Morgunblaðið - 05.10.2017, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 05.10.2017, Qupperneq 20
20 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2017 Kaffisamsæti sem kallast prjónakaffi ganga út á að konur og karlar hittast með handavinnu yfir kaffibolla. Þetta er notaleg samvera og oft eru kynn- ingar tengdar handavinnu partur af hugmyndinni. Í rúman áratug hefur Heimilisiðnaðarfélag Íslands staðið fyrir mánaðarlegu prjónakaffi og undanfarin misseri hefur prjóna- kaffið verið í Nethyl 2e í Reykjavík fyrsta fimmtudagskvöld í mánuði. Á prjónakaffi októbermánaðar í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20 ætlar Hulda Brynjólfsdóttir að koma í heimsókn og kynna UPPSPUNA, smá- spunaverksmiðju sem nýlega hóf starfsemi á Tyrfingsstöðum. Í verk- smiðjunni er framleitt prjónaband úr sérvalinni hreinni og fallegri íslenskri ull. Kostir verksmiðjunnar eru þeir að hægt er að spinna fjölbreytt prjóna- band úr litlu magni af ull í einu sem gefur möguleika á að framleiða band af tilteknu sauðfjárbúi eða jafnvel til- tekinni kind. Fyrstu afurðirnar eru Hulduband og Dvergaband og verða þær til sýnis og sölu á prjónakaffinu. Aðgangur er ókeypis á prjónakaffi og allir eru hjartanlega velkomnir. Prjónakaffi í kvöld á vegum Heimilisiðnaðarfélagsins Sérvalin, hrein ull í prjónaband Hulda Hún framleiðir prjónaband. Ljósmyndir/Erla Þórey Eintrjáningur Einhyrningur er meira fyrir að vera einn en með öðrum. Hann fer hvert sem hann vill.Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Einhyrningur hefur haft þaðharla gott síðan hann varsíðast í fjölmiðlum, enginstórtíðindi í lífi hans og ég gleymi stundum alveg hvað hann er frægur. Hann kemur vel undan sumri og fór meira að segja á hrúta- sýningu um daginn, hann fékk að fara með hinum hrútunum til gam- ans, en hann var ekki dæmdur. Fólki leist bara ágætlega á hann, en flestir höfðu þó séð hann áður, enda innan- sveitarfólk á sýningunni,“ segir Erla Þórey Ólafsdóttir, bóndi í Hraunkoti í Landbroti og eigandi hins sérstaka hrúts, Einhyrnings, sem komist í heimsfréttirnar síðastliðið vor þegar sagt var frá honum hér á þessum síð- um. Fyrir sitt einstaka útlit, með horn sín samvaxin sem eitt stórt upp úr höfði, rataði hann á ekki ómerkari miðla en BBC, Daily Mail, News Week og Machable, sem og í mexí- kóska og þýska fjölmiðla. Mun hornið vaxa inn í bakið? Erla segir að fólk hafi stungið upp á því í framhaldi frægðarinnar að þau létu Einhyrning vinna fyrir sér með því að selja ferðamönnum aðgang að honum, til að fá að berja fyrirbærið augum. „Nei, við gerðum það ekki. Við leyfðum honum að lifa sínu hvers- dagslega lífi, hann var hér í heima- högum í sumar með hinum fullorðnu hrútunum. En Einhyrningur samlag- aðist hrútahópnum ekki mjög vel, hann var þó nokkuð einn. Ég veit ekki hvort hann hefur verið skilinn út undan, kannski af því hann er öðru- vísi, eða hvort hann hefur hreinlega kosið einveruna sjálfur af ein- hverjum ástæðum. Hann er því þó nokkur eintrjáningur en hann náði að ergja okkur svolítið í sumar, hann reyndist vera girðingafantur og var að stelast þó nokkuð í túnin. Hann fór þar sem hann vildi fara, lét ekki girðingar stoppa sig til að komast úr úthaganum inn á ræktuð tún.“ Erla segir börnin sín þrjú ekki hafa lagt sig neitt sérstaklega eftir því að spekja Einhyrning, ekkert meira en aðrar kindur. Hann sé því ekki gæfur úti í haga, en rólyndis- skepna þegar hann er inni í fjárhúsi. Þegar Erla er spurð að því hvernig Einhyrningi hafi gengið að halda holdum, því hann var nokkuð rýr í vor, þá segir hún hann vera blómlegan og að honum virðist líða vel, hornið sé honum ekki til trafala á nokkurn hátt. „Hornið hefur auðvitað vaxið heilmikið og börnin mín hafa þó nokkrar áhyggjur af því að það muni á endanum vaxa inn í bakið á honum, því það sveigist aftur og niður.“ Einhyrningur hefur verið listafólki innblástur Erla segir að hinir og þessir hafi komið fram með ýmsar hugmyndir í vor um hvað ætti að gera við Ein- hyrning. Einhverjir stungu upp á að hann yrði fluttur í Húsdýragarðinn í Reykjavík, en það kom ekki til greina því það er stranglega bannað að flytja sauðfé frá heimahögum hrúts- ins til höfuðborgarinnar. Þar fyrir ut- an fellur það ekki að stefnu Húsdýra- garðsins að hafa sérkennileg dýr eins og Einhyrning til sýnis. „Fólk hafði líka samband við mig sem langaði að bjarga Einhyrn- ingi frá dauða, þetta var vegan-fólk sem langaði að stofna garð eða ein- hverskonar friðarstað, en þau þekktu ekki vel til reglugerða og vissu ekki af sauðfjárveikivörnum sem banna að sauðfé sé flutt lifandi á milli varnarhólfa, svo það var kannski sjálfhætt með hugmyndina. Ég hef í það minnsta ekkert heyrt frá þeim aftur. Ég gerði þeim líka grein fyrir að þau þyrftu að sjá Ein- hyrningi fyrir fóðri, það þyrfti að heyja að sumri eða kaupa hey til að eiga yfir veturinn til að gefa skepn- unni,“ segir Erla og bætir við að Einhyrningur hafi líka verið lista- fólki innblástur, listakona norður á Akureyri fékk leyfi til að nota hann sem fyrirmynd í skúlptúr. Annar Einhyrningur kom í heiminn í sömu sveit Þau hjónin í Hraunkoti, Erla og Bjarni, hafa velt heilmikið fyrir sér hvað þau ættu að gera við Einhyrn- ing, og loksins komist að niðurstöðu. „Við erum búin að ákveða fram- tíð hans. Við höfum ákveðið að gefa hann á uppboð sem er alltaf haldið hérna í Skaftárhreppi í tengslum við árlega uppskeruhátíð í byrjun nóv- ember. Í tengslum við uppskeruhá- tíðina eru margir viðburðir í sveitar- félaginu. Ágóðinn af uppboðinu fer svo í gott málefni hér innan sveitar. Er þetta ekki bara góður endir á þessu Einhyrningsævintýri?“ spyr Erla og hlær. En ævintýrið heldur kannski áfram annars staðar, því Erla segir að síðastliðið vor hafi fæðst í sveitinni annar hrútur með samvaxin horn, rétt eins og Ein- hyrningur þeirra. „Það var á bænum Kirkjubæjarklaustri II, og vissulega ástæða til að velta fyrir sér hvernig á því standi að tveir svona hrútar fæðist með stuttu millibili í sömu sveit. Kannski er einhver skyldleiki með fénu, að það beri í sér gen sem valdi þessum samvexti hornanna? Hver veit.“ Einhyrningur heldur á nýjar slóðir Þau Erla og Bjarni veltu lengi fyrir sér hvað þau ættu að gera við hrútinn sinn og fyrirbærið Einhyrning sem vakti heimsathygli í vor. Fólk hafði ýmsar hugmyndir um það, en nú hafa þau ákveðið að gefa hrútinn á upp- boð sem haldið verður á uppskeruhátíð í Skaftárhreppi í nóvember. Ágóðinn fer í gott málefni innan sveitar. Sveitabörnin Heimasætan og litli bróðir saman í fjósinu að huga að kúnum. Sérstakur Einhyrningur er hér einna líkastur geithafri og stingur vissu- lega í stúf þar sem hann lætur sig hafa það að vera með hinum hrútunum. Fjölskyldan Erla sá um að taka mynd af manni sínum og börnum þeirra, f.v. Bjarni Dagur, Bjarni, Orri, Vilhjálmur og Ólöf Ósk. Smart föt, fyrir smart konur Holtasmári 1 201 Kópavogur sími 571 5464 Str. 38-52 Edison Cabanlit ætlar að veita gest- um innsýn í tungumál og menningu Filippseyja á Café Lingua í dag, fimmtudag í Bókasafninu í Kringlunni kl. 17. Á Filippseyjum eru töluð 187 tungumál en Edison er Filippseyingur og hefur búið á Íslandi s.l. ár. Hann starfar sem kokkur í Reykjavík, móð- urmál hans er bisaya, en hann talar einnig tagalog og ensku og getur tjáð sig á íslensku. Café Lingua viðburð- urinn fer fram á ensku og eru allir velkomnir. Stefnumót við tungumál Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Gaman Á Café Lingua er líf og fjör. 187 tungumál
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.