Morgunblaðið - 05.10.2017, Page 67

Morgunblaðið - 05.10.2017, Page 67
MINNINGAR 67 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2017 ✝ Anna Frið-bjarnardóttir fæddist á Siglufirði 15. ágúst 1921. Hún lést á hjartadeild Landspítalans 27. september 2017. Anna var dóttir hjónanna Sigríðar Stefánsdóttur frá Móskógum í Fljót- um og Friðbjarnar Níelssonar frá Hall- landi í Eyjafirði. Hún ólst upp á Siglufirði. Bræður hennar: Níels, f. 1918, d. 2012, Kjartan, f. 1919, d. 2003, Stefán, f. 1928, Kolbeinn, f. 1931, d. 2000, Bragi, f. 1935, d. 1990. Anna giftist Ásmundi Guðjóns- syni frá Bæ í Lóni, f. 31.12. 1903, d. 12.6. 1964, í Vestmannaeyjum 2015, fyrri kona hans Elín Hart- mannsdóttir, sonur þeirra Ás- mundur, f. 1979, k.h. María Birg- isdóttir, þau eiga þrjár dætur. Síðari kona Gísla var Guðrún Jónsdóttir, þau áttu soninn Ágúst, f. 1987, hann á eina dótt- ur. Anna ól einnig upp fóst- urdótturina Önnu Margréti Bragadóttur, m.h. Birgir Jó- hannesson, synir þeirra Kári, f. 1983, Markús, f. 1986, k.h. Eva Dögg Þorvaldsdóttir, Markús á tvö börn, og Hafliða, f. 1995. Anna giftist Markúsi Jónssyni, f. 3. apríl 1920, d. 27. apríl 1998, í Vestmannaeyjum árið 1967. Markús átti dæturnar Eiríku og Þórunni og soninn Ágúst sem lést ungur að árum. Anna giftist Herði S. Ósk- arssyni, f. 4. júlí 1932, árið 2005, í Reykjavík. Hörður á fimm börn, þau eru: Ómar Sævar, Harpa Sjöfn, Anna Sigurborg, Óskar Sigurður og Jón Hugi. Útför Önnu fer fram frá Hvíta- sunnukirkjunni Fíladelfíu í dag, 5. október 2017, klukkan 11. árið 1942. Þau eign- uðust þrjá syni; Atli, f. 22. maí 1943, k.h. Þrúður Helgadóttir, dætur þeirra Sara Lind, f. 1967, m.h. Birgir Sigfússon, þau eiga tvær dæt- ur, og Hekla Dögg, f. 1969, m.h. Úlfur Grönvold, þau eiga einn son; Kjartan, f. 23. maí 1949, k.h. Sigrún Ásmundsdóttir, börn þeirra, Anna Margrét, f. 1988, í sambúð með Valgeiri Magn- ússyni, þau eiga einn son, og Ás- mundur, f. 1990. Fyrir átti Kjart- an soninn Kristin Samúel, f. 1980, k.h. Hrafnhildur Þór- isdóttir, þau eiga tvö börn. Gísli, f. 15. september 1950, d. 18. mars Aldrei kveldar, ekkert húm, eilíf sýn til Stranda, enginn tími, ekkert rúm, allar klukkur standa. Móðir okkar, Anna Margrét Friðbjarnardóttir, átti ógengin aðeins fjögur ár til að ná að fagna aldarafmæli sínu. Það virtust lengi allar klukkur standa þegar mamma Bíbí var annarsvegar. Andlegt atgervi og heilsufar almennt var lengstum óbugað af árafjöldanum og er tíminn þó óvæginn samningamaður við flesta. Hún átti sín æskuár á Siglu- firði á þeim tíma sem hann var mest heimsborg á Íslandi. Staðurinn var þá sveipaður ævintýraljóma síldaráranna. Meðan flestir staðir og héruð máttu búa við það að fjöll og fljót settu atvinnuháttum og mannlífi þröngar skorður og heimssýn og menning var bundin við hreppa- mörkin – þá var tilveran með öðr- um blæ á Siglufirði. Mokafli og auðsköpun ollu því nefnilega að mannfjöldinn marg- faldaðist á örstuttum tíma og uppbygging var gríðarleg. Menningarlíf var með ólíkind- um. Þarna voru kórar og kenni- menn, leikhús og lúðrasveit, skól- ar og skemmtiklúbbar, íþróttafélög og útgefendur. Og þarna var funheit umræða um pólitík, guðfræði og tilverunnar hinstu rök. Þetta er umhverfi Bíbíar í æsku – iðandi mannlíf og menn- ing. Umhverfið og uppeldið skilaði henni út í lífið vel lesinni, greindri og kjarkmikilli. Ung giftist hún Ásmundi Guðjónssyni, f. í Bæ í Lóni, þar sem fegurðin er ofar öllum skilningi. Þau bjuggu á Gjábakka í Vestmannaeyjum öll sín búskaparár, eða þar til hann lést um aldur fram. Hún var svo lánsöm að hitta öðlinginn Markús Jónsson og felldu þau hugi saman og giftust og áttu saman farsælar stundir. Þunghögg var forsjónin við mömmu því hann var líka frá henni tekinn alltof snemma. Síðar hitti hún gamlan vin að norðan, Hörð Sævar Óskarsson, íþróttakennara eins og mamma var sjálf, og milli þeirra mynd- aðist djúp vinátta, virðing og ást og það var yndislegt að verða vitni að hlýjunni og umhyggjunni sem þau sýndu hvort öðru. Við viljum þakka Herði hversu góður og vænn hann var við hana alla tíð. Börn hans sýndu mömmu einstaka ræktarsemi, sem við viljum þakka. Við munum vart eftir mömmu öðruvísi en að bækur væru nærri, og í þær greip hún hvenær sem friður gafst frá heimilisönnum og uppeldi, sem á stundum var tíma- frekt. Ljóð voru hennar ástríða. Hún lét sér ekki nægja að sökkva sér í skáldskap Jónasar, Stephans G., Davíðs frá Fagraskógi, Guð- mundar Böðvarssonar og fleiri meistara, heldur kunni hún obb- ann af kvæðunum utanbókar, svo ótrúlegt sem það er nú. Í þennan fjársjóð hefur hún löngum sótt og marga glatt með ljóðum eða gefið ráð með hnit- miðuðum tilvitnunum í höfuð- skáldin. Og sjálf er hún skáld gott, og skaði að hún skyldi ekki helga sig ljóðagerð í ríkari mæli. Lífsins gönguferð náði 96 ár- um og mamma hjálpaði á leiðinni mörgum, sem á þurftu að halda – studdi og gladdi, og gerði líf margra litríkara og ljúfara. Við eftirlifandi börn hennar þökkum samferðina. Guð geymi hana. Atli, Kjartan og Anna Margrét. Tengdamamma Bíbí var stór kona. Sentimetrarnir sögðu kannski annað en hún var stór í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Hún var stórhuga, rausnarleg og æðrulaus kona og kunni að lifa lífinu öll sín 96 ár. Smáatriðin gátu stundum þvælst fyrir henni, eins og það að ákveða hvenær skyldi farið í búð eða hvað átti að vera í matinn, en þegar kom að stórum ákvörðun- um eða viðburðum tók hún öllu með æðruleysi þess sem ekki „rífst við forlögin“, eins og hún orðaði það sjálf. Í rétt tæp 50 ár steig tengda- mamma ekki fæti sínum upp í flugvél – hafði enda ung lent í al- varlegu flugatviki sem olli því að hún ákvað að fljúga aldrei fram- ar. Um síðir þótti henni nóg kom- ið af flugleysinu og lagðist í ferða- lög með Herði sínum. Saman fóru þau til Þýska- lands, Kanaríeyja og meira að segja til Vesturheims, þar sem þau skoðuðu Íslendingaslóðir. Á þeim tíma í lífi sínu ákvað hún að tími væri kominn til að byrja aft- ur að ferðast með flugvél og gerði það bara – ræddi það svo aldrei frekar. Þegar Bíbí var rétt að verða sjötug uppgötvaðist að hún var með stórt æxli við heila. Í heila- uppskurð fór hún og ræddi síðan aldrei um það meir – svo virtist sem hún bókstaflega hefði ákveð- ið að gleyma því og þar með þeim óþægindum sem heilauppskurð- inum fylgdu. Bíbí var mikill húmoristi og oft hvein í henni hláturinn. Það var ekki leiðinlegt að vera nálægt þeim mæðginum, Bíbí, Atla, Kjartani og Gísla, og hlæja með þeim. Þá var stundum hlegið svo mikið að margir stóðu á öndinni. Þó að hún væri orðin háöldruð var hún full af lífsþorsta. Fylgdist með fréttum og lék sér að því að ráða krossgátur með orðabækur við höndina og las nýútkomnar ís- lenskar bækur af áhuga. Henni leiddist heldur dægurþras og fýldi grön ef henni fannst einhver fara of langt í vitleysunni. Þegar ég kynntist henni fyrst var tengdapabbi enn á lífi. Mark- ús var ljúflingskarl og vildi veg hennar sem mestan. Þau áttu 30 góð ár saman og henni var missir hans mikið áfall. Þar kom þó að hún hóf að vinna sig út úr því og byrjaði m.a. að taka þátt í fé- lagsstarfi aldraðra þar sem hún fór fyrst af öllu á námskeið í framsögn. Upp úr því fór að verða erfiðara að ná í hana og jafnvel svo að ekki heyrðist frá henni heilu dagana – og jafnvel næturnar. Hörður var kominn í spilið. Þau Hörður áttu saman 15 ár. Þau tóku þátt í starfi Leik- félags eldri borgara, Snúði og Snældu, ferðuðust, fóru í leikhús, bíó, listsýningar, sinfóníutónleika og já – gerðu allt af lífi og sál. Ástarsagan þeirra myndi slá í gegn í bíóhúsunum. Hún var fal- leg. Tengdamamma Bíbí var stór kona. Stórkostlegur karakter og fyrirmynd í svo mörgu. Af henni lærði ég að maður velur sér hlut- skipti. Eitt af viðkvæðum hennar var að hún hefði verið svo heppin að hafa aldrei fundið til. Ég veit að hún sagði þetta ekki af því hún fyndi aldrei til heldur af því að hún valdi sér þetta viðhorf. Alveg mögnuð. Sigrún Ásmundar. Amma Bíbí hefur kvatt þenn- an heim. Hún sem mér fannst myndi verða hér að eilífu. Amma var alla tíð hraust og það má með sanni segja að hún hafi lifað lífinu til fulls. Yndisleg kona sem snerti hvern sem hana þekkti. Lengst af var langt á milli okkar ömmu en síðastliðin ár höfum við búið í sama hverfinu sem bætt hefur upp fyrir löngu vegalengdir for- tíðarinnar. Við áttum þó okkar stundir saman á Háaleitisbrautinni ásamt afa Markúsi þegar ég kom suður á fótboltaæfingar á ung- lingsárunum. Það voru virkilega góðir tímar. Hlýja og væntumþykja ein- kenndu samband okkar ömmu. Mig langar því að kveðja hana að sinni með því að birta ljóð eftir hana sjálfa, ljóð sem hún sendi mér, ásamt kerti, á jólum þegar ég var fjögurra ára gamall. Ljóð- ið er nú birt í fyrsta skipti sem minnismerki um yndislega góða konu sem þótti vænt um litla ömmustrákinn sinn. Rautt og brúnt er haustið, bregður rauðu gliti. Ekkert er svo fallegt annað svo ég viti. Því ef betur að er gáð, það á sér þúsund liti. Eins er fagur veturinn þó verði kalt um nætur. Þegar hvíta fannbreiðuna frostið glitra lætur. Taktu á kvöldin kertið þitt og kveiktu litli sætur. Takk fyrir væntumþykjuna, elsku amma, hún var alla tíð gagnkvæm. Ég kveiki á kertinu. Hvíldu í friði. Ásmundur Gíslason. Elsku Bíbí mín er farin úr okk- ar jarðvist, þangað sem við öll förum. Allt í einu er hversdags- leikinn orðinn annar og veröldin tómlegri. Bíbí, eða amma Bíbí, eins og við fjölskyldan nefndum hana ævinlega hefur nú kvatt okkur, en þó vonandi aðeins um stundarsakir. Hún var alltaf amma allra barna í fjölskyldunni, svo hjartahlý og góð. Hennar er sárt saknað. Á þessari stundu er mér efst í huga þakklæti til þess- arar frábæru og merku konu og fyrir að hafa fengið að vera henni samferða. Það var árið 1976 sem leiðir okkar Gísla barnsföður míns og sonar Bíbíar lágu saman. Ég var þá nýútskrifaður hjúkrunarfræð- ingur og hafði ráðið mig til starfa við Sjúkrahúsið í Vestmannaeyj- um. Til Vestmannaeyja hafði ég aldrei komið og leist strax mjög vel á mína ákvörðun er þangað kom. Ekki leið á löngu þar til ég kynntist Bíbí og fann strax hve elskuleg og góð kona hún er. Bíbí og Markús tóku mér opnum örm- um og þeim á ég margt að þakka, hvílíkir öðlingar bæði tvö. Árin sem ég hef notið vináttu Bíbíar eru orðin ríflega fjörutíu. Það er ótrúlegt hvað tíminn flýgur áfram. Þær eru margar minning- arnar um skemmtilegar sam- verustundir og líflegar samræður um allt milli himins og jarðar, bæði á mínu heimili og hennar. Minningar um yndislegar mót- tökur Bíbíar og Harðar á Klepps- veginum þar sem spurt var frétta af fjölskyldu yfir rjúkandi kaffi- bollum og dásamlegu meðlæti líða okkur hjónum og börnum okkar ekki úr minni. Elsku Hörður, þinn söknuður er mikill, þú stóðst alltaf sem klettur með henni Bíbí og þið vor- uð svo dásamleg saman. Minning mín lifir um þessa yndislegu konu. Elsku Atli og Þrúður, Kjartan og Sigrún, Anna og Biggi og allir aðstandendur, ég og fjölskylda mín færum ykkur öllum innilegar samúðarkveðjur og óskum ykkur guðsblessunar. Elín Björk Hartmannsdóttir. Systir mín, Anna Margrét, bar nöfn föður- og móðurömmu okk- ar systkina: Önnu Sigurleifar Björnsdóttur, frá Halllandi á Svalbarðsströnd, og Margrétar Kjartansdóttur frá Móskógum í Fljótum, Skagafirði. Hún bar þessi nöfn með reisn og sóma til æviloka. Gælunafn hennar, Bíbí, var þannig tilkomið að Níels elzti bróðir okkar sagði er hann sá systur sína: Nú höfum við eignast nýja Bíbí, en svo var kornabarn kallað í næsta húsi, Fróni, við Vetrarbraut. Bíbí var hún kölluð öll bernsku- og æskuár sín en Önnunafnið tók yfir á fullorðins- árum. Systir mín var sterk kona og til hennar sótti ég oft styrk. Hún hafði einstakt minni, einkum á ljóð og lausavísur. Mér var hún lifandi ljóðasafn. Það fer því vel á því að ég minnist hennar með ljóðakorni sem ég færði henni á áttræðisafmæli hennar 15. ágúst 2001. Víst er Siglufjörður fagur. Fjöll og nesið mynda skjól. Á bláum himni sumarsól. Síld á miðum. Heilladagur! Á eðalheiðum ágústdegi Anna Margrét, systir mín, fæddist. Hún var sólarsýn, sól í heiði á allra vegi. Býr að krafti býsna sterkum, en blíð er jafnan hennar lund. Glöð og hress á góðri stund. Gekk með sæmd frá öllum verkum. Áttræð horfir yfir verk og vegi, víst hún skilar góðum annadegi. Hreinlynd, dugleg, hörkuskörp og góð. Vinir margir valkyrjuna hylla, víst hún kunni kvæðastrengi að stilla. Öll við þökkum hennar æviljóð. Ég votta mági mínum, Herði Óskarssyni, þeim heiðurs- og sómadreng, innilega samúð. Sem og systursonum mínum, Atla og Kjartani, og bróðurdótt- ur minni og uppeldisdóttur syst- ur minnar, Önnu Margréti Bragadóttur – og þeirra fólki öllu. Ég þakka systur minni allt það sem hún var mér. Megi hún eiga góða heimkomu. Stefán Friðbjarnarson. Fyrir mér var hún Bíbí stór- kostleg kona. Mikið sem ég hef litið upp til hennar í þau 19 ár sem ég þekkti hana. Hún var ein- staklega fróð um allt milli himins og jarðar og naut ég þess að setj- ast hjá henni og hlusta á hana segja frá. Fjölskyldan var henni Bíbí allt. Ávallt mætti hún fyrst í allar veislur og viðburði. Öll handskrif- uðu kortin frá henni eru mér svo kær og geymi ég þau á vísum stað. Bíbí lifði í núinu og var ekkert að bera saman fortíð við nútíð. Hún lifði svo sannarlega tímana tvenna og upplifði margt á sínum níutíu og sex árum. Mér þótti hún með eindæmum sterk, þessi smá- vaxna kona. Ávallt kaus hún að tala um það sem gekk vel og var orðið vanda- mál ekki til í orðabók Bíbíar. Aldrei heyrði ég hana hallmæla öðrum eða finna eitthvað að í fari annarra, svo fáguð var hún. Að fylgjast með Bíbí og Herði hefur verið aðdáunarvert. Þau eru svo góðar fyrirmyndir fyrir okkur öll. Hamingjusamari og lífsglaðari hjón hef ég ekki hitt. Lífið hófst á ný hjá þeim báðum þegar þau kynntust árið 2005. Þau tóku að ferðast bæði um Ísland og er- lendis. Þau sóttu tónleika og leik- hús sem aldrei fyrr. Bæði voru þau virkir þátttakendur hjá leik- félaginu Snúði og Snældu og var Bíbí stolt af hlutverki sínu sem hvíslari. Þau urðu ung aftur og nutu hverrar mínútu á áttræðis- og níræðisaldri. Gagnkvæm virð- ing og traust hvors fyrir öðru var nær áþreifanleg og svo falleg. Tíminn með Bíbí er okkur fjöl- skyldunni ómetanlegur. Börnin okkar munu alla tíð búa vel að þeim góðu stundum sem við höf- um átt með henni. Daginn sem hún kvaddi skrif- aði 10 ára sonur okkar upp atriði í skólanum sem hann taldi sig heppinn með í lífinu og var eitt þeirra að eiga 96 ára gamla lang- ömmu. Hann er svo sannarlega hepp- in sem og við öll. Minning þín mun lifa í hjörtum okkar allra. Undir háu hamrabelti höfði drúpir lítil rós. Þráir lífsins vængja víddir, vorsins yl og sólarljós. Ég held ég skynji hug þinn allan, hjartasláttinn, rósin mín. Er kristallstærir daggardropar drjúpa milt á blöðin þín. Æsku minnar leiðir lágu lengi vel um þennan stað, krjúpa niður, kyssa blómið, hversu dýrðlegt fannst mér það. Finna hjá þér ást og unað, yndislega rósin mín. Eitt er það sem aldrei gleymist, aldrei, það er minning þín. (Guðmundur G. Halldórsson.) Hrafnhildur Þórisdóttir og fjölskylda. Anna Friðbjarnardóttir, Bíbí, var föðursystir mín, glæsileg kona og góð fyrirmynd. Glaðlyndi hennar og lífsþrótt- ur virtust alltaf hjálpa henni þrátt fyrir ýmis áföll. Ung flutti hún til Vestmanna- eyja, eignaðist þar mann og þrjá syni. Mann sinn Ásmund missti hún þegar strákarnir voru á ung- lingsaldri. Hamingjuna fann hún aftur og giftist í annað sinn Markúsi Jónssyni og saman byggðu þau sér fallegt heimili í Vestmannaeyjum. Þau ólu bróð- urdóttur Bíbíar, Önnu Margréti, upp frá átta ára aldri. Frænka mín flutti til Reykjavíkur, þegar eldgosið í Eyjum hófst. Húsið hennar og Markúsar fór undir hraun og ákváðu þau að setjast að í Reykjavík. Bíbí og Markús ferðuðust mik- ið um landið og komu oft til okkar á Sigló og var ævinlega glatt á hjalla. Markús mann sinn missti hún árið 1998. Hún var virk í ýmsu fé- lagsstarfi, gafst aldrei upp eða vorkenndi sér. Enn á ný fann hún ástina er hún kynntist Herði Ósk- arsyni íþróttakennara og giftu þau sig árið 2005. Bjuggu þau sér hlýlegt og fallegt heimili við sundin blá í Reykjavík. Bíbí frænka mín var yndisleg, fluggáfuð, falleg og skemmtileg og er ég afskaplega þakklát fyrir að hafa kynnst henni og átt með henni ánægjulegar samveru- stundir. Ógleymanlegar eru stundirnar, sem við áttum saman í Lónkoti, þegar pabbi varð ní- ræður. Bíbí flutti þar stór- skemmtilega afmælisræðu um bróður sinn í bundnu máli og sást glöggt hversu pennafær og orð- heppin hún var. Þessi forna enska bæn finnst mér hæfa henni vel: Gefum okkur tíma til að sýna vinahót – um þau liggur vegurinn til hamingju. Gefum okkur tíma til að dreyma – draumurinn ber okkur til stjarnanna. Gefum okkur tíma til að unna og þiggja ást á móti – það eru guðdómleg for- réttindi. Gefum okkur tíma til að svipast um – dagurinn er of skammur til að eyða honum í sjálfselsku Gefum okkur tíma til að hlæja – hlát- urinn er tónlist sálarinnar. Ég kveð elsku frænku mína með mikilli eftirsjá. Eftirlifandi eiginmanni Herði, börnum og fjölskyldum þeirra vottum við fjölskyldan okkar dýpstu samúð. Guðrún Þ. Níelsdóttir. Anna Friðbjarnardóttir Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma, systir og stjúpmóðir, MARÍA SIGRÍÐUR ÞÓRÐARDÓTTIR, Mýrarvegi 115, Akureyri, lést á heimili sínu sunnudaginn 1. október. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 9. október klukkan 13.30. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Akureyrar. Þórður Gunnar Sigurjónsson Birgitta Lúðvíksdóttir Steinn Oddgeir Sigurjónsson Áslaug Ólöf Stefánsdóttir Sigmundur Sigurjónsson Helga Steingrímsdóttir Ingi Rúnar Sigurjónsson Hildur Salína Ævarsdóttir Guðmundur Sigurjónsson Bryndís Ýr Viggósdóttir ömmu og langömmubörn Ármann Þórðarson Svanberg J. Þórðarson Guðný og Jóhannes Haukur Hauksbörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.