Morgunblaðið - 05.10.2017, Qupperneq 72

Morgunblaðið - 05.10.2017, Qupperneq 72
72 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2017 Hugleikur Dagsson er þekktasti íslenski teiknarinn í dag, hefursent frá sér milli 25 og 30 bækur sem þýddar hafa verið á 15-20tungumál og rokseljast um allan heim, einkum í Finnlandi. Hann hefur auk þess sinnt annarri myndlist, samið leikrit, verið með út- varpsþætti og gert vídeómyndir. Hann fæddist á Akureyri fyrir 40 ár- um: „Ég man fyrst eftir mér í Svarfaðardalnum og í Stokkhólmi í Sví- þjóð, átti síðan heima í Vesturbænum í Reykjavík, var í Vesturbæjar- skóla þar sem enginn þurfti að gera neitt og fór síðan í Hagaskóla. Það var menningarsjokk því þar var skylduskóli – með aga inni í kennslu- stofum og frumskóg á göngunum.“ Hvenær byrjaðir þú að teikna? „Líklega fimm ára. Fyrsta teiknisaga mín með línulegri frásögn hét Risaeðlueyjan – var um mann sem lenti á Risaeðlueyju, flúði stanslaust undan risaeðlum og var svo étinn af þeim í lokin. Hún endaði illa.“ Hvað ætlarðu að gera á afmælisdaginn? „Í fyrra var ég með svokallað „grill“ á Rósenberg. Vinir mínir, uppi- standarar, komu á svið og rökkuðu mig niður fyrir alla mína galla. Síð- an átti ég að svara með því að tala illa um þá. Þetta var rosaleg eldskírn. En nú verð ég og ástralskur vinur minn, Jonathan Duffy, með net- útvarpsþátt sem heitir „Icestralia“ og fjallar um sérkenni og muninn á Íslendingum og Áströlum. Þessi þáttur verður í beinni útsendingu þeg- ar ég breytist í miðaldra mann eftir miðnætti.“ Hugleikur Dagsson Alltaf svolítið feiminn eins og myndin sýnir. Hugleikur breytist í miðaldra í beinni Hugleikur Dagsson er fertugur H ans Kristján fæddist í Reykjavík 5.10. 1947 og ólst þar upp: „Afi og amma áttu húsið á Smáragötunni þar sem ég fæddist, en ég ólst upp í Norðurmýrinni til 10 ára aldurs, við hliðina á Megasi, og komst fyrir vik- ið í endurminningar hans: Sól í Norðurmýri. Á unglingsárunum ól ég manninn í einu af Samvinnuhús- inum vestast á Ásvallagötu. Þegar ég kom þangað fyrst tók á móti mér heimasæta fjölskyldunnar sem var að flytja út og sýndi mér herbergið sitt sem ég var að flytja inn í. Þetta var Vigdís Finnbogadóttir.“ Hans Kristján lauk stúdentsprófi frá VÍ 1969, prófi í viðskiptafræði frá HÍ 1973 og stundaði framhaldsnám í viðskipta- og hagfræði við London Business School 1973-75. Hans Kristján var viðskiptafræð- ingur hjá Sambandi veitinga- og gistihúsaeigenda 1973, aðstoðar- framkvæmdastjóri hjá SÍS 1975-78, kennari við VÍ 1978-80, fram- kvæmdastjóri Hans Eide hf. 1978-84 og Alþýðuleikhússins 1984-85, stofn- andi, framkvæmdastjóri og stjórnar- formaður Stöðvar 2 og í stjórn Ís- lenska myndversins hf. 1985-90, stundaði ráðgjöf og sinnti ýmsum verkefnum frá 1991, starfrækti lista- verkaverslunina DaDa ehf. í Kirkju- hvoli um skeið, hefur stundað bóka- útgáfu, er stofnandi og fram- kvæmdastjóri Þjóðarhreyfingar- innar og hefur gert um 30 heimildar- myndir hérlendis og erlendis fyrir sjónvarp. Hans Kristján var skipaður vara- ræðismaður Hollands á Íslandi 1979, sat í stúdentaráði HÍ 1970-72, stjórn Vöku 1971-72, í fjáröflunarnefnd Rauða kross Íslands 1978, í stjórn Hans Kristján Árnason lífskúnstner – 70 ára Myndarleg stórfjölskylda Hans Kristján með systkinum, börnum sínum og þeirra, tengabörnum og barnabörnum. Í heimi lista og viðskipta Afmælisbarnið Glerfínn í lystigarð- inum við Listasafn Einars Jónssonar. Sara Sandra Smith og Alex- andra Kristín Eiríksdóttir héldu tombólu við Krónuna og söfnuðu 2.356 kr. sem þær færðu Rauða krossinum á Íslandi að gjöf. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.