Morgunblaðið - 13.10.2017, Side 20
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2017
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Eignasafn Seðlabanka Íslands (ESÍ)
hefur selt fyrirtækið Salve Pharmacy
í Úkraínu en fyrirtækið rekur hátt í
90 lyfjaverslanir í landinu. Fram
kemur í ársreikningum ESÍ að Salve
Pharmacy var að fullu í eigu þess.
Morgunblaðið leitaði upplýsinga hjá
Seðlabankanum um hver kaupandi
að lyfjakeðjunni sé, en bankinn neit-
ar að upplýsa um það. Segir í svari
bankans að það sé ekki mögulegt „að
svo stöddu“.
Keypti félagið árið 2014
Upphaflega átti ESÍ lyfjaverslana-
keðjuna í gegnum röð dótturfélaga.
Þannig átti eignarhaldsfélagið M8,
sem að fullu var í eigu ESÍ, annað
eignarhaldsfélag sem vistað var á
Bretlandi og nefndist það Ukrapteka
LTD. Það félag var 100% eigandi að
Salve Pharmacy. Áður en Ukrapteka
LTD komst í eigu M8 hafði síðar-
nefnda félagið eignast kröfur á hend-
ur Ukrapteka en það virðist sam-
kvæmt ársreikningum hafa gerst
árið 2013.
Það var hins vegar árið 2015, ári
eftir að Salve Pharmacy komst í eigu
dótturfélags ESÍ, sem ákveðið var að
flytja eignarhlutinn beint undir eign-
arhald ESÍ og var hann þar til fyrr á
þessu ári færður í bækur þess undir
liðnum „félög utan samstæðu“.
Bankinn segir eignina ekki
sjálfstæða fjárfestingu
Einnig var Seðlabankinn inntur
svara um hversu mikið uppsafnað tap
ESÍ og annarra félaga í þess eigu
væri af fjárfestingunni í Salve Phar-
macy.
„Það skal skýrt tekið fram að hér
er ekki um að ræða sjálfstæða fjár-
festingu. Eignarhluturinn var til-
kominn vegna stuðnings við aðrar
eignir ESÍ.“ Þessi fullyrðing bank-
ans stangast hins vegar á við stað-
festar upplýsingar þess efnis að eign-
arhluturinn hafi verið keyptur árið
2014.
Gefa ekki upp söluverðið
Seðlabankinn neitar einnig að upp-
lýsa hvert söluandvirði eignarinnar
er. Morgunblaðið hafði í fyrra leitað
svara hjá bankanum um hvert kaup-
verð hlutarins var. Neituðu forsvars-
menn bankans að svara því. Beindi
blaðið þá fyrirspurninni, sem var í 19
liðum, til bankaráðs Seðlabankans.
Samkvæmt svari Þórunnar Guð-
mundsdóttur, formanns þess, kallaði
bankaráðið eftir svörum við þeim frá
forsvarsmönnum ESÍ. Fékk banka-
ráðið svörin í hendur og fjallaði um
þau. Í kjölfarið barst Morgunblaðinu
eftirfarandi orðsending frá Þórunni:
„Eftir þá umfjöllun er það niður-
staða bankaráðs að það sé ekki í
verkahring þess að svara svona fyr-
irspurnum frá fjölmiðlum.“
Hefur átt í rekstrarerfiðleikum
Í svari Seðlabankans kemur einn-
ig fram að Haukur C. Benediktsson,
framkvæmdastjóri ESÍ, hafi annast
söluna og að hún hafi gengið í gegn
með aðstoð „þarlendrar lögfræði-
stofu“. Er þar væntanlega vísað til
lögfræðistofu í Úkraínu. Eini stjórn-
armaðurinn í M8 og Ukrapteka og
sá Íslendingur sem hafði mest um
málefni Salve Pharmacy að ræða
meðan eignarhluturinn var hjá
Seðlabankanum var Steinar Þór
Guðgeirsson, lögmaður sem gegnt
hefur fjölmörgum trúnaðarstörfum
fyrir bankann á síðustu árum.
Í lok síðasta árs hafði Morgun-
blaðið flutt fréttir af því að birgjar
sæktu hart að Salve Pharmacy
vegna vanskila og einnig ætti fyrir-
tækið í útistöðum við skattayfirvöld í
Úkraínu. Þá sýna upplýsingar að á
árunum 2014 og 2015 hafi ESÍ tapað
250 milljónum króna á rekstri lyfja-
verslananna. Ekki liggur fyrir hvert
tapið á síðasta ári var.
Gefur ekki upp kaupandann
Eign Seðlabanki Íslands var eigandi að nærri 90 lyfjaverslunum í Úkraínu.
Seðlabanki Íslands vill ekki gefa upp hver keypti lyfjaverslanakeðju af bankanum
Verslanakeðjan er starfrækt í Úkraínu Söluandvirðið sagt vera trúnaðarmál
umhverfismál í algjöran forgang,
og eru að fjárfesta gríðarlega í
málaflokknum. Ef Samtök atvinnu-
lífsins eru ekki þess megnug að
stíga þetta skref með fyrirtækj-
unum þá erum við ekki að svara
kalli tímans. Við finnum mikla
kröfu frá okkar aðildarfyrirtækjum
og aðildarsamtökum um að við tök-
um forystu í þessum málum.“
Halldór segir að komið hafi á
óvart sá mikli fjöldi fyrirtækja sem
kom til álita vegna umhverfisverð-
launanna. „Styrkur umsóknanna er
að aukast mjög hratt frá ári til árs.“
tobj@mbl.is
„Hlutverk Samtaka atvinnulífsins
er að setja mál á dagskrá og fylgja
þeim eftir. Það að við erum að setja
umhverfismálin jafn rækilega á
dagskrá og við erum að gera hér,
gefur mjög skýrt til kynna í hvaða
átt við viljum að íslenskt atvinnulíf
þróist,“ segir Halldór Benjamín
Þorbergsson, framkvæmdastjóri
SA, í samtali við Morgunblaðið.
Í gær héldu samtökin umhverfis-
dag atvinnulífsins hátíðlegan á
Hilton hóteli, en þar var Icelandair
hótel valið umhverfisfyrirtæki árs-
ins.
„Okkar félagsmenn eru að setja
Umhverfismálin rækilega á dagskrá
Samtök atvinnulífsins svari kalli tímans
Umhverfisverðlaun Icelandair hótel var valið umhverfisfyrirtæki ársins.
● Á árinu 2016 voru meðaltekjur eftir
sveitarfélögum hæstar á Seltjarnar-
nesi og næst hæstar í Garðabæ.
Meðaltekjur í Garðabæ voru um 35%
hærri en þær voru að meðaltali í
landinu öllu, segir í Hagsjá Lands-
bankans.
Höfuðborgin komst ekki á lista 10
tekjuhæstu sveitarfélaga, en hún var í
12. sæti. Nokkur sveitarfélög með
sterkan sjávarútveg eru í hópi þeirra
sveitarfélaga þar sem tekjur eru
hæstar.
Íbúar Seltjarnarness og Garðabæjar
eru með umtalsvert hærri tekjur en í
öðrum bæjarfélögum. „Kópavogur
kemur þar á eftir, en þar voru meðal-
tekjur á árinu 2016 um 20% lægri en
á Seltjarnarnesi,“ segir í Hagsjá.
Hæstu tekjurnar á Sel-
tjarnarnesi og Garðabæ
13. október 2017
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 104.73 105.23 104.98
Sterlingspund 138.18 138.86 138.52
Kanadadalur 83.63 84.11 83.87
Dönsk króna 16.618 16.716 16.667
Norsk króna 13.191 13.269 13.23
Sænsk króna 12.977 13.053 13.015
Svissn. franki 107.56 108.16 107.86
Japanskt jen 0.9327 0.9381 0.9354
SDR 147.92 148.8 148.36
Evra 123.7 124.4 124.05
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 151.3932
Hrávöruverð
Gull 1294.45 ($/únsa)
Ál 2123.0 ($/tonn) LME
Hráolía 55.78 ($/fatið) Brent
● Konur eyða í heildina töluvert meiru
á erlendum netverslunarsíðum en karl-
ar, sem eyða þó meiru í hverjum við-
skiptum að jafnaði. Þá er verulegur
munur milli höfuðborgarsvæðisins og
landsbyggðarinnar.
Þetta sýnir greining Íslandsbanka á
kortaveltu hjá 25 stærstu erlendu net-
verslunarsíðunum er sagt var frá á
mbl.is. Tölur bankans ná ekki utan um
allt umfang netkaupa Íslendinga en
gefa þó góða mynd af hlutfallslegri
skiptingu.
Samtals eyða konur 20% meira í
netverslun á erlendum síðum. Karlar
eyða hinsvegar um 53% meira í hverj-
um viðskiptum.
Konur versla meira
á netinu en karlar
STUTT
m æ t i r þ í n u m þ ö r f u m
Aeg
c u s t o m f l e x ®
kæliskápAr
lágmúla 8 · sími 530 2800