Morgunblaðið - 05.10.2017, Side 76
76 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2017
13 vítamín og 16 steinefni · 18 aminósýrur · Blaðgræna · Omega GLA fitusýrur
SOD eitt öflugasta andoxunarensím líkamans
Hrein orka, eflir einbeitingu, eykur
súrefnismettun, gefur heilbrigða
næringaríka orku, gott allan daginn.
Reynist vel við sleni og pirringi,
auðugt af járni.
Fyrir allan aldur, smábörn,
unglinga og fullorðna.
Nánari upplýsingar
á www.celsus.is
Fæst í apótekum, Hagkaup, Nettó, Heilsuhúsinu, og víðar | celsus.is
Fjölvítamín náttúrunnar,
hreint og ómengað
Engin tilbúin næringaefni
18 ára
VELGENGNI
Á ÍSLANDI
framboð af miðum, en ekki eins mik-
il eftirspurn.
Við áttum mjög þungt ár í fyrra,
ætluðum þá að stækka hátíðina,
enda hafði verið uppselt í mörg ár.
Við töldum að hægt væri að fjölga
gestum enn meira, settum okkur
það markmið að ná tíu þúsund gest-
um. Þegar upp var staðið voru gest-
ir rétt undir níu þúsundum og við
fundum það sterkt að það var
þyngra yfir. Við fórum því strax í
vinnu við að endurskipuleggja hátíð-
ina til þess að tryggja að við gætum
þolað erfiðan tíma, minnkuðum
hana til þess að svara þessu og til að
geta lifað af í einhver ár á meðan
þetta gengur yfir,“ segir Grímur og
bætir við að markmið Iceland
Airwaves séu að mörgu leyti öðru-
vísi en margra annarra tónlist-
arhátíða, „við erum í þessu til að
flytja góða tónlist og fjölga ferða-
mönnum, en ekki beinlínis til að
græða, þó hátíðin verði að standa
undir sér“.
Leitin að réttu blöndunni
– Í upphafi var íslensk tónlist í
miklum meirihluta á hátíðinni, en
með tímanum hefur erlendum tón-
listarmönnum fjölgað. Þegar litið er
yfir dagskrána í ár eru hlutföllin aft-
ur orðin svipuð því sem var forðum.
„Við fækkuðum erlendum hljóm-
sveitum um tuttugu á milli ára, en
þetta er mikil kúnst. Fyrir íslenska
tónlistaráhugamenn þá er það
kannski ekkert sérstaklega áhuga-
vekjandi að sjá íslenska hljómsveit á
Airwaves sem var að spila á Hard
Rock í gær. Það þarf að finna réttu
blönduna, en við teljum að við séum
með góða blöndu. Það koma fram 46
fjölbreytt erlend atriði og þau eru
sum vissulega vel þekkt, en það er
ákveðin breyting á áferð hátíðar-
innar.
Við þurfum líka alltaf að skoða til
hvers Iceland Airwaves er og hvaða
máli hátíðin skiptir. Senan er að
breytast mjög mikið, eins og sjá má
á því að hiphopið er sterkast hjá
ungu fólki í dag. Við héldum Chron-
ic-kvöld 2010 með mjög heitum
böndum, en það komu á þau kannski
200 manns. Núna er bara hiphop á
öllum vinsældalistum og það er öll
músík sem streymt er á Spotify.
Mammút gefur út plötu sem fær
rosa dóma út um allan heim og er
streymt tíu þúsund sinnum en svo
koma sautján ára strákar úr Garða-
bænum og gefa út plötu og það eru
komin milljón streymi á þremur vik-
um. Í því sambandi kviknar spurn-
ingin hver er útflutningspælingin á
þessu, hvað getum við gert? Banda-
ríska hiphopið er allsráðandi á
markaðnum úti og erfitt að finna flöt
fyrir það íslenska, en það er partur
af verkefni Iceland Airwaves.“
Vandræði með tónleikastaði
– Það hefur mikið breyst í mið-
bænum á undanförnum árum og
meðal annars hafa ýmsir tónleika-
staðir dottið út, en aðrir komið inn.
Airwaves verður á kunnuglegum
stöðum að þessu sinni, en það bæt-
Tónlistarveisla framundan
Morgunblaðið/Eggert
Endurskipulagning Grímur Atlason segir að það sé kúnst að finna réttu blönduna af nýju og gömlu, íslensku og erlendu.
Billy Bragg/Kris Krug
Gamall Billy Bragg heimsækir Ísland í fyrsta sinn á fjörutíu ára ferli.
Iceland Airwaves tónlistarhátíðin verður haldin í byrjun nóvember Ríflega 200 listamenn og
hljómsveitir koma fram í Reykjavík og á Akureyri Færri erlendir tónlistarmenn frá síðustu hátíð
VIÐTAL
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Tónlistarhátíðin mikla Iceland
Airwaves verður haldin eftir rétt
tæpan mánuð, hefst miðvikudaginn
1. nóvember og stendur fram á
sunnudaginn 5. nóvember. Í þeirri
tónlistarveislu verða í boði tónleikar
203 listamanna eða hljómsveita,
obbinn íslenskur, eða 157, og 46 er-
lend tónlistaratriði. Tónleikahald
verður í Listasafni Reykjavíkur,
Gamla bíói, Húrra, Hard Rock Café,
Iðnó og Fríkirkjunni, á Gauknum, í
Hressingarskálanum, á Hverfis-
barnum, í Þjóðleikhúsinu, Hörpu og
Valsheimilinu. Einnig verður Air-
waves-hátíð á Akureyri, haldin í
Hofi, á Pósthúsbarnum og Græna
hattinum.
Endurskipulögð hátíð
Árið 2017 hefur verið erfitt hjá ís-
lenskum tónleikahöldurum, því þó
ýmsir tónleikar hafi gengið prýði-
lega þá hefur gengið verr að selja á
marga aðra og má nefna að skammt
er síðan hætt var við að fá hingað
rapparann snjalla Future vegna
dræmrar miðasölu.
Skipuleggjendur Iceland Airwav-
es, með Grím Atlason í broddi fylk-
ingar, hafa brugðist við þessum
samdrætti með því að velja aðra tón-
leikastaði og fækka erlendum lista-
mönnum, að sögn Gríms, sem segir
að aðstandendur hátíðarinnar hafi
byrjað á endurskipulagningu þegar
eftir síðustu Airwaves-hátíð.
„Þeir sem hafa verið í tónleika-
bransanum á Íslandi þekkja það að
það koma mjög djúpir dalir á milli
þess sem það eru háir toppar. Í
fyrra var einn af þessum toppum, en
það var að verða mettun á mark-
aðnum eins og við sjáum á þessu ári:
Viðburðum hefur verið aflýst, tón-
leikahátíðir hafa farið á hausinn og
mjög margir bjóða upp á tveir fyrir
einn tilboð – það er gríðarlega mikið