Morgunblaðið - 13.10.2017, Side 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2017
✝ Egill Jónssonfæddist á
Borgarfirði eystra
1. september 1930.
Hann lést á Land-
spítalanum – há-
skólasjúkrahúsi í
Fossvogi 23. sept-
ember 2017.
Foreldrar hans
voru Jón Stef-
ánsson versl-
unarmaður og
Kristbjörg Helga Eyjólfsdóttir
húsmóðir. Systkini Egils voru
Ragnar, d. 1999, Óskar, d.
1989, og Þórdís Todda, d.
2017.
Egill var kvæntur Auði
Ingvarsdóttur frá Undirvegg í
sambúð með Olgu Ingrid Heið-
arsdóttur. 3) Helga, gift Guð-
mundi Björnssyni og þeirra
synir eru: a) Björn, kvæntur
Ingibjörgu L. Jónsdóttur og
eiga þau eina dóttur en Ingi-
björg á dóttur fyrir. b) Egill,
kvæntur Maríu I. Þorsteins-
dóttur og eiga þau tvö börn en
María á dóttur fyrir. c) Óskar,
í sambúð með Guðrúnu Ösp
Sigurmundardóttur.
Egill tók meistarapróf í bif-
vélavirkjun í maí 1955. Hann
tók til starfa hjá Slökkviliðinu
fyrir 1960 og var Slökkviliðið
í Reykjavík hans starfsvett-
vangur til ársins 1999. Jafn-
hliða starfaði hann við bif-
reiðaviðgerðir og síðar hjá
Sveini Egilssyni hf.
Útför Egils verður gerð frá
Háteigskirkju í dag, 13. októ-
ber 2017, klukkan 11.
Kelduhverfi, fædd
28. september
1934.
Börn þeirra
eru: 1) Sveinbjörg,
í sambúð með
Rögnvaldi Ólafs-
syni. Dóttir Svein-
bjargar er Auður
Margrét C. Mika-
elsdóttir, í sambúð
með Andrési
Bragasyni. 2) Jón,
var kvæntur Ólöfu Kr. Ólafs-
dóttur augnlækni. Þeirra börn
eru: a) Auður Björg, gift Gísla
V. Gonzales og eiga þau þrjár
dætur en Gísli á son fyrir. b)
Ólafur Egill, í sambúð með
Katarinu Troppová. c) Egill, í
Elsku pabbi minn.
Þá er okkar samleið lokið í bili
en mikið erum við búin að brasa
saman um ævina. Á eftir að sakna
kveðju þinnar „heil og sæl ævin-
lega“ er við heyrðumst. Þetta orð
ævinlega var alltaf sagt með sér-
stakri áherslu sem þér einum var
lagið. Margs er að minnast og
margt að þakka. Áttum góða og
gleðiríka æsku með gott utanum-
hald en mamma var heimavinn-
andi til að byrja með en pabbi
vann myrkranna á milli eins og
tíðkaðist þá. Það sem pabbi tók að
sér, tók hann að sér. Minnisstætt
frá þessum árum er við fórum
saman með mat til Tóta móður-
bróður pabba sem bjó við ömur-
legar aðstæður og oft færði pabbi
honum mat áður en hann mætti á
vakt hjá slökkviliðinu. Foreldrar
mínir bættu við sig meiri vinnu og
Tóti flutti til okkar og bjó hjá okk-
ur til fjölda ára. Þar sem pabbi var
vaktavinnumaður og mamma
mikið ein með okkur systkinin,
var óspart tekið í spil. Heil og hálf
var okkar uppáhald og helst að
svína nógu gróft. Frægt er for-
handargrandið hans pabba en
hann fékk 12 spila litaröð en vant-
aði ásinn. Auðvitað varð dúndur-
hlátur og hávaði. Hljómplöturnar
rötuðu einnig mjög á fóninn. Þetta
voru góðir tímar. Ekki má gleyma
bílunum hans. Voru stífbónaðir að
utan, innan og ofan í vélarhúdd-
inu. Bílarnir fóru heldur aldrei
blautir inn í bílskúr. Vinnufélagi
hans spurði hann í gamni: „Egill
minn, fer bíllinn nokkuð út eftir að
þú hefur borið á hann nætur-
kremið.“ Pabbi hafði lúmskt gam-
an af. Bílarnir hans voru einnig
eftirsóttir í endursölu en hann var
duglegur að endurnýja.
Pabbi var algjör snyrtipinni.
Er minnisstætt hvað hendur hans
voru alltaf tandurhreinar en bíla-
viðgerðir voru við allt aðrar að-
stæður þá. Í bílskúrnum var allt í
röð og reglu og mikið dundað þar.
Foreldrar mínir áttu góð ár og
gott líf, hraust, vinnusöm og áttu
miklu barnaláni að fagna. Við er-
um þrjú systkinin, Lilla, Nonni og
Didda, hraust, hress og vel heppn-
uð, sjö barnabörn og átta barna-
barnabörn sem öll eru jafn flott og
vel heppnuð. Þetta er nú ekki
neitt smá ríkidæmi.
Ferðalag okkar í heilbrigðis-
kerfinu sem byrjaði fyrir nokkr-
um árum var fróðlegt, lærdóms-
ríkt, broslegt og erfitt. Er
mamma lenti á spítala sat pabbi
hjá henni á hverjum degi, hélt í
hönd hennar og fylgdist með.
Dóttir mín tók mynd af höndum
þeirra sem prýðir minningar-
skrána. Ferðina í draumalandið
fór hann hins vegar einn og á und-
an okkur en ekki fyrr en búið var
að setja hreint á rúmið og hann
kominn í hreint. Þá var hægt að
stíga um borð og sigla en við syst-
ur vorum svo lánsamar að veifa
honum úr landi. Við sjáum um
mömmu uns farmiðinn hennar
verður tilbúinn. Vil þakka Jó-
hönnu Jónasdóttur, lækni Heilsu-
gæslunni Hlíðum, Önnu Lísu
Finnbogadóttur, hjúkrunarfræð-
ingi, teymisstjóra hjá heima-
hjúkrun Reykjavíkurborgar, Sig-
ríði Guðmundsdóttur, hjúk-
runarfræðingi á göngudeild
hjartabilunar og deild A-6 Land-
spítalanum – háskólasjúkrahúsi í
Fossvogi, fyrir frábæra og fag-
mannlega en jafnframt ljúfa þjón-
ustu. Gott að vera í ykkar öruggu
höndum. Góða ferð, pabbi minn,
og hvíl í friði.
Ævinlega þín dóttir,
Sveinbjörg.
Til minningar um Egil Jóns-
son, afa minn elskulegan.
Við afi kvöddumst í hinsta sinn
að kvöldi 6. september áður en ég
hélt til náms í Kína. Þá vissum við
að þetta væri síðasta stundin okk-
ar saman. Við fengum okkur
köku, skiptumst á fallegum orðum
og kysstumst að kveðju.
Afi var mér einna kærastur
allra í mínu lífi. Hann og amma.
Þau hafa dýrkað mig og dáð og
stutt mig í öllu því sem mér hefur
dottið í hug að segja, hugsa og
framkvæma. Vænst þykir mér um
hversu skilyrðislaust þau hafa
elskað mig. Við höfum eytt ótelj-
andi stundum saman. Ég ólst að
miklu leyti upp hjá þeim á Soga-
veginum. Mín fyrsta bernsku-
minning er um afa þegar hann
hellti kaffi út á Cherioos hjá mér
af því að mjólkin var búin. Hann
afi var mjög skemmtilegur og
hafði ríka kímnigáfu. Hann elsk-
aði að segja sögur og hafði líflegan
frásagnarstíl. Hann hafði líka frá
svo mörgu að segja. Frá ævin-
týralegum uppvexti og mannlífinu
á Seyðisfirði, frá því þegar Bret-
arnir komu, frá hasarnum í
slökkviliðinu, frá ferðalögum
þeirra hjóna og frá öllu því stóra
og smáa sem gerðist í hversdags-
leikanum. Hann var afar stoltur af
okkur öllum í fjölskyldunni og þau
amma fylgdust vel með sínum. Afi
hafði sterkan og litríkan persónu-
leika og það ríkti ekki lognmolla í
kringum hann. Skarð er höggvið í
tilveruna að honum gengnum.
Með sárri sorg kveð ég afa
minn, vin og verndarvætti.
Ó leyf mér þig að leiða,
til landsins fjalla heiða,
með sælu sumrin löng.
Þar angar blómabreiða
Við blíðan fuglasöng.
Þar aðeins yndi fann ég,
þar aðeins við mig kann ég,
þar batt mitt tryggðarband.
Því þar er allt sem ann ég,
Þar er mitt draumaland.
(Jón Trausti).
Auður Mikaelsdóttir.
Egill Jónsson, eða afi í Barma-
hlíð. Þegar ég hugsa um afa í
Barmahlíð hugsa ég um tónlist og
bíla. Hann fór svo vel með bílana
sína að hann tímdi ekki að keyra
þá. Svo var afi mikið fyrir tónlist
og þegar ég gaf honum gjafir voru
það nánast alltaf geisladiskar.
Hann var með góðar græjur í stof-
unni og þar hlustuðum við á tón-
listina. Þegar ég hugsa um afa sé
ég alltaf armbandið sem hann var
með sem táknaði hjartveiki og rú-
bínhringinn hans. Afi var smekk-
maður og var mikið fyrir ilmvötn
og ég man alltaf þegar hann gaf
mér eitt slíkt og sagði að konurn-
ar yrðu vitlausar í mann. Ég man
líka eftir því þegar hann kenndi
mér að bóna bíla, það gerði hann
af miklu meiri nákvæmni en aðrir
sem ég hef séð. Ég man ennþá
nokkur grundvallaratriði, eins og
að bera ekki bónið á með því að
nudda í hringi.
Mér þótti gaman að fyrstu við-
brögð hans þegar ég sagði honum
frá nafni unnustu minnar, Kat-
arínu, voru að syngja Capri Kat-
arína. Þetta lag tengja allir við
nafnið en enginn var eins snöggur
og afi gamli.
Mér fannst mjög óþægilegt að
sjá þig á spítalanum sem reyndist
vera þinn hinsti dagur. Ég vona
að það hafi verið tekið vel á móti
þér hinum megin.
Ólafur Egill Jónsson.
Móðurbróðir minn, Egill Jóns-
son, er látinn. Hann var yngstur
systkinanna sem ólust upp í kaup-
félagshúsinu á Seyðisfirði sem nú
hýsir bæjarskrifstofurnar. Nú eru
þau öll farin yfir þokuna miklu þar
sem þau sameinast aftur við mik-
inn fögnuð eins og þau hafa vafa-
laust oft gert þegar þau þurftu að
komast í gegnum hina margfrægu
Austfjarðaþoku á leiðinni yfir
Fjarðarheiðina og heim þegar þau
voru börn.
Mörg minningabrot skjóta upp
kollinum þegar hugurinn reikar
til samverustunda með Agli. Það
var heldur ekki ónýtt fyrir lítinn
polla í Kópavogi að geta státað af
við vinina að eiga frænda sem
væri slökkviliðsmaður, sem lengi
vel var draumur flestra drengja
að verða þegar þeir væru orðnir
stórir. Og til að tryggja það að
frændi minn væri meiriháttar
maður þá sakaði ekki að bæta við
að hann væri að auki sjúkraflutn-
ingamaður og kynni að gera við
bíla en Egill var bifvélavirki að
mennt og starfaði einnig við þá
iðn.
Það skyggði þó á samband okk-
ar á tímabili þegar tónlist Bítl-
anna var mest í heiðri höfð að Eg-
ill setti alltaf á fóninn hljómplötu
með Fjórtán fóstbræðrum þegar
ég heimsótti hann og bætti við að
honum þætti nú mun meira til
þeirra koma en Bítlanna. Það féll
ekki alveg að smekk ungviðisins.
Þetta var þó allt gert í gamni og
við áttum síðar eftir að hlæja sam-
an að þessu.
Sagt hefur verið að mannkyns-
sagan verði aldrei sögð á sama
hátt af öllum. Þó við lesum um
hana í bókum sjáum við hana aldr-
ei fyrir okkur með sömu augum
og þau sem lifðu hana. Við, afkom-
endur Egils og systkina hans,
njótum þess t.d. að hafa heyrt þau
segja frá lífinu á Seyðisfirði í
stríðinu, frá samskiptum bæjar-
búa innbyrðis og við hermennina,
þegar herflugvélar flugu yfir
fjörðinn og vörpuðu sprengjum
niður á jörðina, æðruleysi íbúanna
sem voru oft í hættu á meðan
stríðið stóð yfir o.fl. Þá var ekki
síður áhugavert og skemmtilegt
að heyra þau segja frá eftirminni-
legum persónum, samræðum á
milli bæjarbúa, undir hvaða nöfn-
um bæjarbúar þekktust o.s.frv.
Við erum fróðari um þennan tíma
eftir að hafa hlustað á allar þessar
áhugaverðu frásagnir. Egill og öll
systkini hans héldu ávallt mikilli
tryggð við Seyðisfjörð eftir að þau
fluttu til Reykjavíkur og tóku þátt
í starfi Seyðfirðingafélagsins frá
stofnun þess.
Ég er þakklátur fyrir að hafa
fengið að kynnast Agli og Auði
konu hans náið og njóta með þeim
margra samverustunda. Fyrir
mér voru þau mjög samrýmd
hjón, frændrækin með afbrigðum
og elskuleg í allri framkomu. Við
Úlla vottum Auði og fjölskyldunni
allri okkar dýpstu samúð.
Jón Snorrason.
Látinn er vinur til margra ára,
Egill Jónsson, sem lengst af starf-
aði hjá Slökkviliði Reykjavíkur.
Egill var kvæntur Auði Ingv-
arsdóttur, móðursystur minni, en
milli þeirra systra var ávallt gott
samband, ekki síst meðan Svein-
björg, dóttir þeirra, dvaldi í sveit
hjá foreldrum mínum að Skógum
undir Eyjafjöllum, og varð síðar
léttastúlka móður minnar þar á
bæ.
Egill var austfirskur að upp-
runa, fæddur á Borgarfirði eystra
en ólst upp á Seyðisfirði. Ungur
flutti hann suður, lærði til bifvéla-
virkja og vann á þeim vettvangi
meðfram störfum hjá slökkvilið-
inu enda þekktist vart annað á
þeim árum en menn ynnu „tvö-
falda vinnu“ eins og það kallaðist.
Rak ásamt félögum sínum lítið
bílaverkstæði í Þverholtinu en ég
minnist þess að hafa í nokkur
skipti notið góðs af starfseminni
þar eftir að hafa eignast eigin bíla.
Fyrir það vil ég sérstaklega
þakka. Egill reyndist handlaginn
og útsjónarsamur í störfum sínum
á verkstæðinu og hygg ég að eng-
inn hafi orðið svikinn af handverki
hans þar.
Egill var að eðlisfari einstak-
lega hrekklaus sál en slíka menn
fannst ótuktardrengjum eins og
undirrituðum sérlega gaman að
hrekkja. Aldrei gleymdi Egill því
þegar ég fékk hann af einberum
ótuktarskap til að halda í raf-
magnsgirðingu meðan ég hleypti
straumi á eða þá þegar hann var
plataður til að elta uppi á hlaupum
stálpaða mávsunga á Skógasandi.
Það var hin mesta þrekraun og
reið Agli næstum að fullu! Þessir
atburðir og aðrir af svipuðum
toga voru rifjaðir upp í hvert sinni
sem fundum okkar bar saman.
Út á við var Egill mikið snyrti-
menni, sást aldrei á mannamótum
öðruvísi en óaðfinnanlegur í
tauinu, oftast í stökum jakka og
stífpressuðum buxum, vel greidd-
ur og skórnir nýpússaðir. Sama
gilti um bílana hans en Egill átti
þó nokkuð marga bíla um dagana,
skipti oftast um bíl á 2-3 ára fresti.
Hann naut þess að stíga upp í
gljáfægðan fákinn og aka af stað,
oftast með Auði sér við hlið. Sum-
ir spauguðu með þessa ofurást
Egils á bílunum sínum en Egill
vissi alveg hvað klukkan sló í þeim
efnum; hin góða umhirða hans
skilaði sér margfalt næst þegar
hann skipti um bíl.
Egill hafði átt við vanheilsu að
stríða allmörg hin síðari ár og því
kom fráfall hans kannski ekki svo
mjög á óvart. En óneitanlega
hrökkva eftirlifendur við þegar
samferðamanni er kippt á brott úr
hringiðu tímans og hann fluttur á
nýtt tilvistarskeið. En okkur hef-
ur verið kennt að þar muni leiðir
liggja saman á nýjan leik og þar
megi taka upp fyrri samskipti þó á
nýjum stað sé.
Egill og Auður eignuðust þrjú
mannvænleg börn sem öll hafa
fyrir löngu haslað sér sinn eigin
völl í samfélaginu og farnast þar
vel. Missir þeirra er sár og einnig
afkomenda þeirra allra sem nú
syrgja afa sinn og langafa. En sár-
astur er þó missir Auðar sem nú
horfir upp á lífsförunaut sinn til
meir en 60 ára horfinn á braut –
um sinn.
Ég á þess því miður ekki kost
að fylgja Agli síðustu sporin
hérna megin grafar en við hjónin
sendum Auði, börnum þeirra Eg-
ils og afkomendum okkar dýpstu
samúðarkveðjur.
Arnaldur Árnason.
Í dag kveðjum við Egil Jóns-
son, fyrrverandi slökkviliðsmann
hjá Slökkviliði Reykjavíkur.
Ég kynntist Agli Jónssyni fyrst
þegar ég hóf störf hjá Slökkviliði
Reykjavíkur árið 1991. Hann átti
þá þegar langan starfsaldur að
baki hjá slökkviliðinu, hafði
reyndar starfað þar lengur en ég
hafði verið til.
Egill hóf störf hjá Slökkviliði
Reykjavíkur árið 1958, var fyrst
um sinn í aðstoðarliðinu en í fullu
starfi sem brunavörður frá 1. jan-
úar 1960. Hann varð síðar aðstoð-
arvarðstjóri og frá árinu 1983 var
hann innivarðstjóri. Það er ómet-
anlegt ungum og nýjum starfs-
mönnum á hverjum vinnustað að
geta leitað í smiðju sér eldri og
reyndari manna. Egill reyndist
þar aldeilis betri en enginn enda
einstaklega þægilegur og við-
ræðugóður maður.
Á síðustu árum sínum í þjón-
ustu slökkviliðsins vann Egill dag-
vinnu og sá þá um ýmis viðvik fyr-
ir liðið. Þar naut útsjónarsemi
hans og hjálpsemi sín einnig. Egill
var bæði lipur og ljúfur og var af-
skaplega vel liðinn samstarfsmað-
ur og félagi. Hann var mikill sögu-
maður og leiddist engum að heyra
hann segja frá. Eftir að Egill fór á
eftirlaun hélt hann áfram að koma
í heimsókn og gleðja fyrrverandi
samstarfsfólk sitt með nærveru
sinni og skemmtilegum frásögn-
um. Mikill væri auður okkar hefð-
um við reynst svo forsjál að skrá-
setja sögur Egils.
Það er stórt skarð hoggið í rað-
ir eldri brunavarða með fráfalli
Egils. Hans verður sárt saknað.
Fyrir hönd Slökkviliðs höfuð-
borgarsvæðisins og fyrrverandi
vinnufélaga Egils, þakka ég hon-
um góða samfylgd og votta Auði
og öðrum ástvinum hans mína
dýpstu samúð.
Jón Viðar Matthíasson,
slökkviliðsstjóri.
Egill afi minn var góður maður.
Ég var mjög montin af því sem
barn að eiga afa sem kunni að
galdra nammi undan handklæð-
um og yfirhöfnum. Vakti það
ávallt lukku meðal okkar barna-
barnanna þegar hann datt í þann
gírinn, sem var ansi oft. Einhvern
tíma hættum við þó að trúa því að
hann væri raunverulegur galdra-
maður en létum okkur hafa það að
þykjast hissa þegar hann galdraði
nammið þar sem okkur þótti það
jú mjög gott. Þetta var alveg í
anda afa sem var stríðinn og hafði
gaman af því að hrekkja okkur
með grínvörum sem hann keypti
hér og þar; gervitennur af ýmsum
tegundum, plattyggjó, gervi-
skegg, gervimatvæli og þar fram
eftir götunum.
Það var alltaf gott að koma í
heimsókn til ömmu og afa í
Barmó. Hann setti skemmtilega
músík á fóninn og hún töfraði
fram veitingar. Skemmtilegast
var þó þegar börnin þeirra voru
einnig í heimsókn og þau, grát-
andi af hlátri, rifjuðu upp hins
ýmsu bernskubrek með foreldr-
um sínum.
Hvíldu í friði, elsku afi minn.
Þín verður saknað en minningin
um góðan og skemmtilegan mann
lifir.
Þín
Auður Björg.
Egill Jónsson
Ástkær systir mín, móðir, amma og
langamma,
GUÐRÚN HILDUR ÁRNADÓTTIR,
Stekkjarholti 1, Akranesi,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans við
Hringbraut 30. september.
Útförin hefur farið fram.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og vináttu.
Gréta Árnadóttir
Guðný Tómasdóttir
Árni Tómasson
barnabörn og langömmubörn
Ástkær sonur minn, bróðir okkar, mágur
og vinur,
JÓN AGNARSSON,
Holtsflöt 9, Akranesi,
lést fimmtudaginn 5. október á
Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Akranesi.
Útförin fer fram frá Akraneskirkju miðvikudaginn 18. október
klukkan 13.
Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vilja
minnast hans er bent á Íþróttafélagið Þjót, bocciadeild:
660496-2119 - 0552-26-1451
Jónína B. Jónsdóttir
Guðjón Smári Agnarsson
Guðfinna Björk Agnarsdóttir Sigurður Sævar Sigurðsson
Ólöf Agnarsdóttir Sigurjón Skúlason
Björg Agnarsdóttir Þór Arnar Gunnarsson
Heiðrún Hermannsdóttir
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
KRISTINN BREIÐFJÖRÐ EIRÍKSSON,
Árskógum 6, Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ.
Jarðsungið verður frá Árbæjarkirkju
mánudaginn 16. október klukkan 13.
Sigurlaug Sigurfinnsdóttir
Kristín Breiðfjörð Kristinsd. Ársæll Már Gunnarsson
Kristinn Már Ársælsson Sólveig Alda Halldórsdóttir
Birgir Smári Ársælsson Sesselía Dögg Kristleifsdóttir
Gunnlaugur Helgi Ársælsson Eydís Ólafsdóttir
og barnabarnabörn