Morgunblaðið - 13.10.2017, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 13.10.2017, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2017 Sumir segja að það sé til nóg orka í landinu, henni sé bara ekki rétt dreift. Mér þætti forvitnilegt að fá svör við því.“ Edda á Hamarsheiði segir að vissulega yrði það skárra ef orkan færi ekki til stóriðju, „en mér finnst ótímabært að ræða það. Í mínum huga snýst málið um að við erum að byrja á vitlausum enda. Það er engin áætlun á landsvísu um hvernig við viljum nýta orkuna. Við gætum bætt ýmislegt ef við skoðuðum það. Við er- um algjörir orkusóðar og eins og staðan er þá er einfaldlega ekki þörf á meiri orku. Það er til nóg af henni. Við þurfum að endurskoða það hvernig við notum hana.“ Virkja þyrfti fyrir Thorsil Í frétt sem birtist á vef Landsvirkj- unar fyrir tveimur árum kom fram að fyrirtækið hefði komist að sam- komulagi um drög að samningi við Thorsil um afhendingu á raforku til fyrirhugaðs kísilvers í Helguvík. Miklar tafir hafa orðið á því verkefni og hefur fjármögnun þess ekki enn verið tryggð. Í fréttinni kom fram að síðari áfangi orkuafhendingar til Thorsil yrði við gangsetningu Hvammsvirkjunar sem þá var áætluð um mitt ár 2020. Landsvirkjun gerði síðar raforku- samning við Thorsil um afhendingu 55 megavatta. Félögin eru enn í sam- starfi þrátt fyrir tafirnar og óvissuna sem ríkir um framhaldið. En hver er staðan nú, myndi orkan sem fengist úr Hvammsvirkjun fara í rekstur kísilvers Thorsil í Helguvík? „Það var alltaf gert ráð fyrir að Thorsil færi í gang áður en Hvamms- virkjun yrði byggð,“ segir Hörður. „Og Hvammsvirkjun yrði byggð hvort sem Thorsil kæmi með sitt kísilver eða ekki. Vissulega mun Thorsil kalla á frekari virkjanir en þarna er þó ekki bein tenging á milli.“ Það myndi engu breyta um afstöðu Önnu Sigríðar á Stóra-Núpi til virkj- unarinnar ef tryggt yrði að orkan nákvæmlega hvenær ráðist verði í byggingu hennar og „ljóst er að ekki verður farið í framkvæmdir á næsta ári“. Nokkur atriði skýra þetta að sögn Harðar. Enn er eftir að afgreiða ákveðin skipulagsmál og sækja um ýmis leyfi. Það ferli er tímafrekt. „Eftir að tekin hefur verið ákvörðun um að ráðast í byggingu virkjunar- innar mun það taka að minnsta kosti þrjú og hálft ár að bjóða út fram- kvæmdir, byggja virkjunina og koma henni í fullan rekstur.“ Þá er Landsvirkjun nú að ljúka framkvæmdum við Búrfell II og Þeistareyki. „Landsvirkjun hefur aldrei áður byggt tvær virkjanir í einu. Svo hefur efnahagsástandið einnig mikil áhrif, nú er óhagstætt að fá tilboð í stór verk, þau gætu verið 20-30% dýrari en í meðalári.“ Krafa um sjálfbæra notkun Björgvin oddviti segir fyrir sitt leyti að líkur séu á því að Hvamms- virkjun verði byggð einhvern daginn, „en við hljótum að gera þá kröfu að rafmagnið sé notað í eitthvað sem fari á okkar svæði, að minnsta kosti að hluta, og að starfsemin sé sjálfbær, umhverfisvæn og þjóðhagslega hag- kvæm“. Hann er nefnilega á þeirri skoðun að velja eigi kaupendur orkunnar vel, ekki síst í ljósi þess sem á undan er gengið varðandi rekstur kísilversins í Helguvík. „Einhverra hluta vegna töldu menn að kísilframleiðsla væri allt öðruvísi en álframleiðsla. Svo kemur í ljós að hún er að minnsta kosti jafn vafasöm umhverfislega.“ Fyrir um tveimur áratugum hafi um helmingur raforkunnar hér á landi farið til stóriðju en nú sé hlut- fallið orðið um 80%. Fyrir utan þá áhættu sem fylgi því að leggja mörg egg í sömu körfuna og til verkefna í svipaðri starfsemi, sé raforka á Ís- landi umhverfisvæn. „Og við þurfum að skoða það vel og vandlega að hún fari í umhverfisvæna starfsemi.“ Björgvin telur vakningu hafa orðið í þessa veru, ekki aðeins meðal al- mennings heldur einnig hjá Lands- virkjun og öðrum orkufyrirtækjum. Umræðan í samfélaginu sé nú á ann- an veg en áður. Anna María bóndi í Hlíð telur að ef tryggt yrði að rafmagnið úr Hvammsvirkjun færi ekki til stóriðju heldur til dæmis í uppbyggingu fyrir rafbílaflotann yrði væntanlega meiri sátt um hana. Slíkt myndi þó ekki breyta hennar persónulegu afstöðu, „því mér finnst alltof miklu fórnað. færi ekki til stóriðju. Hún segir að látið sé eins og stóriðjan sé einhver fasti til allrar framtíðar sem þurfi alltaf að vaxa. Hún veltir fyrir sér hvort ekki sé komið að því að fækka stóriðjuverum frekar en að fjölga þeim. „Þá væri hægt að byggja upp aðrar atvinnugreinar og sækja orkuna sem stóriðjan notaði.“ Hörður bendir á að í hagvexti og fólksfjölgun aukist orkunotkun. Orkuspá Orkustofnunar, sem að hans mati er heldur varfærin, geri ráð fyr- ir að almenni markaðurinn, þ.e. aðrir en stórnotendur, muni vaxa um 10-12 MW á ári. „Það þýðir að á 4-5 ára fresti þarf nýja 50 megavatta virkjun að því gefnu að allir notendur sem eru núna haldi áfram.“ Hann segir að sá möguleiki sé fyrir hendi að einhver stórnotandi hætti starfsemi. „Það er eðli allra verksmiðja að þær hætta einhvern tímann rekstri. En eftir því sem ég best veit gengur starfsemi okkar stórnotenda vel og er fullur hugur hjá þeim að starfa hér áfram.“ Í athugasemdum félagsins Gjálpar við frummatsskýrslu Hvammsvirkj- unar segir að virkjunin yrði afturför fyrir sveitina og myndi draga úr möguleikum á fjölbreyttri atvinnu- uppbyggingu og innihaldsríku sam- félagi. Félagið benti ennfremur á gildi náttúrunnar fyrir ferðaþjónustu sem er vaxandi á Suðurlandi sem og annars staðar á landinu. „Manngert umhverfi Hvammsvirkjunar og Hagalóns vinna bæði gegn þessari mikilvægu atvinnugrein og þeim hug- hrifum sem erlendir ferðamenn sækja í á svæðinu.“ Forstjóri Landsvirkjunar segir að sé það vilji samfélagsins að nýta nátt- úruna til orkuvinnslu þá hafi það allt umtalsverð áhrif á umhverfið. Hann bendir á að öll orka sem er nýtt á Ís- landi fari í þörf verkefni samkvæmt mati samfélagsins á hverjum tíma, hvort sem er til að mæta almennum hagvexti, til orkuskipta, stækkun ál- vera, kísilvera eða annarrar stóriðju, vexti í rekstri gagnavera eða aukn- Áhrif á líðan og samskipti fólks „Hvers vegna er ekki skoðað hvaða áhrif [áratuga löng umræða um virkj- anir] hefur haft á líðan og samskipti fólks innan sveitarinnar?“ spyr Edda Pálsdóttir. Hún og maður hennar, Pétur Sólmar Guðjónsson, eru bæði læknar og vilja gjarnan setjast að í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Hamraborg 10, Kópavogi – Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30-18 Laugardaga 11–14 GOTT ÚRVAL AF UMGJÖRÐUM Verið velkomin til okkar í sjónmælingu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.