Morgunblaðið - 05.10.2017, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 05.10.2017, Qupperneq 30
Ólöf Ósk Guðmundsdóttir, brautar- stjóri búfræðibrautar Landbún- aðarháskóla Íslands á Hvanneyri, segir mjög góða aðsókn í búfræði- námið og ekki hafi alltaf verið hægt að taka við öllum sem sóttu um. Nú eru 24 nemendur á fyrsta ári og 28 á öðru ári en mest hafa verið 34 nemendur í einum bekk á síðustu árum. „Aðsóknin jókst svolítið eftir hrun eins og í allt nám. En við von- um að það sé mikill áhugi fyrir landbúnaði og þetta sé skemmtilegt nám, maður heyrir að það sé gaman að vera hérna og áhugavert,“ segir Ólöf. Nemendur eru á aldrinum frá 18 til 30 ára þó flestir séu í kringum tvítugt. Flestir eru búnir með stúd- entspróf eða iðnpróf þegar þeir koma á Hvanneyri. „Meginþorri nemenda stefnir á búskap en það eru líka nemendur sem fara og gera eitthvað annað og nota þetta sem grunn fyrir annað nám.“ Gerð er krafa um að þeir sem sækja um að búfræðinámið hafi ein- hverja sveitareynslu en Ólöf segir nemendur koma hvaðanæva af landinu og alltaf þónokkrir úr þétt- býli. Flestir nemendur búfræðibraut- ar stefna á hefðbundinn búskap í sauðfjárrækt og nautgriparækt, að sögn Ólafar. Spurð hvernig staðan í landbúnaðinum leggist í nemendur segir Ólöf þau vera jákvæð en að sjálfsögðu líka aðeins áhyggjufull. Kynnast nýjungum í búskap „Þau hugsa mikið um, fylgjast vel með og spá í framtíðina. Um leið hugsa þau um leiðir sem þau geta farið ef þau ætla sér í búskap. Mér finnst þau vera mjög opin fyrir því, allskonar hliðarbúgreinum, heima- vinnslu afurða og að skapa sér sér- stöðu, og hvað þau geti gert til að vera í búskap í framtíðinni.“ Gunnhildur, Grímur, Lilja og Friðrik eru öll mjög ánægð með skólavistina og að hafa tekið þá ákvörðun að fara á Hvanneyri. „Það skemmtilega við að koma hingað er að maður kynnist fólki alls staðar af landinu, kynnist nýj- um lifnaðarháttum og því að það má gera hlutina öðruvísi en heima. Það er hægt að miðla þekkingu. Stór partur af því að ég kom í skól- ann er til að kynnast nýjungum,“ segir Gunnhildur. Þau eru sammála um að þau komi reynslunni ríkari út úr skól- anum og uppfull af fróðleik sem gagnast þeim í framtíðarbúskap. Nemendur stefna flestir á búskap  Mjög góð aðsókn í búfræðinámið á Hvanneyri  Nemendur 18 til 30 ára Morgunblaðið/Árni Sæberg Brautarstjóri Ólöf Ósk Guðmunds- dóttir, brautarstjóri búfræðibrautar. 30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2017 engra dýraafurða. „Það er margt vegan-fólk sem hefur þekkingu en þeir sem eru að fylgja tískubólunni virðast oft ekki kynna sér málin eða vilja vita neitt. Það er ósanngjarnt að það sé verið að miða búskaparhætti hér við þá sem eru á stórum verk- smiðjubúum í Bandaríkjunum. Hér er notað lítið sem ekkert af lyfjum í búskap og lambakjötið er af eins frjálsum skepnum og þær geta ver- ið,“ segir Lilja. „Mér er alveg sama þó að einhver vilji ekki borða kjöt á meðan hann er ekki að skíta út það sem við gerum.“ „Okkur þykir vænt um dýrin okk- ar og þekkjum þau. Við viljum sjá þeim líða vel og ég held að það sé markmið flestra bænda,“ segir Gunnhildur. Þau væru til í að sjá jákvæðari um- fjöllun um landbúnaðinn, að sýnt væri frá því sem vel væri gert eins og því sem er miður. Bilið á milli dreifbýlis og þéttbýlis er að aukast að þeirra mati, sér- staklega hjá yngri kynslóðum. „Það eru sumir sem halda að það komi kókómjólk úr svörtum kúm og ég er ekki að grínast með það,“ segir Gunnhildur grafalvarleg þó að blaða- maður skelli upp úr við að heyra þessa vitleysu. „Svo var unglings- stelpa sem kom til okkar að skoða fjósið. Við spurðum hvort þau vildu smakka mjólkina úr kúnum og þá sagðist hún ekki drekka kúamjólk, bara fernumjólk,“ bætir Gunnhildur við og hlær. „Það kom líka eitt sinn hópur 10. bekkinga í skólaferðalagi frá Reykjavík í heimsókn til okkar. Þau héldu að við fyrir norðan værum ekki með rafmagn eða neitt. Sumir héldu að við byggjum í torfkofum og ráku upp stór augu þegar þau sáu íbúðarhúsið hjá okkur, það liti svo vel út,“ segir Friðrik. Lilja, Friðrik, Grímur og Gunn- hildur eru sammála um að það sé þeirra sem ungra bænda að breyta þessu viðhorfi. Þau segja félagið Ungur bóndi vera að reyna það með fræðslu og á Snapchat ungra bænda sem sýnir frá daglegu lífi bóndans. Lilja segir snapchatið virka vel og myndi vilja sjá fleiri bændur á því, það þurfi að nýta samfélagsmiðlana og berjast fyrir breyttri ímynd. „Það eru ekki allir bændur Gísli á Upp- sölum.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Nemendur Lilja Dóra Bjarnadóttir og Friðrik Andri Atlason úr Skagafirði í tímanum heimavinnsla afurða. Almennt má segja að líkurnar á ný- liðun í landbúnaði séu minnstar næst höfuðborginni, aukist síðan jafn og þétt og nái hámarki í u.þ.b. 220 km fjarlægð og lækki síðan eftir það. Þetta kemur í ljós í nýrri rannsókn Vífils Karlsson, hagfræðings og dósents við við- skiptadeild Há- skólans á Ak- ureyri (HA), sem var kynnt á ráð- stefnu um byggðaþróun í HA um síðustu helgi. Nýliðunin er mest á svæðum eins og Dalabyggð, syðst á Ströndunum, á ákveðnum svæðum á Norðurlandi vestra og í kringum Vík í Mýrdal á Suðurlandi. Þetta eru svæði þar sem landbúnaður hefur verið að sækja í sig veðrið, að sögn Vífils, líka svæði sem hafa kannski ekki haft mörg önnur tækifæri í atvinnu- málum. Bæði fasteignaverð og landvirði er hæst næst höfuðborginni og lækkar eftir því sem fjær dregur borginni, fylgir það velmegun borg- arbúa sem hafa smá saman sóst meira eftir því að eiga frístundajörð nálægt borginni. Þessir svokallaðir fjarbúar eru frekar eldra og efnað fólk sem ryður ungu fólki út, unga fólkið getur sjaldnast keppt við það um jarðir. Börn fylgja sjaldnast fjarbúunum sem hefur áhrif á sam- félagið í sveitinni. Í rannsókn Vífils kemur fram að brottfall úr landbúnaði hefur verið meira hjá þeim sem ungir eru en hjá þeim sem eru á miðjum aldri. Vífill telur það vera vegna þess að yngra fólk hefur fleiri tækifæri, er oft betur menntað en þeir sem eldri eru og hefur því val um fleiri störf. Starfandi í landbúnaði hefur fækkað úr 7.700 árið 1991 niður í 3.600 árið 2014, eða úr 5,6% af heildinni í 2,0%. Kjötframleiðslan hefur samt aukist. Meðalaldur bænda er tæp 53 ár og staðan núna er sú að konur eru líklegri en karlar til að hefja búskap og það á sér frekar stað á Suðurlandi en annars staðar á landinu. Vífill útilokar ekki að aukinn hlutur kvenna í nýliðun sé vegna þess að þær hafi hingað til ekki verið skráðar fyrir búunum en séu það nú í auknum mæli. Þá er nýliðun meiri í sauðfjárrækt en nautgriparækt, en sauðfjárbú eru 68,5% af heildinni. ingveldur@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Sauðfé á beit Meiri líkur eru á að fólk hefji sauðfjárbúskap heldur en nautgriparækt og konur eru líklegri til að hefja búskap en karlar. Nýliðun í landbúnaði er minnst á jaðri höfuðborgarsvæðisins. Nýliðunin í 220 km fjar- lægð frá höfuðborginni Vífill Karlsson  Efnað eldra fólk ýtir ungum bændum lengra frá borginni Elín Sara Færseth er frá Njarðvík en hefur verið í sveit að Stóra-Holti í Fljótum í Skagafirði. „Við eigum sumarbústað þar og ég bankaði eitt sinn upp á á Stóra-Holti og spurði hvort ég mætti fara í fjós og hef verið heimaalningur þar síðan," segir Elín sem var að setja spæni í stíu í hesthúsinu í lok reiðmennsku- tíma. Hana langar til að taka við á Stóra-Holti en börn núverandi ábú- enda ætla sér það ekki. „Það hefur verið djók að ég taki við og ætli ég geri það ekki á endanum,“ segir hún kankvís en Elín er á fyrsta ári í búfræði. Njarðvíkingur sem stefnir í Skagafjörð Bjarki Már Haraldsson býr á Sauð- árkróki en fjölskyldan er með hross á jörð í Skagafirði. Honum þótti bú- fræðinámið á Hvanneyri spennandi valkostur. „Landbúnaður er mitt áhugamál. Ég hef gaman af öllum skepnum og stefni á að vinna við þetta en staðan er óljós í landbún- aði eins og er, maður veit ekki hvað verður.“ „Landbúnaður er mitt áhugamál“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.