Morgunblaðið - 05.10.2017, Page 33

Morgunblaðið - 05.10.2017, Page 33
FRÉTTIR 33Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2017 al.is Öflug þjónusta við leigjendur Langtímaleiga Sveigjanleiki 24/7 Þjónusta Samstarf Almenna leigufélagsins og Securitas tekur til allra íbúa félagsins. Almenna leigufélagið býður viðskiptavinum sínum upp á hátt þjónustustig, langtímaleigu og sveigjanleika. Þannig tökum við þátt í að byggja upp faglegan og traustan leigumarkað. úr austurbakka Eldvatns svo stöp- ull brúarinnar við Eystri-Ása er nánast í lausu lofti og hefur lítið meira en táfestu í jarðvegi. Slíkt skapar hættu og var brúin lokuð talsverðan tíma eftir hlaupið, en hefur síðan verið opin fyrir um- ferð léttari bíla. Ný brú yfir Eldvatn verður tví- breið og 78 metra löng og nú í vikunni var auglýst eftir tilboðum í smíði brúarinnar sem á að kom- ast í gagnið 1. nóvember á næsta ári. Þjóðarbrú á þurru Árið 2009 urðu þær breytingar á Skeiðarársandi að Skeiðará færðist úr farvegi sínum og til vesturs í Gígjukvísl. Má þetta rekja til loftslagsbreytinga og hærra hitastigs svo jöklar eru á undanhaldi. Skeiðarárbrúin sem er 880 metrar og hin lengsta á landinu stóð þá eftir á þurru. Austast á sandinum var Morsáin sem fellur úr jökli fram stök eftir. Með tilliti til þess að brúna löngu þurfti að endurbæta verulega eftir langa notkun og með tilliti til nýrrar krafna kom betur út að brúa Morsá og leggja nýjan akveg um fyrrverandi farveg Skeiðarár. Þau mannvirki voru tekin í notkun í byrjun september síðastliðins. Almennt er náttúra á þessum slóðum mjög að breytast og land að rísa, enda minnkar farg á því þegar jöklar hopa. Þá er Skeiðar- ársandur mjög að gróa upp og fal- legir birkilundir dafna þar. Óákveðið er hvað verður gert við efnið úr Skeiðarárbrúnni gömlu sem var tekin í gagnið 1974, til dæmis járnbita og timb- ur, en á því herrans ári var efnt til margvíslegra hátíðahalda og verkefna í tilefni af 1100 ára af- mæli Íslandsbyggðar. Eitt af þeim var að opna hringveginn – og til þess hafði þurft að brúa árnar á Skeiðarársandi og var það var fjármagnað með happdrætti. Ríkið gaf út skuldabréf til tíu ára og sló þannig lán hjá fólkinu í landinu fyrir „þjóðarbrúnni“ sem svo mætti kalla. Bilið brúað við Steinavötn Það nýjasta er Steinavötn sem eru skammt austan við Hala í Suðursveit. Brúin sem þar stendur og hefur verið dæmd ónýt er ein- breið, byggð 1965 og því komin á tíma, ef svo mætti segja. Um stundarsakir mun bráðabirgða- mannvirki brúa bilið, í orðsins fyllstu merkingu, en nýsmíði er óhjákvæmilegt verkefni sem gæti kostað 500-750 milljónir króna. Múlakvísl Snör handtök við byggingu bráðabirgðabrúar sumarið 2011 vöktu athygli og aðdáun þjóðarinnar. Skeiðará Rann í farveg Gígjukvísl- ar. Lengsta brú Íslandsstóð á þurru. Nú er ekið um spánýja Morsárbrú. Brýr á Suðausturlandi eru í deiglunni Höfn í Hornafirði Skaftafell Vík Kirkjubæjar- klaustur VATNAJÖKULL Skeiðará Fór í farveg Gígjukvíslar. Lengsta brú á Íslandi stendur á þurru. Steinavötn Brú frá 1965 eyðilagðist. Bráðabirgðabrú reist en ný brú til framtíðar verður byggð. Múlakvísl Brú tók af í flóði 2011 og byggja þurfti nýja. Eldvatn Flóð gróf undan stöpli. Ný brú væntanleg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.