Morgunblaðið - 13.10.2017, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.10.2017, Blaðsíða 2
Vel hefur gengið að selja Bleiku slaufuna í ár og eru birgðirnar hjá Krabbameinsfélaginu löngu uppurnar og slaufan uppseld á mörgum sölustöðum. „Það er allt farið frá okkur, 40.000 slaufur sem er sama magn og síðustu ár. Það eru fleiri sölu- staðir sem hafa beðið um meira magn en í fyrra, en við vitum ekki hvað er búið að seljast þarna úti,“ segir Kolbrún Silja Ásgeirs- dóttir, kynningar- og fjáröflunar- stjóri Krabbameinsfélagsins. Söfnunarfé Bleiku slaufunnar í ár rennur til Ráðgjafarþjónustu félags- ins með það að markmiði að efla stuðning, fræðslu og ráðgjöf til ein- staklinga sem greinast með krabba- mein og aðstandenda þeirra. Kolbrún segir að góða sölu Bleiku slaufunnar megi m.a. þakka því hversu falleg hún er, eins og fyrri slaufur, og þá nái inntakið í skilaboðunum til fólks. „Það er stór hópur einstaklinga sem kaupir alltaf Bleiku slaufuna og vaxandi fjöldi fyrirtækja sem kaupir fyrir starfsmenn sína og gerir eitthvað skemmtilegt í til- efni af bleika deginum,“ segir Kol- brún en bleiki dagurinn er einmitt í dag. Í fyrra söfnuðust 130 milljónir við sölu Bleiku slaufunnar sem var varið til endurnýjunar tækjabúnaðar til skipulegrar leitar að brjósta- krabbameini. Sá tækjabúnaður kemur nú í desember. ingveldur@mbl.is Vel hefur gengið að selja Bleiku slaufuna  Bleiki dagurinn haldinn í dag 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2017 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Jákvæðni í garð innflytjenda  60% telja innflytjendur hafa góð áhrif á efnahaginn  18% telja áhrifin neikvæð Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Landsmenn eru almennt jákvæðir í garð innflytjenda og fjölmenningar- samfélagsins, samkvæmt könnun Fé- lagsvísindastofnunar Háskóla Ís- lands á viðhorfum almennings til innflytjenda og fjölmenningarsam- félagsins, en niðurstaðan var kynnt á samráðsfundi sem innflytjendaráð efndi til um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda í liðinni viku. Tæp 60% svarenda töldu innflytj- endur hafa góð áhrif á efnahaginn, um 22% hvorki né en 18% töldu áhrif innflytjenda nei- kvæð. Þeir sem eiga í persónulegum tengslum við inn- flytjendur eru já- kvæðari en aðrir og jákvæðastir eru þeir sem tengjast innflytj- endum innan fjöl- skyldu sinnar, t.d. í gegnum hjúskap. Spurt var um afstöðu til fjölda inn- flytjenda, hvort það ætti að auka eða draga úr fjölda þeirra sem koma til landsins eða halda fjöldanum óbreyttum. Um 36% svarenda vildu auka fjöldann nokkuð eða mikið, um 30% halda honum óbreyttum en 34% vildu draga nokkuð eða mikið úr fjöldanum. Niðurstaða könnunar góð „Það sem skiptir mestu máli er að fólk virðist almennt vera mjög já- kvætt gagnvart reynslunni af aukn- um fjölda innflytjenda. Viðhorfið er jákvætt hjá þeim sem hafa persónu- leg kynni af innflytjendum,“ segir Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, í samtali við Morgunblaðið um niðurstöðurnar. „Fleira fólk er líka almennt séð já- kvæðara gagnvart fleiri innflytjend- um. Í ljósi umræðunnar sem gjarnan er þannig að innflytjendum er stillt upp á móti öðrum hópum sem eiga á brattann að sækja, þá er mjög já- kvætt að sjá að almenningur lítur alls ekki á það þannig og telur reynsluna jákvæða og góða,“ segir hann. Könnun Félagsvísindastofnunar var netkönnun og náði til 1.733 ein- staklinga í netpanel stofnunarinnar. Gagnaöflun könnunarinnar fór fram á tímabilinu 16. mars til 3. maí síðast- liðið vor og var svarhlutfallið 65%. Þorsteinn Víglundsson Samfylkingin segist vilja hefja stórsókn gegn hvers kyns of- beldi, kynferðis- ofbeldi, net- ofbeldi sem og heimilisofbeldi. Vegna þessa vill flokkurinn setja fjóra milljarða í málaflokkinn á næsta kjörtímabili, eða um einn milljarð króna árlega. Meðal þeirra atriða sem lagt er til að farið verði í er að fjölga lög- reglumönnum og hækka laun þeirra, hafa viðvarandi fræðslu í skólum landsins um ofbeldi, samræma þjón- ustu á neyðarmóttöku og bjóða ókeypis sálfræðiþjónustu. Sam- kvæmt áætluninni er gert ráð fyrir að fræðsla um ofbeldi hvers konar hefjist strax í grunnskólum, en að hún verði einnig í mennta- og há- skólum. Bæta á fræðslu til brotaþola og gerenda með það að leiðarljósi að gerendur skilji afleiðingar ofbeldis. Helga Vala Helgadóttir, oddviti Samfylkingar í Reykjavíkur- kjördæmi norður, segir nauðsynlegt að fara inn í skólana. „Við verðum að fara inn í skólana og þá ekki bara eitthvert mánaðarátak,“ segir Helga Vala. Spurð hvort þetta verði hluti af námskrá grunnskólanna kveður hún já við. „Við fáum þá bara stuðning frá félagasamtökum sem hafa verið að fræða nú þegar. Þetta er bara jafn mikilvægt og leikfimi í mínum huga.“ mhj@mbl.is 4 milljarðar í baráttuna gegn ofbeldi Helga Vala Helgadóttir  Samfylking í sókn Umtalsverð úrkoma hefur verið á Norðurlandi undanfarna daga. Mikil rigning hefur verið á miðju Norður- landi, allt að 86 mm, á undanförnum tveimur sólarhringum, skv. upplýs- ingum frá Veðurstofunni. Talsvert mun rigna í dag, sérstaklega í kvöld, en það hvessir með NV-átt og rign- ingu á Ólafsfirði og Siglufirði. Mikið hefur líka rignt nyrst á Ströndum. Vaxið hefur í lækjum og ám að undanförnu og mun áfram rigna fram á laugardagsmorgun, en þá styttir upp fram á miðvikudag. Skil gengu yfir landið úr austri í nótt og því rigndi á sunnanverðu landinu, en styttir upp í dag. ernayr@mbl.is Vatnsveður fyrir norðan Hann tók ekki augun af eiganda sínum hundur- inn sem lá bundinn við staur á Hverfisgötunni í miðbæ Reykjavíkur. Skammt frá, hinum megin við búðarglugga, var eigandinn önnum kafinn við fatakaup í herrafataverslun. Á meðan beið sá stutti fyrir utan og lét sig mannlífið allt í kring engu skipta. Þegar eigandinn skilaði sér loks út úr versluninni tók hversdagsleikinn við á ný með göngutúr um miðborgina. Með augun á eiganda sínum Morgunblaðið/Árni Sæberg Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Reykjavíkurborg er að semja við verktakafyrirtækið Ístak um að nýta Víðines sem búðir fyrir erlenda verkamenn. Borgin áformar jafn- framt að halda eftir 14 herbergjum til að velferðarsvið geti boðið fólki sem ekki hefur tekist að finna sér húsnæði húsaskjól til bráðabirgða. Í Víðinesi var rekið hjúkrunar- heimili. Reykjavíkurborg lagði um 120 milljónir kr. í endurbætur á hús- næðinu á síðasta ári og leigði Út- lendingastofnun fyrir hælisleitend- ur. Húsnæðið hefur staðið autt frá því 1. júlí, eftir að stofnunin sagði því upp. Tvö fyrirtæki gáfu sig fram í sum- ar, eftir að borgin auglýsti húsið laust til leigu. Bæði voru að leita að húsnæði fyrir verkafólk. Teknar voru upp viðræður við Ístak. Hrólfur Jónsson, skrifstofustjóri eigna og at- vinnuþróunar, reiknar með að geng- ið verði frá samningum á næstu tveimur vikum og Ístak fái þá húsið afhent. Húsaskjól til bráðabirgða Á seinni stigum málsins kom upp sú hugmynd að nýta hluta húsnæð- isins fyrir velferðarsvið borgarinnar. Segir Hrólfur að fólki sem sé á alger- um hrakhólum með húsnæði verði boðið upp á húsaskjól, á meðan unnið sé að varanlegri lausn á húsnæðis- málum þess. Segir hann að þetta sé liður í þeirri viðleitni Reykjavíkur- borgar að stytta biðlista fólks eftir félagslegu húsnæði. 35-40 herbergi eru í Víðinesi. Borgin reiknar með að taka 14 þeirra til sinna nota og Ístak mun þá taka þann hluta húsnæðisins sem eftir er á leigu. Víðines er nokkuð af- skekkt. Vonast Hrólfur til að sam- vinna geti orðið um að hafa ferðir fyrir íbúana til borgarinnar og frá. Af hrakhólum í Víðines  Ístak tekur Víðines á leigu fyrir verkafólk  Velferðarsvið heldur eftir herbergjum fyrir húsnæðislausa skjólstæðinga Morgunblaðið/Árni Sæberg Víðines Unnið að lagfæringum á einum gangi hússins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.