Morgunblaðið - 13.10.2017, Page 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2017
Fuglasöngur Hér er Hilmar Örn að stjórna Söngfjelaginu þar sem það söng um kabarett fuglanna í Iðnó s.l vor.
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Ég hef verið þónokkuðutan í fuglum undan-farin ár, í tengslum viðverkefnisstjórn mína í
kringum fuglafriðland hér í Svarf-
aðardal. Fyrir vikið voru fuglarnir
nærtækir sem efniviður þegar Sig-
rún Magna, stjórnandi barnakórs
Akureyrarkirkju, bað okkur Daní-
el Þorsteinsson um að semja verk
fyrir barnakórinn fyrir nokkrum
árum. Úr varð Fuglakabarett sem
við Daníel endurbættum fyrir
flutning Söngfjelagsins í Iðnó í
vor og á Dalvík í sumar,“ segir
Svarfdælingurinn Hjörleifur
Hjartarson sem var staddur úti í
rigningunni fyrir norðan þegar
blaðamaður náði tali af honum.
Fyrir augu hans hafði þar borið
gulendur á fleygiferð eftir Svarf-
aðardalsá.
Hjörleifur kemur suður um
helgina til að syngja með Söng-
fjelaginu Fuglakabarettinn í
Lækningaminjasafninu á Seltjarn-
arnesi, en hann er höfundur allra
textanna sem þar verða sungnir.
„Fuglar eru afar skemmtilegt
viðfangsefni og nóg er til af
áhugaverðum karakterum þeirra á
meðal. Ég tók þá fyrir í hópum,
en þeir fá vissulega ekki allir jafn
mikið vægi. Lóan fékk sitt eigið
lag og líka krummi og snjótittling-
arnir, af því þeir eru svo mikil
hörkutól sem þreyja þorrann og
góuna. Ég samdi Evrópufuglasöng
og Afríkufuglasöng fyrir farfugl-
ana okkar, þeir bera jú með sér
strauma frá þeim slóðum.
Afríkufuglarnir eru lausari í lið-
unum en Evrópufuglarnir, það er
meira „sving“ í þeim og dans,
óhjákvæmilega, komandi frá takt-
mikilli Afríku. Evrópufuglarnir
eru jarðbundnari og þeirra söngur
endar á Evrópustefi Beethovens,“
segir Hjörleifur og grípur til
söngs máli sínu til stuðnings.
Rasismi og fuglar
„Þetta verk er sett upp sem
kabarett og hugmyndin er sú að
Ísland er stærsti skemmtistaður í
heimi og fuglarnir koma í þessa
miklu veislu sem íslenska sumarið
er. Í lokasöngnum segir: „Nú er
að byrja ballið góða, í boði náttúru
norðurslóða.“ Hrafninn er vertinn
á staðnum og hann tekur á móti
þessum langt að komnu gestum að
sunnan sem eru á leið í þetta
mikla teiti, og smátt og smátt
fjölgar í hópnum,“ segir Hjörleifur
og bætir við að þegar ákveðið hafi
verið að Söngfjelagið tæki að sér
að syngja Fuglakabarettinn þá
hafi þeir Daníel bætt við tveimur
fuglum.
„Ég ákvað að gefa sílamávin-
um sérstakan söng, af því enginn
yrkir um hann. Lagið um hann
fjallar einmitt um það, enda er
mikill rasismi í sambandi við fugla
á Íslandi, sumum er hampað
meira en öðrum. En nú á sílamáv-
urinn sinn eigin söng. Hinn fugl-
inn sem við bættum við og fannst
ástæða til að minna á, er hvera-
fugl. Hverafuglar eru sérstakir
fuglar, þeir þrífast aðeins í mjög
heitum hverum. Sumir segja að
þeir séu útskúfaðar sálir og séu í
Hrafninn er
vertinn í
veislunni stóru
Ísland er stærsti skemmtistaður í heimi í Fugla-
kabarett Hjörleifs og Daníels. Þar bregður m.a.
fyrir hverafuglum, hinum úskúfuðu sálum í neðra.
Morgunblaðið/Eggert
Hrafnsvartur Krummi er kúnstugur fugl og klár. Hér sérlega bláeygur.
Hverafugl Hann er sagður dökkur og líkjast lítilli önd.
Morgunblaðið/Eggert
Hjörleifur Semur texta um fugla.
Ég leiði oft hugann skýjum ofar.
Við stöndum nefnilega á yfir-
borði reikistjörnu sem er á fleygi-
ferð um tómarúm geimsins, og hef-
ur verið það án afláts í rúma fjóra
milljarða ára.
Og samt, á einhvern undarlegan
hátt, getum við fundið ástæðu til
að berja í stýrið og blóta þegar
einhver á Miklubrautinni keyrir of
hægt á undan okkur á leiðinni í
vinnuna. Á sama tíma, hundruðum
kílómetra fyrir ofan okkur, handan
dökkgráu skýjanna og bláa himins-
ins, er kolniðamyrkur og fimbul-
kuldi. Þar skiptir Miklabrautin
engu máli. Ekki heldur neins stað-
ar annars staðar.
Útreikningar vísindamanna gera
ráð fyrir að fjöldi þeirra stjarna
sem prýða himinhvolfin sé meiri en
þeirra sandkorna sem finna má
hér á jörðu. Í raun bendir
allt til þess að þær séu hér
um bil tíu sinnum fleiri.
Samt er það á þessum
agnarsmáa hnetti sem ótal
margir einræðisherrar,
hryðjuverkamenn og
alls kyns ómenni
telja sig þurfa að
drepa tugi, hund-
ruð, þúsundir eða
jafnvel milljónir
manna, til þess
eins að ljá mál-
stað sínum meira
vægi eða til að færa út
landamæri sín um eins
og nokkur hundruð
kílómetra.
Fáeinum árum síðar, eða varla
sekúndubroti í samhengi við sögu
jarðar í heild, hafa þeir kvatt þetta
jarðlíf og sjást aldrei meir. Ekki
frekar en þær saklausu mann-
eskjur sem eftir þá liggja í valnum.
Þessir sömu menn gáfu sér ef-
laust ekki tíma til að anda djúpt og
átta sig á því að þeir voru bara litl-
ir rykmaurar, fljótandi um á ryk-
kúlu þar sem ekkert skiptir í
raun máli á endanum.
Auðvitað er skiljanlegt að
við hugsum ekki um það held-
ur.
Það er þægilegra að láta sig
dreyma um nýju, hlýju vetr-
arlínuna frá IKEA en að
hugsa um fjarlægar
og kaldar vetrar-
brautir. Og í stað
þess að beina sjón-
um að Óríonbeltinu
bíðum við spennt
eftir að sjá nýja gull-
jólaóróa Georg Jen-
sen (engill í ár!).
»Það er þægilegra að láta sig dreyma
um nýju, hlýju vetrarlínuna
frá IKEA en að hugsa
um fjarlægar og kaldar
vetrarbrautir.
Heimur Skúla
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Þar hverafuglar sífellt eru sullandi,
í grængolandi brennihverum bullandi.
Því hverafuglar vilja vatnið sjóðandi
sem engum skepnum öðrum þætti bjóðandi.
Menn heyra þeirra ámátlega eymdarsöng
sem ærir menn og kvelur eyrun kveldin löng.
Þeir þvarga þar í stækjunni og steypa sér
beint ofan í hylinn þar sem heitast er.
Menn trúa í þeim flökti sálir fordæmdar
sem útskúfaðar engjast þar til eilífðar
og ætla að úr fögrum sveitum Suðurlands
syndi þær um undirgöng til andskotans.
Ærandi eymdarsöngur
BROT ÚR TEXTA HJÖRLEIFS UM HVERAFUGLA
Keilulegur Flans- og búkkalegur Hjólalegusett Nála- og línulegur
LEGUR
Í BÍLA OG TÆKI
Það borgar sig að nota það besta!
TRAUSTAR VÖRUR
...sem þola álagið
Dalvegi 10–14 • 201 Kópavogi • Sími: 540 7000 • www.falkinn.is
Kúlu- og
rúllulegur