Morgunblaðið - 13.10.2017, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2017
Skál fyrir árveknı
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/N
AT
86
12
9
10
/1
7
„Við vorum búin að bóka að við vor-
um ósátt við að búið væri að auglýsa
Secret Solstice á næsta ári án þess að
búið væri að ganga frá hefðbundnu
umsagnarferli innan borgarkerfisins,
m.a. hjá okkur, vegna hátíðarinnar í
ár,“ segir Heiðar Ingi Svansson, for-
maður hverfisráðs Laugardals.
„Á fundi sem hverfisráðið hélt á
mánudaginn sl. átti að afgreiða um-
sögn frá hverfisráði Laugardals, á
grundvelli gagna úr kerfinu, t.d. frá
umhverfis- og skipulagsráði, slökkvi-
liðinu, heilbrigðiseftirlitinu o.s.frv., en
þau lágu ekki öll fyrir þar sem ekki
voru allir búnir að skila gögnunum og
þess vegna verður þetta tekið fyrir á
næsta fundi og afgreitt þá,“ segir
Heiðar Ingi. Söfnun gagnanna og
umsagnirnar snúa að því að fara yfir
það hvað fór úrskeiðis þegar hátíðin
var haldin á þessu ári til að bæta megi
úr því við skipulag Secret Solstice á
næsta ári.
„Við ætluðum að vinna vandaða og
ítarlega umsögn og höfum skoðun á
þessu. Það eru ýmsir hlutir sem við
höfum áhyggjur af, t.d. lengdin, en
fjórir dagar er svolítið langt inni í
íbúðahverfi,“ segir hann og bendir á
að áður hafi hátíðin verið 3 dagar.
„Nú eru aðstandendur hátíðar-
innar búnir að auglýsa hana í fjóra
daga aftur. Reyndar er hátíðin með
fimm ára samning við Reykjavíkur-
borg en þar er ekkert tekið á þessum
smáatriðum. Nú eru þeir bara búnir
að auglýsa hátíðina einhliða,“ segir
Heiðar Ingi og segir þau að öðru leyti
ekki hafa haft neitt á móti hátíðinni.
ernayr@mbl.is
Hverfisráð
ósátt við
frumhlaup
Secret Solstice
beið ekki umsagnar
Morgunblaðið/Hanna Andrésdóttir
Útihátíð Secret Solstice í sumar.
Gísli Rúnar Gíslason
gislirunar@mbl.is
Greiðlega gekk að slökkva eld sem
kom upp í byggingu á þaki Iceland-
air hótels Reykjavík Natura í gær,
en eldsupptök voru í gærkvöldi enn
ókunn. Neyðarlínu barst tilkynning
um eld í pítsuofni á hótelinu, en
starfsmenn slökktu eldinn sjálfir.
Að sögn Jóns Viðars Matthías-
sonar, slökkviliðsstjóra á höfuð-
borgarsvæðinu, er ekki vitað hvort
eldurinn í pítsuofninum er orsök
eldsins sem læsti sig í viðbyggingu
á þaki hótelsins. „Það er í raun ekki
vitað enn sem komið er, en það er
hluti af því sem lögreglan er að
rannsaka,“ segir Jón Viðar.
Þá segir hann slökkvistarf hafa
gengið vel. „Það fór enginn eldur
eða vatn niður í hótelganginn og
hefði í sjálfu sér verið nóg að loka
einu eða tveimur herbergjum, en
það var tekin ákvörðun, með öryggi
gesta að leiðarljósi, um að loka 19
herbergjum sem eru innan við
ákveðin brunahólf. Það er betra að
hafa varann á og síðan er óþægilegt
að vera nálægt þessu,“ segir hann.
Vel gekk að slökkva
eld í Hótel Natura
Morgunblaðið/Golli
Slökkvistarf Um tíma mátti sjá eld og reyk standa upp úr þaki hússins.
Gylfi Ólafsson,
heilsuhagfræð-
ingur og aðstoð-
armaður fjár-
mála- og efna-
hagsráðherra,
leiðir lista Við-
reisnar í Norð-
vesturkjördæmi
fyrir komandi al-
þingiskosningar.
Í öðru sæti er
Lee Anna Maginnis lögfræðingur
og í því þriðja er Haraldur Sæ-
mundsson matreiðslumeistari.
Gylfi leiðir Viðreisn í
Norðvesturkjördæmi
Gylfi
Ólafsson
Guðfinna Jó-
hanna Guð-
mundsdóttir,
borgarfulltrúi og
héraðsdóms-
lögmaður, leiðir
lista Miðflokks-
ins í Reykjavík-
urkjördæmi
norður fyrir
komandi alþing-
iskosningar, en
þær munu fara fram 28. október nk.
Guðfinna Jóhanna hefur að und-
anförnu setið í borgarráði og um-
hverfis- og skipulagsráði Reykja-
víkurborgar og lagt höfuðáherslu á
húsnæðismál í Reykjavík og lausn
húsnæðisvandans.
Guðfinna leiðir lista
Miðflokksins
Guðfinna Jóhanna
Guðmundsdóttir