Morgunblaðið - 13.10.2017, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2017
Halldór Benjamín Þorbergsson,framkvæmdastjóri SA, hrakti
bábyljur um að ójöfnuður sé vanda-
mál á Íslandi í grein sem hann rit-
aði í Morgunblaðið í gær.
Þar benti hann áað tekjujöfn-
uður væri meiri hér
á landi en í nokkru
af þeim löndum sem
við berum okkur
saman við, þ.e. í
OECD löndunum,
mælt með svokölluðum Gini-stuðli.
Hann benti líka á að ójöfnuðurtekna hefði ekki farið vaxandi
heldur minnkandi á undanförnum
árum.
Þá væri jöfnuður eigna hvergimeiri á Norðurlöndum en hér
og ólíkt því sem haldið hefði verið
fram hefði jöfnuðurinn aukist á
liðnum árum. Árið 2010 hefði
eignamesta tíund íslenskra heimila
átt 86% eignanna en í fyrra hefði
hlutfallið verið komið niður í 62%,
sem væri undir meðaltali síðustu
tveggja áratuga.
Það er hægt að skilja hversvegna stjórnmálamenn á
vinstri kantinum og stuðningsmenn
þeirra reyna að halda því fram að
ójöfnuður sé mikill hér og fari vax-
andi. Þeir telja að með slíkum öfug-
mælum geti þeir sótt sér atkvæði.
En þó að skilja megi hvers vegnaþeir halda fram þessum
ósannindum verður það seint talið
þeim til hróss.
Almenningur á skilið að stjórn-málabaráttan sé málefnaleg
og byggð á staðreyndum. Hann á
ekki skilið að stjórnmálamenn segi
ósatt.
Halldór Benjamín
Þorbergsson
Tekjujöfnuður
hvergi meiri
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 12.10., kl. 18.00
Reykjavík 8 skýjað
Bolungarvík 5 súld
Akureyri 6 rigning
Nuuk 2 léttskýjað
Þórshöfn 9 skýjað
Ósló 13 heiðskírt
Kaupmannahöfn 11 skúrir
Stokkhólmur 11 skúrir
Helsinki 8 rigning
Lúxemborg 16 léttskýjað
Brussel 16 léttskýjað
Dublin 15 skýjað
Glasgow 13 skýjað
London 16 skýjað
París 19 skýjað
Amsterdam 14 léttskýjað
Hamborg 13 skúrir
Berlín 14 léttskýjað
Vín 19 heiðskírt
Moskva 7 skýjað
Algarve 24 heiðskírt
Madríd 28 heiðskírt
Barcelona 24 heiðskírt
Mallorca 24 léttskýjað
Róm 20 heiðskírt
Aþena 21 heiðskírt
Winnipeg 11 skýjað
Montreal 12 heiðskírt
New York 15 alskýjað
Chicago 14 þoka
Orlando 28 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
13. október Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 8:14 18:15
ÍSAFJÖRÐUR 8:24 18:15
SIGLUFJÖRÐUR 8:07 17:57
DJÚPIVOGUR 7:44 17:44
Veiðar verða
leyfðar á 205 þús-
und tonnum af
loðnu í Barents-
hafi á næsta ári,
samkvæmt ráð-
gjöf Alþjóða-
hafrannsókna-
ráðsins, ICES.
Eftir er að ganga
frá skiptingu milli Norðmanna og
Rússa, en gert er ráð fyrir að 60%
komi í hlut Norðmanna.
Í leiðangri í haust varð vart við
mikla loðnu í Barentshafi, sem er
mikil breyting frá því fyrra, og góð
mæling náðist í leiðanginum í ár. Við
ráðgjöf ICES hefur verið tekið tillit
til þorsksins, en loðna er mikilvæg
fæða fyrir hann.
Óvissa á Íslandsmiðum
Mikil óvissa er hins vegar um
loðnuveiðar hér við land næsta vetur
og enginn upphafskvóti hefur verið
gefinn út. Umfangsmiklum loðnu-
leiðangri Hafrannsóknastofnunar
lauk í vikunni og má búast við niður-
stöðum hans í næstu viku. Í fyrra-
vetur var endanlegur kvóti ekki gef-
inn út fyrr en 14. febrúar þegar
langt var liðið á vertíðina. Alls var
heimilt að veiða um 300 þúsund tonn
og þar af komu 196 þúsund tonn í
hlut íslenskra skipa. aij@mbl.is
Leyfa loðnu-
veiðar í Bar-
entshafi
„Bæjarstjórn Akureyrar leggur
áherslu á að Reykjavíkurflugvöllur
verði áfram miðstöð innanlandsflugs
og sjúkraflugs fyrir landið allt, þar
til jafngóð eða betri lausn finnst.“
Þannig hljóðar upphaf bókunar
sem samþykkt var á síðasta fundi
bæjarstjórnar Akureyrar með 11
samhljóða atkvæðum.
Bæjarstjórnin hefur oft ályktað
um málið en nú skorar hún á stjórn-
völd og ekki síst tilvonandi þing-
menn að beita sér áfram í þessu máli
og finna lausn til frambúðar.
Í bókuninni segir að á undan-
gengnum vikum hafi komið fram að
það sé langtímaverkefni að finna
jafngóða eða betri lausn en flugvöll í
Vatnsmýri og það geti tekið tugi ára.
Því sé óhjákvæmilegt að tryggja
rekstur Reykjavíkurflugvallar þann-
ig að hægt sé að ráðast í nauðsyn-
legar framkvæmdir, s.s. að byggja
nýja flugstöð og lagfæra útlit um-
hverfis flugvöllinn svo sómi sé að.
Þá ítrekar bæjarstjórn kröfu um
að SV/NA-flugbrautin verði opnuð
aftur svo tryggja megi að sjúkra-
flugvélar geti lent þar. „Það gerðist
ítrekað sl. vetur að ekki var hægt að
lenda á vellinum vegna veðurs eftir
lokun brautarinnar. Það er svo enn
alvarlegra mál að slík flugbraut er
ekki til á öllu SV-horni landsins, þar
sem eina hátæknisjúkrahús landsins
er.“ sisi@mbl.is
Áskorun á tilvonandi þingmenn
Reykjavíkurflugvöllur verði áfram miðstöð innanlandsflugs og sjúkraflugs
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Reykjavík Áfram miðstöð flugsins.
ÞÓR FH
Opnunartími:
Opið alla virka daga
frá kl 9:00 - 18:00
Lokað um helgar
Tölvuverslun - Reykjavík:
Ármúla 11
108 Reykjavík
Sími 568-1581
Vefsíða og
netverslun:
www.thor.is
HÁGÆÐA PRENTARI
fyrir litlar ogmeðalstórar skrifstofur
WorkForce ProWF-6590DWF
EPSON WorkForce Pro WF-6590 er öflugt, hagkvæmt og
skrifstofur. Nettengdur/þráðlaus prentari með þægilegan
snertiskjá. Prentar allt að 24 síður á mínútu og getur prentað
báðum megin á blaðið. Skannar einnig blöð báðummegin í
einni umferð. Auðvelt að skipta um blek. Hægt að prenta á
umslög og þykkari pappír. EPSONWorkForce Pro er ný kynslóð
umhverfisvænna bleksprautuprentara sem leysir af hólmi
gömlu laserprentarana.
Helstu kostir:
• Hraðvirk hágæða prentun
Allt að 20 síður á mínútu í svörtu eða lit.
• Prentar, skannar, ljósritar og faxar.
4 tæki í 1 með og prentar beggja megin.
• Miklir tengimöguleikar
Þráðlaust net, WiFi Direct og venjul. nettenging.
• Tvíhliða skönnun
Skannar báðar hliðar blaðs í einni umferð.
• Prentun beint úr síma
Ókeypis app til að prenta beint úr síma.
24
ppm
ISO
24
ppm