Morgunblaðið - 05.10.2017, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 05.10.2017, Blaðsíða 53
53 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2017 lenskar útgerðir voru með mjög mikil umsvif í Barentshafi þegar mest var og oft voru hundruð ís- lenskra sjómanna að veiðum þar samtímis,“ segir Arnór. Fjölmiðlar fylgdust náið með at- burðarásinni í Smugudeilunni og þegar samningar voru í höfn rifjaði Egill Ólafsson, blaðamaður, þessar langvinnu og harðvítugu deilur upp í grein í Morgunblaðinu 6. mars 1999. Átökin á miðunum, tilraunir til lausnar deilunni og ábatann af veiðunum. Þar kemur fram að besta veiði- árið hafi verið 1994, en þá fóru 63 skip til veiða í Smugunni og á Sval- barðasvæðinu og var aflinn tæplega 37 þúsund tonn. Eftir miklu var að slægjast og 1994 mátti rekja um 5,5% af útflutningstekjum Íslend- inga til þessara veiða, segir í grein Egils. Alvarlegar tilraunir voru gerðar til að leysa deilurnar áður en veiðin í Smugunni hófst sumarið 1996. Á fundi í júní slitnaði upp úr viðræð- um þjóðanna, en þá höfðu Norð- menn og Rússar boðið Íslendingum að veiða 13.000 tonn í Barentshafi gegn gagnkvæmum veiðiheimildum í íslenskri lögsögu. Tillögurnar gerðu ráð fyrir að Rússar fengju að veiða loðnu við Ísland og Norðmenn fengju að stunda rækju- og línuveið- ar við Ísland auk rýmri heimilda til loðnuveiða. Eftir viðræðuslitin má segja að samningaviðræðurnar hafi komist í nokkra sjálfheldu. Til umræðu var hér á landi að Ísland tæki einhliða ákvörðun um kvóta í Smugunni. Rætt um að vísa deilunni til hafréttardómstólsins Jafnframt var kannaður sá mögu- leiki að vísa deilunni til hafréttar- dómstólsins í Haag. Viðræður milli stjórnvalda í löndunum héldu þó áfram með hléum án þess að veru- legur árangur næðist, segir í grein Egils Ólafssonar í Morgunblaðinu. Afli íslenskra skipa í Smugunni minnkaði talsvert 1996 þrátt fyrir að sóknin væri meiri en árið áður. Aflinn hrundi 1997 og mikið tap varð af veiðunum. Þetta breytti nokkuð samningsstöðu Íslands. Þótt Íslendingar hefðu sýnt fram á að þeir gætu sótt nærri 40 þúsund tonn á ári í Smuguna hafði reynslan einnig leitt í ljós að veiðarnar voru áhættusamar og þeim fylgdi um- talsverður kostnaður. Samkvæmt Smugusamningnum fengu Íslendingar nú í ár rúmlega átta þúsund tonna þorskkvóta í Barentshafi hjá hvorri þjóð, en heimildir hverju sinni taka mið af heildarkvóta ársins á svæðinu. Vegna þess að greiða þarf fyrir hluta rússneska kvótans og ekki náðust samningar um verð var sá hluti lítið eða ekki nýttur í ár. Norð- menn fá árlegan kvóta í loðnu, löngu og keilu hér við land. Þannig hafa Norðmenn veitt 30-35 þúsund tonn af loðnu árlega, sama hvernig loðnustofninum reiðir af. Deilur Hágangur II kom talsvert við sögu í Smugudeilunni, en skipið fiskaði undir fána Belís, m.a. við Svalbarða. Við eftirlit Stalbas var eitt af minni skipum norsku strandgæslunnar og var áður fiskiskip. Skipverjar skutu við- vörunarskotum að íslenskum togurum á svæðinu við Svalbarða og skáru á togvíra. Hiti var í mönnum á miðunum. Smuguveiðar íslenskra skipa 1993 til 1998 FISKAFLI í tonnum FJÖLDI SKIPA sem veiddi ’93 ’94 ’95 ’96 ’97 ’98 ’93 ’94 ’95 ’96 ’97 ’98 42 63 50 58 29 15 9. 4 26 36 .8 38 34 .2 21 23 .0 0 0 5. 89 1 1. 48 9 Ljósmynd/shipspotting/Bjarne Pettersen Við berum út áskoranir með markpósti til þeirra sem eru til í nánast hvað sem er 16 -2 68 8 – H VÍ TA H Ú SI Ð /S ÍA VIÐ KOMUM ÞVÍ TIL SKILA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.