Morgunblaðið - 13.10.2017, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2017
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Velta íslenskra greiðslukorta erlendis
var 91,4 milljarðar króna fyrstu átta
mánuði ársins og jókst um 16,3% milli
ára. Veltan hefur aldrei verið jafn
mikil og er til dæmis 58,5% meiri á
núvirði en árið 2006.
Þetta kemur fram í greiningu
Rannsóknaseturs verslunarinnar á
tölum Seðlabankans, sem unnin var
fyrir Morgunblaðið. Við samanburð-
inn hafa tölur fyrri ára verið færðar á
verðlag nú.
Samkvæmt þessari greiningu hef-
ur velta íslenskra debetkorta erlendis
aukist úr 14,35 milljörðum fyrstu átta
mánuði ársins 2015 í 26,37 milljarða
sömu mánuði í ár. Það er 83,8% aukn-
ing. Til samanburðar jókst velta ís-
lenskra kreditkorta erlendis úr 53,67
milljörðum í 64,99 milljarða á tíma-
bilinu, eða um 21%. Velta íslenskra
debetkorta erlendis hefur því aukist
mun meira síðustu misseri.
Nýir möguleikar debetkorta
Árni Sverrir Hafsteinsson, hag-
fræðingur hjá Rannsóknasetri versl-
unarinnar, segir aukna veltu ís-
lenskra debetkorta erlendis kunna að
vitna um aukna netverslun. Síðustu
misseri hafi enda sá möguleiki opnast
að nota íslensk debetkort til að kaupa
vörur á netinu.
„Áður varð að nota kreditkort til að
panta á netinu. Nú er hins vegar hægt
að nota debetkort í mörgum tilvikum.
Það kann að vera meginástæðan fyrir
aukinni notkun íslenskra debetkorta
erlendis.“
Þá bendir Árni Sverrir á að 14,3%
fleiri Íslendingar hafi farið frá Leifs-
stöð fyrstu sjö mánuði ársins en sömu
mánuði í fyrra. Árið 2016 hafi aukn-
ingin verið 21,4% á þessu tímabili en
12,8% árið 2015.
Þar vitnar hann til talna Ferða-
málastofu en á vef hennar hafa tölur
fyrir ágúst ekki verið birtar.
Við þennan samanburð ber að hafa
í huga að kaupmáttur Íslendinga hef-
ur aukist mikið síðustu ár. Til dæmis
kostaði evran 144,7 krónur í lok ágúst
2015 en 124,35 krónur í lok ágúst í ár.
Þá má geta þess að evran kostaði 179
krónur 31. ágúst 2009.
Kaupmátturinn hefur aukist
Neysla Íslendinga á vöru og þjón-
ustu erlendis hefur því aukist meira
en sem nemur aukningu í krónum.
Samanlögð velta íslenskra debet-
og kreditkorta erlendis hrundi milli
ára 2008 og 2009, fór úr 66,36 millj-
örðum í 37,52 milljarða á núvirði. Hún
hefur síðan aukist á hverju ári í 91,37
milljarða. Er hér miðað við fyrstu átta
mánuði hvers árs. Veltan þessa mán-
uði var 143,5% meiri 2017 en á árinu
2009.
Kortanotkunin erlendis aldrei meiri
Velta íslenskra debet- og kreditkorta erlendis var samtals 91,4 milljarðar fyrstu átta mánuði ársins
Velta debetkorta eykst hraðar en velta kreditkorta Hagfræðingur tengir þá þróun við netverslun
Kortanotkun
Íslendinga erlendis
Heildarvelta í janúar til ágúst
2006-17 áverðlagi nú ímilljónum
Alls Kreditkort Debetkort
’06 ’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17
43.917
57.640
29.213
8.305
37.518
13.723
64.994
26.373
91.367
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Skipulags- og umferðarnefnd Sel-
tjarnarness hefur samþykkt að setja
merkingar á nokkra staði á göngu-
stígum í bænum. Þetta er gert til að
freista þess að
draga úr hraða
hjólreiðamanna
sem eiga leið um
stíga á Nesinu og
minna alla þá sem
fara um stígana á
að sýna öðrum
vegfarendum til-
litssemi.
Þessi sam-
þykkt er gerð að
gefnu tilefni, að
sögn Bjarna Torfa Álfþórssonar,
bæjarfulltrúa á Seltjarnarnesi og
formanns nefndarinnar. Borist hafa
kvartarnir vegna þess að sumir hjól-
reiðamenn, stundum saman í hóp,
hafa hjólað ansi greitt á stígum þar
sem umferð gangandi og hjólandi er
ekki aðskilin.
Þykkmálning á stígana
Að sögn Bjarna stendur til að
mála hvítar rendur á stígana með
þykkmálningu, 10-15 sentimetra
breiðar. Þrjár slíkar rendur verða
málaðar á hverjum stað og munu
þær spanna einn og hálfan metra.
Þessar merkingar verða málaðar á
stígana á völdum stöðum, til dæmis
þar sem er blönduð umferð eða þar
sem skokkandi og hjólandi koma inn
á stíginn. Þetta verður gert fljótlega.
„Ég hjóla mikið erlendis því ég hef
verið leiðsögumaður í hjólaferðum
hjá Bændaferðum. Ég var í Austur-
ríki í sumar þar sem er mjög öflugt
hjólakerfi, og þar sem er blönduð
umferð gangandi og hjólandi er
þetta mjög algengt,“ segir Bjarni.
Nýlega var stígakerfið tvöfaldað
frá bæjarmörkum Seltjarnarness og
Reykjavíkur og alla leið vestur að
Gróttu. Næsta skref verður að tvö-
falda stígakerfið frá Gróttu meðfram
Bakkatjörn að bílastæðum við golf-
völl Ness. Það verk gæti jafnvel haf-
ist í haust en í síðasta lagi næsta vor.
Síðan verður stígakerfið tvöfaldað
frá bílastæðunum að Lindarbraut.
Þetta er mjög vinsæll göngu- og
hjólahringur að sögn Bjarna og bæj-
aryfirvöld telji það öryggismál að-
skilja umferð gangandi og hjólandi.
„Hjólastígurinn frá bæjarmörk-
unum út í Gróttu kostaði á sjöunda
tug milljóna og við viljum gjarnan að
hjólreiðamenn nýti stíginn. En við
viljum fyrst og fremst bæta öryggi
allra sem leið eiga um Nesið,“ segir
Bjarni.
Dregið úr hjóla-
hraða á stígum
Morgunblaðið/ÞÖK
Hjólreiðar Draga á úr hraðanum.
Bjarni Torfi
Álfþórsson
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
„Góðan dag, þetta er Þórólfur Guðna-
son, sóttvarnalæknir á Íslandi. Í flug-
vélinni í gær sátuð þið fyrir aftan
mann sem greind-
ist með mislinga.“
Einhvern veginn
þannig gæti sam-
tal Þórólfs við Ís-
lendinga á ferða-
lagi í Evrópu
síðasta sumar
hafa byrjað. Þeg-
ar í ljós kemur að
ferðalangur er
með alvarlegan
smitsjúkdóm fer í
gang alþjóðlegt upplýsinga- og við-
vörunarkerfi og var þetta samtal lið-
ur í því.
Þórólfur segir að sérstaklega sé
fylgst með um 50 alvarlegum smit-
sjúkdómum og eru mislingar þar á
meðal, en hvert tilvik er vegið og met-
ið. „Ef þessir sjúkdómar greinast fer
svokölluð smitrakning af stað og eru
þá ýmsir þættir kannaðir, meðal ann-
ars hvar viðkomandi hefur verið og í
tengslum við hverja,“ segir Þórólfur.
„Ef vitað er að einhver sem er með
mislinga hefur verið í flugi þá er yfir-
leitt vitað hvar hann hefur setið og
hverjir sátu næst honum. Þá er haft
samband við þá farþega sem sátu ná-
lægt viðkomandi í flugvélinni. Það er
gert bæði til þess að heyra hvernig
það fólk hefur það, hvort það hefur
verið bólusett og vara það við ef það
fær sjúkdómseinkenni.“
Farþegalistar og sætisnúmer
Þórólfur segir að um sé að ræða al-
þjóðlegt kerfi landa í Evrópu og
Bandaríkjunum og í gegnum Al-
þjóðaheilbrigðisstofnunina og al-
þjóðlega samninga. Tengiliðir í lönd-
unum hafi samband sín á milli ef
svona lagað komi upp og séu fljótir að
bregðast við, fá farþegalista og sæt-
isnúmer hjá flugfélögum og hafa uppi
á viðkomandi. Þórólfur tekur fram að
í flugvélum sé þó ekki sérstaklega
mikil smithætta.
„Ég held að þetta kerfi virki ágæt-
lega,“ segir Þórólfur. „Það kemur
fyrir að við þurfum að taka upp sím-
ann og segja fólki hver staðan sé og fá
upplýsingar um bólusetningar og
hvort líkur séu á smitun. Stundum
verður fólki hverft við, en það er
betra að fá smá kipp heldur en að
veikjast og vita ekki af neinu. Ef upp
koma tilvik hérlendis erum við sömu-
leiðis með lista yfir tengiliði í öðrum
löndum.“
Vaxandi áhyggjur af útbreiðslu
Vaxandi áhyggjur eru af útbreiðslu
mislinga og að sögn Þórólfs hafa á
síðustu tólf mánuðum um 15 þúsund
einstaklingar greinst með mislinga í
Evrópu, flestir á Ítalíu og í Rúmeníu.
Um 30 einstaklingar hafa dáið í Evr-
ópu úr mislingum á þessu ári.
Hérlendis hófst bólusetning gegn
mislingum um 1976 og er bólusett við
18 mánaða og 12 ára aldur. Þátttaka
hérlendis er yfir 90% og hefur Emb-
ætti landlæknis ítrekað hvatt til enn
meiri þátttöku því mislingar séu mjög
smitandi og geti verið hættulegir.
„Betra að fá smá kipp
heldur en að veikjast“
Mikið kerfi í gang greinist ferðalangur með smitsjúkdóm
Thinkstock
Mislingar Sérstaklega er hvatt til
bólusetningar gegn mislingum.
Þórólfur
Guðnason
Charles D. Michel, aðmíráll og annar æðsti yfirmaður
bandarísku strandgæslunnar, sæmdi í gærmorgun
skipverja á hafrannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni,
áhöfn flugvélar Isavia og starfsmenn í stjórnstöð Land-
helgisgæslu Ísands viðurkenningu fyrir þátt þeirra í að
bjarga áhöfn bandarísku skútunnar Valiant sl. sumar.
Morgunblaðið/Golli
Viðurkenning veitt fyrir skútubjörgun
LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK
SÍMI: 552 0800
SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI
SÍMI: 462 4646
GENUINE SINCE 1937