Morgunblaðið - 05.10.2017, Síða 34
34 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2017
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Fólk sem skarar framúr á ein-
hverju sviði fellur oft illa inn í hóp-
inn. Það átti ekki við Guðmund.
Hann var frábær bóndi og tók þátt
í lífi og starfi fólksins í Hvítársíðu,“
segir Ingibjörg Daníelsdóttir, bóndi
og kennari á Fróðastöðum, um
sveitunga sinn, Guðmund Böðvars-
son skáld á Kirkjubóli. Ingibjörg er
formaður stjórnar Minningarsjóðs
Guðmundar og konu hans Ingi-
bjargar Sigurðardóttur. Sjóðurinn
veitir ljóða- og menningarstyrki.
Ingibjörg og Ragnar Sigurðsson
ferðaþjónustubóndi á Kirkjubóli,
sonarsonur skáldsins, hafa áhuga á
að minnast hans með minnisvarða á
Kirkjubóli.
Ingibjörg segir að Borgfirðingar
séu stoltir af því að hafa átt skáldið
á Kirkjubóli og vilji halda minningu
hans á lofti.
Húsið stofn að minningarsjóði
Minningarsjóðurinn var stofn-
aður á árinu 1974, eftir lát Guð-
mundar en Ingibjörg kona hans
hafði dáið nokkrum árum fyrr. Erf-
ingjar þeirra gáfu íbúðarhús þeirra
á Kirkjubóli til sjóðsins og fyrir-
tæki og stofnanir í héraðinu lögðu
honum einnig lið. Að sjóðnum
standa nokkur félagasamtök í hér-
aðinu ásamt Rithöfundasambandi
Íslands og afkomendum þeirra
hjóna. Skáld og rithöfundar fengu
afnot af „Húsi skáldsins“. Ingibjörg
segir að aðsókn hafi verið góð
fyrstu árin en síðan dregist saman.
Það hafi leitt til þess að ákveðið
var að selja húsið og setja andvirði
þess í sjóð með það hlutverk að
styrkja skáld og menningar-
starfsemi.
Vextir af höfuðstól hafa verið
notaðir til úthlutunar á tveggja til
þriggja ára fresti. Verðlaunin eru
tvískipt, annars vegar ljóðaverðlaun
og hins vegar menningarverðlaun.
Einstaklingar, félög og tónlistar-
hópar hafa fengið síðarnefndu verð-
launin, Borgfirsku menningar-
verðlaunin, síðustu tvo áratugina,
síðast Þjóðlagasveitin / Fiðlusveitin
Slitnir strengir á Akranesi. Nokkur
af þekktustu skáldum landsins hafa
fengið ljóðaverðlaunin, síðast Stein-
unn Sigurðardóttir, rithöfundur og
ljóðskáld.
Minnisvarði í skóginum?
Ingibjörg er ánægð með að hægt
sé minnast Guðmundar með þess-
um hætti en lýsir þeirri skoðun
sinni að gaman væri að reisa minn-
isvarða á Kirkjubóli eða minnast
hans á einhvern annan hátt þar.
Minningarsjóðurinn er tengdur
nafni þeirra beggja, Guðmundar og
Ingibjargar konu hans. Ingibjörg
Daníelsdóttir segir að Ingibjörg
hafi verið kletturinn í lífi Guð-
mundar. Hún hafi skapað honum
aðstæður til að sinna skáldskapnum
þrátt fyrir annir í starfi bóndans.
Ragnar Sigurðsson, ferðaþjón-
ustubóndi á Kirkjubóli, hefur áhuga
á að koma upp minnisvarða um afa
sinn. Telur hann að vel færi á því
að gera það í skógarreitnum sem
Guðmundur kom upp. Ragnar hafði
um tíma áform um að gera safn um
ævi og störf Guðmundar í kjallara
fjóssins sem hann hefur breytt í
veitinga- og gistihús. Erfingjar
þeirra hjóna gáfu ýmsa persónu-
lega muni hans á Byggðasafn
Borgarfjarðar. Ragnar vildi fá
þessa muni lánaða sem stofn að
safni en segist ekki hafa fengið
undirtektir.
Stærsti hluti viðskiptavina ferða-
þjónustunnar á Kirkjubóli er er-
lendir ferðamenn. Þó slæðast Ís-
lendingar með og segir Ragnar að
gestir úr innlendum hópum spyrji
oft mikið um afa hans.
Ferðaþjónustan gengur vel
Ragnar byrjaði í ferðaþjónust-
unni fyrir rúmum sex árum. Var
með fjögur gistiherbergi fyrsta árið
en tvöfaldaði framboðið á hverju
ári í upphafi og er núna með 35
herbergi og gistingu fyrir um 80
manns. „Þetta hefur gengið vel,
einkum í ár og á síðasta ári. Besta
sumarið var í fyrra en ég held að
varla sé hægt að gera ráð fyrir
mikilli aukningu úr þessu,“ segir
Ragnar.
Hvítársíða er ekki við megin-
leiðir ferðafólks en þar í nágrenn-
inu eru náttúruundur eins og
Hraunfossar og hellarnir í Hall-
mundarhrauni. Gestirnir hafa
margt að skoða og Ragnar segir að
margir fari einnig í gönguferðir og
stundi aðra útivist. Hann segir
nokkuð um að gestir dvelji meira
en eina nótt og geri þá út frá
Kirkjubóli, til dæmis með ferðum
um Borgarfjörð og á Snæfellsnes.
Áhugi á að reisa minnisvarða um skáldið
Kirkjuból Ragnar Sigurðsson hefur byggt upp ferðaþjónustu. Hann tekur á
móti gestunum í fjósi og hlöðu sem breytt hefur verið í takti við nýja tíma.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Minningar Trjálundurinn stendur eftir þótt gamla íbúðarhúsið á Kirkjubóli hafi verið rifið. Ragnar Sigurðsson og
Ingibjörg Daníelsdóttir rifja upp gamla tíma. Ingibjörg minnist Guðmundar Böðvarssonar sem góðs nágranna.
Minningarsjóður Guðmundar Böðvarssonar veitir reglulega borgfirsk menningarverðlaun og
ljóðastyrki Myndarleg ferðaþjónusta rekin á Kirkjubóli í Hvítársíðu og gestir spyrja um skáldið
Það varð mikið áfall fyrir Guðmund
Böðvarsson þegar hann barn að aldri
missti móður sína enda leystist heim-
ilið upp. Það varð
þó ef til vill til
þess að hæfileikar
hans uppgötv-
uðust.
Guðmundur
fæddist á Kirkju-
bóli 1. september
1904 og ólst þar
upp til 10 ára ald-
urs. Þá dó móðir
hans og heimilið
leystist upp. Ingi-
björg á Fróðastöðum segir að það
hafi haft mikil áhrif á drenginn og vís-
ar til sendibréfa hans sem Silja Að-
alsteinsdóttir birtir í ævisögu Guð-
mundar, „Skáldið sem sólin kyssti“.
Þegar Guðmundur var á 16. ári
réðst hann að Gilsbakka. Svo vildi til
að kvöldið fyrir vistaskiptin slasaðist
hann á hendi og var því óvinnufær
fyrstu dagana á nýja staðnum. Þess
vegna lét séra Magnús Andrésson á
Gilsbakka hann lesa fyrir sig þar sem
hann átti orðið erfitt með það sjálfur.
Það varð til þess að Magnús áttaði sig
á því að Guðmundur bjó yfir óvana-
legum hæfileikum og næmi. Sá hann
því til þess að Guðmundur hefði verð-
ug viðfangsefni í frítíma sínum. Þar
kynntist Guðmundur einnig börnum
séra Magnúsar og gerðist Ragnheið-
ur trúnaðarvinur hans. Í ævisögunni
segir Silja að hún hafi gerst móðir
hans, systir og listagyðja.
Guðmundur gekk inn í búskapinn á
Kirkjubóli með föður sínum og giftist
Ingibjörgu Sigurðardóttur frá
Hvammi.
„Ljóð Guðmundar eru samofin
náttúrunni og oft með djúpan und-
irtón. Stundum tregablandin. Auðséð
er að hann hefur átt í baráttu um það
hvort hann ætti að velja bóndann eða
skáldið,“ segir Ingibjörg. Hann orti
mikið um sitt nánasta umhverfi, með-
al annars Tvídægru en þar átti hann
oft leið um í leitum og veiðiskap og
Hvítá sem rennur við túnfótinn og
brýtur miskunnarlaust úr bökkum
sínum.
Guðmundur gaf út tíu ljóðabækur,
þá fyrstu 1936, Kyssti mig sól. Auk
þess þýddi hann Tólf kviður úr gleði-
leiknum guðdómlega eftir Dante og
gaf út eina skáldsögu og þrjú sagna-
söfn. Hann var virkur í pólitík og
skrifaði fjölda blaðagreina, ekki síst
gegn bandarískri hersetu á Íslandi.
Þegar Sigurður sonur Guðmundar
tók við búi á Kirkjubóli fluttu Guð-
mundur og Ingibjörg til Reykjavíkur.
Þar vann hann á Landsbókasafninu.
En Hvítársíðan togaði í Guðmund og
eftir þrjú ár fluttu þau aftur að
Kirkjubóli þar sem þau byggðu sér
íbúðarhúsið sem varð eftir þeirra dag
stofn að minningarsjóði um þau hjón.
Erfitt að velja á milli
bóndans og skáldsins
Guðmundur
Böðvarsson
U
Listhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050 Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl. 11-15
50%
afsláttur
af völdum
vörum