Morgunblaðið - 13.10.2017, Síða 30

Morgunblaðið - 13.10.2017, Síða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2017 ✝ Sigurgeir Sig-urðsson fædd- ist á Sauðárkróki 14. desember 1934. Hann varð bráð- kvaddur á heimili sínu, Miðbraut 29 á Seltjarnarnesi, 3. október 2017. Foreldrar Sig- urgeirs voru Sig- urður P. Jónsson, kaupmaður á Sauð- árkróki, f. 1910, d. 1972, og Ingibjörg Eiríksdóttir hús- móðir, f. 1908, d. 1979. Bróðir Sigurgeirs er Eiríkur, f. 1942. Hinn 4. ágúst 1957 kvæntist Sigurgeir Sigríði Gyðu Sigurðardóttur myndlistarkonu, f. 1934, d. 2002. Foreldrar henn- ar voru Sigurður Sigurðsson, kaupmaður í Reykjavík, f. 1891, d. 1951, og Þórey Þorsteins- dóttir, kaupkona í Þorsteinsbúð í Reykjavík, f. 1901, d. 1981. Al- bræður Sigríðar Gyðu eru Þor- steinn Grétar, f. 1932, og Garð- ar Hafsteinn, f. 1937, auk þess sem hún átti ellefu hálfsystkini. Börn Sigurgeirs og Sigríðar Gyðu eru: 1) Margrét, f. 1956, bankann 1955, starfsmaður Ráðningadeildar varnarliðsins 1956-1959 og sölumaður hjá Kr. Kristjánsson hf. 1960-1964. Sig- urgeir var sveitarstjóri á Sel- tjarnarnesi 1965-1974 og bæj- arstjóri 1974-2002. Sigurgeir og Sigríður Gyða fluttu á Seltjarnarnesið árið 1957. Sigurgeir var kjörinn í hreppsnefndina árið 1962 og var frá þeim tíma í sveitar- og bæjarstjórn Seltjarnarness í samfellt 40 ár eða allt til ársins 2002 er hann lét af embætti. Sig- urgeir var varaþingmaður Reyknesinga á árunum 1980- 1981 og tók nokkrum sinnum sæti á Alþingi fyrir Sjálfstæðis- flokkinn á þeim tíma. Hann var í stjórn Sambands íslenskra sveit- arfélaga 1978-1990 og formaður þess á árunum 1987-1990. Sigur- geir sat að auki í fjölda nefnda fyrir Sambandið og Seltjarnar- nesbæ, var formaður Skipulags- stjórnar ríkisins 1986-1990 og um skeið formaður Íþrótta- félagsins Gróttu. Sigurgeir var sæmdur heiðursmerki Hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum árið 2000 er hann hlaut riddarakross fyrir störf sín að sveitarstjórn- armálum. Útför Sigurgeirs fer fram frá Seltjarnarneskirkju í dag, 13. október 2017, og hefst athöfnin klukkan 13. maki Héðinn Valdi- marsson, dætur þeirra eru Hildur Þórey og Sigríður Gyða. 2) Sigurður Ingi, f. 1958, maki Lóa Sigríður Hjaltested, börn þeirra eru Sigur- geir og Gyða Björk. 3) Þór, f. 1967, maki María Björk Óskarsdóttir, börn þeirra eru Sara Bryndís, Arna Björk, Marta Sif og Daníel Þór. Fyrir átti Sigurgeir einn son, Hörð, f. 1955, maki Matthildur Sonja Matthíasdóttir. Sonur Harðar er Ingi Þór. Sigurgeir ólst upp á Sauðár- króki og lauk þar gagnfræða- prófi 1951. 16 ára gamall flutti hann einn til Reykjavíkur til að hefja nám í Verzlunarskólanum. Sigurgeir lauk þremur bekkjum en hætti til að freista gæfunnar þegar síldin kom. Að síldaræv- intýrinu loknu hóf Sigurgeir störf hjá Metcalf Hamilton á Keflavíkurflugvelli og starfaði þar frá 1951-1954. Hann var bankastarfsmaður við Lands- Fyrir tæpum fjórum áratug- um hitti ég nýlátinn tengdaföður minn, Sigurgeir Sigurðsson, fyrst. Sigurgeir tók mér vinsam- lega og áttum við ágætlega sam- an enda komst ég fljótlega að því að við áttum það sameiginlegt að hafa báðir verið kokkar á hum- arbát um skamma hríð. Hann hafði oft gaman af að rifja upp sjómennsku sína en hann notaði fermingarpeninga sína á Sauðár- króki til þess að kaupa sér opinn trébát og var kominn í útgerð upp úr fermingu, jafnvel með menn í vinnu. Snemma kappsam- ur maður. Ungur að árum var hann síðan á síld fyrir Norður- landi og ræddum við oft þessa tíma. Samverustundir með Sig- urgeiri urðu margar og ánægju- legar í gegnum árin. Fyrstu árin eins og gengur voru þær mikið við skemmtilega útivinnu í sveit- inni, er þau hjónin hófu sumar- húsabyggingar við Meðalfells- vatn í Kjós og við yngra fólkið reyndum að leggja þeim lið. Fyrst við endurbyggingu bústað- ar Þóreyjar, móður Sigríðar, sem þau tóku yfir, og síðar við bygg- ingu og ræktun Nýhafnar, griða- staðar í landi Eyja, sem hann unni mjög. Við framkvæmdir var hann fyrirhyggjusamur, oft kappsamur og ágætlega laginn. Þau hjón höfðu gaman af rækt- un af ýmsu tagi og náði Sigurgeir að kveikja hjá mér áhuga á trjá- rækt um þetta leyti sem enst hef- ur fram á þennan dag. Við áttum eftirminnilegan tíma þegar við Gréta bjuggum í Namibíu og fengum hann suður til okkar og með í þriggja vikna bílferðalag og tjaldútilegu um sunnanverða Afr- íku. Líklega eitt lengsta sumarfrí sem hann tók sér frá sveitar- stjórnarmálum. Hann minntist oft þessa tíma með hlýju. Ferða- lög áttu vel við hann og hann hafði góða athygli á háttsemi annarra þjóða. – Almennt var Sigurgeir hjálpsamur og fannst mér oft að hann færi ekki í mann- greinarálit í því er greiða skyldi götu einhvers. Í störfum sínum bar hann hag bæjarfélagsins sterkt fyrir brjósti og sinnti þeim af sérstök- um heiðarleika og natni. Minnist ég hans við að fylgjast með fram- kvæmdum á vegum bæjarins og varð þá oft var við kappið sem sást í sveitinni. Ég veit að hann var stoltur af ýmsu sem fékkst áorkað við að gera þessa sveit sem Seltjarnarnesið var að bæ og nefndi hann oft málefni eins og einsetningu skóla og byggingu leikskóla. – Því miður féll Sigríð- ur frá fyrsta árið sem Sigurgeir hætti starfi sem bæjarstjóri er njóta átti rólegri tíma. Hann tók þá meðal annars til við golfiðkun með gömlum félögum af Nesinu. Síðustu misserin var hann heima- kær enda heilsan aðeins farin að bila. Hann var þó sívakandi og fylgdist vel með sínum nánustu, öllum fréttum af þjóðmálum og framgangi mála á Nesinu. Ég kveð með söknuði kæran vin og þakka samfylgdina í gegnum ár- in. Hvíl í friði, kæri tengdapabbi. Héðinn Valdimarsson. Elsku afi, það er með sárum trega að við þurfum að kveðja þig. Afi var alveg einstaklega yf- irvegaður, ljúfur og góður maður. Honum var alltaf annt um það sem við barnabörnin tókum okk- ur fyrir hendur og hvatti okkur áfram, hvort sem það var í námi eða starfi. Það var alltaf hug- hreystandi og góð tilfinning að vita að maður hefði gert afa stolt- an. Síðastliðinna daga hafa streymt fram ótal margar góðar minningar sem við áttum með afa. Við áttum svo margar ánægjulegar stundir saman í Ný- höfn við Meðalfellsvatn með afa og ömmu Siggu sem börn en allt- af var afi tilbúinn til þess að fara með okkur út á bát að veiða eða draga okkur á snjóþotum aftan í traktornum. Auk þess koma upp í hugann öll jól og áramót sem við áttum saman og góðu samtölin við matarborðið þegar afi kom í mat til okkar fjölskyldunnar um helgar. Þetta eru allt dýrmætar minningar sem okkur þykir vænt um að eiga. Við höfum alla tíð verið stolt af afa okkar og öllu því sem hann hefur afrekað á sinni lífsleið og munum ávallt taka hann til fyrirmyndar í öllu því sem við gerum. Við kveðjum elskulegan afa okkar með söknuði en umfram allt með þakklæti fyrir að hafa átt hann sem afa. Þín barnabörn, Gyða Björk og Sigurgeir. Elsku afi og langafi. Þú hafðir alltaf tíma fyrir okkur fjölskyld- una. Það stóð aldrei illa á og okk- ur var alltaf tekið opnum örmum. Þegar við komum heim frá Dan- mörku varst þú ávallt sá sem við heimsóttum fyrst og oftast á meðan við vorum heima. Það var svo gott að koma til þín í gott spjall og fótboltagláp. Við erum svo lánsöm að búa að ótal minningum um góðar stundir með þér á Miðbrautinni, í Kjós- inni, í Afríku og í Danmörku. Þær eru huggun í sorginni. Elsku afi, við vorum ekki tilbú- in að kveðja þig. Faðmaðu ömmu frá okkur. Við söknum þín, Hildur, Troels, Valdemar og Silja. Ég veit varla hvar ég á að byrja minningarorðin um afa minn. Það er af nægu af taka. Hvort heldur sem það eru æsku- minningar frá því að hann heim- sótti okkur fjölskylduna til Nami- bíu, stundir með afa og ömmu í Kjósinni nú eða tíð samtöl okkar þar sem hann viðraði áhyggjur sínar af vandfýsni í tilhugalífi mínu síðustu árin. Minningar mínar af afa sem barn eru skemmtilegar, hann var mikill barnakarl og áttum við barnabörnin öll sérstök gælunöfn hjá honum sem sum hver fengu að heyrast fram á fullorðinsaldur. Hann lagði mikla áherslu á að rækta sambandið við yngstu barnabörn sín eftir að hann fór á eftirlaun þar sem hann gat gefið sér nægan tíma til þess að sinna þeim. Það fór ekki fram hjá neinum sem þekkti afa að sveitarstjórn- armálin áttu hug hans að mestu leyti þar til hann fór á eftirlaun. Þá varð það gæfa mín að kynnast honum talsvert betur en áður. Við fjölskyldan fluttum fljótlega eftir það á Seltjarnarnesið og afi var nýbúinn að eignast lítinn sæt- an hvolp, Vask, sem fylgdi honum fram á síðasta dag. Skyndilega hafði afi nægan tíma til að hlusta á öll mín helstu vandamál og sat ég ósjaldan hjá honum og lét gamminn geisa um allt milli him- ins og jarðar sem hvíldi á mér eða horfði með honum á matreiðslu- þætti. Síðar þegar ég lenti í húsnæð- isvandamálum á námsárunum stóð heimili afa mér alltaf opið. Ég bjó hjá honum um skeið og fékk þá tækifæri til að eiga góðar stundir þar sem við nutum þess að elda góðan mat saman og skála í góðu rauðvíni og vera ósammála um pólitík. Afi fékk oft æði fyrir einhverjum sérstökum rétti; gat eytt heilum degi í að nostra við hægeldaða lamba- skanka, sem voru lengi vel í uppáhaldi. Eins varð hann um tíma mjög hrifinn af þurrkuðum ávöxtum í mat og bauð mér reglulega upp á rétti sem allir voru með þurrkuðum eplum, eða svínalund fyllta með þurrkuðum banana. Afi var mjög nýtinn og stundum vildi ég helst ekki vera viðstödd eldamennskuna þó svo að ég væri mjög til í að borða réttinn sem hann galdraði fram úr afgöngum úr frystinum. Ég mun sakna þess að geta ekki hringt í afa minn sem oft svaraði í glettnum tón ef honum fannst ég ekki hafa komið nógu oft í heimsókn eða mögulega liðið of langur tími á milli símtala: „Sigga, hver er það aftur?“ Eða rekast á hann í Sundlaug Sel- tjarnarness þar sem hann sat kaffibrúnn allan ársins hring. Síðastliðið ár var heilsan farin að bregðast afa og hann átti erf- iðara með að stunda áhugamál sín; golf, sund og eldamennsku. Það er ljúfsárt að kveðja í þess- um aðstæðum, það fór afa illa að geta ekki tekið fullan þátt í áhugamálunum og því gott að vita að hann hafi fengið hvíld. Sigríður Gyða Héðinsdóttir. Elsku afi. Þú fórst frá okkur svo skyndi- lega og okkur finnst svo sárt að hafa ekki náð að kveðja þig. Nú er líka svo skrítið að koma að húsinu þínu á Miðbrautinni og hugsa til þess að þú sért ekki þar. Við söknum þín svo mikið og vilj- um ekkert meira en að fá að knúsa þig einu sinni enn. Okkur finnst ótrúlegt en um leið gaman að hugsa til þess hvað þú afrek- aðir margt í lífinu og við erum svo stolt af þér elsku afi. Vonandi líð- ur þér nú betur í fótunum, ert frjáls og getur gert allt það sem þú vilt. Við vitum líka að þú ert ánægður að vera kominn til ömmu Siggu. Við eigum svo margar góðar minningar af þér, allar ferðirnar um Ísland, öll jólin og áramótin og öll skiptin sem við fórum sam- an í Nýhöfn, bústaðinn þinn í Kjósinni, sem þú elskaðir. Takk fyrir þessar minningar afi, þær lifa í hjartanu okkar og við mun- um hugsa til þeirra þegar við hugsum um þig. Við lofum að við munum passa Vask vel en hann saknar þín mjög mikið eins og við. Við krakkarnir þínir elskum þig út af lífinu og vitum að þú vakir yfir okkur og passar okkur vel. Hvíldu í friði elsku afi okkar, þín afabörn, Sara Bryndís, Arna Björk, Marta Sif og Daníel Þór. Á fögrum haustdegi kvaddi vinur okkar þetta líf. Margs er að minnast eftir yfir 50 ára vináttu og samstarf. Við fluttum á Sel- tjarnarnes árið 1965 og hófum fljótlega þátttöku í starfi sjálf- stæðismanna á Nesinu. Þá var nánast allt ógert, engar götur bundnar slitlagi, engar gang- stéttar, engin opinber mannvirki nema Mýrarhúsaskóli og svo gamli skólinn, sem var þá notað- ur bæði sem leikfimihús fyrir skólann og jafnframt var skrif- stofa hreppsins þar til húsa. Enda var fasteignaverð á Nesinu með því lægsta sem gerðist á höfuðborgarsvæðinu á þeim tíma. Það kom svo í hlut Sigur- geirs, sem sveitarstjóra og síðar bæjarstjóra, auk alls þess góða fólks sem lagði hönd á plóg, að standa fyrir uppbyggingu sveit- arfélagsins og koma því í fremstu röð, eins og við þekkjum það í dag. Alltaf var það markmið að uppbyggingin væri fyrir eigið fé, ekki væru tekin lán til fram- kvæmda, eins og freistandi var og algengt er, en þá hefði það komið í hlut eftirkomendanna að borga brúsann. Við áttum margar ánægju- stundir með vinum og samherj- um á Seltjarnarnesi. Ekki vorum við alltaf sammála en alltaf tókst að ná lendingu um leiðir, enda var stefnan ætíð óbreytt. Þau hjónin Sigga og Sigurgeir voru okkur kærir vinir og samveru- stundirnar ófáar, bæri innan- lands og utan. Upp úr stendur þegar þau hjónin buðu okkur í sumarbústaðinn sinn við Meðal- fellsvatn, yfir helgi, ásamt yngsta barninu okkar. Þar var rætt um lífið og tilveruna, fortíð og fram- tíð og pólitíkina að sjálfsögðu. Nú eru flestir gömlu samherj- anna horfnir af vettvangi en eftir standa góðar minningar. Við þökkum Sigurgeiri fyrir vináttuna og samstarfið og biðj- um fyrir kveðju til Siggu. Við vottum fjölskyldunni samúð okk- ar og óskum þeim alls hins besta í framtíðinni. Blessuð sé minning Sigurgeirs Sigurðssonar. Guðmar Magnússon og Ragna Bjarnadóttir. Nú kveður góður félagi og vin- ur. Kynni okkar hófust er við hjónin fluttum heim frá Dan- mörku 1974 með lítinn hund. Þá var hundahald bannað í Reykja- vík en leyft á Seltjarnarnesi. Ég leitaði fyrst eftir upplýsingum á bæjarskrifstofunum og hitti þar fyrir Sigurgeir, sem vildi allt fyr- ir mig gera. Fann ég strax að hér væri gott að vera, og bæjar- yfirvöld með bæjarstjórann í broddi fylkingar vildu hag íbú- anna sem beztan. Það varð því úr að við settumst að á Nesinu, fyrst í Tjarnarbólinu, en síðar byggð- um við einbýlishús við hliðina á Sigurgeiri og konu hans Sigríði. Tókst með okkur einlæg vinátta. Á þessum árum var mikill upp- gangur á Nesinu. Sigurgeir bæj- arstjóri var annálaður fyrir fyr- irhyggjusemi, ráðdeild og skynsamlegar fjárfestingar til bættrar þjónustu fyrir bæjarbúa. Þannig voru byggð ný skólahús, sundlaug og íþróttahús og heilsu- gæzlubygging, svo ekki sé talað um hitaveituna sem var stór- framkvæmd, á fyrstu árum hins nýja bæjarfélags. Allt var þetta gert án þess að skattleggja íbúana úr hófi fram. Reyndar var útsvar á Seltjarnarnesi í tíð Sig- urgeirs ávallt með því lægsta á landinu. Nágrannasveitarfélögin botnuðu ekkert í því hvernig hann fór að þessu, og var ekki laust við að gætti svolítillar öf- undar í hans garð. Þar sem ég var nánast fæddur inn í Sjálfstæðis- flokkinn tók ég strax þátt í flokksstarfinu á Nesinu og bauð mig fram til bæjarstjórnar í kosningunum 1978. Í bæjarstjórn átti ég ánægjulegt og lærdóms- ríkt samstarf við Sigurgeir, enda mikið um framkvæmdir og stór mál í gangi það kjörtímabil. Í rauninni var öll bæjarstjórnin samhentur hópur og líktust fund- ir okkar frekar samkomu góðra vina en pólitískra andstæðinga. Á þessari stundu hrúgast upp minningar um góðan dreng. Við fórum oft saman á tónleika Sin- fóníuhljómsveitar Íslands og sát- um þá á fyrsta bekk. Sigurgeir hafði nefnilega séð til þess að Sel- tjarnarnesbær, eina sveitarfélag- ið utan Reykjavíkur, samþykkti að greiða hluta af rekstrarkostn- aði hljómsveitarinnar á móti rík- inu. Við hjónin fórum oft í leikhús með Sigurgeiri og Siggu og átt- um fasta miða í Þjóðleikhúsinu um langt skeið. Þá má ekki gleyma fjörugum samkvæmum heima hjá þeim hjónum, því að oft var nefnilega haldið áfram að skemmta sér að loknum hinum frægu þorrablótum Sjálfstæðis- félagsins á Nesinu. Var þá ýmist farið heim til Sigurgeirs og Siggu eða til Gúnda og Magneu, sem áttu heima hinum megin við okk- ur. Já, þetta voru glaðir tímar. Eftir að við fluttum brott af Nes- inu í Vesturbæinn 1997 hittumst við sjaldnar en þó öðru hverju í Sundlaug Seltjarnarness. Urðu þá fagnaðarfundir. Sigríður kona Sigurgeirs, sem var okkur kær, lézt fyrir allmörgum árum, svo að nú hafa þau heiðurshjón bæði kvatt þennan heim. Við Sigríður María vottum börnunum, þeim Grétu, Sigga og Þór, og fjölskyld- um þeirra innilega samúð okkar. Júlíus Sólnes. Okkar farsæli bæjarstjóri til fjörutíu ára, Sigurgeir Sigurðs- son, varð bráðkvaddur á heimili sínu að morgni þriðjudagsins 3. október. Sigurgeir og eiginkona hans, Sigríður Gyða Sigurðar- dóttur, sem lést árið 2002, tóku strax virkan þátt í samfélaginu á Seltjarnarnesi þegar þau fluttust þangað. Sigurgeir var mjög virk- ur í starfi Sjálfstæðisflokksins og gegndi þar ýmsum trúnaðar- störfum. Sigurgeir reyndist mér mjög góður vinur og ráðgjafi – persónueinkenni hans voru góð- mennska og ekki síst ósérhlífni. Ég horfi með söknuði á eftir góð- um vini og samstarfsfélaga til margra ára. Hann var mikill stuðnings- maður Íþróttafélagsins Gróttu og mætti á flesta leiki meistara- flokks karla í handbolta meðan heilsan leyfði. Hann lagði hug- sjón íþróttahreyfingarinnar öfl- ugt lið og þar, sem víða annars staðar, voru honum falin trúnað- arstörf, m.a. gegndi hann for- mennsku Íþróttafélagsins Gróttu. Við félagar hans í Sjálf- stæðisfélaginu og bæjarstjórn vorum mjög stolt af því þegar hann var sæmdur heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu árið 2000 fyrir störf sín að sveitar- stjórnarmálum. Sigurgeir tók sæti í hrepps- nefnd Seltjarnarness eftir kosn- ingarnar 1962. Hann starfaði sem bæjarstjóri í fjörutíu ár, en bær- inn tók miklum breytingum á þeim tíma og átti hann stóran þátt í að innleiða þá þjónustu og uppbyggingu sem við nú þekkj- um. Hann opnaði augu okkar fyr- ir mikilvægi þess að styðja við þá sem minna mega sín og jafnframt var hann frumkvöðull að bygg- ingu íbúða fyrir aldraða á Skóla- brautinni. Sigurgeir skrifaði fjöl- margar greinar í Nesfréttir í áranna rás þar sem hann benti á og hvatti til góðra verka. Sigurgeir var gegnheill Sel- tirningur sem lagði sitt af mörk- um til að gera góðan bæ enn betri. Ég heimsótti hann nýlega, til að leita ráða í viskubrunni hans um gamalt mál, sem hann þekkti eins og lófann á sér. Ég fann enn Sigurgeir Sigurðsson HINSTA KVEÐJA Að eiga vin er vandmeðfarið, að eiga vin er dýrmæt gjöf. Vin, sem hlustar, huggar, styður, hughreystir og gefur von. Vin sem biður bænir þínar, brosandi þér gefur ráð. Eflir þig í hversdagsleika til að drýgja nýja dáð. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Þinn vinur, Gottskálk Þ. Eggertsson. Útfararþjónusta Vönduð og persónuleg þjónusta athofn@athofn.is - www.athofn.is ATHÖFN ÚTFARAÞJÓNUSTA - s: 551 7080 & 691 0919 Inger Steinsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.