Morgunblaðið - 05.10.2017, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 05.10.2017, Blaðsíða 40
40 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2017 30% afsláttur af peysum og buxum fimmtudag, föstudag og langan laugardag Laugavegi 47 – Sími 552 9122 Laugavegi 47 – Sími 551 7575 Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Héraðsstjórnin í Katalóníu hyggst lýsa yfir sjálfstæði héraðsins frá Spáni á næstu dögum, þrátt fyrir að Filippus Spánarkonungur hafi sagt í ávarpi sínu í fyrrakvöld að stöðug- leiki landsins væri í húfi. Fordæmdi hann jafnframt sjálfstæðisbaráttu Katalóníuhéraðs og sagði hana brjóta í bága við landslög. Samkvæmt heimildum AFP- fréttastofunnar innan úr héraðs- stjórninni var talið líklegt að sjálf- stæðisyfirlýsingin yrði samþykkt á mánudaginn, þegar héraðsþing Katalóníu kemur saman til þess að ræða atkvæðagreiðsluna á sunnu- daginn, þar sem 90% þeirra sem greiddu atkvæði sögðust samþykkir sjálfstæði héraðsins. Atkvæða- greiðslan hefur verið lýst ólögleg af spænskum stjórnvöldum, sem heita því að þau muni koma í veg fyrir sjálfstæðisyfirlýsinguna með öllum ráðum. Evrópuþingið fundaði í gær um málið. Hvöttu forvígismenn sam- bandsins þar Spánarstjórn og Kata- lóníumenn til þess að hefja viðræður um málin í stað þess að stíga skref sem myndu hella olíu á eldinn. Sagði Frans Timmermans, varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins að það væri kominn „tími til að tala saman og finna leiðir út úr ógöngunum, innan þess ramma sem stjórnarskrá Spánar heimilar.“ Timmermans varði þó jafnframt rétt Spánarstjórnar til þess að beita „hóflegu lögregluvaldi“ til þess að varðveita friðinn, en spænsk stjórn- völd hafa verið gagnrýnd fyrir fram- göngu lögreglunnar á sunnudaginn. Belgíski Evrópuþingmaðurinn Philippe Lamberts, sem leiðir Græningja á þinginu sagði í umræð- unum að Katalóníumálið væri meiri ógn við stöðugleika Evrópusam- bandsins en fyrirhuguð útganga Breta. Nokkurt tap á markaði Óróinn hafði einnig áhrif á hluta- bréfamörkuðum á Spáni og féll IBEX 35-vísitalan um meira en þrjú prósent í gær. Nokkrir af helstu bönkum Katalóníuhéraðs féllu einn- ig, sumir um meira en fimm prósent. Í sjónvarpsávarpi sínu í fyrrinótt varaði Filippus VI. Spánarkonungur við því að efnahagur Spánar og Katalóníu gæti fallið ef leiðtogar héraðsins héldu áfram að hegða sér á „óábyrgan hátt“. Sagði konungur- inn jafnframt mikilvægt að lög og regla væru virt í landinu, og að sú ábyrgð hvíldi á stjórnvöldum að tryggja það. Jordi Turull, talsmaður Katalón- íuhéraðs, sagði að ræða konungsins hefði eingöngu „hellt olíu á eldinn“. Það bætti ekki úr skák að dómstólar úrskurðuðu að Josep Lluis Trapero, lögreglustjóri Katalóníu, skyldi sæta rannsókn ásamt þremur öðrum vegna gruns um að hann hefði hvatt til liðhlaups með framgöngu sinni á sunnudaginn. Hunsa tilmæli konungs  Katalónía mun hugsanlega lýsa yfir sjálfstæði á mánudag  Filippus Spánar- konungur sagði sjálfstæðisbaráttuna ólöglega  ESB hvetur til viðræðna AFP Ávarp konungs Filippus VI. Spánarkonungur ávarpaði þjóð sína í sjónvarpi í fyrrinótt. Sagði hann þar skyldu stjórnvalda að varðveita lög og reglu á Spáni. Talsmenn Katalóníuhéraðs sögðu ávarpið hafa „hellt olíu á eldinn“. Katalóníumálið » Filippus VI. studdi við bak stjórnvalda í Madríd í sjónvörp- uðu ávarpi í fyrrinótt og sagði að virða yrði lög og reglu » Líklegt er talið að Katalón- íuhérað muni lýsa yfir sjálf- stæði á mánudaginn » Varaforseti framkvæmda- stjórnar ESB hvatti til þess að viðræður hæfust á milli fylk- inganna sem fyrst Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsótti Las Vegas í gær og hitti þar fólk sem lifði af hina mannskæðu skotárás aðfaranótt mánudags. Ma- rilou Danley, sambýliskona Stephens Paddocks, sneri aftur til Bandaríkj- anna í gær og var tekin til yfirheyrslu af bandarísku alríkislögreglunni FBI. Ekki er þó talið að Danley teng- ist voðaverkinu á nokkurn hátt. Trump hrósaði lögreglunni í Las Vegas fyrir skjót viðbrögð sín, sem hefðu komið í veg fyrir enn meiri harmleik, en 59 manns voru sagðir látnir í fyrradag og 527 særðir. „Þetta er mikill sorgardagur fyrir mig persónulega,“ sagði forsetinn áð- ur en hann steig um borð í forseta- flugvél sína, Air Force One. Varpar vonandi ljósi á málið Hin 62 ára gamla Marilou Danley var í fríi á Filippseyjum þegar voða- verkið var framið. Danley er ættuð frá Ástralíu, en hefur búið og starfað í Las Vegas í tuttugu ár. Ástralskir fjölmiðlar hermdu að skilríki hennar hefðu verið notuð til þess að bóka hótelherbergið þaðan sem Paddock framdi árás sína. Vonuðust lögregluyfirvöld til þess að Danley gæti varpað einhverju ljósi á það hvers vegna Paddock lét til skarar skríða, en rannsókn máls- ins hefur ekki leitt neitt í ljós um það. Þá vildi lögreglan vita, hvers vegna Paddock hefði lagt 100.000 Banda- ríkjadali inn á reikning hennar stuttu fyrir árásina. Þingmaðurinn Richard Burr, sem er yfir leyniþjónustunefnd öldunga- deildarinnar, sagði hins vegar í gær að svo virtist sem búið væri að úti- loka það að Paddock hefði tengst nokkrum hryðjuverkasamtökum. Ríki íslams sendi frá sér yfirlýsingu á mánudaginn um að Paddock hefði verið „hermaður“ samtakanna og hefði snúist til íslamstrúar nýlega. Ekkert hefur hins vegar komið fram sem bendir til þess að sú hafi verið raunin. Lögreglan í Las Vegas lýsti því hins vegar yfir í gær, að árásin hefði augljóslega verið skipulögð í þaula. Höfðu lögreglumenn til dæmis fund- ið þrjár upptökuvélar, sem Paddock hafði sett upp á hótelinu, en þær leyfðu honum að fylgjast með því hvenær lögreglan myndi reyna að komast inn til hans. Náði Paddock þannig að særa einn öryggisvörð, sem reyndi að opna dyrnar að her- bergi hans. Þegar víkingasveit Las Vegas-lögreglunnar braut sér leið þar í gegn var Paddock hins vegar búinn að ráða sér sjálfum bana. Hrósaði lögreglunni fyrir snör og skjót viðbrögð  Trump Banda- ríkjaforseti heim- sótti Las Vegas AFP Sorgardagur Forsetahjónin við komuna til Las Vegas. Trump þakkaði lög- regluliði borgarinnar fyrir að hafa komið í veg fyrir enn meiri harmleik. Tyrkneskur dómstóll dæmdi í gær 34 manns í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa tekið þátt í sam- særi um að myrða Recep Ta- yyip Erdogan Tyrklands- forseta, þar sem hann dvaldi á hóteli við Eyjahaf, í sama mund og tyrkneski herinn reyndi valda- rán í júlí í fyrra. Einn af 35 sak- borningum var hins vegar sýkn- aður. Sakborningarnir, sem allir voru háttsettir liðsforingjar í hernum, fengu fjórfaldan lífstíðardóm hver fyrir sig fyrir brot sín. Þetta er fyrsti dómurinn sem fellur í máli tengdu valdaráninu sem beinist að höfuðpaurum þess, en ýmsir af lægra settum þátttakendum hafa áður fengið dóm. TYRKLAND 34 dæmdir í fang- elsi fyrir lífstíð Vísindamennirnir Jacques Dubo- chet, Joachim Frank og Richard Henderson fengu í gær Nóbels- verðlaunin í efnafræði fyrir að hafa þróað nýja og byltingar- kennda smásjá, sem vinnur með rafeindir á lágum hita. Með lághitarafeindasmásjánni hefur til að mynda tekist að skoða Zika-veiruna nánar en áður. Smásjáin notar rafeindageisla til þess að skoða minnstu smáatriði í frumum, og geta vísindamenn nú fryst lífrænar sameindir í miðju ferli og þannig kortlagt hreyf- ingar og þróun þeirra á nánari hátt en áður. Tæknin hefur þegar nýst vel, til dæmis við þróun nýrra lyfja. SVÍÞJÓÐ Rafeindasmásjá fékk nóbelinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.