli bar- daga og dans. Við köllum þetta „að leika saman.“ Capoeira er hægt að nota í sjálfsvörn, en það er ekki beinlínis markmiðið. Þetta eru styrktar- og liðleikaæfingar sem veita aukið sjálfstraust. Það tekur tíma að verða góður en maður þarf ekki að vera í góðu formi eða góður strax, þetta kemur allt með tímanum. Árangur er síðan einstaklingsbundinn. Ég er t.d. mun sterkari en ég var og hef þyngst um sex kíló af vöðvamassa. Það tekur ekki langan tíma að læra hreyfingarnar en það tekur langan tíma að gera hreyfingarnar að hluta af líkamanum og því hvernig maður hreyfir sig.“ Hún segir að markmið hennar þegar hún er að kenna börnum sé ekki endilega að kenna þeim tækni, heldur frekar að kenna þeim hug- myndina að baki. „Þau læra að vinna saman, það er ekki hægt að hugsa bara um sjálfan sig í capoeira, held- ur líka félagann sem er andstæðing- urinn og alla sem eru í kring. Við notum hljóðfæri, langa hljóðfærið sem heitir berimbau, tambúrínu sem kallast pandeiro á portúgölsku og einnig trommu sem heitir atabaque. Svo klöppum við og byggjum upp orku í leiknum sem á að vera list og fallegar hreyfingar. Áskorunin felst í að búa til fallegt sjónarspil en á sama tíma að fást við andstæðing- inn. Því þarf að vera samvinna en á sama tíma þarf að vara sig á and- stæðingnum sem gæti gefið manni spark eða fellt mann. Ég er að kenna yngri og eldri hópum barna en líka fullorðnum. Þegar við æfum þá spila ég tónlist, en þegar við æfum capo- eira þá spilum við tónlistina sjálf á hljóðfærin og hópurinn klappar og syngur,“ segir Beatriz sem kennir capoeira í Kristalhofinu í DanceCen- ter Reykjavík í Háteigskirkju. Morgunblaðið/Hanna Capoeira Mandinga Beatriz Garcia með börnum sem hún kennir brasilíska bardagalist. Talar sex tungumál Beatriz er kúbverskur lögfræðingur sem talar fjölmargar tungur og kennir börnum og full- orðnum brasilíska bar- dagalist, capoeira. Hún er hluti af menningararfi mannkyns og er upp- runnin frá afrískum þrælum í Brasilíu fyrir um það bil 500 árum. Æfing Lögð er áhersla á mismunandi hreyfingar í bardagalistinni. Hljóðfæri Beatriz heldur á berimbau.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.