Morgunblaðið - 05.10.2017, Qupperneq 66
66 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2017
✝ Sigurlaug Þor-kelsdóttir
fæddist í Reykjavík
19. nóvember 1933.
Hún andaðist á
Líknardeild Land-
spítalans 25. sept-
ember 2017.
Foreldrar henn-
ar voru Þorkell Ein-
arsson húsasmíða-
meistari, f. 26.
desember 2010, d.
11. júní 2003, og Alfa Regína Ás-
geirsdóttir húsmóðir, f. 8. júlí
1911, d. 17. október 1965. Systk-
ini Sigurlaugar eru: 1) Frið-
þjófur Þorkelsson, f. 29. ágúst
1932, d. 20. febrúar 2008, kona
ir hans var Hilmar Magnússon.
Sigurlaug giftist Hreiðari
Guðjónssyni, þau skildu. Dóttir
þeirra var Guðný María Hreið-
arsdóttir, f. 20. mars 1958, d. 8.
júlí 2015. Börn Guðnýjar Maríu
eru Hreiðar Ólafur, Jakob
Trausti og Anna Sóley. Sonur
Jakobs Trausta er Kristján Arn-
ar.
Sigurlaug ólst upp í Krossa-
mýri í Reykjavík, sem nú er
Höfðahverfið við Ártúnsbrekku.
Hún gekk í Laugarnesskóla og
síðan í húsmæðraskóla að Stað-
arfelli í Dölum.
Hún starfaði við ýmis versl-
unarstörf en lengst af á Land-
spítalanum á upplýsingasviði.
Hún var virkur félagi í Kristilegu
félagi heilbrigðisstétta, KFUK
og Systrasamfélaginu.
Útför Sigurlaugar verður
gerð frá Grafarvogskirkju í dag,
5. október 2017 og hefst athöfnin
klukkan 13.
hans var Louise
Anna Schilt. 2) Þor-
kell Alfreð Þorkels-
son, f. 16. desember
1935, d. 2. febrúar
1963. 3) Einar Þor-
kelsson, f. 14. sept-
ember 1937, kvænt-
ur Kristínu
Guðrúnu Jóhanns-
dóttur. 4) Ásgeir
Halldór Þorkelsson,
f. 14. september
1937, d. 6. apríl 1957. 5) Bryn-
hildur Þorkelsdóttir, f. 9. desem-
ber 1946, gift Valdimari Krist-
inssyni.
Sonur Sigurlaugar er Alfreð
Hilmarsson, f. 27. apríl 1955, fað-
Þá er lokið lífsgöngu Sissu
systur, sem nú kveður rétt um
tveimur mánuðum eftir að við
fylgdum Svanhildi systur okkar
til grafar.
Segja má að skipst hafi á skin
og skúrir í lífi hennar en þó átti
hún margar góðar stundir á
seinni hluta ævinnar. Hún var
þrettán árum eldri en ég og því
á ég ekki margar æskuminn-
ingar tengdar henni. Átján ára
hleypti hún heimdraganum þeg-
ar hún fór til Svíþjóðar til að
vinna í súkkulaðiverksmiðju.
Sendi hún okkur útlenskt
súkkulaði sem þótti á þeim tíma
stórmerkilegt. Ekki þótti okkur
síður merkilegt, mér og Svan-
hildi, þegar hún sendi okkur út-
lensk föt og Sissa var í okkar
huga sannur heimsborgari.
Fyrir Svíþjóðarförina hafði hún
farið til náms í húsmæðraskóla
að Staðarfelli í Dölum.
Sissa var alla tíð mjög snyrti-
leg og smekkleg í hvívetna. Hún
lagði mikið upp úr því að hafa
fallegt í kringum sig og bar
heimili hennar vott um það.
Ekki verður annað sagt en geð-
prýðin hafi verið hennar aðal.
Alltaf létt og kát og í góðu skapi
sama á hverju gekk. Má ætla að
það hafi hjálpað henni vel í
gegnum lífsins amstrið. Einnig
átti hún nóg af æðruleysi og
kjörkuð var hún. Kom það
kannski best fram í því að frú
Sigurlaug keypti hvorki fleiri
né færri en fimm íbúðir á seinni
hluta ævi sinnar eftir að hún
skildi við eiginmann sinn. Gekk
hún oft fram af okkur systk-
inunum og pabba þegar hún
réðst í nýjar fjárfestingar og
töldum við nokkuð ljóst að nú
væri frú Sigurlaug að reisa sér
hurðarás um öxl. En þótt af
litlum efnum væri að taka tókst
henni alltaf að olnboga sig í
gegnum greiðslubyrðarnar.
Heimboðin hennar voru ein-
stök, sama hvort kíkt var inn
með stuttum fyrirvara eða um
að ræða boð af einhverju tilefni.
Alltaf uppábúið borð með fínu
postulíni og ljúffengar kökur.
Eftir að Sissa hóf störf á
Landspítalanum gekk hún í rað-
ir Kristilegs félags heilbrigðis-
stétta og helgaði sig næstu árin
kristilegu starfi. Í tengslum við
aukna trúarþanka og starf að
þeim málefnum lagðist Sissa í
talsverð ferðalög og fór meðal
annars til Eþíópíu, Ísraels og í
Senegal dvaldi hún nokkra
mánuði.
Erfiðustu stundir lífs síns
átti Sissa þegar dóttir hennar
Guðný María veiktist af krabba-
meini sem dró hana til dauða
eftir harða baráttu. Þá kom
æðruleysið sér vel og jákvæðnin
sem ávallt var sterkur þáttur í
hennar persónugerð.
Sissa var góð manneskja,
hjartahlý, gjafmild og vildi öll-
um vel en ætlaðist ekki til neins
af öðrum.
Ákaflega þakklát var hún
ávallt væri henni rétt hjálpar-
hönd í einhverjum málum.
Er ég afskaplega þakklát for-
sjóninni að hafa átt svo góðar
systur eins og Sissu og Svan-
hildi. En með þeim báðum hef
ég átt margar gleði- og ánægju-
stundir sem aldrei bar skugga
á.
Aldrei féll styggðaryrði milli
okkar þriggja. Ekki alltaf sam-
mála en gagnkvæm virðing og
væntumþykja sá til þess að öll
okkar samskipti voru á hlýleg-
um nótum.
Við í Víðiteignum vottum af-
komendum Sissu innilega sam-
úð og þá sér í lagi Alfreð sem
reyndist móður sinni afar vel
alla tíð.
Blessuð sé minning góðrar
systur.
Brynhildur Þorkelsdóttir.
Það verður engin afmælis-
veisla 19. nóvember næstkom-
andi, hún Sissa mágkona hélt
nefnilega alltaf upp á afmælið
sitt og bakaði bestu rjómatert-
una.
Eins og hún sagði þá voru
þetta hennar litlu jól að fá fjöl-
skyldu og vini til sín á þessum
degi. Hún var jafnvel byrjuð á
smákökubakstri og lagkökum
fyrir þennan dag.
Sissa átti alltaf fallegt heimili
og hafði sinn stíl sem hún hélt
sér við í hverju herbergi þannig
að heildarmyndin kom svo vel
út.
Henni fannst ekkert mál að
flytja sem hún gerði nokkrum
sinnum og núna síðast flutti hún
í Grafarvog og var svo glöð með
að vera nálægt Maríu dóttur
sinni í hennar veikindum en hún
lést reyndar skömmu eftir það.
Sissa sýndi aðdáunarverðan
styrk við fráfall hennar og ég
hafði orð á því við hana en þá
sagðist hún eiga sínar stundir.
Hún hafði sjálf glímt við sama
sjúkdóm en fékk hlé þangað til
fyrir um tveimur árum að mein
greindist í lunganu. Hún vildi
láta fjarlægja meinið og það var
gert og þá sá maður dugnaðinn
í henni, komin yfir áttrætt.
Hún átti tölvu og talaði við
fólkið sitt í gegnum skype þeg-
ar það var erlendis, setti mynd-
irnar sínar þar inn og sýndi
okkur, hún ferðaðist þónokkuð
og kom meðal annars til Afríku
og Ísraels.
Ég gleymi aldrei þeim degi
sem ég sá hana í íþróttagalla og
strigaskóm, þá var hún reyndar
á Reykjalundi og kom í garðinn
þegar þau voru á gönguferð. Ég
sá hana aldrei aftur svona
klædda enda var þetta ekki al-
veg hún, hún vildi og var alltaf
svo fín til fara og þegar hún
kom við á sunnudögum þá var
það sko pils og falleg blússa
með tilheyrandi veski og skóm,
þannig sé ég hana alltaf.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Valdimar Briem)
Kæru Alfreð, Hreiðar, Jakob
og Anna Sóley, innileg samúð-
arkveðja til ykkar
Kristín G. Jóhannsdóttir.
Það er komið að kveðjustund.
Sissa frænka, eins og við
kölluðum hana, hefur verið hluti
af fjölskyldu minni eins lengi og
ég man. Móðir mín og Sissa
voru nánast eins og systur og
fylgdust að í lífinu.
Sissa var á margan hátt
merkileg kona, hún var trúuð
kona sem fann sína leið til að
takast á við lífið gegnum gleði
og sorgir.
Hún var lengi virk í Sam-
tökum kristilegra heilbrigðis-
stétta og eiga börn mín fallegar
biblíur sem Sissa frænka gaf
þeim. Sissa var glaðlynd, dug-
leg og kjarkmikil. Hún ferðaðist
mikið og fór m.a. til Afríku þar
sem hún dvaldi um skeið, í
Senegal. Okkur þótti mikið til
þess koma. Sissa var fylgin sér
og áræðin og hún hikaði ekki
við að læra á tölvur og fylgdist
með á fésbókinni. Snyrti-
mennska og alúð einkenndi
heimili Sissu, þar var ávallt allt
hreint og snyrtilegt og alltaf
verið að betrumbæta hlutina.
Það hefur verið stutt stórra
högga á milli í Krossamýrarfjöl-
skyldunni og hafa áföll sett
mark sitt á líf Sissu og hennar
nánustu. Einkadóttirin Guðný
María lést fyrir tveimur árum,
langt fyrir aldur fram, og Svan-
hildur systir hennar lést fyrir
aðeins tveimur mánuðum. Sissa
átti styrk í trúnni og æðruleysi
einkenndi hugarfar hennar.
Lífsvilji og dugnaður hennar
var mikill.
Nú er Sissa farin og ekkert
afmæliskaffi hjá frænku hinn
19. nóvember næstkomandi.
Það voru ljúfar stundir þar sem
ég hitti mitt ágæta frændfólk.
Ég kveð Sissu frænku mína
með sorg og þakklæti fyrir vin-
áttu og velvild í minn garð, og
fyrir allar bænirnar. Ég sendi
fólkinu hennar hugheilar sam-
úðarkveðjur.
Steinunn G. Kristinsdóttir.
Sigurlaug Þorkelsdóttir var
einstök kona og ógleymanleg.
Hún var fallega trúuð og þegar
hún bað var hún í faðmi Guðs
föður, sem elskað barn hans.
Hún var andlega næm og með
mikla réttlætiskennd. Hún var
einstaklega gestrisin og heimili
hennar bar vitni um þróað feg-
urðarskyn.
Hún var vinur vina sinna og
það var gott að vera með henni í
liði. Hún var einstaklega óspillt
kona, hafði hreint hjarta og
hreina lund og það var sama
hversu mikið þrengdi að henni,
hversu mikið hún missti, alltaf
lofaði hún Guð. Hún þekkti
þjáninguna af eigin raun en
þakklæti var henni samt alltaf
efst í huga.
Það var henni mikið áfall að
missa einkadóttur sína, Guð-
nýju Maríu, langt fyrir aldur
fram vegna krabbameins. Al-
freð, einkasonur hennar, sem
var hennar stoð og stytta, var
með henni allt til enda. Sam-
band þeirra hefur alla tíð verið
einstaklega fallegt.
Við fórum eitt sinn saman á
ráðstefnu til Suður-Afríku sem
haldin var í fögrum þjóðgarði
og fengum lítið einbýlishús
niðri við vatn sem þar var.
Hljómlist náttúrunnar ómaði í
allri sinni dýrð svo unun var að.
Þar var Sigurlaug í essinu sínu
og þannig man ég hana, glaða
og skemmtilega. Verandi mikill
fagurkeri og félagslynd gladdist
hún mjög yfir því sem blasti við
okkur á degi hverjum, hvort
sem það voru Afríkanar og As-
íubúar í sínum litríku klæðum,
sebrahestahjörð eða önnur fal-
leg dýr, framandi blóm eða lit-
ríkir fuglar.
Föstudaginn áður en Sigur-
laug dó dreymdi mig draum.
Hún kom til mín svo ungleg,
létt og kvik í hreyfingum. „Ég
er komin til að kveðja þig, Sig-
ríður mín,“ sagði hún kankvís
og brosandi. „Æi, elsku Sigur-
laug mín, ég er að koma til þín á
sunnudaginn kemur, ekki fara
fyrr en ég hef fengið að knúsa
þig og þakka þér allt,“ sagði ég.
Hún brosti bara og ég sá hana
ganga inn í ljóssins forgarða
himinsins. Þessi draumur hafði
sterk áhrif á mig. Ég komst til
hennar eftir hádegi á sunnudegi
og hún kvaddi á mánudags-
morgni. Ég verð ætíð Guði
þakklát fyrir að hafa fengið að
kveðja hana.
Sigurlaug var ein trúfastasta
vinkona sem ég hef átt. Hún var
eins og klettur á bak við þau
sem hún elskaði og treysti. Allt-
af fann ég í hjarta mínu hversu
mikið hún var elskuð af Guði.
Hún var æðrulaus því hún vissi
hver sá Drottinn er sem hún
hafði sett allt sitt traust á. Það
voru mikil forréttindi að fá að
kynnast henni og eignast vin-
áttu hennar. Eftir að við urðum
vinkonur fyrir 35 árum bar
aldrei skugga á vináttu okkar
og hversu langt sem leið milli
símtala var eins og við hefðum
heyrst í gær og gagnkvæm
gleði ríkti yfir þeirri vináttu
sem Guð hafði gefið. Minningin
um kæra systur í Kristi lifir í
hjarta mínu en það er huggun
harmi gegn að vita að hún er í
ljóssins ríki Guðs.
Nú ertu horfinn í himnanna borg
og hlýðir á englanna tal.
Burtu er kvíði, sjúkdómur, sorg
í sólbjörtum himnanna sal.
Þeim öllum sem trúa og treysta á
Krist
þar tilbúið föðurland er.
Þar ástvinir mætast í unaðarvist
um eilífð, ó, Jesú, hjá þér.
(Ingibjörg Jónsdóttir)
Sigríður Halldórsdóttir.
Kær vinkona, Sigurlaug Þor-
kelsdóttir, er nú horfin á braut.
Við viljum þakka alla vináttu og
gestrisni sem við nutum af
hennar hendi.
Kynni okkar urðu á kyrrð-
ardögum í Skálholti fyrir rúm-
lega tveimur áratugum og hófst
upp úr því mikið og gott sam-
starf.
Sigurlaug var alltaf boðin og
búin að bjóða okkur, nokkrum
hópi kvenna, heim til bæna- og
undirbúningsfunda og minn-
umst við með gleði þeirrar gisti-
vináttu.
Hún var mikil húsmóðir og
bjó okkur ávallt glæsilegt
veisluborð sem útbúið var af
smekkvísi og kærleika.
Sigurlaug var mikil bæna-
kona og var gott að leggja inn
hjá henni menn og málefni til
fyrirbæna. Að leiðarlokum
þökkum við samleiðina og ósk-
um henni og fjölskyldu hennar
allrar blessunar Guðs.
Dóra, Margrét og Sigrún.
Sigurlaug
Þorkelsdóttir
Fréttirnar bár-
ust 8. september
síðastliðinn og við
tók erfiðasti tími
sem nokkurt okkar hefur upp-
lifað.
En vinahópurinn hittist sam-
dægurs, rifjaði upp gamlar sög-
ur og ræddi það hversu traust-
ur og góður vinur hann
Ingólfur var, í því fólst viss
huggun og styrkur. Þeir sem
söfnuðust saman höfðu þekkt
hann mislengi og eytt mismikl-
um tíma með honum. Ingólfur
var samt þannig að hann varð
öllum sem kynntust honum ná-
inn og kær og hann átti sér-
stakan stað í hjarta þeirra
allra.
Einn náinn vinur hans Ing-
ólfs talaði um það að þegar fólk
létist væri oft sagt að það hefði
verið einstakt en Ingólfur hefði
í alvörunni verið einstakur,
hann var virkilega magnaður.
Ingólfur var alltaf reiðubúinn
að rétta vinum sínum hjálpar-
hönd, sama hvað það var sem
þeir þurftu og var ómetanlegur
þegar fólk þurfti einhvern að
tala við.
Hæfileikar Ingólfs voru ein-
stakir og þeir lágu á mörgum
sviðum, flestallt sem hann tók
sér fyrir hendur varð að fal-
legri list, leiklistarhæfileikar,
skáldgáfa, myndlistarhæfileik-
arnir, eldamennskan og sér-
staklega tónlistin.
Hann hafði magnaða kímni-
gáfu og gat kallað fram hlátur
hvar og hvenær sem er og var
ekki feiminn við að gera grín að
neinu. Þegar hann sagði sögur
þá lifnuðu þær við fyrir aug-
unum á manni, sögurnar voru
sagðar af þvílíkri innlifun og
allur líkaminn var notaður til
að tjá þær.
Eitt sinn sagði hann að ef
Ingólfur Bjarni
Kristinsson
✝ Ingólfur BjarniKristinsson
fæddist 11. maí
1988. Hann lést 8.
september 2017.
Útför Ingólfs
Bjarna var gerð 20.
september 2017.
sögur væru ekki
kryddaðar örlítið
þá tæki því ekki að
segja þær. Ingólf-
ur var vel lesinn og
fylgdist alltaf með
heimsmálunum.
Hann hafði áhuga
á öllu sem viðkom
himingeimnum og
andlegum málefn-
um.
Hann lá aldrei á
skoðunum sínum og sagði það
sem honum fannst við hvern
sem var. Hann hafði einstaka
nærveru og að fá hann í heim-
sókn var gulls ígildi.
Jarðarförin var ótrúleg,
hundruð manna mættu á fal-
lega tónleika þar sem spiluð
voru lög sem voru þér að skapi
og lög eftir þig sjálfan.
Að minningin um síðustu
stund okkar með þér sé frá
þessum fallegu tónleikum sem
jarðarförin þín var er ómetan-
legt.
Að sjá vini þína standa á
sviði og flytja tónlistina var
einstakt, fólk söng, hló, dansaði
og grét. Þetta var lokasýningin
og hún var mögnuð.
Manni finnst eins og heim-
urinn hafi stöðvast því sökn-
uðurinn er óbærilegur og að til
hafi orðið skarð sem mun aldrei
fyllast. Við þurfum öll að finna
styrk til að lifa með þessu, því
lífið heldur áfram.
Við munum reyna að taka til
okkar þau heilræði sem þú
skildir eftir handa okkur. Við
getum verið þakklát fyrir öll
þau skref sem við tókum saman
og þú munt ávallt eiga þinn
stað í hjörtum okkar allra.
Svo vitnað sé í þín eigin orð
frá 29. desember 2016:
Hlúið að þeim sem ykkur standa
næst
Fagnið þeim sem þrá nærveru ykkar
Elskið þau sem vilja aldrei sleppa
taki af ykkur.
Tíminn er lærdómur og einn daginn
Skiljum við það öll.
Þínir vinir,
Andri, Leifur, Jónas
og Rakel.
✝ Guðný fæddist15. október
1926 á Síreks-
stöðum í Vopna-
firði. Hún lést á
Hlévangi í Kefla-
vík, 26. september
2017.
Foreldrar henn-
ar voru Jósef
Hjálmarsson og
Vilborg Kristjáns-
dóttir. Systkini
hennar voru í ald-
ursröð: Guðni,
Hjálmar, Kristján,
Sigmar, Georg, og
Lilja, þau eru öll
látin.
Guðný verður
jarðsungin frá
Keflavíkurkirkju í
dag, 5. október
2017, klukkan 13.
Elsku besta Nýja „amma“ og
vinkona.
Þú varst mér svo kær og ég er
svo þakklát fyrir samband okkar
sem var svo fallegt og einlægt.
Þú leist alltaf á mig sem jafn-
ingja þinn og vinkonu þó þú værir
um 60 árum eldri en ég.
Hláturinn var einkennandi
fyrir okkar samband.
Ég á eftir að sakna þín svo
óendanlega mikið, elsku kerling-
in mín.
Þegar ég kom til þín í síðasta
sinn daginn fyrir andlát þitt,
varstu mjög veikburða og þreytt,
en þú kreistir samt á mér hönd-
ina og ég fann sterkt á viðbrögð-
um þínum hversu mikið þú vissir
af mér. Eins og ég sagði við þig
þá og segi það aftur, ég elska þig
svo mikið og er svo ánægð hversu
tengdar við vorum. Takk fyrir
allt. Takk fyrir að vera ávallt til
staðar fyrir mig. Takk fyrir þig.
Sofðu rótt, elsku Nýja mín.
Hlakka til að knúsa þig þegar
minn tími kemur.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Daggrós Hjálmarsdóttir.
Guðný
Jósefsdóttir