Morgunblaðið - 13.10.2017, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 13.10.2017, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2017 L engsta á landsins, Þjórsá, rennur í öllu sínu veldi á flúðum meðfram bæjunum Stóra-Núpi, Fossnesi og Haga í Skeiða- og Gnúp- verjahreppi. Á þessum hluta árinnar, sem og víðar, er að finna grösugar eyjur og lítið eitt neðar er sú sérstæð- asta þeirra allra; Viðey sem var frið- uð árið 2011 vegna einstaks nátt- úrufars. Nú stefnir Landsvirkjun á að virkja á þessu svæði. Með Hvamms- virkjun yrði til fjögurra ferkílómetra manngert stöðuvatn, Hagalón, og með tilkomu þess myndi fjölbreytt landslag við ána og bakka hennar breytast. Eyjur, hólmar og flúðir færu á kaf ofan stíflunnar og á um þriggja kílómetra kafla neðan henn- ar, þar sem Viðey er að finna, myndi vatnsrennsli minnka verulega þar sem því yrði að mestu veitt um að- rennslisgöng. Vatnið mun þá ekki vernda Viðey í sama mæli og nú fyrir ágangi manna og dýra. Verði af virkj- un stendur til að girða Viðey af í sam- ræmi við friðlýsingarskilmála. Ef flúðirnar hverfa mun árnið- urinn, sem ábúendur á bújörðunum í nágrenni hennar hafa alist upp við kynslóðum saman, hljóðna. Ásýnd landsins í næsta nágrenni virkjunar- innar myndi auk þess breytast veru- lega. Í stað þess að geta horft á Þjórsá veltast um klappirnar með Heklu í baksýn væri komið lón, eins og Edda Pálsdóttir læknir orðar það en hún dvelur oft í húsi fjölskyldu sinnar á jörðinni Hamarsheiði í ná- grenni þess staðar þar sem Hvamms- virkjun myndi rísa. Álitin góður virkjunarkostur Hingað til hefur oftast verið virkj- að á hálendinu eða í jaðri þess en með Hvammsvirkjun yrði reist virkjun í blómlegri byggð. Hún yrði neðsta virkjunin í Þjórsá og sú sjöunda á vatnasviði Þjórsár og Tungnaár og stæði fimmtán kílómetrum neðan Búrfellsstöðvar. En þessi staðsetning er einmitt ástæða þess að Hvammsvirkjun er álitin góður virkjunarkostur. „Almennt séð tel ég þetta skyn- samlegan kost af því að þarna yrðu nýttir mjög mikið innviðir sem eru þegar til staðar; uppistöðulón, há- spennulínur og vegir,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. „Raddir um að vernda ósnortin víð- erni heyrast meira en áður og end- urspeglast í nýjum náttúruverndar- lögum. Hvað Hvammsvirkjun varðar eru langmestu áhrifin nú þegar kom- in. Þannig að þetta er mjög skyn- samlegur næsti kostur ef samfélagið þarf orku.“ Hugmynd um virkjun á þessu svæði er langt í frá ný af nálinni. Hún hefur verið í umræðunni í um tvo ára- tugi og að mati margra, m.a. Gjálpar – félags um atvinnuuppbyggingu við Þjórsá, hefur það valdið stöðnun í nærsamfélaginu. Athuganir á hagkvæmni virkjana í neðanverðri Þjórsá hófust árið 1999. Ýmist tvær eða þrjár virkjanir voru þá nefndar; Núpsvirkjun og Urriða- fossvirkjun eða Hvamms-, Holta- og Urriðafossvirkjun. Árið 2003 kom út skýrsla um mat á umhverfisáhrifum allra þessara kosta. Metin voru áhrif virkjunar við Núp í einu skrefi (Núpsvirkjun) og í tveimur skrefum (Holta- og Hvammsvirkjun). Hugmyndir á ís um hríð Mikil andstaða var við þessi áform og að auki breyttust ýmsar forsendur í þjóðfélaginu sem urðu til þess að Landsvirkjun setti þau á ís. Nokkru síðar hófst vinna við áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, svonefnda rammaáætlun, þar sem virkjana- kostir voru flokkaðir í orkunýtingar-, bið- og verndarflokk. Árið 2013 var tekin ákvörðun á Alþingi um að Hvamms-, Holta- og Urriðafoss- virkjun færu í biðflokk, m.a. vegna óvissu um áhrif á laxfiska í Þjórsá. „Ég tel að þær hafi verið settar í þann flokk til að koma að einhverju leyti til móts við þá gagnrýni sem hafði komið fram nokkrum árum áður,“ segir Anna Sigríður Valdimarsdóttir, íbúi að Stóra-Núpi í Skeiða- og Gnúp- verjahreppi, sem barist hefur gegn virkjunum á svæðinu árum saman. Sama ár var svokölluð Norðlinga- ölduveita, sem reisa átti í – og með síðari breytingum við þröskuldinn að – náttúruperlunni Þjórsárverum, sett í verndarflokk rammaáætlunar. Andstæðingar virkjananna önduðu léttar. Áralöng barátta fyrir verndun Þjórsárvera hafði ekki síst tekið á og almenn ánægja var meðal íbúa á svæðinu að virkjunarhugmyndin var slegin út af borðinu. En tveimur árum síðar, í byrjun sumars 2015, samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu um að færa Hvammsvirkjun eina og sér í orku- nýtingarflokk. Þá þegar hafði Lands- virkjun hafið undirbúning að bygg- ingu hennar að nýju. „Það kom nokkuð aftan að mörgum,“ segir Anna María Flygenring, bóndi á bænum Hlíð í nágrenni Þjórsár. „Á því höfðum við ekki átt von.“ Og nú hefur verið lagt til að hinar tvær virkjanahugmyndirnar, Holta- og Urriðafossvirkjun, verði einnig færðar úr biðflokki í orkunýtingar- flokk. Þingsályktunartillaga þar um bíður enn afgreiðslu Alþingis. Allar þrjár aftur á dagskrá Þar með yrðu allar virkjanirnar, sem svo umdeildar voru í upphafi ald- arinnar, aftur komnar á dagskrá. Samanlagt afl þeirra yrði 290 mega- vött (MW) en til samanburðar er Búrfellsstöð, næststærsta vatnsafls- virkjun landsins, 270 MW. Hörður segir að Hvammsvirkjun sé nú algjörlega óháð hinum tveimur virkjanakostunum. Verði hún að veruleika þýði það ekki að Holta- og Urriðafossvirkjun fylgi sjálfkrafa í Stefnt að virkjanaþrennu í blómlegri byggð Með Hvammsvirkjun yrðu nýttir miklir innviðir sem þegar eru til staðar. Hún yrði sú sjöunda í röðinni á vatnasviði Þjórsár og Tungnaár. MÁTTURINN EÐA DÝRÐIN Fréttaskýring Sunna Ósk Logadóttir sunna@mbl.is Ljósmyndir Kjartan Þorbjörnsson golli@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.