Morgunblaðið - 05.10.2017, Side 60

Morgunblaðið - 05.10.2017, Side 60
60 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2017 alvöru grillaður kjúklingur Grensásvegi 5 I Reykjavík I Sími 588 8585 Opið alla daga kl. 11-22 Hún er ötull talsmaður þess að börn fái góða næringu og séu alin upp við hollan lífsstíl en rödd hennar heyrist víða, ekki síst þar sem unnusti hennar er einn þekktasti útvarps- maður Ítalíu og hefur hann verið ófeiminn við að ræða opinskátt heim- speki hennar. Nýjasta afurð hennar er vefsíðan Motherspell en fjallað hefur verið um verkefnið í öllum helstu tímaritum Ítalíu og ljóst að þarlendir fá ekki nóg af hinni atorku- sömu Jóhönnu. Upphaflega fluttist Jóhanna til New York í Pilates- kennaranám. Rétt fyrir útskrift hlotnaðist henni sá heiður að vera boðið starf við skólann sem hún var að útskrifast úr og þar starfaði hún næstu átta ár og kenndi á þeim tíma eingöngu í einkatímum. „Í kjölfarið fékk ég mikla löngun til að læra meira varðandi heilsu, gott hugarfar og mataræði og því skellti ég mér á allskyns námskeið með það að mark- miði að víkka sjóndeildarhringinn sem mest og auka þekkinguna. Svo vildi þannig til að maðurinn minn var mikið að ræða það í útvarpinu hvað ég eldaði hollan og góðan mat fyrir okkur og börnin og hvað hann fyndi mikinn mun á líðan sinni eftir að mat- aræðið breyttist. Í beinu framhaldi fara síðan að berast áskoranir frá hlustendum um að ég færi að halda úti bloggi eða einhverju þvíumlíku,“ segir Jóhanna um tildrög þess að hún fluttist úr landi og hvernig Mother- spell kom til sögunnar. „Ég hef mikla þörf fyrir að deila góðum boðskap þegar kemur að móðurhlutverkinu og bara sem kona almennt, þannig að þetta vatt mjög fljótt upp á sig. Í dag erum við með stóran lesendahóp sem er auðvitað frábært en fyrir mig var eins og það hefði kviknað á peru við að feta þessa braut.“ Grænmetisfæði er uppáhald Jó- hönnu og henni þykir skemmtilegast að elda það. „Það er yndislegt að versla í matinn bæði á Ítalíu og í New York því hráefnið er yndislegt. Svo hef ég sérlega gaman af því að prófa mig áfram með nýjar uppskriftir. Hollur matur og þá sérlega góðar og matarmiklar súpur eru mitt uppáhald og mér líður alltaf svo vel þegar ég borða gott grænmetisfæði. Svo eru pitsur líka í uppáhaldi, svona spari,“ bætir hún við. Það getur þó reynst þrautin þyngri fyrir foreldra að koma grænmeti ofan í börnin sín þrátt fyrir að það sé auð- vitað misjafnt. Þar lumar Jóhanna þó á góðum ráðum og hvetur foreldra til að gefast ekki upp. „Fyrstu árin eru svo mikilvæg og grunnurinn skiptir máli. Það kostar líka minna að græja matinn sjálfur og það er miklu minna mál en maður heldur. Það þarf bara að koma sér af stað. Ég forðast allan sykur og unna matvöru eins og heitan eld og hvet foreldra til að lesa sér til og kynna sér af hverju þetta skiptir máli.“ Sjálf segist Jóhanna elska að gufu- sjóða grænmeti, skera það smátt og setja vel af kókosolíu og túrmerik yf- ir. Þetta borði hún með skeið upp úr stórri skál og sé hin fullkomna haust- fæða. Aðspurð hvernig gangi að sam- eina hollt mataræði og ítalskan mat segir hún að það sé ekkert mál. „Hér snýst allt um gæði matarins frekar en skammtastæðir. Þannig elda ég ein- göngu hollan og góðan mat heima en þá er líka svo gott að fá sér gott pasta eða pitsu endrum og eins. Fyrir mér er hollur matur forréttindi og lífið er svo dýrmætt að okkur ber að njóta þess og fara vel með sjálf okkur og börnin okkar. Það má því segja að hollur matur sé dekur.“ Heilhveitivefjur Heilhveitivefjur (ég nota helst glúten- lausar) Túnfiskur (það er líka til vegan- túnfiskur fyrir áhugasama) Avókadó Sólheima-pesto Tómatar Gúrka Grænkál Basil Ég stappa saman túnfisk og avó- kadó. Hita vefjurnar í 1-4 mínútur. Raða svo öllu hráefninu á miðja vefj- una og rúlla svo þétt saman. Full- komið sem hollt og gott nesti í vinn- una eða skólann. Það er líka hægt að bera þær fram með bökuðum gulrót- um og sætum kartöflum sem kvöld- verð. Bláberja- og krækiberja-smoothie 1 msk. chia-fræ 1 pera 1 bolli íslensk krækiber og bláber Leggið eina matskeið af chia- fræjum í vatn yfir nótt. Morguninn eftir skal setja chia- fræin í blandara ásamt perunni. Sjálf tek ég hýðið af eða skola mjög vel. Berið fram með berjunum, hamp- fræjum og kryddið með kanil eftir smekk. Gott er að fá sér gott sykurlaust múslí með. Morgunblaðið/Eggert Með 100 þúsund fylgjendur á Instagram Jóhanna Maggý Hauksdóttir hefur undanfarin misseri orðið einn aðsóps- mesti Íslendingurinn á samfélagsmiðlum. Fylgjendur hennar eru þó fæstir íslenskir enda hafa Ítalir heillast af þessari mögnuðu konu sem boðar bætta heilsu með hugarfari og mataræði. Heilsugúrú Jóhanna Maggý er sérlega áhugasöm um heil- brigðan lífsstíl og þykir áhrifamikil fyrirmynd. Í öll mál Vefjurnar eru sérlega snjallar því þær er bæði hægt að nýta sem nesti og líka sem kvöldverð. Hollustusprengja Þessi smoothie er sérdeilis góð- ur og hollur eins og við var að búast. Hann er með íslenskum berjum en Jó- hanna reynir að eyða sem mestum tíma hér á landi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.