Morgunblaðið - 13.10.2017, Blaðsíða 11
11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2017
Stjórn Viðreisnar
hefur staðfest
framboðslista
flokksins í Suður-
kjördæmi fyrir
komandi þing-
kosningar. Jóna
Sólveig Elínar-
dóttir, þingmað-
ur og varafor-
maður Við-
reisnar, leiðir
listann, sem er fléttaður konum og
körlum til jafns. Í öðru sæti er Arnar
Páll Guðmundsson viðskiptafræð-
ingur, Stefanía Sigurðardóttir, list-
rænn viðburðastjóri, er í þriðja sæti
og Sigurjón Njarðarson lögfræð-
ingur í því fjórða.
Jóna leiðir Viðreisn
í Suðurkjördæmi
Jóna Sólveig
Elínardóttir
Erna Lína Örnu-
dóttir, 19 ára há-
skólanemi í
Hafnarfirði, er
efst hjá Alþýðu-
fylkingunni í
Suðvestur-
kjördæmi fyrir
komandi kosn-
ingar. Í öðru sæti
er Þorvarður
Bergmann Kjart-
ansson, tölvunarfræðingur í Garða-
bæ, og Guðmundur Smári Sig-
hvatsson, byggingarfræðingur í
Reykjanesbæ, í þriðja sæti.
Erna efst hjá
Alþýðufylkingu í SV
Erna Lína
Örnudóttir
frjálslyndur grænn flokkur sem vilji hugsa til
langs tíma. Hann segir að stjórnarslitin og til-
efni þeirra sýni kannski helst þann mun sem sé
á flokkunum sem mynduðu stjórnina og bendir
á að Björt framtíð hafi lagt sitt af mörkum eft-
ir síðustu kosningar til þess að mynda starf-
hæfa ríkisstjórn. „Það var krefjandi að ná
þessum ólíku flokkum saman. Við lögðum mik-
ið undir og vissum að þetta gæti orkað tvímæl-
is og orðið óvinsælt. Við gerðum það í því
trausti að það væri hlutverk okkar að axla
ábyrgð í þeirri ríkisstjórn og vinna vel í henni.
En síðan kemur í ljós hægt og bítandi að það
traust sem þarf til að svona erfitt samstarf geti
gengið upp var ekki fyrir hendi og okkur var
ekki sætt lengur,“ segir Óttarr.
Þrátt fyrir að Björt framtíð sé ung að árum
hefur flokkurinn haft mikil ítök á stuttri
starfsævi. Aðspurður hvort flokkurinn hafi
kannski færst of mikið í fang svarar Óttarr
neitandi. „Það má segja að miðað við ungan
aldur flokksins höfum við komist til talsverðra
áhrifa. En ég legg mikla áherslu á það að áhrif
eða völd eru í raun ekkert annað en hin hliðin á
þeirri ábyrgð sem stjórnmálamenn takast á
hendur.“
Óttarr segir að stjórnmálamaðurinn verði að
vera fulltrúi kjósenda sinna og almennings,
frekar en sinna eigin hagsmuna. „Við höfum
lagt mikið upp úr því að við viljum gera gagn
og axla ábyrgð þótt það sé erfitt.“ Hann segir
að það geti alveg verið tilhneiging í stjórn-
málum að forðast erfið mál eða mál sem lítt
eru fallin til vinsælda. „Mér finnst það ábyrgð-
arlaust og legg mikið upp úr því að það að taka
á erfiðum verkefnum sé mikilvægara en það
hvernig mér eða mínum flokki vegnar pólitískt
í vinsældakosningum.“
Megináhersla á vinnubrögð
Hvaða mál myndir þú setja á oddinn í
stjórnarmyndunarviðræðum? „Nú erum við í
þeirri stöðu að hafa reynslu af ríkisstjórnar-
setu í fyrsta sinn í sögu flokksins og reynslu af
því að hafa slitið slíku samstarfi, þannig að það
myndi örugglega lita afstöðu okkar. Það eru
mörg ef þarna, en við myndum leggja megin-
áherslu á það hvernig við ætluðum að vinna,
hvernig því samstarfi yrði háttað,“ segir Ótt-
arr. Það yrði að vera skýrt frá upphafi að sam-
eiginlegur skilningur væri á milli flokkanna
um opin vinnubrögð.
Óttarr segir að Björt framtíð myndi einnig
leggja áherslu á langtímahugsun í nokkrum
málaflokkum eins og til dæmis efnahags-
málum, með það að markmiði að draga úr þeim
sveiflum sem einkenna íslenskt stjórnmálalíf.
„Það er gaman þegar sveiflan er upp á við,
en við þekkjum líka niðursveifluna, og við
þekkjum hvað það er að búa við óstöðugan
gjaldmiðil, erfitt vaxtastig og svo framvegis,
þannig að í efnahagsmálum höfum við talað
fyrir meiri stöðugleika.“ Björt framtíð sé Evr-
ópusinnaður flokkur sem vilji vinna í gjaldeyr-
ismálunum.
Umhverfismál verði einnig æ mikilvægari
málaflokkur. „Náttúra Íslands er að mörgu
leyti sjálfsmynd okkar Íslendinga og hún er
líka orðin að grundvellinum að okkar stærsta
atvinnuvegi, ferðaþjónustunni. Og þó ekki
væri nema í því samhengi er það stærra og
stærra verkefni fyrir okkur að standa vörð um
íslenska náttúru og þá af meiri langtíma-
hugsun en áður.“
Að lokum nefnir Óttarr skapandi greinar,
sem tengist í raun öllu öðru sífellt meir, þar
sem samfélagið þróist mjög hratt. „Það er
mjög mikilvægt fyrir Ísland að vera gildandi
skapandi samfélag. Okkur hefur að mörgu
leyti tekist þetta vel og stundum þrátt fyrir að
stjórnmálin hafi ekki staðið í stykkinu við að
bjóða upp á stöðugleika og stuðning við þessar
greinar. Þetta eru framtíðarverkefni sem
snerta á öllum þáttum, heilbrigðiskerfið þarf
til dæmis skapandi hugsun og sterkt vísinda-
starf til þess að íslenskir heilbrigðisstarfs-
menn séu í fremstu röð og vilji starfa í íslensku
heilbrigðiskerfi af því að þar sé frjór starfs-
vettvangur.“ Óttarr bendir á að Ísland verði að
vera ákjósanlegur staður fyrir kynslóðir fram-
tíðarinnar að búa á, því að þær geti hæglega
flust annað. Umhverfið sem stjórnmálin geti
búið til skipti þar höfuðmáli. „Ef Ísland á ekki
að verða aukaatriði þurfum við að hlaupa að-
eins hraðar og vera aðeins sniðugri en hinir.
Við höfum verið lunkin við að bjarga okkur við
erfiðar aðstæður, en það hefur verið erfiðara
að halda skipulagi þegar við erum ekki í lífs-
háska. Þetta eru hættulegir tímar nú í upp-
sveiflunni, því þá er auðvelt að láta eins og
enginn sé morgundagurinn, en hann kemur
alltaf á endanum.“
Verðum að hugsa til framtíðar
Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, vill að stjórnmálin fari að huga meira að því hvernig
samfélagið eigi að þróast til lengri tíma litið Flokkurinn hefur verið óhræddur við að axla ábyrgð
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Björt framtíð Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, vill að hugsað verði til lengri tíma
í íslenskum stjórnmálum. Hann segir að flokkurinn hafi ekki verið feiminn við erfið verkefni.
VIÐTAL
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra og formað-
ur Bjartrar framtíðar, segist eiginlega hafa
byrjað óvart í stjórnmálum fyrir tilstilli æsku-
vinar síns, Jóns Gnarrs, þegar hann stofnaði
Besta flokkinn. „Það var sennilega af því að við
þekktumst vel og hann vissi að ég hafði áhuga
á þjóðmálum og stjórnmálum almennt. Ég
spurði hann hvort þetta yrði bara „flipp“ eða
alvara og þegar hann sagði að sér væri full al-
vara sló ég til, en grunaði þó ekki að ég væri að
fara út í stjórnmál beinlínis,“ segir Óttarr. „En
síðan eru liðin sjö ár og ég er búinn að vera á
kafi í stjórnmálunum síðan og þá áttar maður
sig kannski á því eftir á að þetta lá kannski
betur fyrir manni en maður hélt upphaflega.“
Óttarr rifjar upp að hann hafi snert á stjórn-
málastarfi á unglingsárum og líkað illa. „Mér
fannst stjórnmálin þá eitthvað svo leiðinleg og
lokuð og vinnubrögðin svo skrýtin að ég
hrökklaðist í burtu eins og svo margir.“ Hann
hafi þó alltaf haft brennandi áhuga og skoðanir
á stjórnmálum og verið forvitinn um sam-
félagið. „Þannig að þetta var kannski eðlileg
þróun að ég endaði í stjórnmálunum.“
Óttarr segir það skemmtilegt við stjórn-
málin að menn læri mikið á þeim þar sem þeir
komi sífellt að nýjum málaflokkum. „Þetta er
svipað og að vera í endalausu háskólanámi. Ég
segi stundum í gríni og alvöru að ég sé nörd og
kynni mér jafnvel hluti eins og frárennsli eða
rekstur hjúkrunarheimila eða umferðarmann-
virki í Reykjavík, sem mig hefði ekki grunað
að ég hefði sérstakan áhuga á, en þegar maður
fær tækifæri til þess að kynna sér það og ber
ábyrgð á því að hafa eitthvað um það að segja,
þá horfa hlutirnir öðruvísi við,“ segir Óttarr.
Stjórnmál eiga að snúast um framtíðina
Óttarr segir að fyrir sér snúist stjórnmál
fyrst og fremst um framtíðina. Sér hafi oft
fundist skortur á framtíðarhugsun í íslenskum
stjórnmálum. „Þau detta of gjarnan í eins-
málspólitík eða fara að snúast um menn frekar
en málefni. Það er mjög margt jákvætt í ís-
lensku samfélagi, en margt af því hefur gerst
stefnulaust og jafnvel óvart, og sama má segja
um þau áföll sem við höfum lent í.“
Óttarr segir að áhersla Bjartrar framtíðar
endurspeglist þannig í nafni flokksins; hann sé
Kringlunni 4c – Sími 568 4900
FULL BÚÐ AF GLÆSILEGUM
VETRAR ÚLPUM
Á ALLAR DÖMUR
Verð 21.990.-
Verð19.990.-
Verð 29.990.-
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Við erum á facebook
Kr. 7.990
Str. 38-52
Litir: Blátt og svart
Nýjar skyrtur
frá DNY
KOSNINGAR 2017
Bílar