Morgunblaðið - 05.10.2017, Page 58

Morgunblaðið - 05.10.2017, Page 58
Grafinn lax - Láttu það eftir þér Söluaðilar:10-11,Hagkaup,Kostur,Icelandverslanir,Kvosin,Melabúðin, Nettó, Samkaup, Pure Food Hall flugstöðinni Keflavík, Sunnubúðin. Það var sambýlismaður hans, Albert Eiríksson, matgæðingur og bloggari með meiru, sem sá um matinn sem var undir ítölskum áhrifum eins og vera ber. Albert og Bergþór eru ekki þekktir fyrir hálfkák og því var matseðillinn eins og best verður á kosið. Boðið var upp á lambahrygg með krydduðu brauðraspi ásamt ofnbökuðu grænmeti með Dijon, hunangi og oregano. Annað meðlæti var kartöflumús með hvítlauk og parmesan-osti en punkturinn yfir i- ið var síðan Tosku óperuterta sem gerði stormandi lukku. Albert segir að þetta hafi verið sérlega vel heppnað og hann hafi haft sérstaklega gaman af því að fá matgæðinginn Kristján Jóhannsson í mat en hann lumi á miklum fróðleik þegar kemur að ítalskri matargerð. Til dæmis hafi hann ráðlagt honum að setja parmesan-ostinn út í kart- öflumúsina sem hafi verið ein- staklega bragðgott. Lambahryggur með krydduðu brauðraspi Lambahryggur 2/3 b brauðrasp 2 msk matarolía 1 msk Dijon sinnep 1 msk timían 1 msk rósmarín rifinn börkur af einni sítrónu safi úr hálfri sítrónu 2 msk söxuð steinselja salt og pipar Blandið saman brauðraspi, olíu, sinnepi, timían, rósmarín, sí- trónuberki, sítrónusafa salti og pip- ar. Setjið hrygginn í ofnskúffu, saltið og piprið neðri hluta hans. Dreifið úr raspkryddblöndunni á hrygginn og eldið á 50°C í 4-5 klst. Aukið hitann í 120° síðustu mínúturnar. Ofnbakað grænmeti með Dijon, hunangi og oreganó 4 msk olía 4 hvítlauksrif 1 tsk Dijon sinnep 1 msk hunang 1/2 tsk oreganó salt og pipar 4 b niðurskorið grænmeti að eigin vali (gulrætur, sætar kartöflur, blaðlaukur, rófur, rauðlaukur, baunir....) Brúnið grænmetið í olíunni í potti eða á pönnu, bætið við hvítlauks- rifjum, sinnepi, hunangi, oreganói, salti og pipar. Bakið annaðhvort í ofni eða áfram á pönnunni/pottinum í ca 15 mín. Það er svo ágætt að spjalla um mat við óperusöngvara. Fyrir utan að hafa mikinn áhuga á tónlist, eðli- lega, hafa þeir einnig mikinn áhuga á mat og matargerð. Kristján stór- tenór Jóhannsson gaukaði því að mér einhverju sinni að hann setti bæði hvítlauk og parmesanost sam- an við kartöflumús. Kartöflumús með hvítlauk og parmesan 8 bökunarkartöflur 150 g smjör 4 hvítlauksgeirar, saxaðir 1/2 bolli rifinn parmesan-ostur 1 b matreiðslurjómi salt og pipar Sjóðið kartöflurnar. Hellið vatn- inu af þeim, flysjið og merjið. Bætið við smjöri, hvítlauk og parmesan. Saltið og piprið. Takið ca 2/3 af mús- inni og maukið í matvinnsluvél og blandið saman við restina að nýju. Tosku marengs óperuterta Marengs: 8 stórar eggjahvítur 1 tsk salt 1 ½ tsk edik 350 g sykur 1 ½ tsk vanillusykur 50 g kókosflögur Setjið bökunarpappír á 2 plötur og merkið tvo hringi á hvora örk með diski og bitlausum hníf. Hitið ofninn í 100°C. Setjið sykur í matvinnsluvél í 1-2 mín. Þannig verður hann fínni og leysist betur upp í hvítunum. Stífþeytið eggjahvítur, salt, edik, sykur og vanillu. Breiðið út ¼ af deiginu á einn hring á pappírinn. Blandið kókosflögum saman við afganginn með sleikju og breiðið út á hina þrjá hringina. Bakið í 2 klst. í miðjum ofni. Slökkvið á ofninum, látið kólna í honum. Eggjakrem: ½ l rjómi 8 eggjarauður 100 g sykur 1 tsk vanillusykur 40 g hveiti Hitið rjóma að suðu í með- alstórum potti. Takið pottinn af hellunni. Þeytið rauður á meðan með sykri og vanillu. Sigtið hveiti út í og þeytið aðeins áfram. Hellið helmingnum af heitum rjómanum út í og blandið vel. Hitið afganginn af rjómanum aft- ur að suðu. Hellið rauðublöndunni út í pottinn og þeytið stanslaust með handpísk. Hitið áfram og þeytið þar til kremið þykknar, takið pottinn af hitanum, en þeytið áfram í 3 mín., svo að ekki myndist kekkir. Kælið og geymið undir plastfilmu. Samsetning: ½ l rjómi 1 msk sérrý 1 ½ l fersk hindber fersk mintulauf í skraut Þeytið ¼ l rjóma og setjið sérrý út í. Kókosmarengs er settur á tertu- disk, en síðan er röðin þessi: Helm- ingur af eggjakreminu, hindber, kókosmarengs, sherrýrjómi, kók- osmarengs, eggjakrem, hindber og efsta lagið er möndlulausi marengs- inn. Geymið í kæli í nokkrar klukku- stundir. Þeytið ¼ l rjóma og setjið ofan á, áður en kakan er borin fram. Skreytið með hindberjum, bróm- berjum og mintulaufum. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Óperustjörnur Greg Eldridge, Steinunn Birna Ragnarsdóttir, Kristján Jóhannsson, Claire Rutter, Egill Árni Pálsson, Þorsteinn Sigurðarson, Fjölnir Ólafsson, Eva Þyrí Hilmarsdóttir, Ágúst Ólafsson, Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson. Óperuboð Berg- þórs og Alberts Toska verður frumsýnd þann 21. október og af því tilefni bauð Bergþór Pálsson, sem syngur í sýningunni, valinkunnum mannskap í hádegisverðarboð en hefð hefur skapast fyrir slíku hjá Bergþóri. Liðtækur Bergþór bar fram matinn með glæsibrag. Íslenskt lamb Boðið var upp á íslenskt lamb undir mjög svo ítölskum áhrifum. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Alvöru óperuterta Hver fær staðist þessa dásemdarköku? Marengsinn var sérlega glæsilegur enda sannkölluð óperuterta. Sælkeramús Það var sjálfur Kristján Jóhannsson sem ráðlagði Alberti með kartöflumúsina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.